Morgunblaðið - 16.03.2000, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 31
Heimsókn varnarmálaráðherra Bandaríkjanna til Víetnams
*
AP
William Cohen, varnarmálaráðherra Bandaríkj-
anna, ræðir við Tran Dud Luong, forsætisráð-
herra Víetnams, við stóra styttu af Ho Chi Minh,
fyrrverandi leiðtoga landsins, í forsetahöllinni í
Ho Chi Minh-borg, sem hét áður Saigon.
I anda
„friðar
og
vináttu“
Ho Chi Minh-borg. AFP, AP.
SÖGULEGRI heimsókn Williams
Cohens, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, til Víetnams lauk í
gær. Ráðherrann ræddi við embætt-
ismenn víetnömsku kommúnista-
stjómarinnar sem fullvissuðu hann
um að hún vildi nánara samstarf við
Bandaríkin og leggja fjandskapinn
vegna Víetnamstríðsins til hliðar.
„Heimsókn þín markar tímamót í
samskiptum ríkjanna tveggja í mín-
um huga,“ sagði Vo Viet Thanh, for-
seti borgarstjórnar Ho Chi Minh.
Borgin hét Saigon þar til hersveitir
Norður-Víetnama sigruðu hersveitir
Bandaríkjanna og Suður-Víetnama í
apríl 1975 og sameinuðu landið undir
stjórn kommúnista.
Thanh sagði að Víetnamar og
Bandaríkjamenn vildu að samskipti
landanna yrðu „í anda friðar, vináttu
og samvinnu“.
Cohen er fyrsti vamarmálaráð-
hema Bandaríkjanna sem heimsæk-
ir Víetnam frá því stríðinu lauk fyrir
25 ámm. Ríkin komu á stjórnmála-
sambandi sín á milli fyrir fimm ár-
um.
Cohen skoðaði meðal annars flug-
völl í Ho Chi Minh sem var aðal-
bækistöð bandarísku hersveitanna í
stríðinu. Hann ræddi þar við Phan
TVung Kien undirhershöfðingja, sem
var í sérsveit hersins í Saigon í stríð-
inu. „Við eram ánægðir með þá
stefnu ríkjanna tveggja að leggja
fortíðina til hliðar og einbeita okkur
að framtíðinni," sagði Kien.
Rúmar þrjár milljónir Víetnama
féllu í stríðinu, þar af tvær milljónir
óbreyttra borgara. Kien sagði að
rúmlega 300.000
Víetnama sem
börðust í stríðinu
væri enn saknað og
margir þjáðust enn
vegna eiturefna í
illgresiseyði sem
bandarísku her-
sveitirnar úðuðu.
Að sögn Kiens
hafa jarðsprengjur
frá stríðinu einnig
kostað mörg
mannslíf og Cohen
kvaðst hafa óskað
eftir því að Víetn-
amar sendu lista
yfir tæki sem þeir
gætu notað til leit-
ar að sprengjun-
um.
Cohen kvaðst
hafa rætt við víetn-
amska embættis-
menn um hvernig
ríkin gætu aukið
samstarf sitt í her-
málum. Samstarfið
hefur hingað til
nær eingöngu
snúist um að leita
að líkamsleifum
bandarískra her-
manna sem féllu í
stríðinu.
Cohen lagði til
að fulltrúar herja
ríkjanna kæmu oft-
ar saman og að rik-
in hæfu samstarf
um að fjarlægja
jarðsprengjur,
hreinsa umhverfið
og koma upp bún-
aði til varnar flóð-
um. Hann kvaðst vonast til þess að
bandarísk herskip gætu farið í heim-
sóknir til hafna í Víetnam og að
tengslin þróuðust smám saman í
fullt samstarf á sviði öryggismála.
Málaferli gegn Rauðu khmerunum í Kambódíu
Phnom Penh. AFP.
Reynt að leysa deilu
um skipun dómara
AFP. JL
SAMEINUÐU þjóðimar skýrðu frá
því í gær að háttsettir embættismenn
samtakanna myndu fara til Kambód-
íu í dag til að reyna að ná samkomu-
lagi við þarlend stjómvöld um hvem-
ig haga ætti réttarhöldum yfir
fyrrverandi leiðtogum Rauðu khmer-
anna, sem era sakaðir um að hafa orð-
ið allt að tveimur milljónum Kambód-
íumanna að bana á árunum 1975-79.
Deilt er um hvort Saméinuðu þjóð-
irnar eða Kambódíumenn eigi að
stjóma réttarhöldunum og hvorki
hefur gengið né rekið í samningavið-
ræðum um málið sem staðið hafa í
nokkra mánuði.
Hun Sen, forsætisráðherra Kamb-
ódíu, vill að Sameinuðu þjóðimar taki
þátt í réttarhöldunum til að tryggja
að þau fái alþjóðlega viðurkenningu.
Hann hefur hins vegar hafnað þeirri
kröfu Sameinuðu þjóðanna að sam-
tökin skipi meirihluta dómaranna og
saksóknara dómstólsins.
Kambódíska stjórnin hefur lagt til
að deilan verði leyst með því að skip-
aðir verði tveir saksóknarar, annar
kambódískur og hinn erlendur, og að
þeir gefi ákærumar út sameiginlega.
Stjómin mun einnig vilja fá að velja á
milli þeirra sem Sameinuðu þjóðimar
tilnefna í dómstólinn.
Lögfræðingar Sameinuðu þjóð-
anna hafa ekki viljað fallast á þessa
tillögu þar sem þeir óttast að mark-
mið kambódísku stjómarinnar sé að
hindra ákærur á hendur fyrrverandi
leiðtogum Rauðu khmeranna, sem
bundu enda á borgarastyrjöldina í
Kambódíu með því að ganga til liðs
við stjómina.
Lögfræðingar Sameinuðu þjóð-
anna vantreysta réttarkerfinu í
Kambódíu og Hun Sen hefur sakað
þá um hroka. Hann segir þá hafa
meiri áhuga á „nornaveiðum“ en sátt-
um og friði í Kambódíu.
Breskt kraftaverkabarn
Utanlegsfóstri bjarg-
að með aðgerð
London. Morgunblaðið.
KRAFTAVE RKAB ARNIÐ kallar
The Times stúlkuna, sem í móður-
kviði var utanlegsfóstur og þroskað-
ist alla meðgönguna við fitulag utan
á þörmunum.
Þrátt fyrir margar myndatökur á
meðgöngunni, en móðirin er 42 ára,
komust læknar aldrei að hinu sanna
um legu fóstursins. Töldu þeir það
allan tímann vera á réttum stað, en
legið sjálft töldu þeir vera góðkynja
æxli á leghálsinum. Barnið var tekið
með keisaraskurði og gripu lækn-
arnir til þess ráðs vegna minni hátt-
ar vandamála samfara stellingu fóst-
ursins. Þegar í ljós kom, hvers kyns
var, kölluðu menn til skurðlækni til
að aðstoða við að losa fylgjuna frá
þörmunum og var það mikil og erfið
aðgerð, sem gekk nærri móðurinni.
The Times hefur eftir talsmanni
sjúkrahússins, að líkurnar á því að
barnið lifði aðgerðina af hefðu aðeins
verið 5% og líkurnar á því að móðirin
lifði ekki af hefðu verið einn á móti
tíu. Hann sagði, að í stað þess að fara
í legið hefði fósturvísirinn fundið sér
leið gegnum skaddaðan eggjaleiðara
inn í kríðarholið.
Fóstrið hefði síðan þroskast í fitu-
lagi utan á þörmunum og fengið það-
an næringu gegnum naflastrenginn.
Hann sagði að stöðug hætta hefði
verið á þrí að fóstrið skaddaði móð-
urina innvortis. Hefði lega þess upp-
götvast í upphafi meðgöngunnar
hefði verið gripið til fóstureyðingar
vegna þeirrar hættu, sem móðirin
var í. En eins og mál þróuðust mætti
svo sannarlega tala um kraftaverk.
Barninu heilsaðist strax vel og
móðirin, sem var eftir sig eftir fæð-
inguna, komst fljótt á bataveg.
^mb l.i is
ALLTAF= e/TTH\AAÐ NÝTl
Hj
V
*!
fjk
1
IT
i*'..
‘ . . .*
Elizabeth Arden
kynning í Hygea,
Kringlunni,
fimmtudag (í dag), föstudag
og laugardag. Kynntur
verður nýi varaliturinn
LIP LIP HOORAY.
Ath. Glafelegur kaupauki að verðmæti 4.000 kr.
ii
0
Lína.net