Morgunblaðið - 16.03.2000, Side 58

Morgunblaðið - 16.03.2000, Side 58
58 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 4------------------------ MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BJÖRN GÍSLASON grjóthrun á sér stað ofan við mann 9g annað slíkt sem er ekki hægt að sjá fyrir. I umferðinni horfir svipað til með þessu þó alltaf blasi það ekki við. Flestöll öðlumst við þekkingu og reynslu til að aka með eins lítilli áhættu og hægt er. En þó tilfellið sé svo þá gerist þetta ófyrirsjáanlega. Einmitt það er svo skelfilegt við um- ferðina því of oft dugir reynsla og þekking ekki til að afstýra slysi og of oft hefur það nöturlegar afleiðingar í för með sér. Mætur vinur er horfinn á braut og félagahópurinn verður aldrei samur. Vilborgu og börnunum, þeim Elínu, Sísla og Grétu Ósk votta ég mína dýpstu samúð. Snævarr Guðmundsson. Að kvöldi 25. febrúar hafði Bjarni Guðmundsson samband við mig og færði mér þær hörmulegu fregnir að Bassi hefði látist í bflslysi á Kjalar- nesi. Ég átti erfitt með að trúa þessu og mín fyrsta hugsun var að þetta hlyti að vera slæmur draumur og ég mundi vakna og allt væri eins og áð- ur. En því miður var ekki svo og nú kveð ég góðan vin með tár í augum og sár á hjarta. Ég kynntist Bassa í lögreglunni og var aldrei leiðinlegt í kringum t>ann dreng. Bassi hafði alveg ein- staklega skemmtilegan húmor, gerði óspart grín að vinum, félögum og sjálfum sér. Bassi var samt aldrei særandi, hann hafði smitandi hlátur og gat komið manni í gott skap á augabragði. A vettvangi var ekki traustari mann að hafa og það var gott að vinna með honum. Seinna kynntist ég svo Villu og bömunum, sem þá voru bara tvö. Daginn sem Gréta litla kom í heiminn var ég stödd heima hjá Bassa og Villu og var orðið stutt á milli hríða hjá Villu. Úoksins kom Bassi heim en honum fannst nú ekki mikið liggja á að fara á spítalann, hann ætlaði sko að fá mat fyrst. Ekki man ég nú hversu langt Bassi komst með gijónagraut- inn en mig minnir nú að Gréta litla hafi náð að stytta matartímann hans eitthvað. Svona var nú hann Bassi, ekki að stressa sig neitt of mikið yfir hlutunum. Þau hjónin höfðu alveg magnaða orku og gerðu það sem fæst okkar gera. Þau létu draumana sína rætast. Bassi var óþrjótandi uppspretta af hugmyndum um mögulegar og ómögulegar ferðir á fjöll og niður ár. Við fói’um nokkur saman í ógleymanlega siglingu niður jökulsá og var Bassi búinn að nefna að gaman væri að endurtaka þessa ferð. Ekki hafði enn unnist tími til þessarar ferðar en þegar ég sigli þarna niður einhvem tímann í fram- tíðinni, þá veit ég að Bassi verður þar. Þegar Bassi og Villa fóru í síð- búna brúðkaupsferð til Nepal varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að leika plastmömmu á meðan. Þarna kynntist ég enn einni hlið á Bassa, blíðunni og ást hans á bömunum sín- um. Við héldum uppi bréfasambandi í gegnum faxtæki og bréfin hans til bamanna vom full af ást og söknuði. Ég á ótal minningar um Bassa og þær mun ég alla tíð eiga. Bassi var allt of ungur þegar hann var kallaður burt en þann tíma sem hann átti hér lifði hann lífinu lifandi. Ég kveð þig, vinur, með söknuð í hjarta en þó fullviss um að hitta þig aftur þegar minn tími kemur. Elsku Villa, Elín, Gísli, Gréta, Elín (mamma), Laufey, aðrir vandamenn og vinir, megi guð gefa ykkur styrk til að komast í gegnum sorgina. Guðrún Benediktsdóttir. Einn af mestu fjallamönnum landsins, Björn Gíslason eða Bassi eins og hann var yfirleitt kallaður er fallinn í valinn. Leiðir okkar Bassa lágu fyrst saman fyrir um 20 árum. Kom það til vegna þess að við áttum sameiginlega kunningja og sameig- inlegt áhugamál, fjallamennsku. Alla tíð síðan höfum við verið tengdir ákveðnum böndum bæði í starfi og leik. Um skeið störfuðum við saman í Björgunarsveit Ingólfs og síðan í mörg ár hjá lögreglunni í Reykjavík. Síðustu ár hittumst við allt of sjaldan en maður gefur sér því miður aldrei nægan tíma í það að hitta vini sína. Bassi helgaði líf sitt lögreglustörf- um, björgunarmálum og ferðamál- um. Hann var frumkvöðull á sviði alls kyns ævintýraferða um landið og þá sérstaklega bátasiglinga á ám. Með rekstri Bátafólksins hefur hann lagt drjúgan skerf til ferðamála á Is- landi. Bassi var einstakur maður sem lét verkin tala og hvorki torfær- ur né illar tungur hindruðu hann í því komast þangað sem hann vildi fara eða að gera það sem hann ætlaði sér og láta hugmyndir sínar rætast. Hann virtist búa yfir óþrjótandi orku og afkastaði hann meiru en margir gera á langri ævi. Það var aldrei logn í kringum Bassa og sagði hann ávallt meiningu sína á hlutunum umbúða- laust. Var hann harður og fylginn sér en jafnframt manna traustastur ef eitthvað bjátaði á. Það var gott að hafa Bassa sér við hlið hvort sem það var í fjallaferðum, við björgunarstörf eða í erfiðum útköllum. Jafngott var að koma í heimsókn til hans og Villu því að þau voru sannir höfðingjar heim að sækja. Þau eru ógleymanleg heimboðin sem þau hjónin héldu gjaman fyrir vini og samstarfsmenn eftir árshátíðir og aðrar samkomur. Villa og Bassi eru einhverjir þeir mestu dugnaðarforkar sem ég hef kynnst og gáfu þau sér alltaf tíma til þess að sinna öllum er til þeirra leit- uðu þrátt fyrir það að hafa mikið að gera, vera stöðugt á ferðinni, reka fyrirtæki og ala upp þijú böm. Bassi barðist alla tíð fyrir framför- um á sviði leitar- og björgunarmála hjá lögreglunni og þá ekki síst hvað búnað og þjálfun lögreglumanna varðaði enda ekki vanþörf á. Maður- inn sem starfaði alla tíð að björgun- armálum, fyrst sem áhugamaður og síðan sem atvinnumaður, lést í um- ferðarslysi en hann hafði einmitt við slíkar aðstæður í starfi sínu sem lög- reglumaður komið svo mörgum til hjálpar. Það er sárt að geta ekki lengur notið samvem við þennan kraftmikla mann en jafnframt ómet- anlegt að hafa kynnst honum. Bassi er nú farinn í síðustu ferðina en hann er ekki einn á ferð því hugur okkar fylgir honum alla leið. Um leið skilur hann eftir sig góðar minningar sem munu lifa með okkur. Ég sendi Villu, börnum þeirra og öllum að- standendum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Stefán Alfreðsson. Hann Bassi á skilið nokkur vel val- in orð í jákvæðri merkingu þess. Ég hefði reyndar frekar kosið lofræðu í afmæli hans einhvers staðar í snjó- húsi eða öðm ævintýralegu. Bassi var ekki bara starfandi í ferðaþjón- ustunni, hann var stór hluti af henni og engan þekki ég eins fullan af orku og hugmyndum. Hans sérgrein var að láta öðruvísi, skemmtilega hluti verða til. Til þess notaði hann óhaml- að hugmyndaflug, sannfærandi gott mál, fullvissu í eigin hugmyndum og einhvern kraft sem orkaði með hon- um. Við skulum vona að það séu til fleiri „Bassar" og opnum augu okkar og hug fyrir litríkum og stórum hug- myndum þeirra. Svona fólk er drátt- arbflar framþróunar og við megum passa okkur á því að vera ekki of þungar kerrur. Ég lærði mikið af Bassa og þótt við værum ekki alltaf sammála bar ég og ber virðingu fyrir honum. Síð- ustu mánuðina höfðum ekki staðið í þungum kerrudrætti saman en þeg- ar hann var ekki lengur til staðar var allt í einu stórt skarð líkt og ég væri að hluta til búinn til úr Bassa. Ég vona að mér verði fyrirgefið þó svo ég noti hér línur sem ég veit ekki hver er höfundur að: „En ætlirðu blómsveig að leggja á mig látinn þá láttu mig hafa hann strax.“ Um leið og ég legg þennan blómsveig á Bassa látinn þá langar mig til að gefa okkur hinum nokkur blóm. Vinir mínir, ís- landsflakkarar, fá blóm fyrir kerru- dráttinn með Bassa og ósérhlífni í samstarfi. Villa konan hans Bassa fær stóran blómvönd fyrir brosmildi og svo tek ég ofan fyrir henni fyrir þetta karlmannlega þrek og þor sem hún hefur á sama tíma og hún Ijómar af kvenlegri fegurð. Ingimundur Þór Þorsteinsson. Aðalfundur íslandsbanka hf. Aðalfundur íslandsbanka hf. árið 2000 verður haldinn í Súlnasal Radisson SAS Saga Hótel mánudaginn 20. mars 2000 og hefst kl. 14:00. Dagskrá 1. Aðalfundarstörf í samræmi við 10. grein samþykkta bankans. 2. Tillaga um heimild til bankaráðs til kaupa á hlutabréfum í íslandsbanka hf. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar aó fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka hf. á Kirkjusandi í Reykjavlk, 16. og 17. mars nk. frá kl. 9:00 til 16:00 og á fundardegi frá kl. 9:00 til 13:00. Einnig verða atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar afhentir á fundarstað frá kl. 13:00 til 14:00 á fundardegi. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja aðgöngumiða og atkvæðaseðla sinna á Kirkjusandi fyrir kl. 13:00 á fundardegi eða í síðasta lagi milli kl. 13:00 og 14:00 á fundarstað. 7. mars 2000 Bankaráð Islandsbanka hf. ISLAN DSBAN Kl www.isbank.is BIRGIR SVEINBJÖRNSSON + Birgir Svein- björnsson fædd- ist í Skáleyjum á Breiðafirði hinn 23. maí 1937. Hann lést á Eyrarbakka 4. mars siðastliðinn og fór útfór hans fram frá Eyrarbakkakirkju 11. mars. Síðastliðinn laugar- dagur rann upp með umhleypingum eins og undanfamir dagar og þegar ég kom heim úr hesthúsinu um kl.ll barst mér sú harmafregn, að hann Biggi Sveinbjöms væri látinn. Ég stóð smástund algerlega dofinn og við öll heima vomm harmi sleginn. Ég get ekki annað en minnst þessa vinar míns með nokkmm orð- um. Á áttunda áratugnum kynntumst við Bigga og hans fjölskyldu. Við bjuggum í góðu nágrenni í mörg ár og unnum einnig saman í mörg ár, aldrei bar skugga á þó ekki værum við alltaf sammála. Biggi var mikið náttúmbarn sem sneri mest til sjáv- arins, var rúnum ristur Vestfirðing- ur, fæddur og upp alinn í Breiða- fjarðareyjum enda stóð hugur hans þangað vestur. Ekki skrítið þegar við horfum á fjöllin í Reykhólasveit- inni, reyndar allan fjallahringinn sem blasað hefur við þessum góða dreng allt uppeldið. Hann vitnaði oft í þegar þeir feðgar rem til fiskjar eða fluttu fé til beitar á báti til lands, sem oft gat reynt á, eins eggjatöku o.fl. En þama var lifað af landsins gæðum af fátækt og harðfylgi. Ekki þarf því að undra hvers vegna hugur hans stefndi sífellt vest- ur. Allar hans frístundir vom nú síð- ari ár fyrir vestan en loksins fyrir fá- um ámm áskotnaðist Bigga bátur og stundaði hann grásleppuveiðar á sumrin ásamt fleiru. Kom Biggi við hjá okkur bæði þegar hann kom að vestan eða þegar hann fór vestur, sagði mér fréttir af sjó og fólki að vestan, en lítilsháttar þekkti ég til þar, en þá var eins og hann væri í draumi, allt var gott fyrir vestan enda þakkaði hann fólki þar af heil- um hug og ber að þakka þessu góða fólki þar að styðja við bak hans í þessu sjómanns stússi. Ekki þykir mér nú ólíklegt að hann hafi tekið til hendi við að hjálpa til þar sem hann dvaldi hverju sinni. Enda var það þannig að bæðir þú Bigga um eitt- hvað þurfti helst að spyrja hann áður hvað hann ætlaðist fyrir, því hiklaust lét hann sín verk sitja á hakanum til að gera öðmm greiða. Ekki má láta hjá líða að þakka yf- irstjórn Litla-Hrauns að gera hon- um kleift að stunda þetta áhugamál sitt yfir sumarið sem hlýtur að hafa reynst erfitt á köflum. Við Biggi unnum saman á Litla- Hrauni í mörg ár og kom þá ávallt fram þessi mjúka sál Bigga en oft reyndi á sálina í þessu vesæla starfi, en ávallt snerist þetta um að gera það sem hugur okkar var í raun á móti, en það var að húkka þessa vesælu drengi fyrir eitthvað sem þeir máttu ekki gera og var þá ávallt hegningum beitt, sem allir höfðu raun af en þá heyrðist oft þessi setn- ing hjá Bigga: „Þetta er nú meiri vit- leysan, að maður skuli vera að þessu, maður er að verða vitlaus.“ Nágrenni okkar var gott en reyndi oft nokkuð á því Ella, fyrrverandi eiginkona Bigga, veiktist mjög sem sífellt ágerðist, en þá kom í Ijós því- líkt úthald hjá Bigga sem fáir gátu skilið nema þeir sem næstir stóðu. Þessi veikindi höfðu þau áhrif að bæði andlega,líkamlega og ekki síst fjárhagslega reyndi mjög á Bigga. Oft áttum við alvarlegar umræður um stöðu þessara mála. Afleiðingar sem reyndust þungbærar á endan- um en þá þurfti Biggi á styrk að halda. Árið 1998 kenndi Biggi sér las- leika sem hann gerði lítið úr en þá stóð vertíð yfir en hann mátti ekki reyna á sig. Þá kom til tryggð og fórnfysi vinnufélaga hans og vina, þeir fóru með honum vestur og unnu verkin með honum svo vel fór. Bigga voru þessar ferðir mikils virði og ekki síst félags- skapur þessara vina hans, enda var Biggi mikil félagsvera. Eitt sinn spurði ég Bigga í glettni sem ávallt var fyrir hendi hjá okkur: Áf hverju býður þú mér ekki að fara með þér vestur, komast í smáfrí frá hrossun- um. Svarið var: „Þú þykist alltaf hafa svo mikið að gera að ekki er á bæt- andi.“ Ég þakka forsjóninni fyrir að hafa kynnst þér og þínum. Margt mátti af því læra og vona ég nú, Biggi minn, þegar þú kemur á æðri stig að nátt- úrubamið í þér fái notið sín. Eftirsjá mín og fjölskyldu minnar er mikil. Vil ég biðja almættið að styrkja fjölskyldu Bigga. Hvfl í friði, vinur minn. Skúli Steinsson og fjölskylda, Eyrarbakka. Við vorum kátir félagamir frá Stokkseyri, ég, Birgir og Torfi á leið á næturvaktina síðastliðinn föstu- dag. Gerðum að gamni okkar og hlógum við að rifja upp skemmtileg atvik frá starfsmannagleðinni sem Birgir, eins og hans var von og vísa bauð til helgina áður. Engan grunaði þá að eiga nú viku seinna að fylgja þessum vini og starfsfélaga til hinstu hvflu. Og þessi næturvakt gleymist seint og áfallið er mikið að sjá á eftir góð- um vini svo skyndilega. Því þó svo að Birgir hafi áður fengið aðvörun um að heilsan væri kannski ekki alveg eins góð og áður og við vissum af því, hafði honum tekist að sannfæra okk- ur um að hann væri fær í flestan sjó. Þannig var einmitt Birgir, kvartaði aldrei eða talaði um það sem að hon- um sneri en var óþreytandi að reyna að létta undir með öðrum og hugs- andi um velferð annarra. Birgir var félagslyndur maður, vildi hafa fólk í kringum sig. Hann var duglegur við að halda sambandi við vini og vandamenn, hringja eða koma í heimsókn. En þó að léttleiki og glaðværð fylgdu ávallt Birgi er samt annað sem var hans aðals- merki, það hve raungóður hann var, eins og klettur í hafinu ef eitthvað bjátaði á, alltaf tilbúinn að hlusta og sýna hluttekningu í raunum annarra. Það var gott að eiga Birgi að trúnað- arvini, hjá honum gátu menn kastað grímunni. Hann felldi ekki dóma yfir nokkrum manni, heldur hélt á lofti því sem best var í fari hvers manns. Þetta skarð er vandfyllt meðal fjöl- skyldu hans, vina og vandamanna, því til Birgis leituðu margir og deildu með honum áhyggjum sínum og gleði. Ég hef verið það heppinn á þeim árum sem ég hef unnið sem fanga- vörður á Litla-Hrauni að vinna mikið með Birgi og hefur þar aldrei borið skugga á. Fyrir það ber að þakka. Við hjónin vottum börnum Birgis, bamabömum og öðrum aðstandend- um okkar dýpstu samúð. Megi algóð- ur Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt, GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V.Briem) Sveinbjöra Guðjónsson og Anna Kr. Pétursdóttir. Enginn ræður sínum næturstað. Látinn er samferðamaður og vinnufélagi til tuttugu og sex ára. Það var á haustdögum 1973 sem fundum okkar bar saman. Hann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.