Morgunblaðið - 16.03.2000, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 16.03.2000, Qupperneq 30
SOTT fOtK McCANN'ERICKSON • S(A ■ »171 30 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Vor 2000 l!iíi!Í KYNNING a ný|ungum í Evitu, Kringlunni, í dag og á morgun, frá kl. 13-18. I „Góðurvinur minn benti mérá ffiSgfF fæðubótaefnið Zinaxin, sem ég tek |8f' dagiega. Þökk sé Zinaxin. Nú liður |w mér miklu betur og þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af aukaverkunum. Með hjálp Zinaxin vonast ég til að geta lifað eðlilegu lifi, án óþæginda, allt tll æviloka“. PW* CarlLewis. i Lyfju Lagmula i dag kl. 14-18 og á morgun 17. marskl. 14-18. 20% afsláttur Nýtt kortatímabil Afengismálastefna Svía og Evrópusambandið Takmörkun á mnflutn- ingi felld úr gildi 2003 Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. OLLUM á óvart ákváðu fjármála- ráðherrar Evrópusambandsland- anna á fundi á mánudaginn að Svíar fengju framlengingu á takmörkun- um á innflutningi einstaklinga á áfengi. Fyrir fundinn hafði Bosse Ringholm, fjármálaráðherra Svía, persónulega hringt til allra evrópsku starfsbræðra sinna til að tryggja sér stuðning þeirra í málinu og uppskar einróma stuðning. Akvörðunin kom á óvart því í Stokkhólmsheimsókn í síðustu viku sagði Frits Bolkestein, sem fer með þessi mál í framkvæmdastjóm Evrópusambandsins, ESB, að Svíar yrðu að sætta sig við sömu reglur og aðrir. Eftir fundinn á mánudaginn sagði Bolkestein að ánægjulegt væri að Svíar hefðu nú fallist á endanlegt afnám undanþágnanna. Niðurstaðan er túlkuð með ólíkum hætti eftir hver segir frá. í Svíþjóð hefur hún verið túlkuð sem sigur Svía. Fyrirsagnir í sænskum blöðum vom á þá leið að Svíar hefðu fengið undanþágur sínar framlengdar. f Financial Times var fyrirsögnin hins vegar: „Svíar samþykkja tímamörk á áfengistakmörkunum." Blaðið bend- ir á að nú verði Svíar að gera sér að góðu sömu reglur og Danmörk og Finnland hafi þegar samþykkt að lúta. Ringholm hefur lagt á það ofurá- herslu að breyttar reglur muni auka fjölda dauðdaga af völdum áfengis um þúsund dauðsföll á ári. Þau rök hefur Bolkestein ekki viljað viður- kenna, heldur bent á að ESB-regl- urnar gætu dregið úr smygli og heimabruggi. Ringholm sagði eftir fundinn að Svíar hefðu nú rúmt 3 1/2 ár til að aðlaga sig breyttum aðstæð- um. Málið hefur verið mikið hitamál í Svíþjóð. Þar hefur almenningur þó verið sáttur við afskipti ESB og skoðanakannanir sýna að mikill meirihluti er fyrir að ESB-reglunum verði fylgt. Skrifstofa Bolkestein hefur undanfamar vikur og mánuði fengið send ókjörin öll af bænabréf- um frá Svíum um að ESB-reglurnar taki gildi í stað sænsku takmarkan- anna. Takmarkanimar hafa þau áhrif að Svíar, sem koma frá ESB-landi mega aðeins taka með sér einn lítra af sterku áfengi, fimm lítra af víni og 15 lítra af bjór. ESB-reglumar kveða hins vegar á um að einstakl- ingar megi taka með sér áfengi til einkanota. Þá er miðað við tíu lítra af sterku áfengi, 90 lítra af víni og 100 lítraaf bjór. Lítill vafi þykir á að breyttar reglur muni leiða til lægri áfengis- skatta í Svíþjóð og um leið lækkaðs áfengisverðs, þar sem mun hærra áfengisverð í Svíþjóð en í Danmörku orsaki stórinnkaup almennings yfir landamærin. Þetta muni snarlækka tekjur ríkisins af áfengissölu og um leið þrýsta á velferðarkerfið sænska. Iðulega hefur verið bent á það í um- ræðum um málið í Svíþjóð að það sé hálfgerð hræsni af stjórninni að höfða til heilbrigðissjónarmiða í Ijósi þess hve áfengisskattar séu ríkinu mikilvæg tekjuleið. Neikvæður hagvöxtur í Japan N eyzlusamdrátt- ur helzta orsökin Varað við tíðum flug- slysum Washington. Reuters. ALVARLEG flugslys munu verða á sjö til tíu daga fresti árið 2010 ef flugumferð í heiminum heldur áfram að vaxa í sama mæli og hún hef- ur gert undanfarin ár. Þetta segir Norman Mineta, einn yfirmanna bandarísku Lock- heed-flugvélaverksmiðjanna. Mineta spáir því að ef flug- umferðarstjórn verði ekki breytt til að mæta aukinni umferð sé hætta á að sex til sjö alvarleg flugslys verði í Bandaríkjunum á hverju ári og eitt alvarlegt flugslys ann- ars staðar í heiminum á tíu daga fresti. Aösendar greinar á Netinu vg>mbl.is -ALLTAÆ GITTHVAO HÝTT Tókýó. AFP, AP. HAGVÖXTUR í Japan, öðru stærsta hagkerfi heims, á síðasta árs- fjórðungi síðasta árs var neikvæður um 1,4 prósentustig, samkvæmt nýj- ustu hagtölum. Þar með var staðfest að samdráttur var í japönsku efna- hagslífi tvo ársfjórðunga í röð, en samkvæmt alþjóðlegum efnahags- málastöðlum eru þar með uppfylltar forsendur fyrir því að kalla ástandið kreppu. Er þetta þriðji mesti sam- dráttur á þriggja mánaða tímabili sem sést hefur í japönskum hagtöl- um frá stríðslokum. Þrátt fyrir þetta lýsti Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, sig í gær, miðvikudag, bjartsýnan á framhaldið; sagði hann hinar nýju neikvæðu hagtölur ekki breyta því að í það stefndi að hagvöxtur í landinu yrði - á fjárlagaárinu sem lýkur um næstu mánaðamót - jákvæður í fyrsta sinn í þrjú ár. Obuchi tjáði blaðamönnum í gær að hinar nei- kvæðu hagtölur fælu í sér nokkrar vonarglætur, þar á meðal á sviði iðn- framleiðslu. Sagði Obuchi enn raun- hæft að ná því markmiði að hagvöxt- ur yrði jákvæður um 0,6% á fjárlagaárinu, þrátt fyrir að til þess þurfi hagvöxtur á síðasta fjórðungi fjárlagaársins að vera yfir 2%. Hann viðurkenndi þó að erfitt kynni að reynast að ná þessum 2%. Hagfræðingar eiu flestir á þeirri skoðun, að flest bendi til þess að jap- anskt efnahagslíf sé á leiðinni að rétta úr kútnum. Hinn neikvæða hagvöxt seinni hluta síðasta árs, sem var mun meiri en óháðar efnahags- málastofnanir höfðu spáð, megi fyrst og fremst rekja til þess að japanskir neytendur haldi enn að sér höndum. Þeir bregðist við lækkandi launum og stórauknu atvinnuleysi í landinu með því að draga úr útgjöldum. Japanskir ráðamenn lögðu áherzlu á að raunverulegt ástand efnahags- lífsins væri ekki eins slæmt og ætla mætti af hinum neikvæðu hagtölum. „Jafnvel þótt þjóðarframleiðsla hafi dregizt saman tvo ársfjórðunga í röð lítum við ekki svo á að efnahags- lífið sé í kreppu," sagði Taichi Sakai- ya, aðstoðarfjármálaráðherra og yf- irmaður hinnar áhrifamiklu efnahagsáætlanastofnunar japanska ríkisins, á blaðamannafundi í Tókýó. ÁÐUR EN LANGT UM LÍÐUR GETUR ÞÚ NÝTT ÞÉR T E T R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.