Morgunblaðið - 16.03.2000, Page 27

Morgunblaðið - 16.03.2000, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 27 Búistviðað BMW selji Rover Óttast að tug-þúsundir missi vinnuna Frankfurt, London. AFP. SVO virðist sem þýsku bflasmiðjurn- ar BMW hafi tekið ákvörðun um að selja breska bifreiðaframleiðandann Rover en verulegt tap hefur verið á rekstri fyrirtækisins í sex ár. Breska stjórnin lagði í gær áherslu á mikil- vægi Rovers í bresku efnahagslífi og bresk verkalýðsfélög hafa farið fram á fund með yfirstjórn BMW. Óttast þau, að þúsundir manna muni missa vinnuna komi til sölu. Stjóm BMW kemur saman til fundar í dag og búist er við, að þá verði ráðin örlög Rovers eða „enska sjúklingsins" eins og fyrirtækið hef- ur verið kallað í Þýskalandi. Er að vænta formlegrar tilkynningar um málið á morgun. Sérfræðingar telja víst, að BMW muni selja megnið af Rover, sem hef- ur verið þungur baggi á BMW frá yf- irtökunni 1994. Þýsku blöðin Hand- elsblatt og Suddeutsche Zeitung sögðu í gær, að BMW hygðist selja Rover að langmestu leyti og síðar- nefnda blaðið sagði, að BMW væri í sambandi við hugsanlegan kaupanda og yrði verksmiðjunum í Longbridge og Oxford lokað. Yrði framleiðslan einskorðuð við smíði á Land Rover- og Mini-bílunum, en hún hefur skilað hagnaði. BMW keypti Rover 1994 fyrir 94 milljarða ísl. kr. og hefur síðan fjár- fest í fyrirtækinu fyrir hundruð milljarða kr. Samt hefur ávallt verið tap á fyrirtækinu og nefna sérfræð- ingar ýmislegt til í því sambandi: Hátt gengi pundsins; litla framleiðni; fremur gamaldags bfla og lélega markaðssetningu. Þá er BMW sjálft sakað um ónógt stjómunareftirlit. í Bretlandi veldur þetta mál mikl- um áhyggjum og hafa stjómvöld verið í sambandi við stjórn BMW og lagt áherslu á mikilvægi fyrirtækis- ins í bresku efnahagslífi. Talsmenn breskra verkalýðsfélaga segja, að verði rekstri Rovers hætt muni 16.000 manns missa vinnuna og að auki allt að 50.000 manns í fyrirtækj- um, sem þjónusta bifreiðaiðnaðinn. Talsmaður íhaldsflokksins sagði í gær, að það væri að nokkm leyti stjórn Verkamannaflokksins að kenna hvemig komið væri þar sem henni hefði ekki tekist að fá sam- þykki Evrópusambandsins við fjár- frekum björgunaraðgerðum við verksmiðjuna í Longbridge. vv w w . 1 3 n d s b a n k i. i s www.landsbref.is i * munt þú geta gert framtíðin bíðuntftir þér 1 ANDSBRii Landsbankans mmmm i itryitvbók LaruUbankiins; 7,2% viðbótarlifeyrissp.ifnaftui Ij.iivorslutciktmiipn I andsbrcla; 2,2 - viðbótaililcytivspainaðui Klcnski lifcyrissjóðunnn: ?„?% viObótuilifeyfissparnaður Islcnskt lílcyiiss|óöufinn; H>' • loqbmulið láijmatksióijiaUi I ilís lifcynssólmin .’.2'Vu viðbólailitcynssjiatnaðui Fjölbreytt val i lífeyrissparnaöi Landsbankinn : m t v ,> r ; / i u| v ~ /%jrM ' fe fip. . •. .7 ■ k á Ws Lf 'Ái f ‘S | nf; ; 1 jr ’ - jj****,. ■ iÉ&k4 Erjjf | jT 1 /j §4 / | r * i I i h | 'p$. . V i ^ - | | K'. . UL ftuttuvnf »80 8000 ÍH'ln banki CROSS 8INCE 1848 Penni með fjortíð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.