Morgunblaðið - 16.03.2000, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000
+ Sigurbjörn
Guðbrandsson
fæddist á Spágils-
stöðum í Laxárdal í
Dölum 12. desember
1913. Hann andaðist
á Hrafnistu í Reykja-
vík 6. mars síðastlið-
inn. Foreldrar Sigur-
björns voru
Guðbrandur Jónsson,
bóndi á Spágilsstöð-
um, f. 30.8. 1873, d.
9.9.1944, og Sigríður
Margrét Sigur-
björnsdóttir kona
hans, f. 7.2. 1876, d.
14.3. 1946. Systkini Sigurbjöms
era: Sigrún (1900-1968), Guð-
mundur (1901-1932), Markús
(1902-1966), Ása (1903-1972),
Hinrik (1905-1940), Guðríður (f.
1906), Jón (1907-1931), Krist-
mundur (1909-1999), Guðrún (f.
1912) og Sigurður (1915-1932).
Auk hins stóra hóps eigin barna
ólu þau Guðbrandur og Sigríður
upp Láru Marteinsdóttur Wiken
(f. 1918) og að miklu leyti Báru
Við lát Sigurbjöms frænda míns
vakna í huga mér ljúfar minningar
frá meira en sextíu ára samleið. Þær
fyrstu tengjast sumardvöl hjá afa og
ömmu á Spágilsstöðum. Sigurbjöm
var yngstur þeirra Spágilsstaða-
systkina, sem þá voru heima, og ég
minnist þess enn hversu vel hann
tók þessum unga frænda sínum úr
Reykjavík, sem kominn var til fóst-
urs hjá systur hans og mági í Búðar-
dal. Ef að mér steðjuðu hættur á
refilstigum sveitalífsins, ímyndaðar
eða raunverulegar, þá var það segin
saga að Bjössi frændi var óðar kom-
inn á vettvang að hjálpa mér. Þegar
ég komst í mestu vandræði með
nautin á bænum, þar sem ég hafði
verið sendur til að sækja hest, þá
varð það mér til happs að Sigur-
björn hafði fylgst með mér af túninu
heima og kom í loftköstum að lið-
sinna hinum unga hestasveini. Nú
skal fram tekið, að nautin á bænum
voru alla jafna gæf, en þennan fagra
sumardag varð óvænt breyting á
hegðun þeirra. Það kom sér vel,
bæði í þetta skipti og oftar, að Sig-
urbjörn var langt fram eftir ævi afar
léttur á fæti. Hann var fremur hár
maður vexti og ekki voru aukakílóin
honum til trafala, hvorki þá né síðar.
Sigurbjörn var vel verki farinn og
ég held ég megi fullyrða að öll störf
sem fyrir komu utanhúss á stóru
sveitaheimili hafí leikið í höndum
hans. Hann var ötull og fylginn sér
að hverju sem hann gekk og þótti af-
burða sláttumaður, meðan sá háttur
var á hafður. Síðar urðu Sigurbjöm
og bræður hans með þeim fyrstu
þar um slóðir til að temja hesta til að
fara með sláttuvélar. Sigurbjörn var
natinn við skepnur og þótti glöggur
fjármaður, en þó fór ekkert á milli
mála, að hestarnir vora hans upp-
áhald. í sveitinni átti hann ávallt
góða reiðhesta og raunar einnig eft-
ir að hann fluttist til Reykjavíkur,
en hér héldu hann og Salbjörg hesta
um margra ára skeið.
Sigurbjörn hafði bjarta og fagra
rödd sem naut sín vel í söng og einn-
ig við frásögn í mæltu máli. Meðan
hann var fyrir vestan söng hann í
kirkjukór Hjarðarholtskirkju og tók
einnig þátt í öðru söngstarfi þar í
héraði. Eftir að hann kom suður
söng hann í ýmsum kórum, m.a.
kirkjukór Óháða fríkirkjusafnaðar-
ins. Sigurbjöm var gæddur góðri
frásagnargáfu og hafði sérstakt lag
á að segja skemmtilega frá atburð-
um í sveitalífínu. Síðasta sagan sem
hann sagði mér var af ferð hans og
Guðmundar bróður hans í leit að
lambá, sem villst hafði að heiman.
Ána fundu þeir frammi á Ljárskóga-
fjalli og nýborið lamb hennar. Guð-
mundur, sem var eldri, bjóst til að
koma ánni heim, en Sigurbjöm fékk
það hlutverk að sjá um lambið. Mun
hann hafa farið heim á leið á undan
Guðmundi, sem ætlaði sér lengri
tíma. Sigurbjörn kom þreyttur að
Þórðardóttur (f.
1924).
Sigurbjörn vann
að búi foreldra sinna
á Spágilsstöðum
meðan þau lifðu en
eftir það í nokkur ár
að búi Markúsar
bróður síns þar á bæ,
jafnframt því sem
hann stundaði ýmsa
vinnu sem til féll í
héraði. Nokkru fyrir
miðjan aldur fluttist
Sigurbjörn alfarinn
til Reykjavíkur. Þar
starfaði hann um
árabil að trésmíðavinnu hjá ýms-
um fyrirtækjum í Reykjavík og
Garðabæ, en síðan á annan áratug
sem húsvörður hjá Iðnaðarbank-
anum í Lækjargötu, uns hann lét
af því starfi fyrir aldurs sakir.
Eftirlifandi sambýliskona Sig-
urbjöras er Salbjörg Halldórs-
dóttir, f. 16. apríl 1910.
Utför Sigurbjörns verður gerð
frá Áskirkju í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Vígholtsstöðum með lambið í fang-
inu, en þar bjuggu þá Björn Magn-
ússon og kona hans Hólmfríður
Benediktsdóttir, síðar í Skógsmúla
og að Þorbergsstöðum. Að Vígholts-
stöðum var honum veittur góður
beini og Björn bóndi sýndi honum
það drengskaparbragð að fylgja
honum heim í hlað á Spágilsstöðum
og hélt á lambinu þessa leið sem eft-
ir var. Svona var samhjálpin í sveit-
inni á þessum löngu liðna tíma og
svona vom sögurnar hann Bjössa;
þær vora jafnan til þess fallnar að
halda á lofti því sem jákvætt var og
fagurt. Af ártölum í Dalamannabók
séra Jóns Guðnasonar má ætla að
Sigurbjöm hafi verið 10 til 11 ára
gamall, þegar þessi saga gerðist.
Sigurbjörn þótti mjög lagtækur
og var því eftirsóttur að sinna hvers
konar smíðaverkefnum, bæði heima
og heiman. Hann var í eðli sínu mjög
greiðvikinn og oft hvarflar að mér
að mörgum þessara verkefna hafi
hann sinnt fyrir lítið endurgjald um-
fram þá gleði sem það veitti honum
að geta lagt samferðamönnum sín-
um lið. Eftir að Sigurbjörn fluttist
suður var oft leitað til hans, þegar
smáfólkið þurfti að láta laga leik-
föngin sín. Hjá ættfólki hans leynist
því margur gripurinn, sem varð
betri en nýr eftir að Bjössi frændi
hafði farið um hann höndum. Á efri
árum lagði Sigurbjöm fyrir sig
bókband og á því sviði naut með-
fædd handlagni hans sín vel.
Það treysti tengsl mín og kynni
við frænda minn að um miðbik æv-
innar dvaldi hann oft um lengri eða
skemmri tíma á heimili fósturfor-
eldra minna, Guðríðar Guðbrands-
dóttur og Þorsteins Jóhannssonar,
bæði vestur í Búðardal og einnig hér
syðra.
Frá árinu 1971 var Sigurbjöm í
sambýli við Salbjörgu Halldórsdótt-
ur, sem var ekkja eftir Markús
bróður hans. Salbjörg er mikil
dugnaðar- og myndarkona og bjó
hún Sigurbirni fallegt og hlýlegt
heimili, þar sem honum leið vel. Við
Inga þökkum að leiðarlokum gest-
risni og hlýjar móttökur á heimili
þeirra í Skerjafirði og síðar á Vest-
urgötu. Þar var löngum rætt um
liðna atburði í Dölum vestur óg til að
styðja frásögnina var stundum grip-
ið úr hillunni albúm með myndum af
horfnum góðhestum húsráðenda.
Síðustu tvö árin var Sigurbjöm vist-
maður að Hrafnistu í Reykjavík en
eitt ár þar á undan á Dvalarheimili
aldraðra að Reykhólum. Hafi það
góða fólk heila þökk, sem létti hon-
um baráttuna þessi síðustu ár.
Þegar fölskva sló á skammtíma-
minnið, varð frænda mínum kærast
umræðuefni, þegar talað var um
löngu liðna atburði í Dölum. Ég trúi
því að andi hans sé nú svifinn á vit
þeirra ljúfu sumardaga, sem tengj-
ast fyrstu endurminningum mínum
um hann. Ég sé fyrir mér Spágils-
staðatúnið baðað í sól og við hesta-
steininn stendur gæðingurinn Óðinn
og bíður eiganda síns.
Salbjörgu og eftirlifandi systrum
hins látna, Guðríði og Guðrúnu,
sendum við Inga innilegustu samúð-
arkveðjur.
Guð blessi minningu Sigurbjörns
Guðbrandssonar.
Sigurður Markússon.
Þegar ég var ung að aldri var ég
send suður að Leiðólfsstöðum í Lax-
árdal en þar vora hlaðnir geymar
sem notaðir voru til að halda útvarpi
gangandi.
Þetta væri varla í frásögur fær-
andi nema hvað þessi ferð mín teng-
ist manninum sem ég nú ætla að
minnast nokkram orðum. Mér var
sagt að koma við á Spágilsstöðum og
fá fylgd yfir Laxá ef mikið væri í
ánni. Ég fylgdi þeirri fyrirsögn. Mér
var boðið í bæinn þar sem húsbænd-
ur vora Guðbrandur og Sigríður,
hjón sem áttu ellefu böm eins og
stendur í umgangsvísunni sem
kveðin var um þau og bömin.
Hinni, Maggi, Mundi, Jonni,
Kiddi, Bjössi, Sigurður,
Rúna, Ása, Guja, Gunna,
Guðbrandur og Sigríður.
Sigurbjörn var sambýlismaður
systur minnar, Salbjargar Halldórs-
dóttur, eftir að hún missti mann
sinn, Markús Guðbrandsson, sem
var bróðir Sigurbjörns.
Fyrstu árin bjuggu þau á Hörpu-
götu 6 í Skerjafirði en fluttust þaðan
að Vesturgötu 7. í Skerjafirðinum
unnu þau Salbjörg og Sigurbjörn
hörðum höndum við að betrambæta
húsið og lóðina. Þau lögðu hellur út í
litla geymsluhúsið í garðinum,
stungu upp stóran kartöflugarð á
lóðinni og blómabeð við húsið.
Allt var vöndulega gert og list-
rænt sem Sigurbjörn tók sér fyrir
hendur.
Sigurbjörn starfaði í banka í
Lækjargötunni og vann oft um næt-
ur og labbaði oftast nær á milli enda
grannur maður og frár á fæti.
Svo leið að þeim tíma að Sigur-
björn hætti að vinna. Þá keyptu þau
Salbjörg sér íbúð á Vesturgötu 7.
Það var lítil og snotur íbúð með
flestum þægindum sem völ er á.
Þangað kom til þeirra margt af fólki
sem leið átti um Vesturgötuna. Sig-
urbjörn hafði góðan frásagnarhæfi-
leika. Hefur hann sjálfsagt lært
mikið af föður sínum, sem sagt var
að kennt hefði börnum sínum það
heilræði „að spyrja, hlusta og
muna“. Salbjörg var rausnarkona
sem átti vel við Sigurbjörn. Þeirra
sambúð var farsæl og góð meðan
beggja heilsa leyfði.
Sigurbjöm Guðbrandsson er
kvaddur með virðingu og þakklæti.
Jensína Halldórsdúttir.
Bróðir minn,
GUÐMUNDUR JÖRGEN SIGURÐSSON
frá Bjarnahúsi,
Stokkseyri,
lést á dvalarheimilinu Fellsenda aðfaranótt
12. mars.
Útförin fer fram frá Þorlákskirkju laugardaginn
18. mars kl.14.00.
Jarðsett verður á Stokkseyri.
Fyrir hönd aðstandenda.
Gyða Sigurðardóttir.
SIG URBJÖRN
GUÐBRANDSSON
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓN ÁRNASON
skóiastjóri,
Skeiðarvogi 125,
Reykjavík,
sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðviku-
daginn 8. mars síðstliðinn, verður jarðsunginn
frá Langholtskirkju í dag, fimmtudaginn
16. mars kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Orgelsjóð Langholtskirkju.
Þórhíldur Halldórsdóttir,
Halldór Jónsson, Dagmar Vala Hjörleifsdóttir,
Guðbjörg Jónsdóttir, Trausti Leifsson, 1
afabörn og langafabarn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉT GUÐLAUG BOGADÓTTIR,
Skálarhlíð,
Siglufirði,
áður til heimilis
á Hólavegi 38,
sem lést á Heilbrigðisstofnuninni Siglufirði
föstudaginn 10. mars sl., verður jarðsungin frá
daginn 18. mars kl. 14.00.
Theódór Þráinn Bogason, Birna Berg,
Sigurlína Káradóttir, Hreinn Júlíusson,
Hjördís Káradóttir, Stefán Björnsson,
Höskuidur Rafn Kárason, Sigurleif Guðfinnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
WBUm.—.. , v ri-JM
Siglufjarðarkirkju laugar-
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
INGVELDUR MARKÚSDÓTTIR,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður Klapparstíg 9,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnar-
firði í dag, fimmtudaginn 16. mars, kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Heimahlynningu Krabba-
meinsfélagsins.
Stefán T Hjaltalín,
Sigurbjörg M. Stefánsdóttir, Guðmundur M. Sigurðsson,
Ingibjörg St. Hjaltalín, Jóhannes Sv. Halldórsson,
Sigurður J. Stefánsson,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
ftr
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
KRISTINN MARKÚSSON
frá Dísukoti,
Þykkvabæ,
verður jarðsunginn frá Þykkvabæjarkirkju
föstudaginn 17. mars kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vil- ________
ja minnast hans, er bent á Safnaðarmiðstöð Hvítasunnumanna í
lækjarkoti, Fljótshlíð.
Kirkju-
Guðrún Hafliðadóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn '' J
og barnabarnabarn.
+
Okkar ástkæra,
SESSELJA HRÓBJARTSDÓTTIR
frá Söndu,
Stokkseyri,
verður jarðsett frá Stokkseyrarkirkju laugar-
daginn 18. mars kl. 14.00.
Jón Áskell Jónsson, Guðbjörg Kristinsdóttir,
Gunnar Valur Jónsson,
Sigríður Kristín Jónsdóttir,
Ragnhildur Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
......