Morgunblaðið - 16.03.2000, Page 30

Morgunblaðið - 16.03.2000, Page 30
SOTT fOtK McCANN'ERICKSON • S(A ■ »171 30 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Vor 2000 l!iíi!Í KYNNING a ný|ungum í Evitu, Kringlunni, í dag og á morgun, frá kl. 13-18. I „Góðurvinur minn benti mérá ffiSgfF fæðubótaefnið Zinaxin, sem ég tek |8f' dagiega. Þökk sé Zinaxin. Nú liður |w mér miklu betur og þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af aukaverkunum. Með hjálp Zinaxin vonast ég til að geta lifað eðlilegu lifi, án óþæginda, allt tll æviloka“. PW* CarlLewis. i Lyfju Lagmula i dag kl. 14-18 og á morgun 17. marskl. 14-18. 20% afsláttur Nýtt kortatímabil Afengismálastefna Svía og Evrópusambandið Takmörkun á mnflutn- ingi felld úr gildi 2003 Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. OLLUM á óvart ákváðu fjármála- ráðherrar Evrópusambandsland- anna á fundi á mánudaginn að Svíar fengju framlengingu á takmörkun- um á innflutningi einstaklinga á áfengi. Fyrir fundinn hafði Bosse Ringholm, fjármálaráðherra Svía, persónulega hringt til allra evrópsku starfsbræðra sinna til að tryggja sér stuðning þeirra í málinu og uppskar einróma stuðning. Akvörðunin kom á óvart því í Stokkhólmsheimsókn í síðustu viku sagði Frits Bolkestein, sem fer með þessi mál í framkvæmdastjóm Evrópusambandsins, ESB, að Svíar yrðu að sætta sig við sömu reglur og aðrir. Eftir fundinn á mánudaginn sagði Bolkestein að ánægjulegt væri að Svíar hefðu nú fallist á endanlegt afnám undanþágnanna. Niðurstaðan er túlkuð með ólíkum hætti eftir hver segir frá. í Svíþjóð hefur hún verið túlkuð sem sigur Svía. Fyrirsagnir í sænskum blöðum vom á þá leið að Svíar hefðu fengið undanþágur sínar framlengdar. f Financial Times var fyrirsögnin hins vegar: „Svíar samþykkja tímamörk á áfengistakmörkunum." Blaðið bend- ir á að nú verði Svíar að gera sér að góðu sömu reglur og Danmörk og Finnland hafi þegar samþykkt að lúta. Ringholm hefur lagt á það ofurá- herslu að breyttar reglur muni auka fjölda dauðdaga af völdum áfengis um þúsund dauðsföll á ári. Þau rök hefur Bolkestein ekki viljað viður- kenna, heldur bent á að ESB-regl- urnar gætu dregið úr smygli og heimabruggi. Ringholm sagði eftir fundinn að Svíar hefðu nú rúmt 3 1/2 ár til að aðlaga sig breyttum aðstæð- um. Málið hefur verið mikið hitamál í Svíþjóð. Þar hefur almenningur þó verið sáttur við afskipti ESB og skoðanakannanir sýna að mikill meirihluti er fyrir að ESB-reglunum verði fylgt. Skrifstofa Bolkestein hefur undanfamar vikur og mánuði fengið send ókjörin öll af bænabréf- um frá Svíum um að ESB-reglurnar taki gildi í stað sænsku takmarkan- anna. Takmarkanimar hafa þau áhrif að Svíar, sem koma frá ESB-landi mega aðeins taka með sér einn lítra af sterku áfengi, fimm lítra af víni og 15 lítra af bjór. ESB-reglumar kveða hins vegar á um að einstakl- ingar megi taka með sér áfengi til einkanota. Þá er miðað við tíu lítra af sterku áfengi, 90 lítra af víni og 100 lítraaf bjór. Lítill vafi þykir á að breyttar reglur muni leiða til lægri áfengis- skatta í Svíþjóð og um leið lækkaðs áfengisverðs, þar sem mun hærra áfengisverð í Svíþjóð en í Danmörku orsaki stórinnkaup almennings yfir landamærin. Þetta muni snarlækka tekjur ríkisins af áfengissölu og um leið þrýsta á velferðarkerfið sænska. Iðulega hefur verið bent á það í um- ræðum um málið í Svíþjóð að það sé hálfgerð hræsni af stjórninni að höfða til heilbrigðissjónarmiða í Ijósi þess hve áfengisskattar séu ríkinu mikilvæg tekjuleið. Neikvæður hagvöxtur í Japan N eyzlusamdrátt- ur helzta orsökin Varað við tíðum flug- slysum Washington. Reuters. ALVARLEG flugslys munu verða á sjö til tíu daga fresti árið 2010 ef flugumferð í heiminum heldur áfram að vaxa í sama mæli og hún hef- ur gert undanfarin ár. Þetta segir Norman Mineta, einn yfirmanna bandarísku Lock- heed-flugvélaverksmiðjanna. Mineta spáir því að ef flug- umferðarstjórn verði ekki breytt til að mæta aukinni umferð sé hætta á að sex til sjö alvarleg flugslys verði í Bandaríkjunum á hverju ári og eitt alvarlegt flugslys ann- ars staðar í heiminum á tíu daga fresti. Aösendar greinar á Netinu vg>mbl.is -ALLTAÆ GITTHVAO HÝTT Tókýó. AFP, AP. HAGVÖXTUR í Japan, öðru stærsta hagkerfi heims, á síðasta árs- fjórðungi síðasta árs var neikvæður um 1,4 prósentustig, samkvæmt nýj- ustu hagtölum. Þar með var staðfest að samdráttur var í japönsku efna- hagslífi tvo ársfjórðunga í röð, en samkvæmt alþjóðlegum efnahags- málastöðlum eru þar með uppfylltar forsendur fyrir því að kalla ástandið kreppu. Er þetta þriðji mesti sam- dráttur á þriggja mánaða tímabili sem sést hefur í japönskum hagtöl- um frá stríðslokum. Þrátt fyrir þetta lýsti Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, sig í gær, miðvikudag, bjartsýnan á framhaldið; sagði hann hinar nýju neikvæðu hagtölur ekki breyta því að í það stefndi að hagvöxtur í landinu yrði - á fjárlagaárinu sem lýkur um næstu mánaðamót - jákvæður í fyrsta sinn í þrjú ár. Obuchi tjáði blaðamönnum í gær að hinar nei- kvæðu hagtölur fælu í sér nokkrar vonarglætur, þar á meðal á sviði iðn- framleiðslu. Sagði Obuchi enn raun- hæft að ná því markmiði að hagvöxt- ur yrði jákvæður um 0,6% á fjárlagaárinu, þrátt fyrir að til þess þurfi hagvöxtur á síðasta fjórðungi fjárlagaársins að vera yfir 2%. Hann viðurkenndi þó að erfitt kynni að reynast að ná þessum 2%. Hagfræðingar eiu flestir á þeirri skoðun, að flest bendi til þess að jap- anskt efnahagslíf sé á leiðinni að rétta úr kútnum. Hinn neikvæða hagvöxt seinni hluta síðasta árs, sem var mun meiri en óháðar efnahags- málastofnanir höfðu spáð, megi fyrst og fremst rekja til þess að japanskir neytendur haldi enn að sér höndum. Þeir bregðist við lækkandi launum og stórauknu atvinnuleysi í landinu með því að draga úr útgjöldum. Japanskir ráðamenn lögðu áherzlu á að raunverulegt ástand efnahags- lífsins væri ekki eins slæmt og ætla mætti af hinum neikvæðu hagtölum. „Jafnvel þótt þjóðarframleiðsla hafi dregizt saman tvo ársfjórðunga í röð lítum við ekki svo á að efnahags- lífið sé í kreppu," sagði Taichi Sakai- ya, aðstoðarfjármálaráðherra og yf- irmaður hinnar áhrifamiklu efnahagsáætlanastofnunar japanska ríkisins, á blaðamannafundi í Tókýó. ÁÐUR EN LANGT UM LÍÐUR GETUR ÞÚ NÝTT ÞÉR T E T R

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.