Morgunblaðið - 16.03.2000, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
Góð þátttaka er á námskeiði um neyðarvarnir í Hveragerði.
N ey ðarvarnanám-
skeið í Hveragerði
Hveragerði - Nú stendur yfír í
Hveragerði neyðarvarnanámskeið á
vegum Rauða kross deildar Hvera-
gerðis. Þátttaka er mjög góð því yfir
tuttugu manns sitja námskeiðið.
A námskeiðinu er fjallað um hvern-
ig staðið er að því að opna fjöldahjálp-
arstöð og hvert hlutverk Rauða
kross-deilda er í fjöldahjálp og félags-
legu hjálparstarfi innan Almanna-
varna. Nýjustu dæmin sanna að ekki
veitir af að vera viðbúin og kunna til
verka í slíku starfí.
Rauða kross-deild Hveragerðis
vinnur nú að því að koma neyðarvöm-
um sínum í gott horf. Hlutverk allra
Rauða kross-deilda í neyðarvömum
er að aðstoða fólk sem þarf að yfir-
gefa heimili sín eða verður vegalaust
á hættutímum. Astæður hjálpar-
beiðna geta verið ýmsar; brottflutn-
ingur vegna yfírvofandi hættu, nátt-
úruhamfarir, hópslys, eyðilegging á
húsnæði - eða veður og færð eins og
öllum er enn í fersku minni.
Það er ekki aðeins fólk úr Rauða
kross-deildinni sem situr námskeiðið
heldur er þar einnig fólk frá öðmm
hjálparliðum; hjálparsveit, almanna-
vamanefnd, slökkviliði og fleirum.
Ríkir mikil ánægja með þetta fram-
tak því allt þetta fólk starfar hlið við
hlið innan almannavamakerfisins
þegar á reynir.
Ovæntur skjalafundur í kvennaskólanum á Blöndudsi
Átta fjórð-
ungar af
smjöri í
skólagjöld
Blönduósi - Héraðsskjalasafni Aust-
ur-Húnavatnssýslu bórust óvæntir
hlutir á dögunum. Skjöl, meðal ann-
ars frá því um 1882, sem tilheyrðu
Kvennaskóla Húnvetninga sem
fyrst var starfræktur á Ytri-Ey á
Skagaströnd, komu í leitirnar.
Skjölin, sem voru í tveimur
skjalapökkum, fundust á háalofti
Kvennaskólans á Blönduósi, lofti
sem kallað er „vefnaðarloftið".
Elstu skjölin voru snyrtilega vafin
saman og var bundið utan um þau
með silkibandi. Þórhildur ísberg,
sem hefur umsjón með safninu
ásamt eiginmanni sínum Jóni Is-
berg fyrrum sýslumanni, sagði í
samtali við Morgunblaðið að skjölin
hefði fundið Aðalbjörg Ingvarsdótt-
ir sem lengi var skólastjóri við
Kvennaskólann á Blönduósi. Margt
forvitnilegt er að finna í þessum
skjölum og var Þórhildur sérstak-
lega ánægð með litla skruddu sem
hafði að geyma bókaskrá skólans.
Og sem dæmi um efni skjalanna
fylgir hér með fylgiskjal nr. 11 með
reikningum Kvennaskólans á Ytri-
Ey skólaárið 1893/1894 undirritað
af Elínu Briem skólastýru. „Að Þor-
lákur Þorláksson á Vesturhópshól-
um hafi í meðgjöf með Björgu dótt-
ur sinni, borgað 8 fjórðunga af
smjöri veturinn 1892 - 93, viður-
kennist hér með.“ Þorlákur þessi
sem hér um ræðir er faðir Jóns Þor-
lákssonar fyrrum forsætisráðherra
og dóttir hans sem hér um ræðir
var Björg Karitas Þorláksson
Blöndal, sem fyrst íslenskra kvenna
útskrifaðist sem doktor úr Svarta-
skóla í París. Héraðsskjalasafn A-
Hún hefur komið sér upp heimasíðu
og er slóðin simnet.is/skjalasafn.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Frú Þórhildur Isberg Skjala-
vörður Héraðsskjasafns A-
Hún með skjölin sem fundust
fyrir skömmu á vefnaðarlofti
Kvennaskólans á Blönduósi.
i
Ekki allir á eitt sáttir við
kj ör dæmabreytinguna
Valinn Völs-
ungur ársins
Húsavík-Friðgeir Bergsteinsson
var valinn Völsungur ársins 1999 en
þennan heiður hlýtur sá sem skarað
hefur fram úr í starfi fyrir félagið
og verið öðrum til fyrirmyndar. Á
myndinni tekur hann við viður-
kenningu frá Ingólfi Freyssyni, for-
manni Völsungs. Við sama tækifæri
fékk Sigurbjörg Hjartardóttir styrk
úr afreksmannasjóði HSÞ sem
veittur er efnilegum íþróttamönn-
um og sagði Ingólfur við það tæki-
færi að hún væri að þessum styrk
Morgunblaðið/Silli
verðug því þótt árafjöldinn væri
ekki mikill hefði hún lengi skarað
fram úr félögum sínum og nefndi að
hún hefði tvisvar sinnum verið kos-
in Iþróttamaður Húsavíkur.
Borgarnesi - Samtök sveitarfélaga í
Vesturlandskjördæmi, Fjórðungs-
samband Vestfirðinga og Samtök
sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi
vestra boðuðu fyrir skemmstu til
sameigilegs íúndar með alþingis-
mönnum og sveitarstjórnarmönnum
kjördæmanna í Borgamesi. Um-
ræðuefni fundarins var áhrif nýrrar
kjördæmaskipunar. Gunnar Sigurðs-
son, formaður SSV, setti fundinn.
Fundarstjórar voru Elín R. Líndal og
Pétur Ottesen. Ritari fundarins var
Hrefna B. Jónsdóttir.
Kynning á starf! lands-
hlutasamtakanna
Fulltrúar landshlutasamtakanna,
Ásgeir Þór Jónsson FV, Ágúst Þór
Bragason SSNV og Guðjón Ingvi
Stefánsson SSV fóru yfír störf sam-
takanna í gegnum tíðina. Fram kom í
máli þeirra að þau hafa beitt sér fyrir
mörgum framfaramálum sem skipt
hafa sköpum fyrir fjórðungana. Má
nefna í því sambandi samgöngumál,
skólaskrifstofur, framhaldsskólamál
og eflingu tækifæra til menntunar,
sorpmál og margt fleira. Einnig hafa
landshlutasamtökin verið öflugur
málsvari sinna svæða, bæði við al-
þingismenn og samstarfi landshluta-
samtaka á landsvísu.
í lok sjöunda áratugar voru stofn-
uð landshlutasamtök sveitarfélaga á
grundvelli kjördæmaskipunar og hef-
ur samstarf sveitarfélaga og hags-
munagæsla á þeirra vegum verið
magvíslegt síðan í góðu samstarfi við
alþingismenn kjördæmanna. I nokkr-
um málaflokkum reka sveitarfélögin
sameiginlega öfluga þjónustu á kjör-
dæmagrundvelli og í nokkrum tilfell-
um er slíkt samstarf lögbundið.
Ásgeir Þór sagði sveitarstjórnar-
fólk á Vestfjörðum óneitanlega hræð-
ast að Vestfirðir yrðu jaðarsvæði í
hinu nýja kjördæmi vegna landfræði-
legrar legu svæðisins.
Bættar samgöngur væru því mikil-
vægur þáttur. Guðjón Ingvi ræddi
um þá breytingu sem orðið hefur á
hlutverki samtakanna frá upphafi, en
þá voru sveitarfélögin miklu fleiri og
margvísleg ráðgjöf og aðstoð sem
þurfti að veita þeim. Ásgeir og Ágúst
Þór voru sammála um að hlutverk
landshlutasamtakanna væri mikil-
vægt, en Guðjón Ingvi sagðist láta
öðrum það eftir að móta framtíðina
þar sem hann myndi senn láta af
störfum sem framkvæmdastjóri SSV.
Einar Kr. Guðfinnsson alþingismaður
sagði m.a. að ekki væri búið að ákveða
með hvaða hætti kjördæmaskipanin
yrði. Hann sagðist hafa áhyggjur af
stöðu þingmanna í nýju kjördæmun-
um. I dag er samstarf kjósenda og
þingmanna mikið vegna smæðar
kjördæmanna. Hann liti á það sem
skemmtilegan og mikilvægan þátt að
vera í nánu sambandi við kjósendur.
Nú myndu einingamar stækka það
mikið og þingmönnum fækka svo
nánast yrði útilokað að halda jafn
góðum tengslum við kjósendur og nú
er. Hann sagðist hafa átt sæti í
byggðanefnd á vegum forsætisráð-
herra. Gat hann tillagna sem unnið
hefur verið að. Þar er gert ráð fyrir að
þingmenn hafi aðstoðarfólk á launum
úti í kjördæminu. Það yrði óumflýjan-
legt að kosta einhverju til til að halda
sem mestu sambandi við kjósendur.
Ýmsir óánægðir með
breytinguna
I almennum umræðum um lqör-
dæmabreytinguna kom m.a. fram að
landshlutasamtökin ættu að vera
áfram í núverandi mynd. Árangurs-
ríkasta byggðastefnan væri að færa
sem flest verkefni heim í byggðarlög-
in. Sveitarfélögin þyrftu hins vegar að
stækka og eflast til þess að vera betur
í stakk búin að takast á við þær breyt-
ingar sem eru í vændum varðandi
breytta kjördæmaskipan og til að
Húsavík - Kiwanisklúbburinn
Skjálfandi á Húsavík heiðrar ár
hvert þá íþróttamenn sem skarað
hafa fram úr á liðnu ári. Þetta árið
er íþróttamaður Húsavíkur Ás-
mundur Gfslason, knattspyrnu-
maður Völsunga, en hann er einnig
góður liðsmaður í handknattleik.
takast á við aukin verkefni. Hnýta
bæri þó vel hnúta í fjármálalegu tiLLiti
áður en tekið er við fleiri verkefnum
yfir til sveitarfélaganna.
Ekki voru allir á eitt sáttir við kjör-
dæmabreytinguna. Sögðu sumir að
þeir hefðu ekki hitt nokkum mann
sem væri ánægður með hana. Þing-
menn yrðu allt of fáir, kjördæmið erf-
itt í landfræðilegu tilliti og tengsl
þeirra við kjósendur myndu að engu
verða.
Lýsti Hjálmar Jónsson alþingis-
maður ástandinu á þennan veg:
Settumst við og settum niður á blað
samstarf allt sem þörf er á að móta,
og með því styrkja, auka og efla það
sem enginn telur þó að sé til bóta.
Horfa fram á veginn
Hins vegar var niðurstaða fundar-
ins sú að taka því sem að höndum
bæri. Horfa fram á veginn og vera
með í því að móta stefnuna. Það yrði
ekki aftur snúið og að vinna á móti
þessu fyrirkomulagi yrði einungis til
þess að kjördæmið yrði undir í bar-
áttunni.
I lok fundarins var þeim tilmælum
beint til landshlutasamtakanna að at-
huga með það að tilnefna sex fulltrúa í
nefnd, tvo frá hverjum samtökum.
Fengi nefndin það hlutverk að gera
tillögur um samstarf landshlutasam-
takanna í nýju kjördæmi.
Þess má geta að Ásmundur leikur
nú með Þór á Akureyri. Þau sem
komu næst í tilnefningunni voru
Sigurbjörg Iljartardóttir og Pálmi
Rafn Pálmason og eru þremenn-
ingarnir sem viðurkenningar hlutu
á myndinni. Frá vinstri: Pálmi
Rafn, Ásmundur og Sigurbjörg.
FASTEIGNA
MIÐLUN
Síöumúla 11,2. hœb • 108 Reykjavík
Sími: 575 8500 • Fax: 575 8505
Veffang: www.fastmidl.is
Netfang: sverrir@fastmidl.is
Sverrír JZrtetfámeon Iðgg. fasteígmealí
OPIÐ FRÁ KLUKKAN 9.00 - 18.00
Atvinnuhúsnæbi |
SKRIFSTOFUR - IÐNAÐUR
Til sölu í lyftuhúsi 624 fm mjög vel innréttuð skrifstofuhæð.
Leigjandi er Reykjavíkur-Akademían. Leigutekjur er kr. 650.000 pr.
mánuð. Einnig er til sölu á sömu hæð 445 fm hæð sem losnað
getur á næstu vikum. Uppl. gefa Þór og Sverrir.
VESTURBÆR - RIS Til sölu 601 fm rishæð með mikilli lofthæð.
Þar eru innréttaðar í dag tvær íbúðir í leigu og stórir salir. Lyfta er í
húsinu. Þetta er eign sem gefur mjög mikla möguleika. Uppl. á
skrifstofu gefur Þór.
■
VESTURBÆR - ATVINNUHÚSNÆÐI Til sölu ca. 1.100 fm
atvinnuhúsnæði á þremur hæðum. Húsnæðinu er skipt í nokkrar
einingar sem þarfnast standsetningar (hluti er í leigu) ásamt
möguleka á að byggja ofan á húsið ca 350 fm. Þetta er eign sem
gefur mjög mikla möguleika fyrir kaupsýslumenn.
Iþróttamaður Húsavíkur