Morgunblaðið - 16.03.2000, Síða 46

Morgunblaðið - 16.03.2000, Síða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 ATVI N N U AU G LÝ S I N GAR ÍSAFJARÐARBÆR Viltu taka þátt í mótun áhugaverðrar starísemi með nýjum fozmerkjum? Skóla- og fjölskylduskrifstofa ísafjarðarbæjar/yfirmaður Auglýst er eftir yfirmanni skóla- og fjölskylduskrifstofu ísafjarðarbæjar sem er ný staða. Til þessa hefur ísafjarðarbær verið með starfsemi á sérstöku fræðslusviði með skólafulltrúa og á sérstöku félagsmálasviði með félags- málastjóra. Þá hefur sérfræðiþjónusta skólanna verið á höndum sérstaks byggðasamlags flestra sveitarfélaga á Vestfjörðum, Skólaskrifstofu Vest- fjarða. Öll þessi starfsemi verður nú sameinuð á einni skrifstofu sem verður 6—8 manna vinnustaður. Þjónusta skóla- og fjölskylduskrifstofu verður veitt þeim sveitarfélögum, er þess óska, gegn þjónustusamningi. Megin viðfangsefni yfirmanns skóla- og fjölskylduskrifstofu eru að hafa yfirumsjón með félags-, fræðslu-, æskulýðs- og íþróttamálum á vegum bæjarfélagsins. Hann deilir verkefnum meðal sinna undirmanna þegar það á við og samræmir störf þeirra. Starfsemi skrifstofunnar skiptist annars vegar í félagsmálaþjónustu og hins vegar í yfirumsjón og þjónustu vegna fræðslumála. Horft er til samnýtingar starfskrafta og samstarfs þeirra eins mikið og mögulegt er. Hlutverk yfirmanns felst aðallega í stjórnun og skipu- lagningu og í mótun starfsemi skrifstofunnar í upphafi. Leitað er eftir háskólamenntuðum einstaklingi með reynslu eða nám í stjórn- un, góða skipulagshæfileika og menntun í skóla- eða félagsmálum. Nánari upplýsingar um starfið veitir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, í síma 456 3722. Umsóknarfrestur er til og með 20. mars nk. Umsóknir skulu sendar til ísafjarðarbæjar og merktar „skóla- og fjölskylduskrifstofa." (ísafjarðarbæ búa um 4.500 manns. Sveitarfélagið er í fjórum byggðakjörnum: ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri auk búsetu í sveitum. Góð þjónusta er veitt f sveitarfélaginu á öllum sviðum. Gott skíðasvæði er á ísafirði hvort sem farið er á svig- eða gönguskíði. Aðstaða til hvers konar íþróttaiðkunar er víðast hvar innan seilingar. Náttúrufegurðin er einstök og mannlíf gott. í ísafjarðarbæ er gott að búa í fjölskylduvænu umhverfi. Málarar Óskum eftir málurum í inni- og útimálun. Múrarar Óskum eftir múrurum í viðhaldsvinnu. Verkamenn Óskum eftir verkamönnum í steypuviðgerðir. Einnig óskum við eftir aðstoðarmönn- um, málara og múrara. Viltu læra framtíðariðngrein? • Traust fyrirtæki. • Góður starfsandi. • Góð laun í boði fyrir góðan starfskraft. *• • Unnið eftir afkastahvetjandi launakerfi. Upplýsingar í síma 587 5100 milli kl. 8—16 alla virka daga. jyiu Mál ^ingarþJÍÍíustán HÖFN HF. FUIMOIR/ MANIMFAGIMAÐUR Flugmenn Munið aðalfund Félags íslenskra atvinnu- flugmanna á Grand Hótel Reykjavík kl. 20.00 í kvöld. Stjórn FÍA. Flugmenn - flugáhugamenn Marsfundurinn um flugöryggismál verður haldinn á Hótel Loftleiðum í kvöld, fimmtudagskvöldið 16. mars, kl. 20.00. Dagskrá: Arngrímur Jóhannsson flytur erindi um helstu orsakirslysa í einkaflugi. Kvikmyndasýning. Flugbjörgunarsvertirnar í Reykjavík, Flugmálafélag íslands, Flugmálastjórn, Öryggisnefnd FÍA. VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting • Lífríki í ám og vötnum • Rannsóknir • Ráðgjöf Ársfundur Veiðimálastofnunar 2000 haldinn í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, föstudaginn 17. mars 2000. Fundarstjóri: Vífill Oddsson, formaður stjórnar Veiðimálastofnunar. Dagskrá: Kl. 13.00 Fundur settur. Kl. 13.05 SkólakórSnælandsskóla í Kópa- vogi syngur nokkur lög. Kl. 13.20 Ávarp ráðherra landbúnaðarmála. Guðni Ágústsson. Kl. 13.35 Afhending verðlauna fyrir merkjaskil í happdrætti Veiðimálastofnunar. Kl. 13.50 Yfirlit um starfsemi Veiðimála- stofnunar. Sigurður Guðjónsson. Kl. 14.10 Veiðin 1999 og veiðihorfursumarið 2000. Guðni Guðbergsson. Kl. 14.20 Veiðinýting í íslenskum laxveiðiám. Hvers ber að gæta? Þórólfur Antonsson. Kl. 14.50 Umræður og fyrirspurnir. Kl. 15.10 Kaffihlé. Kl. 15.30 Ræktun kræklinga á sjávarjörðum við ísland. Valdimar Ingi Gunnars- son. Kl. 15.50 Umræður og fyrirspurnir. Kl. 16.00 Fundarslit. Vífill Oddsson. Allt áhugafólk er velkomið á fundinn. Hönnuðir og verktakar Munið ráðstefnu um reyklosun í Norræna húsinu föstudaginn 17. mars. Fundur hefst kl. 13.30. Dagskrá: • Jón Viðar Matthíasson, varabrunamálastjóri, flytur erindi. • Peter Schoten frá Colt talar um reyklosun og samtengju við sprinklerkerfi. • Ib Clausen talar um reyklosun tengdri dag- legri loftræstun. • Gordon Brede kynnirThyssen Bausysteme þakeiningar. íslenska verslunarfélagið. KEIMIMSL A Ungbarnanudd Námskeið í ungbarnanuddi hefjast á ný. Líkamssnerting er öllum lífsnauðsynleg, en þó sérstaklega fyrstu mánuði lífsins. Ungbarnanudd er ein besta leiðin til að veita barni nánd eftir fæðingu. Uppl. og skráning í síma 899 0451. TILBOÐ / ÚTBQÐ Öryggisþjónusta Sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík auglýsir eftir öryggisþjónustu. Ástæða þykir til að bandarísk sendiráð þurfi sérstakar ráðstafanir til að vernda líf, halda uppi reglu og takmarka aðgang að nágrenni og húsnæði, hindra glæpsamlegar árásir gagnvart starfsmönnum, aðstandendum þeirra og eignum; og hryðju- verk eða skemmdarverk gagnvart bandarískum eignum. Verktaki skal leggja til stjórnunar-, umsjónar- og vinnuafl til að inna af hendi allt sem samn- ingur þessi gerir kröfur um. Áætlaðar vinnu- stundir í gæslu árlega eru 19.860. Samnings- tímabil er eitt ár, en möguleiki er á endurnýjun samnings árlega í fjögur ár til viðbótar. Allir ábyrgðir aðilar mega gera tilboð og verða þau skoðuð. Áætlað er að útboðsgögn verði afhent á veraldarvefnum. Hægt verður að nálg- ast þau þegar þau eru tilbúin á netfangi http://www.statebuy.gov/home.htm. Upplýsingar í sendiráðinu, Laufásvegi 21, sími 562 9100#286. e-mailadd: einarsdottirax@state.gov.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.