Morgunblaðið - 16.03.2000, Side 21

Morgunblaðið - 16.03.2000, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Mótmæla gjaldtöku af notkun hraðbanka Skrifa ávísanir upp á tólf aura London. Morgunblaðið. VIÐSKIPTAMANNAHOPUR banka hefur tekið sig saman um að skrifa fimm ávísanir, hverja upp á eitt pens, dagsetta 1. apríl og er ætlunin að valda bönkunum fyrirhöfn og kostnaði, því það kostar banka rösklega 20 pens að afgreiða hverja ávísun. Þetta er hugsað sem mótmæli við ákvörð- un bankanna um gjaldtöku af notkun hraðbanka og hefur hóp- urinn skorað á almpnning að koma til liðs við sig. Avísanirnar fimm eiga menn að stíla á kunn- ingja sína, sem innleysa þær svo í banka mánudaginn 3. apríl. Stephen Byers, viðskipta- og iðnaðarráðherra hefur átt fund með forráðamönnum bankanna um hraðbankagjöldin, en sam- þykkt bankanna gekk út á pund í gjald af viðskiptavinum annarra banka til viðbótar við hálft annað pund í refsigjald á eigin við- skiptamenn, sem nota annarra hraðbanka. Þannig kynnu menn að þurfa að borga allt að hálfu þriðja pundi fyrir að nota hrað- banka. Eftir fundinn með ráð- herranum stefna flestir bankanna eftir sem áður að því að taka gjöld af þeim viðskiptavinum annarra banka, sem nota hrað- banka þeirra, en bankamenn lof- uðu að ræða á næsta fundi um hraðbankamál, hvort þeir haldi einnig til streitu refsigjöldum af eigin viðskiptavinum, sem nota annarra hraðbanka. Sumir bank- ar, þar á meðal skozku bankarnir og Samvinnubankinn, hafa til- kynnt að þeir hyggist ekki leggja nein gjöld á hraðbankanotkun. Ríkisstjórnin hefur hótað bönkunum aðgerðum, ef þeir haldi sig við þessa gjaldtöku og ber fyrir sig niðurstöður sér- stakrar rannsóknar sem segja kostnað bankanna af hverri hraðbankaaðgerð vera á bilinu 15-30 pens. Þeim sem kaupa inn í stór- mörkuðum og nota kort stendur til boða að fá til baka í reiðufé, allt að 20 pund, hverju sinni. For- ráðamenn stórmarkaða segja við- skiptavini nýta sér þessa þjón- ustu í auknum mæli enda þarf ekkert að borga fyrir hana. The Daily Telegraph hefur eft- ir Steve Syder, forgöngumanni tólfauraávísananna, að hraðbank- ar spari bönkunum stórfé í launa- kostnaði, en hins vegar virðist græðgi þeirra engin takmörk sett. Spyr hann svo, hvort vænta megi þess að bankarnir fari að taka gjald af fólki, sem leggur þar inn fé. Skopteiknarar blað- anna hafa farið á kostum í hrað- bankamálinu. Meðal annars birt- ist teikning, þar sem skilaboðin til viðskiptavinarins voru þessi á hraðbankaskjánum: Borgaðu tíu pund, ef þú vilt sjá kortið þitt aft- ur! Danskir dagar í Fjarðar- kaupum I gær, miðvikudag, hófust danskir dagar í Fjarðarkaup- um. Af því tilefni verður mikið um vörukynningar á dönsk- um matvörum og einnig tölu- vert um tilboð. Veittur er til dæmis 25% afsláttur af svína- læri, svínahnakka, beikoni og svínarifjasteik og 25% af- sláttur af frosnum kjúklingi. Á Dönskum dögum verður smurbrauðsjómfrú í verslun- inni sem kynnir danskt smur- brauð. AJlir viðskiptavinir Fjarðarkaupa lenda í potti með nafnið sitt og í lok danskra daga verður dregið um ferð til Danmerkur fyrir fjóra. Danskir dagar standa fram til laugardagsins 25. mars. FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 21 SuteetandSour, fíoganJosh,Tdtka ; .tfdsw Uasalaog " cantonese,400g Hvítíauks BWfirtra Brauðrasp, 5 oz ongins/ SUttíes,lSSg Mx4stkipk Lœkjargötu, Siglufirði Álaugarvegi, Höfn Miðbæ, Akranesi Hagamel, Reykjavík Ólafsbraut, Ólafsvík Bréíóumork, Hveraqerði Selfabraut, Reykjavík Crundargötu, Crundarfirði Hólmgarði, Keflavífc mwmatmmmmms

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.