Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 39 UMRÆÐAN Sjávarlist, veiðar, vinnsla og samfélag DAGSKRÁ menningar og lista á Akranesi árið 2000 tengist fyrsta vísi að sjávarþorpi á Islandi og skipulögðum nytjum sjávar. Myndlist, tónlist, leiklist og ritlist munu skipa sess á dagskrá, sem er m.a. unnin í tengslum við Reykja- vík - menningarborg Evrópu árið sem gaf og er sjávar- og fjallasýn víða mikilfengleg frá Akranesi. Menning og náttúra Sérstæð menning sjávarplássins við mynni Borgarfjarðar er jafn- framt dæmigerð íslensk alþýðu- menning. í um hundrað ár hefur skemmtanahald og íþróttaiðkun færst frá Báruböllum við upphaf vertíðar og fimleika- kennslu í fiskhúsi Thors Jenssen til „restrasjóna“ og bolta- leikja, svo fátt eitt sé nefnt, og áfram til margþætts félagsstarfs samtíðarinnar. Mynd- list, tónleikahald og leiklist eru fastir liðir í bæjarlífinu og starf ýmissa félaga fjöl- breytt, að ógleymdri mikilli þátttöku al- mennings í ýmiss kon- ar íþróttaiðkun. Sjávarlist er þema menningar- og listadagskrár á Akranesi á ár- inu 2000. Vel flest félög kaupstað- arins, sem starfa að listum, menningu og útivist taka þátt í henni. Tekið er mið af því að Akranes er með allra fyrstu sjávarþorpunum á íslandi. Skagaleikflokkur- inn sýnir nýtt leikrit, Lifðu, í Bjarnalaug hinn 1. apríl. Höf- undur þess er Krist- ján Kristjánsson og tónlistina samdi Orri Harðarson, en þeir eru báðir Skaga- menn. Utitónleikar verða haldnir á sjó- mannadaginn, myndlistasýningar í Listasetrinu Kirkjuhvoli, þemavik- ur í skólum og heilsudagar fjöl- skyldunnar. Fjölbreytt dagskrá Irskra daga verður 24.-28. maí, en sjávarlistadagskráin rís sömuleiðis hvað hæst síðla í maí er 7 um- hverfislistaverkum verður komið fyrir við strönd Akraness. Þau eru öll eftir brottflutta eða búandi Ak- urnesinga og vísa til útgerðar og útræðis á Akranesi fyrr og nú. Göngustígar eru á milli verkanna, sem verða við Langasand og á El- ínarhöfða. Opnunarhátíð Sjávarlistar verð- ur í Bíóhöllinni laugardaginn 18. mars kl. 20, en þar munu lista- menn og aðrir lífsins kúnstnerar draga upp mynd af sjávarplássinu Akranesi í formi söngs, ljóða og leiklistar. Höfundur er formaður menningarmálanefndar Akraness. Birna Gunnlaugsdóttir Menningardagskrá Sjávarlist er þema menningar- og lista- dagskrár á Akranesi á árinu 2000, segir Birna Gunnlaugsdóttir. Vel flest félög kaupstaðar- ins, sem starfa að list- um, menningu og úti- vist, taka þátt í henni, 2000. Sjávarplássið Akranes, sem í dag er 5.300 manna kaupstaður, hefur eflaust kallað fram mismun- andi hugrenningar hjá fólki frá einum tíma til annars. Sitthvað kemur til greina s.s. bærinn með k-in þrjú, konur, knattspyrnu og kartöflurækt, tónlistarbær Dúmb- ós og Steina og Tíbrár, aðsetur ýmissa rithöfunda s.s. Jónasar Árnasonar, Kristínar Steinsdóttur og Gyrðis Elíassonar, einstök úti- vistarperla á Langasandi, Fjöl- brautaskóli Vesturlands, íþrótta- menn í fremstu röð hvort heldur er í knattspyrnu, golfi, badmintoni eða sundi og Kútter Sigurfari, eina skip Islendinga frá skútuöld, nú staðsett í stærsta landnámi íra að Görðum. Akraborgin kemst aðeins á blað sem minning um horfinn tíma, minning um skip sem reis og hneig yfir Sviðið jafnreglubundið og pendúll í klukku. Öld Akraborgar- innar er liðin og annar ferðamáti tekinn við, sem er sírennsli manna og bíla upp úr Hvalfjarðargöngun- um og niður í þau. Útræði og aflaklær Mikill fjöldi skipa og báta hefur mótað ímynd og sögu Akraness. Allt líf á Skaganum snerist um út- gerðina svo öldum skipti, en garð- ræktin kom líka við sögu. Saga sem er í senn saga harðduglegs verkafólks, frumkvöðla og athafna- manna og þrautseigra og úrræða- góðra ekkna. Samtímasagan mót- ast hinsvegar ekki síður af iðnaði og þjónustu, en útveginum. Enn er þó plássið umvafið brimlöðri á alla kanta, hafinu sem tók og hafinu VILTU GRENNAST OG LÍÐA BETUR? Náttúrulegar vörur. Frábær árangur! ^ Pantanasími 698 3600. SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur öðuntu tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 ; . ■ - 1*1 Skráðu þig $ í vefklúbbinn www.husa.is Sími 525 3000 • www.husa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.