Morgunblaðið - 16.03.2000, Side 59

Morgunblaðið - 16.03.2000, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 mætti eins og hvirfilvindur í vinnuna og dæsti þegar hann settist, var búinn að vera á fullu, eins og sagt er á vondu máli. Svo, við nánari kynni af manninum, uppruna hans og áhugamálum, fór að smáopnast skilningur minn á viðhorfum hans til þessarar vinnu sem við vorum búnir að taka okkur fyrir hendur á Litla- Hrauni. Eins og getið er um í upp- hafsorðum þessara minninga, var Birgir fæddur í Breiðafjarðareyjum. Þar lifði hann sín bernsku- og ungl- ingsár, mótaðist af þeim búskapar- háttum sem eyjalífið krafðist. Hann stundi ekki af því að hann væri þreyttur eftir erfiði frídaganna, heldur vegna þess að geta ekki helg- að sig þeim störfum sem hugurinn var við frá uppvaxtarárunum, veiði- skap og hinu frjálsa lífi eins og hann þeldrti. Fyrstu árin sem við unnum saman var hann með garðrækt sem hann stundaði í vaktafríum og sumarfríið tók hann ekki fyrr en í september, um uppskerutímann. Við sem kynnt- umst Birgi fundum hvað hugur hans dvaldi mest við. Hann varð órólegur þegar fór að vora. Þá leitaði hugur- inn eftir andstæðunum við starfið, hinu frjálsa lífi. Hann stundaði veiði- skap með frændum sínum vestur í Reykhólasveit í sumarfríunum um tíma. Seinna eignaðist hann lítinn bát sem hann var með vestur við Breiðafjörð, á Skarðsströnd og það- an gerði hann út á grásleppu, hafði það fyrir sumarfrí að stunda þessa útgerð. Þarna komst hann í samband við skapandi líf og fékk útrás fyrir áhugamál sín. Birgir var mikil félagsvera, hafði ánægju af að vera innan um fólk. Eftir að börnin hans voru komin í bú- skap og hann orðinn einn, hafði hann það fyrir venju að bjóða vinnufélög- um sínum eina kvöldstund á ári á heimili sitt til að gleðjast með sér og eitt slíkt kvöld var hann nýbúinn að halda þegar kallið kom. Birgir var vinsæll af öllum, hann laðaði að sér og ekki síst yngra fólk- ■ð, enda alltaf glaður og kátur og hreinskiptinn. Hann var samvisku- samur og nærgætinn vinnufélagi. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst þessum manni og heyra hans h'fs- skoðanir. Hann bar ekki utan á sér mótlæti lífsins sem hann óneitanlega varð fyrir. Lífið er undarlegt, til einhvers fæðumst við, hvaðan komum við og hvert fórum við þegar lífsneistinn slokknar. Við þrælum alla okkar ævi á meðan við stöndum í fæturna. Við viljum öll verða gömul, okkur finnst að svo eigi lögmálið að vera, en við það ráðum við ekki alltaf. Sextugur maður finnst okkur vera á besta aldri, en við verðum að sætta okkur við að þessi vinnufélagi okkar er fall- inn; Ég veit að hann á góða heimkomu handan landamæranna og þar bíður hans fullbúið skip í veiðiskapinn. Ég votta aðstandendum hans samúð mína. Jón Ólafsson. Elsku hjartans Biggi minn. Um jólin áttum við okkar síðasta fund sem lýsir best þínum innra manni: Ljúfur og góður drengur, með ljúft hjartalag og kærleika sem alltof fáir þekkja og þann eiginleika að kunna að gantast og meta hvern og einn með sínu sniði. Svo æðrulaus. Eg var heppin að fá tækifæri til að kynnast þér í gegnum systur mína, sam- starfsfélaga þinn, og þú tókst mér opnum örmum og hleyptir mér inn í líf þitt án skilyrða eða manngreinar- áhts. Það er góður eiginleiki og ber vott um hefðarmann sem ber traust til fólks fölskvalaust. Það ert þú. Nú hefur þú tekið hatt þinn og staf og hafið ferðalagið sem bíður hvers og eins. Ég vona bara, kæri vinur, að þú gefir þér tíma til að staldra við hjá mér í leiðinni þar sem ég næ ekki að fylgja þér úr hlaði og takir með mér kvöldgöngu á sólroðnum Kínamúrn- um. Ég mun tala fyrir okkur bæði. Þar til næst, Guðrún Margrét Þrastar- dóttir, sr. fsl. Peking. „Þegar maður hefur samúð með öllum lifandi verum, þá fer þar góður maður.“ Góðs manns vil ég minnast, vinar míns og samstarfsmanns til margra ára, Birgis Sveinbjömssonar. Birgir var traustur og góður vinnufélagi og vinur, hann var bæði samviskusamur og glaðvær maður. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni og sýnir það best hve vel hann var af guði gerður. Birgir var aðstoðarvarðstjóri á Litla-Hrauni og hafði því ákveðin mannaforráð, sem hann leysti vel af hendi enda var Birgir laus við allan hroka og mikilmennsku. Hann hafði menn ávallt með sér og menn vildu vera í nálægð við hann enda alltaf stutt í góða skapið og húmorinn. Birgir hafði áhugamál sem var úti- vera og veiðimennska enda var hann bæði útgerðarmaður og skipstjóri á henni Sigríði DA 16 sem hann reri á á Breiðafirði. Birgir bauð mér að koma með sér í róður ef ég vildi en því miður varð aldrei neitt úr því, en ég og sonur minn vorum svo lánsam- ir að fara eitt sinn með Birgi og fjöl- skyldu hans upp í Veiðivötn, þangað sem Birgir fór helst á hverju sumri. Ekki var veiðin samt mikil hjá okkur feðgum í það sinn þó allir aðrir veiddu og vil ég kenna reynsluleysi þar um frekar en að við værum ein- hverjar fiskifælur, eins og haft var á orði. En þó að við feðgar veiddum ekki bröndu þá sá Birgir svo um að við komum heim með mokafla. Biggi þekkti veiðivörðinn vel. Við fengum góðar móttökur þegar við komum heim enda með mikinn afla, en frek- ar var nú fátt um svör eða undirtekt- ir þegar talið barst að veiðimennsku okkar enda hógværir báðir og var þeim samræðum fljótlega eytt. A sextugsafmæli Birgis gáfum við vinnufélagarnir honum gjöf og fannst mér ekki annað vera hægt en að láta vísu fylgja með, og þar sem ég er ekki góður að semja vísur bað ég Hjört Þórarinsson að aðstoða mig. Að því loknu fór ég með gjöfina til Birgis og fékk góðar móttökur, bæði kaffi og með því, eins og honum var feinum lagið. Birgir var alltaf reiðubúinn að að- stoða alla ef hann mögulega gat. Hann var maður sem gaf mikið af sjálfum sér og skipti þá ekki máli hvort það var fjölskyldan eða vinir. Stórt skarð er nú höggvið sem seint verður fýllt upp. En minningin um góðan félaga lifir til leiksloka. Eg sendi fjölskyldunni mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Með jjúfum þokka lipurmenni léttlundaður, veðurglöggur, veiðimaður, í verkum næmur, drengur glaður. (Hj.Þ.) Jón Ingi Jónsson. tlngveldur Mark- úsdóttir fæddist á Stokkseyri 7. sept- ember 1914. Hún lést á Landspítalanum 5. mars siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 25. september 1891 á Stokkseyri, d. 3. ágúst 1979, og Mark- ús Guðmundsson, vegavinnuverkstjóri, f. 21. september 1887 í Þykkvabæ, d. 9. júní 1968. Ingveldur giftist 20. april 1940 Stefáni T. Hjaltalín, rafvirkja. Þau bjuggu alla tíð á Klapparstíg í Reykjavík þar til þau fluttu að Hrafnistu í Hafnarfirði. Þau eign- uðust tvær dætur og ættleiddu dreng: 1) Sigurbjörg M. Stefáns- í dag kveðjum við ömmu á Klappó. Amma var okkur mikill gleðigjafi og nutum við þess að vera í návist hennar. Hún var alltaf jákvæð í okkar garð og gladdist með okkur frekar en að siða eða finna að. Stundum hefur maður það á tilfinn- ingunni að til séu tvær tegundir af fólki, gefendur og þiggjendur. Amma tilheyrði tvímælalaust fyrri hópnum með sitt hlýja viðmót. Nýir meðlimir sem komu inn í ljölskylduna eignuð- ust góða ömmu og eins fundu vinir okkar fýrir þeirri hlýju sem stafaði frá henni og áttu þeir það jafnvel til að kalla hana ömmu. Á bernskuárum okkar systkinanna var það fastur punktur í tilverunni að dóttir, gift Guð- mundi M. Sigurðs- syni. Þau eiga fjögur börn og sjö bama- böm. 2) Ingibjörg Ó. Stefánsdóttir Hjalta- lín, gift Jóhannesi Sv. Halldórssyni. Þau eiga þrjú börn og sjö barnabörn. 3) Sigurður J. Stefáns- son. Hann á tvö börn. Ingveldur eða Inga eins og hún var alltaf kölluð vann í mörg ár hjá Ríkis- skipum. Þau hjón Inga og Stefán vom meðal stofnenda Þjóðdansa- félags Reykjavíkur. Ingveldur verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. heimsækja ömmu og afa á Klappar- stíginn og eigum við þaðan margar Ijúfar minningar. Þar var ættarsetrið, langafi, langamma, amma, afi, ömmu- systir og maki hennar og margir fjöl- skyldumeðlimir byijuðu sinn búskap líka þar. Óhætt er að segja að amma hafi verið góður fulltrúi stórfjölskyldunn- ar, hún var aldrei ánægðari en þegar allir voru saman komnir. Þau fjöl- skyldutengsl sem mynduðust á Klappó eru sterk enn í dag. Ef eitt- hvað stóð til í fjölskyldunni var það aldrei spurning að amma og afi fýlgdu með. Þau voru hrókar alls fagnaðar, mættu fyrst og fóru síðust. Á slíkum stundum var amma yfirleitt sú fyrsta til þess að ýta undir það að við krakkamir næðum í hljóðfærin okkar og spiluðum undir söng. Ferðalög með afa og ömmu voru fastur liður og voru veiðiferðir í sér- stöku uppáhaldi. Þar naut amma sín með veiðistöngina, full af áhuga og sussaði á okkur krakkana til að fisk- amir fældust ekki því þarna væri hún komin til að veiða. Ömmu þótti gaman að taka í spil. Við lærðum ný spil undir handleiðslu hennar og hún var óþreytandi við að kenna þeim yngstu. Amma og afi vom virkir félagar í Þjóðdansafélagi Reykjavíkur og amma sá m.a. um búninga fyrir félag- ið um árabil. Oft fengum við að heyra sögur um ferðalögin sem farin vora á vegum Þjóðdansafélagsins og það fór ekki á milli mála að þau nutu þeirra tíma. Síðustu árin dvöldu amma og afi á Hrafnistu í Hafnarfirði en heilsu ömmu hafði farið hrakandi þannig að hún naut dvalarinnar ekki sem skyldi. Við þökkum þér, amma, fýrir þær stundir sem við áttum með þér og við komum til með að líta eftir afa fyrir þig- Núleggégaugunaftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mínverivömínótt Æ.virztmigaðþértaka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjöm Egilsson.) Sigrún, Markús, Harpa, Bjarki og fjölskyldur. Handrit afmœlis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er œskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 669 1116, eða á net- fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. INGVELDUR MARKÚSDÓTTIR KARL A. SIGURGEIRSSON + Karl Andrés Sig- urgeirsson fædd- ist á Djúpavogi 14. desember 1934. Hann lést á heimili sinu á Melrakkanesi f Álftafírði 20. desem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 30. des- ember. Þegar góðir menn hverfa skyndilega af sjónarsviðinu sest oft einkennilegur þeli fyrir brjóstið á manni og vill ekki hverfa fyrr en búið er að vinna úr minning- unum. Við Kalli urðum samferða um tíma og þau kynni, við hann og fjölskyldu hans, urðu mér óblandin ánægja. Þegar ég hitti hann, hressan og kátan að vanda, á liðnu sumri, datt mér síst í hug að það yrði í síðasta sinn. Þórann, Sigurgeir, Sigurborg, Björgvin. Þið misstuð mest, því er sorg ykkar sárast. Þessi erindi era mínar samúðarkveðj- ur: Fallinn að foldu þú ert. Foldu sem uppfæddi þig, tekur þig til sín á ný, telja það eðlilegt má. Samt munu syrgja þig þeir, samfylgd er áttu þér með. Góða menn grátum við æ, gleði þó minningin sé. Trausturogtrúrvarstujörð,;, tryggur við sjávarins grunn. Öllumþúætlaðirgott, enginn fór snauður frá þér. Styrk var og stórbrotin lund, stilltu með fasi hvem dag. Ljúfmennskan lét þér æ best, við lifúm við atlæti það. Söknuður signir þinn veg, samt er í raununum bót Alltaf við eigum þig að, annars heims, ef ekki hér. Þórður Garðarsson frá Hamri. Mmnum á hinn árlega blaðauka Fermingar sem fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 25. mars. & Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 mánudaginn 20. mars Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111. f Htotgtmlilattfr AUGLÝSINGADEILD Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.