Morgunblaðið - 16.03.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.03.2000, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ - AKUREYRI Tvö nótaskip lönduðu loðnu í Krossanesi í gær Heildaraflinn rúm- lega 22 þúsund tonn NÓTASKIPIÐ Guðmundur Ólafur ÓF kom með fullfermi af loðnu í Krossanes í gærmorgun, um 800 tonn, og Sigurður VE kom seinni partinn í gær með um 1.450 tonn. Alls hafa því borist rúmlega 22 þús- und tonn af loðnu í Krossanes á ár- inu, sem er um helmingi meiri afli en á sama tíma í fyrra en þá höfðu 11.200 tonn borist þar á land. Skipin eru sólarhring á leiðinni af miðunum fyrir vestan land og til Akureyrar en siglingin er um 200 mílur. Magni Barðason skipverji á Guðmundi Ólafi sagði að búið væri að veiða loðnukvóta skipsins og að í síðustu tveimur veiðiferðum hafi þeir verið að veiða kvóta annarra. Hann sagði ráðgert að fara einn þannig túr til viðbótar áður en yfir lýkur. Hilmar Steinarsson verksmiðju- stjóri í Krossanesi sagði að loðnan væri góð og hann gerir ráð fyrir að vertíðin standi yfir í viku til 10 daga til viðbótar. Undanfarinn hálfan mánuð er búið að framleiða um 240 tonn af hrognum í Krossanesi í samstarfi við Utgerðarfélag Akur- eyringa. I Krossanesi er loðnan hreinsuð og kreist en frysting og pökkun fer fram í frystihúsi UA á Grenivík. Engin hrognataka var í verksmiðjunni á síðasta ári en Hilmar sagði þetta mjög góða verð- mætasköpun. „Það var hins vegar sumarvertíðin í fyrra sem brást en þá bárust hingað aðeins 8.700 tonn.“ Ekki kvartað yfir lykt Starfsemi verksmiðjunnar í Krossanesi hefur verið nokkuð um- deild undanfarin misseri og óá- nægðir bæjarbúar kvartað yfir ólykt á meðan bræðsla stendur yfir. Stöðugt er unnið að endurbótum á Morgunblaðið/Kristján Magni Barðason og Dagur Guðmundsson skipverjar á Guðmundi Ólafi ÓF kampakátir um borð í skipi sínu í Krossanesi. mengunarbúnaði verksmiðjunnar og sagði Hilmar að ekki hafi verið um neinar kvartanir að ræða frá bæjarbúum á yfirstandandi vertíð, enda hráefnið unnið ferskt. Krossanes hefur tekið _ við af- greiðslu á áburði frá Aburðar- verksmiðjunni, sem áður var í hönd- um Kaupfélags Eyfirðinga. Fyrsta áburðarfarminum var landað í Krossanesi sl. föstudag, samtals um 1.100 tonnum. Vorhugur er kominn í bændur, sem eru þegar farnir að sækja sinn áburð. Hilmar sagði að hugmyndin hafi verið að starfs- menn fyrirtækisins snéru sér að áburðinum eftir að loðnuvertíðinni lyki. Vertíðinni færi senn að ljúka og þetta væri því ágætis viðbót í starfsemi fyrirtækisins. Áhættuþættir heilsubrests til umfjöllunar í Menntaskólanum á Akureyri Andleg van- þrif og vímu- vandi heilsu- farsvandamál PÉTUR Pétursson yfirlæknir Heilsugæslustöðvarinnar á Akur- eyri sótti Menntaskólann á Akur- Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum. Bjóðum eitt mesta úrval á íslandi af smáum og stórum vogum. Hafðu samband - vogir eru okkar fag - Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is eyri heim í fyrradag og flutti þar fyrirlestur sem hann nefndi Ahættuþættir heilsubrests - um- fjöllun fyrir unglinga og ungt fólk. Pétur fjallaði um heilbrigði, sjúk- leika og lífshlunnindi og helstu tegundir heilsuleysis. Margir hafa sérstakar áhyggjur af velferð barna og unglinga frammi fyrir þeim vanda sem áfengi og önnur fíkniefni valda þeim. Pétur nefndi m.a. að eitt helsta heilsufarsvandamálið væri andleg vanþrif og vímuvandi, eins og hann orðaði það og að það væri töluvert algengt í MA eins og öðr- um skólum. í þessu sambandi hafa framhaldsskólarnir í bænum, MA Morgunblaðið/Kristj án Pétur Pétursson, yfirlæknir heilusgæslustöðvarinnar á Akureyri, til hægri, ásamt Stefáni Þór Sæmundssyni og Kristínu Sigfúsdóttur. Fíkniefni á heimili fulltrúa í áfengis- og vímuvarnarnefnd Víkur sæti úr nefndinni Mikið áfall, segir for- maður nefndarinnar FULLTRÚI í áfengis- og vímu- varnarnefnd Akureyrar, sem viður- kenndi um helgina að eiga fíkniefni sem fundust á heimili hans, sat ekki fund nefndarinnar í fjrrradag. Hann situr í nefndinni fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og sagði Kristján Þór Jú- líusson bæjarstjóri að augljóslega myndi fulltrúinn víkja sæti sínu í nefndinni, en það yrði staðfest formlega á fundi bæjarstjórnar í næstu viku. Kristín Sigfúsdóttir, formaður áf- engis- og vímuvarnarnefndar Akur- eyrar, sagði um mikið áfall að ræða. „Það er alltaf áfall þegar í Ijós kem- ur að einhver sem maður hefur unn- ið með og þekkir tengist á einhvern hátt fíkniefnamálum, en þetta stað- festir að í þessum efnum eru engin landamæri," sagði Kristín. „Ég er eldri en tvævetur og vissulega hef- ur maður margt séð og reynt.“ Ki-istín sagði vitanlega bagalegt þegar fólk sem ætti að vera öðrum til eftirbreytni brygðist í því hlut- verki sínu. „Það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé mikið áf- all, en það er ekki síður, og í raun meira áfall að mínu mati að ungt fólk, nýkomið út úr grunnskóla, skuli vera að kaupa og neyta fíkni- efna. Við höfum lagt ofurkapp á að sporna við fíkniefnaneyslu í grunn- skólum, en svo virðist sem fíkni- efnaneysla færist sífellt neðar í aldri. Þessi fíkniefnaheimur er skipulagður eins og hernaður, við erum í andspyrnuhreyfingunni og svo virðist sem menn geti laumað sér inn í þá hreyfingu," sagði Krist- ín. og VMA tekið upp samstarf um átak til heilbrigðara lífs ungmenna. Menningardagarnir Ratatoskur 2000 standa yfir í MA þessa dag- ana en þar er um að ræða hálfopna listadaga, sem síðustu ár hafa stað- ið í viku eftir að skólatíma lýkur en fléttast nú inn í skólatímann. Menningardagarnir standa yfir í tvo daga að þessu sinni og taka kennarar skólans þátt í þeim með nemdendum sínum. Tvö umferðaróhöpp í Eyjafírði Bflbeltin björguðu HARÐUR árekstur varð á Dalvík seinni partinn í fyrradag, er þar skullu saman lítill pallbíll og fólks- bfll. Ökumennirnir voru einir í bíl- unum og sluppu þeir án teljandi meiðsla en þeir voru báðir í bílbelt- um. Fólksbíllinn er talinn ónýtur og var dreginn af vettvangi með krana- bíl og pallbfllinn skemmdist nokkuð. Óhappið varð syðst í bænum en ökumaður pallbílsins sem var á leið inn í bæinn, missti stjórn á bíl sín- um í snjóskafli með þeim afleiðing- um að hann skall á fólksbílnum sem var ekiðí gagnstæða átt. Þá valt jeppabifreið á toppinn í Ólafsfirði í hádeginu í fyrradag. Ökumaður og tveir farþegar sem allir voru í bílbeltum sluppu ómeiddir en bíllinn skemmdist nokkuð. Jeppinn var rétt að koma inn í bæinn er óhappið varð en öku- maðurinn missti vald á honum í snjóskafli og valt hann á toppinn á veginum, að sögn lögreglunnar í Ól- afsfirði. Felag viðskipta- og hagfræðinga og PricewaterhouseCoopers Ráðstefna um sam- einingu fyrirtækja FÉLAG viðskipta- og hagfræð- inga á Norðurlandi í samstarfi við PricewaterhouseCoopers efnir til ráðstefnu á Akureyri á föstudag, 17. mars, frá kl. 14 til 17. Yfir- skrift hennar er „Sameiningar fyrirtækja - auðveld sókn eða of- metnar væntingar". Framsögumenn verða Jónatan S. Svavarsson, rekstrarráðgjafi hjá PricewaterhouseCoopers, sem fjallar um hvort sameiningar hafi staðist væntingar, Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma-Sæbergs, sem fjallar um reynslu þeirra af um tug sameininga og hvort íleiri sameiningartækifæri séu enn til í sjávarútvegi á Islandi, Daníel Arnason, framkvæmdastjóri AKO Plastos, sem segir frá reynslu við sameiningu og flutning á fyrir- tæki þeirra til Akureyrar, Jóhann Magnússon, framkvæmdastjóri FBA ráðgjafar, sem fjallar um þátt fjármálafyrirtækja í sam- runaferli fyrirtækja og Skúli Val- berg Ólafsson, framkvæmdastjóri OZ.COM, sem kynnir reynslu af samstarfi fyrirtækja á tímum upplýsingatækninnar, þar sem mjög ólík fyrirtæki vinna náið saman með sameiginleg markmið. Pallborðsumræður með þátt- töku frummælenda og fleiri sér- fræðinga verða að loknum erind- um. Ráðstefnan verður haldin á Fiðlaranum við Skipagötu. Skrán- ing á ráðstefnuna er hjá Atvinnu- þróunarfélagi Eyjafjarðar, hjá Hólmari Svanssyni, sem einnig veitir nánari upplýsingar. Bókaðu í síma 570 3030 05 460 7000 Fax 570 3001 * websalesó>airicelamf.is • www.flujfelaj.is ...fljú;ðufrekar FLUGFELAG ISLANDS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.