Morgunblaðið - 16.03.2000, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir
Leikarar Ungmennafélagsins Dagrenningar að lokinni frumsýningu.
Frumsýn-
ing á Is-
landsklukk-
unni
Reykholt. Morgunblaðið.
MIKIÐ líf var á frumsýningu í
Brautartungu sl. laugardagskvöld
þegar persónur íslandsklukkunnar
eftir Halldór Laxness stigu þar á
fjalir.
Leikdeild Ungmennafélagsins
Dagrenningar hefur sett upp þetta
verk í leikstjóm Höllu Margrétar
Jóhannesdóttur og þurfti að virkja
um helming fastra ibúa dalsins í
framkvæmdina. Mjög myndarlega
er að allri umgjörð uppfærslunnar
staðið og hefur vegleg leikskrá ver-
ið gefin út af þessu tilefni. Undir-
tektir áhorfenda vom mjög góðar á
frumsýningu og hafa sex sýningar
þegar verið auglýstar til viðbótar.
I hléi mátti hlýða á titillag leikrits-
ins, „Hvenær drepur maður mann“,
leikið af bandi. Hildur Jósteinsdótt-
ir, sem leikur Snæfríði Islandssól,
syngur lagið við gítarleik Bjama
Guðmundssonar, aðstoðarrektors
Landbúnaðarháskólans á Hvann-
eyri, sem samdi bæði lag og texta.
Ást í standi og ástandi
LEIKLIST
Leikfclag Mosfells-
sveitar sýnir í Bæj-
arleikliúsinn, Mos-
f e 11 s b æ.
STRÍÐ f FRIÐI
Höfundur Birgir J. Sigurðsson.
Leikstjóri Jón Stefán Kristjánsson.
Sunnudaginn 12. mars.
TITIL þessa verks má túlka
þannig að þrátt fyrir yfirlýst stríð í
veröldinni hafi ríkt friður á íslandi
á hemámsárunum. Allt breyttist þó
með hersetunni og kynni Islend-
inga af Bretunum og síðar Banda-
ríkjamönnum höfðu afgerandi áhrif
á samfélagið, bæði þá og ætíð síðar.
Yfirlýstur tilgangur þessa verks
er að sýna mannlífið í Mossfells-
sveit á hernámsárunum en höfund-
urinn slær þó þann varnagla í leik-
skrá að atburðarás og persónur séu
skáldskapur og gætu hafa gerst
hvar sem er á landi „þar sem herinn
hafði viðkomu".
Sagan í verkinu er sú að gömul
kona rifjar upp þegar hún fór ung í
vinnumennsku í Mosfellssveit og
kynntist þar breskum hermanni en
áður en þau náðu að bindast eigin-
orði var hann kallaður burt og er
gefið í skyn að hann hafi fallið á víg-
stöðvunum. Hún sat eftir barnshaf-
andi og frétti aldrei neitt um afdrif
hans. Bygging verksins er skýr og
það er vel sett saman, færslur í
tíma eru Ijósar og frásagnaraðferð-
in blátt áfram. Sem frumraun höf-
undar á sviði leikritagerðar er
heildarsvipurinn vel heppnaður.
Inn í þessa sögu fléttast svo sam-
skipti stúlkunnar Guðrúnar við
feðgana Hallbjörn og Björn sem
eru durtslegir íslenskir sveitamenn,
skítugir og orðljótir með afbrigð-
um, andstætt hinum snyrtilegum,
kurteisu bresku soldátum. Er af-
staða höfundar í þessu efni næsta
einkennileg og allt að því einstreng-
ingsleg.
Þrátt fyrir þá viðurkenndu stað-
reynd að leikið efni snúist oftast um
samskipti fólks verður þetta leikrit
ekki til annars en hamra á gömlum
klisjum sem skapast hafa um sam-
skipti íslenskra kvenna við her-
námsliðið. Engan nýjan fróðleik er
að finna í verkinu, hvorki um her-
setuna í Mosfellssveit né annars
staðai’, og enn síður um raunveru-
legt inntak samskipta íslendinga
við hernámsliðið. Allar kvenpersón-
ur verksins virðast hafa það
markmið að koma sér í mjúkinn við
hernámsliðið og sífellt er hamrað á
því hversu ógeðfelldir hinir íslensku
karlmenn eru. Fulltrúar þeirra í
verkinu styðja þessa skoðun. Hér
er birt nokkuð einfölduð mynd af
flóknu samfélagslegu fyrirbæri sem
bætir engu við en ýtir fremur undir
hefðbundnar hugmyndir.
Leikstjórinn hefur unnið úr þess-
um efniviði eftir föngum og gert úr
líflega sýningu með sínu fólki þar
sem saman fer hugvitssamleg leik-
mynd og skemmtileg notkun tón-
listar og lýsingar. Sviðsetning sýn-
ingarinnar og hreyfingar leikenda
eru vel unnar svo blær sýningarinn-
ar verður góður og frammistaða
leikenda er ágæt innan þein'a
marka sem verkið setur þeim. Vaka
Agústsdóttir sýnir okkur saklausa
unga stúlku sem hrífst af breska
hermanninum Donald (Hjalti Krist-
jánsson) og var samleikur þeirra
Vöku og Hjalta einlægur og falleg-
ur. Gunnar Halldór Gunnarsson og
Úlfur Ormsson leika feðgana Hall-
björn og Björn og draga ekki af sér.
Blótsyrði í texta misstu alveg
marks og urðu þreytandi áður en
lauk. Dóra Wild átti góðan sprett í
hlutverki hinnar léttlyndu Villu og
lék af öryggi og kómískri innlifun.
Kvartettinn var skemmtileg við-
bót við annars ágæta sýningu og er
rétt að draga ekki úr því að sýning-
in er áhorfendavæn og má hafa af
henni nokkuð góða skemmtun.
Hávar Sigurjónsson
Þingflokkur Samfylkingarinnar
á ferð um Norðurland eystra
Dagana fimmtudaginn 16. og föstudaginn
17. mars verða þingmenn Samfylkingar-
^ innar á Ferð um Norðurland eystra
Á fímmtudag l<l. 20.30 er opinn þingflokksfundur á
Hótel Húsavík. Allt stuðningsfólk velkomið.
Á föstudag verða fyrirtæki og stofnanir
heimsótt. Farið verður í Islensk-
an harðvið og Heilbrigðis-
stofnunina fyrir hádegi.
Á Akureyri verður m.a. farið
í Verkmenntaskólann, Heilsu-
gæsluna, Háskólann á
Akureyri
og fjölmiðlar heimsóftir.
Fundur með stuðningsfólki Samfylkingarinnar
í Deiglunni, Akureyri, kl. 19.30 á föstudagskvöldið.
Þingflokkur Samfylkingarinnar.
Hvert þó í
heitasta
LEIKLIST
P j ii I b r a ii t a s k ó I i n n í
Breiðholti f Loft-
k a s t a 1 a n u in
BAT OUT OF HELL
Söngleikur utan um tónlist Meat-
loaf og Jim Steinman. Höfundur og
leikstjóri: Guðmundur Rúnar Krist-
jánsson. Tónlistarstjóri: Matthías
Matthíasson. Dansar: Astrós Gunn-
arsdóttir. Mánudagskvöldið 13.
mars.
ÞETTA er greinilega málið í
dag, taka gamla tónlist, skrifa ein-
falda sögu kringum efni textanna,
breyta þeim síðan smávegis og að-
laga að efnisþræðinum. Fyrst var
það „Thriller" Verslunarskólans og
núna „Hin heljuheimta leðurblaka“
kórdrengsins og og fitubollunnar
Meatloaf. Og aftur gengur dæmið
upp. Fyrirfram hefði ég í hvorugt
skiptið trúað því.
Bæði verkin hefðu samt átt að fá
önnur nöfn. Fyrir utan það hvað
ensk nöfn eru kjánaleg á jafn
rammíslenskum leikritum eru þau
bæði efnislega út í hött, þökk sé
frelsi því sem handritshöfundarnir
taka sér báðir frá innihaldi söngv-
anna.
Blakan snýst reyndar um „kosm-
íska“ krafta himna og heljar. Þegar
ofurtöffarinn Barði deyr og mætir
skapara sínum virðist hans bíða hin
verri vist. Þótt hann sé dálítið van-
þroskaður er hann samt ekki vit-
laus og tekst honum að benda
Drottni á formgalla í kristindómn-
um og fær skilorðsbundinn dóm. Ef
honum tekst að koma óframfærn-
um nafna sínum og fyrrum unnustu
sinni saman og iðrast synda sinna í
leiðinni er hann hólpinn. Þetta
reynist vitaskuld þrautin þyngri,
en honum tekst þó að koma auga á
villu síns fyrri vegar og sannast þá
hið lúterska viðkvæði, maðurinn
frelsast fyrir náð og allt fellur í löð-
ina ljúfu fyrir tilstilli Drottins.
Eins og Thriller minnti á „Pilt og
stúlku" ber Blakan einnig sín sérís-
lensku einkenni. Skrattinn er til að
mynda jafnlítill bógur og hann hef-
ur verið í huga Islendinga frá því
séra Sæmundur í Odda var á dög-
um. Þá vai' Guð fönguleg stúlka
eins og ku vera í lagi að trúa nú-
tildags.
Sýningin er bráðskemmtileg.
Guðmundur Rúnar skrifar kraft-
mikil og fyndin samtöl og rekur lið
sitt áfram af fítonskrafti, reyndar
fóru leikararnir stundum fram úr
sér og keyrðu á veggi. Samt var
mesta furða hvað þeim tókst að
halda sér á flugi. Tónlistin var óað-
finnanleg, klisjuskotið remburokk
Steinmans og „Kjöthleifsins“ lék í
höndum hljómsveitarinnar og börk-
um leikhópsins. Fremst meðal jafn-
ingja á því sviði var Þórdís Elva
Þorvaldsdóttir í hlutverki stúlk-
unnar sem þeir nafnar elska. Hún
hafði líka greinilega fengið að vera
stikkfrí í gassaganginum og mynd-
aði jarðtengingu fyrir sýninguna í
heild.
Barðarnir voru aldeilis ágætlega
komnir hjá Sigursteini Stefánssyni
og Eiríki Steini Bogasyni. Eiríkur
komst aðdáanlega langt í „slapp-
stikkinu" sem leikstjórinn hafði
lagt á hann og það gustar af Sig-
ursteini sem töffaranum framliðna.
Steindór Gunnar Steindórsson var
Kommi, töffari af rembulegustu
sort. Hann gerði vel, dansatriðið
hans var dásamlegt og stóð upp úr
fremur andlausri kóreógrafíunni.
Eðvald Atli Birgisson gerði sér
fullan mat úr vel heppnuðum „ein-
línu“-texta afans. Guð var bæði yf-
irnáttúruleg og spaugsöm hjá Söru
Bjarneyju Jónsdóttur og Valur
Gunnarsson var bráðfyndinn sem
andskotinn misheppnaði. Það kom
ekkert að sök þótt hlutverkinu
væri nánast ofaukið og hefði enga
þýðingu í framvindunni, Valur nýtti
vel tækifæri sín til að gera þetta að
skemmtilegum skrattakolli.
Leikmynd var ágætlega af hendi
leyst, en undarleg var tregða leik-
stjórans við að leyfa leikurum að
nota dyrnar sem voru úti um allt á
henni. Innkomuleiðirnar til hlið-
anna sem hann notaði mun meira
voru vandræðalega þröngar. Söng-
leikur með framliðnum mótorhjóla-
töffui-um, Guði almáttugum og hin-
um fallna engli ætti ekki að kalla á
neitt átakanlega mikið raunsæi í
innkomum.
Hvað um það, stórskemmtilegur
rokksöngleikur hefur bæst við
magran sjóð okkar af slíkum verk-
um. „Bat out of Hell“ er hörkusýn-
ing og handritið alls ekki einnota.
Hvað á svo að gera að ári? Má
maður biðja um óskalög?
Þorgeir Tryggvason
V ortónleikar
í Salnum
SKÓLAHLJÓMSVEIT Kópavogs
heldur vortónleika í Salnum í
kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.
Hljómsveitin skiptist í þrjár
sveitir eftir getu og aldri og koma
þær allar fram á þessum tónleik-
um. Einnig eru starfandi slag-
verkshópur og brass-kvintett við
sveitina.
Yngsta sveitin, A-sveitin, leikur
nokkur íslensk lög ásamt „We will
rock you“ eftir félagana í hljóm-
sveitinni Queen og Silver Scepter
sem er stuttur forleikur eftir John
Kinyon.
Lögin sem B-sveitin leikur eru
flest af léttara taginu, dægurlög á
borð við „YMCA“ og „Rock
Around The Clock“ skipa þar stór-
an sess. Sú sveit spilar einnig tón-
verk eftir David Wells, sem nefnist
„North Kent Festival" og er samið
sérstaklega fyrir barnalúðrasveit-
ir.
Elsta sveitin leikur m.a. syrpu
úr söngleiknum Phantom of the
Opera, Tyrkneskan mars eftir
Beethoven, Fanfare & Toccata eft-
ir Ed Huckeby, ásamt einum af
stóru mörsunum, Florentiner mars
eftir Julius Fucik.
I Skólahljómsveit Kópavogs eru
nú um 140 hljóðfæraleikarar. Þeir
yngstu eru 9 ára og þeir elstu að
nálgast tvítugt. Ýmislegt er á döf-
inni hjá Skólahljómsveit Kópavogs.
Um næstu helgi fer B-sveitin í
æfingabúðir til að æfa fyrir tón-
leikana, C-sveitin fer í tónleikaferð
í lok mars og Lúðrasveitin Snær
frá Ólafsvík kemur í heimsókn í
byrjun apríl. Einnig er ráðgerð
tónleikaferð til Selfoss, en gagn-
kvæmar heimsóknir skólahljóm-
sveitanna í Kópavogi og á Selfossi
hafa verið reglubundnar undanfar-
in sex ár.
Nú er verið að útsetja sálma eft-
ir Hjálmar H. Ragnarsson fyrir
hljómsveitina, sem fluttir verða á
kristnitökuhátíðinni á Þingvöllum í
sumar ásamt fjölmennum barna-
kór.
Við Skólahljómsveitina eru nú
starfandi sex kennarar auk
stjórnandans, Össurar Geirssonar.