Morgunblaðið - 16.03.2000, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 16.03.2000, Qupperneq 50
50 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Jón Árnason fæddist í Stykk- ishólmi 23. desember 1928. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 8. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Árni Jónsson, f. 27. aprfl 1895, d. 16. júlí 1962, og Guðbjörg Guðmundsdóttir, f. 10. júní 1904, d. 15. desember 1999. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: Stein- unn, f. 1927; Jón sem hér er minnst; Katrin, f. 1930; og Kristín Sólborg, f. 1932. Jón kvæntist 26. september 1958 Þórhildi Halldórsdóttur, kennara, f. 5. desember 1928. Hún er dóttir hjónanna Katrínar Sigurðardótt- ur, f. 23. október 1906, d. 3. ágúst 1998, og Halldórs Sölvasonar, kennara, f. 16. september 1897, d. 31. maí 1971. Börn Þórhildar og Jóns eru: 1) Halldór, læknir, f. 30. aprfl 1951, kvænt- ur Dagmar Völu Hjör- leifsdóttur, dýra- lækni, f. 25. mars 1951. Börn þeirra eru Hjörleifur, Þórhildur og Sigurþór. Hjörleif- ur er kvæntur Krist- ínu Stefánsdóttur. Þórhildur er í sambúð með Þórði Þ. Þórðar- syni og þeirra barn er Arína Vala. 2) Guð- björg, meinatæknir, f. 31. desember 1959, gift Trausta Leifssyni, tölvunarfræðingi, f. 18. október 1959. Börn þeirra eru Jón Árni, Bjarki og Bergþór. Jón lauk gagnfræðaprófí frá Héraðsskólanum á Laugarvatni 1947, kennaraprófi frá Kennara- skóla Islands 1949 og iþróttakenn- araprófi frá Iþróttakennaraskól- anum á Laugarvatni 1950. Hann stundaði framhaldsnám við Dan- marks Lærerhojskole 1964-65. Lauk leiðsögumannsprófi 1977. Hann fór kynnisferðir og á styttri námskeið til Danmerkur, Svíþjóð- ar, Englands, Þýskalands, Banda- rfkjanna og Kína. Einnig lengri og skemmri námskeið hérlendis. Jón var kennari við barnaskól- ann í Borgarnesi 1950-51, Laugar- nesskólann í Reykjavík 1951-1952, við Langholtsskólann í Reykjavík 1952-1967, þar af yfirkennari frá 1961. Hann var skólastjóri við Ár- bæjarskólann 1967-1987. Hann vann sem leiðsögumaður á sumrin frá 1977 Jón vann talsvert að félagsmál- um, var m.a. í stjórn Stéttarfélags barnakennara, Skólastjórafélags Reykjavíkur og Gigtarfélags Is- lands. Jón ólst upp í foreldrahúsum í Stykkishólmi, flutti síðar til Reykjavíkur og bjó með eiginkonu sinni og börnum í mörg ár í Efsta- sundi 45. Síðustu 30 árin bjuggu þau í Skeiðarvogi 125. Jón verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Sóltérsortna. Sígurfoldíraar. Hverfaafhimni heiðarstjömur. (ÚrVöluspá) Hann Jón tengdafaðir minn var sá burðarstólpi sem öll ættin hvfldi á. Þegar við hjónin kynntumst var Jón skólastjóri í Árbæjarskóla. Heimili hans og Þórhildar konu hans í Skeið- arvogi 125 hefur verið fastur punktur í tilveru okkar síðastliðin 30 ár. Þar hófum við hjónin búskap í kjallaran- um, dóttir þeirra hjónanna einnig og elsta bamabamið. Það má því segja að mörg hjónabönd hafi byrjað í Skeiðarvoginum. Þar hefur alltaf verið opið hús fyrir börn og bama- böm. Jón kenndi alla sína ævi bömunum að meta það sem hann hafði sjálfur svo mikinn áhuga á. Og það var ekki svo lítið. Náttúra íslands með öllum sínum fjölbreytileika. Steinana, plöntumar, blómin og grösin, fugl- ana og hið villta dýralíf. Best undi hann sér á ferðalögum um okkar fagra land þar sem hann gat frætt samferðamenn sína um allt sem fyrir augað bar. Saga staðanna og náttúra ofin saman. Þar var hann upp á sitt besta. Sérstök unun var að fara með honum um Snæfellsnesið, hans æskuslóðir þar sem hann kunni skil á hverjum stokk og steini. Myndimar ^sem hann teiknaði af Snæfellsjökli era fallegar, sérstakar og í miklu uppáhaldi hjá okkur sem eigum myndir eftir hann. Jón var nefnilega ekki einungis frábær kennari, leið- sögumaður og náttúraunandi. Hann var listhneigður og gerði ótrúlega fallegar myndir, bæði með tússi, lit- um og ekki síst úr íslenskum stein- um, sem hann tíndi, flokkaði, muldi niður og gerði listaverk úr. Silfur- smíði stundaði hann líka og gerði fagra gripi bæði úr silfri og öðram málmum. Hann unni fögram verkum og fór oft á málverkasýningar og málverkauppboð. Bókband lærði hann líka því menntamaður eins og hann vildi hlúa vel að gömlum bók- um. Þrátt fyrir liðagiktina sem hrjáði hann síðustu árin stundaði hann leið- sögumannsstarfið eins lengi og hann gat. Alltaf gátu barnabömin leitað fróðleiks hjá honum því þar var ótæmandi viskubrannur. Hjálpfúsari og greiðviknari maður en Jón var er vandfundinn. Alltaf var hann reiðu- búinn að aka okkur ættingjunum á milli staða hvenær sólarhrings sem var. Þrátt fyrir miklar annir var allt- af tími íyrir greiðvikni. Við minnumst hans sem hins sterka máttarstólpa fjölskyldunnar, kennarans sem alltaf var tflbúinn að veita af visku sinni. Hann var kallað- ur brott of fljótt og þurfti að bera þungar byrðar síðustu árin þar sem heilsan fór síversnandi. En hann kvartaði ekki og bar sig vel fram á síðasta dag. Það er skarð fyrir skildi sem ekki verður fyllt. Deyrfé, deyja frændur, deyrsjálfuriðsama; en orðstír deyraldregi, hveimer sérgóðangetur. (Úr Hávamálum) Dagmar Vala Hjörleifsdóttir. Fyrir fáeinum dögum sat ég hjá afa mínum þar sem hann lá uppi á spítala og hélt í hönd hans. Hann sagði ekki neitt enda þurfti þess ekki. Minningarnar skutust upp í huga minn hver á eftir annarri. Ekki var ég hár í loftinu þegar hann kenndi mér mannganginn og tefldum við oft hvor við annan, ekki var það verra þegar hann leyfði mér að skáka og jafnvel máta. Fyrir skák- tímabilið vorum við iðnir við að spila hið sívinsæla ólsen-ólsen. Reynsla hans í kennslu hjálpaði mér mikið á fyrripart skólagöngu minnar. Hann hjálpaði mér m.a. að ná tökum á lestrinum. Hann þekkti landið eins og handabakið á sér og var mér traust stoð í landafræðinni. Afi var einnig besta danska orðabók sem ég hef komist í tæri við, ávallt þegar strembin orð bára á góma var flett upp í afa. Hann átti heljarmikið bókasafn (að mínu mati), þar var að finna margar forvitnilegar bækur um framandi lönd og menningu, sem mér þótti gaman að glugga í. Afi var býsna lunkinn við að teikna og mála. Eg man vel eftir honum við þá iðju. Afi var með veiðidellu. Hann var slyngur við að fanga fiska og veiddi hann þá ófá. Litlum gutta þótti einnig gaman að litríkum flugunum sem geymdar vora í kjallaranum. I kjall- aranum var einnig hið stórkostlega steinasafn, í því vora steinar sem hann sankaði að sér á ferðum sínum um landið. Ekki var það verra þegar hann gaukaði að mér glitrandi gull- mola. Mér þótti það líka fróðlegt þeg- ar hann útskýrði fyrir mér nöfn þeirra en á þeim kunni hann góð skil. Afi unni menningu og náttúra Is- lands afar mikið. Afi var vitur og góður maður, hönd hans var hlý og styrk. Nú hefur afi fengið hvíldina og hugga ég mig við það að hann þjáist ekki lengur. Elsku afi, þakka þér fyrir ómetanlegar minningar sem munu fylgja mér alla tíð. Jón Árni Traustason. Við viljum þakka afa fyrir allar minningar og leiðsögn sem hann hef- ur veitt okkur í gegnum lífið. Heimili afa og ömmu í Skeiðarvogi hefur ætið verið umvafið kærleika og táknað ást og umhyggju. Afi var ævintýramaður mikill, með stutt í brosið og ferðasögumar. Kennarinn og leiðsögumaðurinn vísaði oft leiðir og gerir enn, hvort sem það var meðvitað eða ómeðvitað. Kærar minningar era þær ótal veiðiferðir og útilegur sem við fóram í til Þingvalla. Þolinmæði og agi vora í fyrirrúmi þar sem beðið var eftir kippnum í flotholtinu. Biðin var að jafnaði löng og fylgdumst við því með afa úti í vatninu þar sem hann stóð einbeittur og áhyggjulaus eins og klettur í vöðlunum sínum. Hann var mikill veiðimaður og tíðar vora gægj- umar inn í skáp til þess að skoða þessar gífurlegu stangir og öflugu byssur. Stolt afa og göfugmennska var einnig reist á stöðugum granni, sem hann ætíð leyfði fjölskyldunni að styðjast við. Mörg vora þau sumrin sem við systkinin dvöldumst hjá afa og ömmu, þegar við voram búsett í Sví- þjóð með foreldram okkar. Hlýlegur agi ríkti á heimilinu, allt frá því að sýna hvemig ætti að brjóta fotin sín ARNÞRUÐUR BERGSDÓTTIR + Amþrúður Bergsdóttir fæddist í Reykjavík 18. september 1948. Hún lést á heimili sinu f Reykjavík 3. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvog- skirkju 10. febrúar. Kveðja til þín, elskú Adda mín, „Einstakur“erorð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt. Faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð meðbrosieðavinsemd. „Einstakur" lýsir fólki semstjómastafrödd hjarta síns oghefuríhugahjörtu annarra. „Einstakur" ávið þá semerudáðirogdýr- mætir og skarð þeirra verður aldreifyllt. „Einstakur“ er orðið sem bestlýsirþér. (G.V.) Ég sendi Friðriki, börnum, tengdabörn- um, barnabami, for- eldram, öðram aðstan- dendum og vinum samúðarkveðjur við fráfall Óddu um leið og ég kveð kæra vinkonu. Anna Björg og fjölskylda. almennilega saman til þess að hlýða yfir íslenskan stfl. Ef enginn tími vannst til þess að skreppa í útilegu var tjaldað í garðinum. Þar endur- speglaðist prúðmennskan í snyrti- leikanum og góðri skipulagningu. Afi var mikill garðyrkjumaður. Fegurðin ríkti einnig í öllum öðr- um listrænum hæfileikum hans. Söfnun á steinum og smíði úr þeim í fegurstu skartgripi og listaverk var töfram líkt. Myndlistina hafði hann líka á valdi sínu og var Snæfellsjökull gjarnan notaður sem innblástur. Ævintýraleitin og ferðahugurinn bar hann langar leiðir og munum við vel eftir ferðasögum hans frá Kína og íramandi glaðningi þaðan. Við systkinin voram ætíð stolt af tillitssemi og göfugmennsku afa. Vertu sæll elsku afi skafi. Hjörleifur, Þórhildur og Sigurþór. Það er sólbjartur dagur í ágúst á síðasta ári. Við eram á ferð um Vest- firði, fjórar systur, ásamt mökum. Einn þeirra vill sýna okkur staðinn þar sem Gísli Súrsson féll og við fáum nákvæma lýsingu af atburðinum þar sem við stöndum á þjóðveginum. Þetta er Jón Arnason, skólastjóri og leiðsögumaður, minn kæri mágur og vinur sem hér er kvaddur. Ég mun hafa verið um fermingu er ég kynntist Jóni. Hann var þá að draga sig eftir eldri systur minni Þórhildi. Ég man hvað ég dáðist að þessum glæsilega manni og fannst hann fróður og skemmtilegur. Þetta álit mitt á Jóni hefur ekkert breyst í gegnum árin. Hann var hafsjór af fróðleik um landið okkar og ánægðastur var hann ef saga úr fomsögunum gat fylgt með lýsingu á staðháttum. Hann vann svo sannarlega heimavinnuna sína, hvort sem framundan var kennsla, skólastjóm eða leiðsögn í ferðalagi. Þess vegna var hann svo vinsæll meðal nemenda og ferða- langa. A sjötta áratugnum var bílafloti landsmanna ólíkt fátæklegri en nú er. Það þótti því tíðindum sæta í fjöl- skyldunni er Þórhildur og Jón fjár- festu í gömlum bfl. Nú var farið í sunnudagsökuferðir um nágrenni Reykjavíkur. Ekki var litla fjölskyld- an ein í þessum ferðum því mágkon- an fékk að fljóta með eða foreldrar og vinir. Seinna, þegar við systurnar giftumst, stækkaði bflafloti fjölskyld- unnar. Þá var stundum farið saman í feralög. Oft var farið á Snæfellsnesið, en þaðan var Jón ættaður. Þessi sið- ur lagðist síðan af með hækkandi aldri og vaxandi stærð fjölskyldn- anna. En í sumar var ákveðið að við eldri systumar fjórar ásamt mökum fær- um á Vestfirðina. Yngsta systirin hafði þá þegar farið þangað ásamt manni sínum. Leigðum við hús Kennarasam- bandsins á Súðavík. Þar áttum við dásamlega viku í blíðviðri, ferðuð- umst um og nutum leiðsagnar Jóns. Þetta var síðasta ferðalag hans í þessum heimi. Ég veit að hjartahlýja, menningar- þorsti og skapfesta Jóns Árnasonar munu koma fram í afkomendum þeirra Þórhildar. Við Birgir sendum aðstandendum Jóns innilegar samúðarkveðjur og biðjum guð að styrkja þau á þessari sorgarstundu. Far þú í friði, kæri mágur. Sigrún Halldórsdóttir. Mig langar að kveðja fomvin minn Jón Arnason nokkrum orðum. Mér varð veralega hverft við fráfall hans, þar sem ég hafði hitt hann fyrir tæp- um þremur mánuðum við útför móð- ur hans og þótti ekkert benda til svo snöggra endaloka, enda þótt styrkur hans væri nokkuð farinn að gefa sig. Þegar ég fluttist í Stykkishólm sumarið 1937, þá rétt orðinn níu ára, varð Nonni Áma jafnaldri minn fijót- lega á vegi mínum, prúður og fríður efnispiltur og góðum gáfum gæddur. Við bundum með okkur trygga vin- áttu, og varð hann bekkjarfélagi minn og nánasti leikfélagi út bama- skólaárin, sem ég lauk þar vorið 1941, í þann mund, sem ég fluttist þaðan. Fjögur ár era ekki langur tími af heilli mannsævi, en orka sterkt á bamshugann sem mótunarár, og þá era hnýtt bönd, sem rakna ekki, þótt vík verði milli vina. Við völsuðum víða um bæinn og grenndina, einkum á þeim dýrlegu sumram, sem þá gáf- ust, ýmist tveir saman eða með öðr- um góðvinum, og var Eykon, síðar ritstjóri og þingmaður, hvað tíðast í hópi með okkur, en margra annarra er og ljúft að minnast í smærri eða stærri hópum. Við sóttum hvor annan heim eftir atvikum, og er mér minnisstætt, hve heimili hans stóð mér ætíð opið og hve hlýlega Guðbjörg móðir hans tók mér, rétt eins og ég væri hennar ann- ar strákur, en af Ama föður hans, vinnusömum og hljóðlátum ágætis- manni, hafði ég að sjálfsögðu minna að segja. Þrjár elskulegar dætur prýddu þeirra litla en notalega hús, þar sem hjartarúm skapaði húsrúm. Steinunn var okkur árinu eldri og bekkjamautur okkar annað hvert ár í veltibekkjakerfi okkar litla skóla, og þá alltaf hæst, enda öllum kostum búin. Vora því að vonum einnig nokkrir dáleikar með okkur. Öll vora þau systkin námfús og kappsöm, enda þeim innrættar allar góðar dyggðir. Hafa þau borið þann arf fram í gildan sjóð, svo sem skýrt kemur fram af starfi þeirra Jóns og Steinunnar að forstöðu fyrir Árbæj- arskóla. Leiðir okkar skildi við brottför mína úr Hólminum og náms- og framabrautir svo ólíkar upp frá því, að endurfundir hafa því miður verið strjálir. En sum vinátta er svo einlæg og trygg, að fölnar ekki við fjarvistir. Því höfum við Jón og fjölskylda hans alltaf glaðst jafn innilega við stopula endurfundi. Þegar tjaldið fellur nú að baki míns kæra æskuvinar, er ástæða til að þakka honum og hans fólki allt, sem þau hafa verið mér, og að biðja þeim öllum Guðs blessunar. Bjami Bragi Jónsson. Ég vissi margt um Jón Árnason áður en ég hafði séð hann. Nýkominn frá námi kenndi ég unglingabekk er hafði haft Jón fyrir kennara, meðal annars í íslensku. Þar fékk ég ýmis- legt að heyra um manninn er ég sjálf- ur átti eftir að sannreyna. Eins varð mér fullljóst að þessir unglingar litu á það er Jón hafði kennt þeim, sér- staklega í íslenskunni, sem jafn óhagganlegt og kæmi það frá al- mættinu sjálfu. „Hann Jón Ámason sagði það.“ Er við hittumst fyrst var Jón með lax í poka er þurfti að koma í geymslu. Við áttum okkar upp- áhaldsár í Isafjarðardjúpi. Langa- dalsá hjá mér, Laugardalsá hjá Jóni. Síðar kom Miðfjarðaráin. Þar áttum við góða daga, gjarnan tveir um stöng. Við þessi fyrstu kynni var fast- mælum bundið að ég kæmi til hans í kennslu við Árbæjarskóla að ári. Skólinn var á þessum tíma stofnun í mótun með metnaðarfullan og stjómsaman foringa. Einnig af- bragðs starfslið sem margt vinnur þar enn, þar á meðal „stelpurnar hans Jóns“. Jón náði oft fram málum sem öðr- um var ekki lagið. Eitt af hans meist- araverkum var er hann benti norður fyrir íþróttahús skólans og sagði „Hér vil ég fá sundlaug". Menn urðu svo hissa að fátt varð um andsvör og sundlaugin kom. Ein besta kennslu- laugin í Reykjavík. Jón kunni vel að vera í sviðsljósi og nýttust þeir eiginleikar hans mæta vel, bæði við stjórnun skólans og ekki síður í leiðsögumannsstarfi, sem hann sinnti af hreinni snilld þegar hann fékk tíma og tækifæri til. Að áeggjan Jóns gerðist ég sjálfur leiðsögumaður. Unnum við oft og vel saman á því sviði og kenndi hann mér margt. Ékki var verra að það væri um bjarta vomótt. En ég hafði líka launað honum að nokkru með því að gera hann að tímatökustjóra á fyrstu sérleið í fyrsta ralli á íslandi. Þar var réttur maður á réttum stað sem naut sín vel. Við urðum fljótt góðir félagar. Eft- ir að ég varð hans nánasti samstarfs- maður við skólann gat komið fyrir að við ræddum álitamál af fullri hreinskilni svo að sýndist sitt hvor- um. En undantekning var að við vær-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.