Morgunblaðið - 16.03.2000, Síða 68

Morgunblaðið - 16.03.2000, Síða 68
68 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Skjalaskápar $ Traustir - vandaðir og á góðu verði! OLAFUR GISLASON & CO HF., SUNDABORG 3, SIMI 568 4800. EG SKRIFSTOFUBÚNAÐUR, ÁRMÚLA 20, SÍMI 533 5900. mLUNDUR FASTE IONASAIA Sri.nuLfir.mt. 10- 108 RetrLjavíL Sí-mi: 533 1616 lJax: 533 1617 Sólheimar 4-5 herbergja í lyftublokk. Stór 4ra til 5 herbergja íbúð á 9. hæð í vinsælu lyftuhúsi. Þrjú til fjögur svefnherbergi (E-íbúð). Hol, góð stofa, suðvestursvalir frá stofu er gott útsýni yfir borg- ina. Fjögur herbergi, möguleiki á að stækka stofuna. Uppgert eldhús með nýlegum innréttingum og borðkrók. Baðherbergi flísalagt með kari. Lítil geymsla frá holi og í anddyri. Gólfefni: Parket á holi og stofu, dúkur á öðru. í kjallara er sérgeymsla og tvö þvottahús með tækjum. Snyrtileg sameign. Húsvörður. Ný- lega endunýjaður lyftbúnaður. Nýtt gler og gluggar. V. 14,5 m. Miðtún 3ja herbergja Björt og sérlega rúmgóð 3ja herbergja kjallaraíbúð í fallegu tví- til þríbýlishúsi, kjallari, hæð og ris. Forstofa með fatahengi, hol, , góð stofa.Tvö mjög rúmgóð herbergi. Gott eldhús með endur- nýjuðum innréttingum og borðkrók. Baðherbergi með kari. Frá holi er geymsla. Sameiginlegt þvottahús frá forstofu, hver með sína vél. Gólfefni: Eikarparket og dúkur. V. 9,3 m. Lögmannafélae íslands AÐALFUNDUR Aðalfundur Lögmannafélags íslands 2000 verður haldinn í Ársal á Hótel Sögu föstudaginn 17. mars nk. kl. 14:00. D A G S K R Á: 1. Adalfundarstörf samkvæmt 8. gr. samþykkta fyrir Lögmannafélag íslands. 2. Tillaga stjórnar um hækkun árgjalds til Lögmannafélags íslands. 3. Afgreiðsla nýs frumvarps um Codex Ethicus Lögmannafélags íslands. v 4. Önnur mál. Að ioknum aðalfundi LMFÍ verður haldinn aðalfundur félagsdeildar LMFÍ. D A G S K R Á: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 6. gr. reglna um félagsdeild LMFÍ. 2. Tillaga stjórnar um lækkun árgjalds til félags- deildar LMFÍ. 3. Önnur mál. Stjórn Lögmannafélags íslands. Fréttagetraun á Netinu ^mbl.is /\LLTAf= eiTTHVAO rJÝTt ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags FÍB lúxus- tryggingar ÉG er nýbúin að kaupa mér bifreið og valdi þann kost að tryggja hana hjá FÍB. Þeg- ar ég fékk svo send heim öll tryggingarskjölin og fór að lesa þetta yfir, kom ég fljótt auga á að inni i félgasgjsald- inu, sem er 3400 kr. á ári var ýmis þjónusta innifalin, svo sem að senda mér aðstoð ef dekk springur, ef bíllinn yrði rafmagnslaus og ég þyrfti að fá start og það mætti lengi telja upp margs konar aðra þjónustu, sem yrði of langt mál að telja upp hér. Ég lenti svo í því sunnudaginn 12. mars sL, að ég var á leið frá heimili mínu í Mosfellsbæ og til Reykja- víkur, að það sprakk á bíln- um. Ég hringdi strax í þjón- ustu síma FIB og fékk fljóta og góða aðstoð við að skipta um dekk og ekki nóg með það, því það hafði lekið loft úr varadekkinu. Maðurinn fór með það á næstu bensín- stöðog pumpaði lofti í dekk- ið. Ég sat hin rólegasta á meðan í heitum bílnum og hlustaði á músík og þegar hann kom til baka, veifaði ég féiagsskírteininu mínu, þakkaði aðstoðina sem var mér að kostnaðarlausu og ók mína leið. Að endingu þakka ég góða þjónustu. Edda Sankti Jósepsspítali- handlækningadeild FRÁBÆRT sjúkrahús. Ég hef legið á fleiri sjúkrahús- um, en þetta tekur öllum fram. 011 umönnun hjá þeim er til fyrirmyndar, hvort sem læknar, hjúkrunarfólk eða annað starfsfólk á í hlut. Það er valinn maður í hverju starfi. Það mættu vera fleiri svona minni sjúkrahús. Vonandi sjá yfir- völd sóma sinn í því, að láta Sankti Jósepsspítala halda áfram að starfa og dafna. G.I. Maður líttu þér nær SU orrahríð forsætisráð- herra Davíðs Oddssonar gegn Garðari Sverrissyni formanni Oryrkjabandalag- sins, er satt að segja merld- leg. Hann sakar manninn um að líkja sér við nasista og fasista, auk annarrar lít- ilsvirðingar og sýnist vera bæði sár og fullur vandlæt- ingar þess vegna. Ef minni mitt bregst ekki, líkti for- sætisráðherra á fundi á Ak- ureyri, þar sem var troðfull- ur salur af áheyrendum, borgarstjóra Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur við Pol Pot. Það væri nú gaman ef einhver getur staðfest það sem hér er sagt. Ef það reynist ekki rétt vera og rangminni mitt, er forsætis- ráðherra beðinn innilegrar afsökunar á þessum skrif- um, en ef rétt reynist, er sjálfsagt að hann líti sér nær, áður en hann stekkur upp á nef sér. Hildur, 120734-4749 Hvar er góðærið umrædda? GIFT, fimm barna móðir, með fjögur böm á sínu framfæri, hafði samband við Velvakanda og vildi lýsa eft- ir góðærinu umrædda. Maðurinn hennar nær ekki 100 þúsund krónum í laun á mánuði. Hún er 76% öryrki með um 40. þúsund krónur útborgaðar ó mánuði. Við búum í 100 fermetra íbúð. Launin duga ekki nema í hálfan mánuð og fáum við skrifað hjá okkur úti í búð. Ég er fædd inn í Sjálfsstæð- isflokkinn og hef alltaf kosið hann, en nú ætla ég sko að hugsa mig um. Launbilið er orðið allt of mikið hjá fólki. Það má ekkert koma upp á, því það á engan afgang. Þeir lægst launuðu bera alltaf byrðarnar. Það Hggur við að maður taki sig upp og flytji til útlanda. Hvar er góðærið umrædda, sem alltaf er ver- ið að tala um, ég hef ekki orðið vör við það. Laufey Tapað/fundið Grá, smáköflótt karlmannshúfa tekin í misgripum SA sem tók í misgripum gráa smáköflótta karlmann- shúfu á Góugleði í Asgarði föstudagskvöldið 10. mars sl., merkt Oskar innan í kollinum, er vinsamlegast beðinn að skila henni á skrifstofu Asgarðs. Lyklar fundust LYKLAR fundust við Aust- urberg í Breiðholti fyrir skömmu. Upplýsingar gef- ur Reynir í síma 561-1795. Morgunblaðið/Ómar í klifurgrindinni í Hljómskálagarðinum. Víkverji skrifar... RÁS 1 er tvímælalaust útvarp hins hugsandi manns. Þar er haldið uppi metnaðarfullri dagskrá sem er, þegar best tekst upp, bæði skemmtileg og fræðandi. Fyrir skömmu var á dagskrá stöðvarinnar þáttur þar sem fjallað var um Dill- onshús, en það hús stendur nú á Ár- bæjarsafni. Húsið reisti enski lá- varðurinn Dillon, en síðar rak Sire Ottesen, ástkona hans, þar veitinga- sölu í mörg ár um miðja síðustu öld. Jónas Hallgrímsson skáld leigði hjá frú Ottesen einn vetur. I útvarps- þættinum var þessi saga rakin og sagt frá bréfi sem Jónas skrifaði Stefáni Gunnlaugssyni bæjarfógeta á þeim tíma þegar skáldið var kostg- angari í Dillonshúsi. Bréf þetta er í meira lagi sérkennilegt og gefur nýja mynd af hinu rómantíska þjóð- skáldi. I bréfinu kvartar Jónas yfir ásókn konu nokkurrar, sem hann kallar „pútu“, sem hann segir að hafi ofsótt sig í þrjú ár. Jónas segir að það sé óhæfa að bæjarfógeti skuli hafa látið þessar ofsóknir viðgangast í svo langan tíma og hvetur hann til að draga „pútuna" fyrir rétt. Jónas segir að konan hafi legið við glugga hjá sér og svo þreyttur er skáldið á henni að hann segist ekki geta úti- lokað að hann, í bræði sinni, leggi á hana hendur eða hendi í hana grjóti. í bréfinu, sem hægt er að líta á sem kæru, er líklega að fmna fyrstu kæru íslensks karlmanns á hendur konu fyrir kynferðislega áreitni. XXX ÍKVERJI átti leið upp í Borgar- fjörð um helgina og fór að sjálf- sögðu um Hvalfjarðargöng. Veður var vont á leiðinni. T.d. var blindbyl- ur við Akrafjall. Víkverji var því feg- inn að geta farið göngin og sloppið við að aka Hvalfjörð. Að þessu leyt- inu hafa Hvalfjarðargöng ótvírætt aukið öryggi vegfarenda og þannig dregið úr slysahættu. Nauðsynlegt er að hafa þetta í huga þegar rætt er um slysahættu í göngunum vegna áreksturs eða elds. Þegar framkvæmdir við Hval- fjarðargöng voru að hefjast urðu margir til að gagnrýna gangagerð- ina. Gengu sumir svo langt að hvetja almenning til að rísa upp og mót- mæla þessu glapræði, eins og það var kallað. Verkfræðingar lögðu fram upplýsingar þar sem því var haldið fram að þarna stefndi í verk- fræðilegt slys. Sumpart var þessi gagnrýni byggð á því að ríkið gekkst í ábyrgð fyrir ófyrirséðum skakka- föllum sem hugsanlega kæmu upp á framkvæmdatímanum. Ekki mun reyna á þessa ábyrgð. Þvert á móti eru hofur á að ríkið eignist göngin 5-7 árum fyrr en gert var ráð fyrir í áætlunum. Svartsýnismennirnir reyndust því hafa algerlega rangt fyrir sér. Raunar má segja að þeir bjartsýnu hafi einnig misreiknað sig því að framkvæmdir gengu mun bet- ur en reiknað var með og umferð um göngin er miklu meiri en áætlað var. xxx 1"* FRÉTTUM í síðustu viku var sagt frá því að Guðjón Þórðarson, þjálfari Stoke, hefði „keypt son sinn“. Víkverja fannst þetta dálítið sérkennilegt orðalag, en það sem við var átt var að Guðjón hafði gert samning við knattspyrnuliðið Genk í Belgíu um að Bjarni Guðjónsson gengi til liðs við Stoke og spilaði með því í vetur. Á fótboltamáli heitir þetta að „kaupa“ leikmann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.