Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 *3E------------------------ MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SVANHVÍT > STEFÁNSDÓTTIR + Svanhvít Stefáns- dóttir fæddist í Péturskoti í Hraun- um sunnan Hafnar- fjaröar 15. mars 1918. Hún lóst í Sunnuhh'ð í Kópavogi 9. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhanna Jó- hannsdóttir, f. 1. apr- fl 1890, d. 27. júlí 1985, og Stefán jp. Magnússon, f. 12. maí 1887, d. 21. septem- ber 1920. Systkini Svanhvít- ar eru: Magnús, f. 20. október 1913, látinn; Sigurður Einar, f. 19. september 1914, látinn; Guðrún, f. 12. nóvember 1915, látin; tvíbura- systir Svava, f. 15. mars 1918, lát- in; Stefanía, f. 8. septcmber 1920. Siðari maður Jóhönnu móður Svanhvítar var Árni Magnússon, Nýjabæ í Garðahverfi, f. 2. febr- úar 1889, d. 14. nóvember 1963. Þau Árni og Jóhanna eignuðust eina dóttur, Laufeyju, f. 11. októ- ber 1927, og Iést hún langt um ald- ur fram 7. ágúst 1967. Til mömmu. Ó, mamma, elsku mamma, ég hugsa heim til þín. „0, Jesú,bróðirbezti,“ þér sendi Ijósin sín. - Og guð þig gleðji, þegar þúgrætur-vegnamín. (Jóhannes úr Kötlum.) Þín dóttir, Sigrún. 4- ’■ Að fæðast og deyja er hlutskipti sérhvers manns. Þótt dauðinn sé sjaldnast gleðiefni getur hann á stundum verið eðlilegur og tímabær, Svanhvít giftist fyrri manni sínum Jónatan Jakobssyni kennara, f. 22. sept- ember 1907, d. 13. mars 1996. Börn þeirra eru Jakob, f. 19. aprfl 1937, Sig- rún, f. 26. september 1938, d. 11. janúar 1947, og Stefán, f. 20. júní 1940. Svan- hvít og Jónatan skildu. Seinni maður Svanhvítar var Finn- jón Mósesson af Vig- urætt, málarameist- ari í Reykjavík, síðar í Kópavogi. Hann var ekkjumaður og átti tvo drengi með fyrri konu sinni, Ingi- björgu Kristínu Bjarnadóttur, þá Bjama, f. 27. ágúst 1933, d. 20. september 1941, og Þorleif Ágúst, f. 23. desember 1936. Dóttir Svan- hvítar og Finnjóns er Sigrún, f. 13. nóvember 1948. Barnabörn Svanhvítar eru nú 13 og barna- barnabörnin 11. Utför Svanhvítar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. jafn kærkominn og lífið sjálft. Það á við í tilviki ömmu okkar sem nú fær hvíld eftir löng og erfið veikindi. Með eftirfarandi ljóðlínum viljum við minnast ömmu okkar, en minn- ingarnar um hana eru bjartar og ljúfar og hafa yfir sér heiðríkju sem hvorki ber ský né skugga á. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótk Ng umvefji blessun og bænir, égbiðaðþúsofirrótt. Þó sviði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN EGILSDÓTTIR, vistheimilinu Seljahlíð, áður Úthlíð 10, Reykjavík, andaðist aðfaranótt sunnudagsins 12. mars. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykja- vík mánudaginn 20. mars nk. kl. 15.00. Egill Ásgrímsson, Sigríður Lúthersdóttir, Ragnheiður M. Ásgrímsdóttir, Guðbjartur K. Sigfússon, Ásgrímur Þ. Ásgrímsson, Marta K. Sigmarsdóttir, Jóhann G. Ásgrímsson, Herdís Alfreðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir mín, tengdamóðir og amma, RAGNHILDUR BJARNADÓTTIR, Garðavegi 11, Hafnarfirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi laugardaginn 19. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jóhann Guðbjartsson, Jóhanna Þorgeirsdóttir, Ragnhildur Jóhannsdóttir, Þorgeir Jóhannsson. + Móðir okkar og tengdamóðir, MARGRÉT THEODÓRSDÓTTIR, Nestúni 4, andaðist á Sjúkrahúsinu Hvammstanga þriðjudaginn 14. mars. Hólmfríður Bjarnadóttir, Sævar Jónatansson, Elísabet Bjarnadóttir, Agnar Jónsson. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfm úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er Ijós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Sól er hnigin til viðar í æfi ömmu okkar, Svanhvítar Stefánsdóttur. Guð blessi minningu hennar og vaki yfir fjölskyldu hennar, sem nú kveð- ur hana með þökk og eftirsjá. Hafsteinn, Svanhvít, Jón, Sóley, Guðmunda og fjölskyldur. Það er snemma morguns á leið- inni í vinnuna. Eg kveiki af vana á útvarpinu en samt er ég ekki að hlusta. Hugurinn reikar eins og svo oft áður og þegar ég ek inn Nýbýla- veginn og verður litið á litla húsið hennar ömmu minnar verður mér hugsað til baka aftur í tímann. Ég staðnæmist við kvöld eitt fyrir mörgum árum er ég var að koma frá fótboltaleik og hafði læst mig úti. Þá var eina ráðið að fara til ömmu því hún var ekki langt frá og oftast heima. Er ég kom þangað var mér boðið í kvöldmat og fékk ég þann besta rabarbaragraut sem ég hef smakkað. Skrýtið á þessum morgni að hugsa til grautsins góða og síðar til fótboltaleiksins. Akranes og Vík- ingur höfðu verið að spila um sæti í Evrópukeppninni. Amma hafði mik- inn áhuga á fótbolta og því skemmti- legt að geta rætt um leikinn. Við átt- um það líka sameiginlegt að halda með Akurnesingum þó svo að hún hafi verið búsett lengst af í Kópavogi og ég fæddur þar. Um leið og minn- ingarnar halda áfram að rifjast upp á þessum morgni og farið að líða að hádegi hugsa ég til þess að gjarna hefði ég viljað eiga meiri tíma með ömmu. Lífið er hins vegar þannig að ekki er hægt að fá alla hluti, þess í stað er gott að staldra við allar skemmtilegu stundirnar sem við átt- um saman. Þegar litið er til baka frá uppvaxtarárum mínum hugsa ég oft til þess hvað amma var dugleg og sterk kona. Hún var sífellt á þönum við að þvo þvotta, baka eða þá að taka upp kartöflur og rabarbara sem hún hafði bakatil í garðinum. Líf hennar markaðist af að sjá til þess að aðrir hefðu það sem best og hugsa til sinna nánustu. Alltaf hafði hún þó tíma fyrir okkur systkinin þegar okkur bar að garði. Síðustu árin fór heilsu ömmu minnar að hraka og síðasta skiptið sem hún kom í heimsókn var við fermingu yngstu systur minnar Svanhvítar al- nöfnu hennar og þótti hennar afar vænt um og mikið til koma að eign- ast alnöfnu á sínum tíma. Ári seinna heimsótti ég hana á Hvítabandið þar sem hún dvaldi um tíma og nutum við þess að rifja upp gamla tíma um knattspyrnuna og vildi þannig til að Akurnesingar urðu íslandsmeistar- ar þetta sama ár. Þetta var síðasta samverustundin sem við áttum. Á þessum degi þegar minningarnar fara um hugann er mér tilkynnt að amma mín sé dáin. Eftir sitja góðar minningar um góða konu sem hvfld- inni er fegin eftir langan og oft erfið- an dag. Guð veri með þér elsku amma mín. I hugarheimi lítils drengs oft döpur hugsun grær, Hann lærir þegar þroskast, hann vini einhverja fær. Hann fann það oft og finnur enn er síst er von á því. Hún blundar þar, gefur svar á ný. Síðan hefst leitin stór, hvert öll barnasálin fór. Hann leitar hér, leitar þar, spyr en skilur ekki hvað. Allt það er sem áður fyrr, gleði gaf ogveitti byr. Því best af öllu í heimi hér er að týna sjálfum sér. (ÞorgeirÁstvaldsson.) Sigurður B. Stefánsson. Elsku amma. Ég sakna þín svo mikið en núna ertu komin upp til himna og líklega búin að hitta fjöl- skylduna þína aftur. Ég man hvað þú varst mikill dýravinur og þóttir gaman að hitta hundinn okkar hann Krumma. Krummi er líka dáinn svo nú getur þú leikið við hann aftur. Þegar ég var lítil borðaði ég ekkert annað nammi en bláan Opal, þess vegna var alltaf til nóg af honum uppi í skáp hjá þér. Ég hlakka til þess að hitta þig aft- ur. Bless, bless, Kristín. Elsku amma. Það ríkti mikill frið- ur yfir þér þegar ég kvaddi þig í dag. þó svo að ég hafi oft kvatt þig í gegn- um tíðina og kysst þig á kinnina á meðan þú svafst var þessi kveðja erfiðust. Hinsta kveðjan er erfiðust, eins og þessi var, en mikið var hún falleg og friðsæl. Það er svo langt síðan ég talaði við þig síðast að mér finnst hálfskrítið að vera að því nú. En þótt það sé langt um liðið frá okkar síðasta sam- tali er ekki þar með sagt að ég sé búin að gleyma hvernig það var að tala við þig og vera nálægt þér. Ég var svo einstaklega heppin að fá að alast upp í mikilli nálægð við þig. Við bjuggum öll saman, ég, þú, mamma, pabbi og Finnjón bróðir, í litla gula húsinu þlnu við Nýbýlaveg. Húsinu sem afi byggði og mamma ólst upp í. Ég er fyrst núna að átta mig á því hvað það hafði mikil áhrif á mig og hvað það hefur mótað pers- ónuleika minn og lífsviðhorf mikið að alast upp við þessar heimilisað- stæður. Þegar ég var orðin það göm- ul að mamma gat farið út að vinna frá mér varst það þú sem tókst við að hugsa um mig á meðan. Mikið var það ljúft að hafa ömmu sína ávallt við höndina en ósköp gat ég orðið þreytt á því þegar þú varst að leggja þig á daginn. Ég var ekki alltaf í sömu hugleiðingum og þú í þeim efn- um. Þegar húsið okkar var tilbúið fluttum við frá þér en þó ekki langt í burtu, bara í næsta hús við þig, svo þú hélst áfram að vera stór hluti af okkar daglega lífi. Dýrin voru þér ávallt hugleikin og þú kenndir mér að bera virðingu fyr- ir öllum þeim dýrum sem á vegi okk- ar urðu og var oft erfitt að greina á milli hvort kæmi á undan í forgangs- röðinni hjá þér, fólk eða dýr. Alla þína tíð voru dýr í námunda við þig og var eins og þið gætuð myndað einstakt samband ykkar á milli. Að minnsta kosti voru kettirnir mínir fljótir að finna inn á það að ef þeir fengu ekki nóg að borða hjá okkur þá bara löbbuðu þeir yfir í næsta hús til þín og borðuðu þar eins og þeir gátu í sig látið. Ég held að ég geti með sanni sagt að meiri dýravinur verður varla fundinn. Þegar mýsnar gerðu sig heimakomnar hjá þér máttirðu ekki heyra á það minnst að settar yrðu upp gildrur. Það var heldur ekki gert og ekki fóru mýsn- ar, kannski ekki skrítið því þú gerðir í því að smyrja fyrir þær brauð og setja út í geymslu fyrir þær. Élsku amma. Hjartans þakkir fyrir mig. Nærvera þín hefur mótað mig meira en þig grunar og minning þín mun halda því áfram. Kveðja, Eva. Þá er veikindastríði Svanhvítar móðursystur minnar lokið. Þessi góða kona mátti þola mikið heilsu- leysi síðustu árin og þurfti að dvelja árum saman á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Svanhvít var einn af frumbyggj- um Kópavogs. Hún hóf búskap með Finnjóni Mósessyni við Nýbýlaveg- inn í lok síðustu heimsstyrjaldar. Þar hafði þá verið úthlutað jarðar- skikum til nýbýla, þar sem mikill húsnæðisskortur var í Reykjavík og nágrenni vegna mikillar fólksfjölg- unar um og eftir stríð. Var þar tals- vert verið með kýr, hænsni, kindur og svín. Ymsir höfðu landbúnaðar- störf sem aðalatvinnu, en aðrir sinntu öðrum störfum jafnframt. Svanhvít og Finnjón voru með kýr og hænsni sér til búdrýginda. Á þessum árum var strjálbýlt í Kópa- vogi, nóg pláss fyrir búfénað og mannfólk. Þessi búskaparár Svan- hvítar hafa örugglega verið gott tímabil í ævi hennar. Hún átti góðar mjólkurkýr, sem m.a. bændur aust- an úr sveitum sóttust eftir. Góðir nágrannar í þessu litla sveitaum- hverfi og frelsi barna til leiks og at- hafna sköpuðu þægilegar aðstæður til búsetu. Eftir að byggð þéttist og fólki fjölgaði í Kópavogi lagðist bú- skapur smátt og smátt af. Það gerð- ist einnig hjá Svanhvíti. Hún átti þó því láni að fagna að geta búið áfram í sínu ágæta húsi í allmörg ár. Síðar byggðu Sigrún dóttir hennar og Ás- geir eiginmaður hennar hús á sömu lóð. Var það þeim mæðgum örugg- lega til mikils láns að geta búið í ná- býli hvor við aðra, ekki síst þegar heilsu Svanhvítar tók að hraka. Svanhvít var ljúf og þægileg í samskiptum. Það var notalegt að fá hana í heimsókn og ekki var síðra að fá góðar kökur og mjólk í litla eld- húsinu hjá henni á Nýbýlavegi 30. Veraldleg gæði voru örugglega oft á tíðum af skornum skammti, en hjartahlýju átti hún næga. Það var gott að eiga Svanhvíti sem frænku í næsta nágrenni á Nýbýlaveginum í gamla daga. Það hefur jafnframt verið dapurlegt, að hún skyldi þurfa að búa við mikið heilsuleysi síðustu árin. En minn- ingin um þessa góðu konu lifir. Sig- rúnu, Jakobi, Stefáni, Þorleifi og fjölskyldum þeirra sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Magnús Skúlason. Það dýrmætasta sem hver mann- eskja á eru góðir ástvinir sem hlúa að og aga með virðingu og á rétt- mætan hátt. Þetta kemur upp í huga mér þegar ég minnist æskuáranna og góða fólksins sem með gleði, heið- arleika og bjartsýni var stór þáttur í uppeldi okkar barna Guðrúnar Stef- ánsdóttur og Jóns Pálssonar. Þar skipar móðursystir mín kær, Svan- hvít, sem nú hefur kvatt eftir langa farsæla ævi, stóran sess. Þær voru skemmtilegar ferðirnar sem við systkinin fórum með mömmu í Kópavoginn í gamla daga til þess að heimsækja Svanhvíti og hennar fólk eða Stefaníu og hennar fjölskyldu en þær bjuggu báðar við Nýbýlaveginn. Ekki voru innanbæj- arstrætisvagnar þannig að við ásamt mömmu fórum í Hafnarfjarðar- strætó að stórbýlinu Lundi um það bil. Síðan þurftum við að ganga upp Nýbýlaveginn. Ekki man ég eftir því að það vefðist fyrir neinum í þá daga en tímarnir hafa breyst. Hjá Svan- hviti var smá búskapur eins og hjá flestum íbúum við Nýbýlaveginn. Margir höfðu 1-2 kýr og hænsni, einnig matjurtagarða til heimilis- brúks. Eftir að Svanhvít og Jónatan slitu samvistir fluttist hún frá Aðalbóli í V-Hún. Nærri má geta að það hefur verið kraftur og skapfesta sem hjálpaði henni að flytjast að norðan með börnin en ástvinir hennar komu og hjálpuðu því Svanhvít fluttist til Stefaníu systur sinnar og hennar fjölskyldu í Kópavoginn og brátt fékk hún starf hjá heiðursmanni sem vantaði heimilishjálp. Það var Finnjón, hann var þá orðinn ekkju- maður og bjó ásamt aldraðri móður sinni og Þorleifi syni sínum á Nýbýlavegi 62. Svanhvít varð síðar húsfreyja þar og eiginkona Finnjóns sem var ákaflega geðþekkur maður. Svanhvít vann öðru hvoru utan heimilis þar á meðal hjá Ora í Kópa- vogi. Svanhvít var ágætlega heilsu- hraust þar til fyrir nokki-um árum að hún veiktist þannig að hún gat ekki séð um sig sjálf. Fluttist hún þá í Sunnuhlíð í Kópavogi og naut góðr- ar umönnunar starfsfólks þar. Börnum hennar, tengdabörnum, barna- og barnabarnabörnum sem sárt sakna hennar eru færðar inni- legar samúðarkveðjur. Að lokum kemur hér sálmur eftir sr. Hallgrím Pétursson: Með sínum dauða hann deyddi dauðannogsigurvann, makt hans og afli eyddi. Ekkert mig skaða kann. Þó leggist lík í jörðu, lifirmínsálafrí. Hún mætir aldrei hörðu, himneskri sælu í. (H.P.) Vigdís Á. Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.