Morgunblaðið - 16.03.2000, Side 72
72 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Sýningin „hvít“ opnar í Nýlistasafninu
Morgunblaðið/Jim Smart
Ingólfur Arnarson, Hilmar Bjamason, Andreas Karl
Schulze og Robin van Harreveld.
Knöpp og margræð verk
Sýningin Húsið andar opnuð í Gula húsinu.
NÝLISTASAFNIÐ opnar
sýninguna „hvít“ á laugar-
daginn kl. 16, þar sem fjór-
ir mínímalistar sýna verk sín. Sýn-
ingin er sú fyrsta af þremur sem
Nýlistasafnið stendur fyrir í tilefni
af Reykjavík - menningarborg
000.
Ingólfur Arnarson er umsjónar-
maður sýningarinnar en hann hefur
á síðustu árum einbeitt sér að gerð
blýantsteikninga. Á sýningunni sýn-
ir hann óhlutbundnar teikningar,
gerðar úr neti fínna, lífrænna lína
þar sem eitt lag þekur annað. Ing-
ólfur hefur fengið til liðs við sig þrjá
ólíka listamenn; Hilmar Bjarnason,
sem sýnir myndbönd og hljóðverk
unnin á tölvu, Þjóðverjann Andreas
Karl Schulze, sem hefur virkni lita
að megin viðfangsefni, og Hollend-
inginn Robin van Harreveld, sem á
síðustu árum hefur einbeitt sér að
gerð svart/hvítra ljósmynda úr hans
nánasta umhverfi.
Með sýningunni „hvít“ segist
Ingólfur vilja stofna til samsýningar
með virkni; gefa mynd af list ein-
staklinga auk þess að skila heildar-
áhrifum og áhrifum víxlverkunar
milli ólíkra verka. „Hvítir veggir
eru í senn umgjörð og hluti verk-
anna,“ segii’ Ingólfur. „Ég vildi
velja með mér listamenn sem vinna
með ólíka miðla, en eiga það sam-
merkt að gera í senn knöpp og
margræð verk. Verk sem eru sjálf-
gefin, skiljanleg og krefjast ekki
orðskýringa. Verk okkar allra eiga
það sammerkt að vera á ystu mörk-
um óhlutbundinnar myndlistar."
Sýningin „hvít“ stendur til 16.
apni. Nýlistasafnið er opið alla
daga nema mánudaga frá kl. 14-18.
LAUGARDAG verður opn-
uð sýning í Gula húsinu
svokallaða, sem er húseignin
á mótum Frakkastígs og Lindargötu
en fyrir röskum fimm vikum yfir-
tóku ungir myndlistarmenn húsið og
hafa haldið uppi öflugri liststarfsemi
þar síðan. Markmið þein-a er að
nýta það pláss sem er til staðar og er
ónotað til að halda uppi öflugri list-
starfsemi í landinu, oft er þörf en nú
er nauðsyn.
Carl
Anders
Skoglund
og Goddur
(Guðmund-
ur Oddur)
verða með í
Húsinu frá
18. mars til
31. mars en
þar er opið
alla daga
frá kl. 15-
18. Opnun
sýningar-
innar er á
laugardags-
kvöldið
næstkom-
andi klukkan 21. Carl Anders er
mörgum Islendingum að góðu kunn-
ur þar sem hann dvaldist hér sem
gestanemi við Myndlista- og
handíðaskólann' sáluga. En hann er
nú að ljúka meistaraprófsgráðu við
Konstfack í Stokkhólmi. Nú er
Goddur „lomo ambassador“ á ís-
landi en í kringum þessa þekktu
rússnesku myndavél hefur myndast
alþjóðleg hreyfmg sem hefur sendi-
ráð í öllum helstu borgum heimsins.
Gustur og Sigurrós verða meðal
þeirra sem koma fram og hugsan-
legt er að fleiri gestum verði boðin
þátttaka í sýningunni en það kemur
ekki í ljós fyrr en á laugardagskvöld-
Núið er eini
möguleik-
inn til þess
að skapa
ið. Sýningin er kölluð Húsið andar.
„Vitsmunir skapa ekki - en það er
kannski ágætt að láta þá fylgjast
með til álengdar - vitsmuni notum
við til þess að greina, rökræða, vega
og meta það
sem orðið er,“ segir Guðmundur
Oddur, kennari, hönnuður og mynd-
listarmaður, og hann heldur áfram:
„Sá sem gerir eitthvað í list sem
skiptir einhverju máli er gjörsam-
lega meðvitundarlaus um mikilvægi
þess sem er að gerast, aðeins tíminn
leiðir í Ijós hvort þetta skiptir máli.
Núið, inspírerað „NU“ er eini mögu-
leikinn til þess að skapa. Síaðar sýn-
ingar þar sem safinn er úr og eftir-
stendur listin sem steinrunninn
minnisvarði eru góð áminning um
þetta. „Húsið andar“ er sýning sem
er hluti af bylgju sem berst um
heimsbyggðina um nauðsyn andans í
umhverfi þar sem menn eru að tapa
sér í andlausri hátækni og dýrum
efnum og telja sér trú um að raun-
veruleg verðmæti felist þar. Margir
halda líka að gullgerðai-menn mið-
alda hafi ver-
ið að reyna að
„búa til“ gull,
en þeir voru
ekki að því,
þeir voru að
reyna að
koma andan-
um í efnið og
þar er hið
raunverulega
gull. Angi af
þessari nýju
gullgerðarlist
er nýi stíllinn
sem
Bibbi
kynntist í
Hollandi og
var núna til
sýnis í fyrsta sinn á Islandi í galleríi
Nema hvað, þar er ekki vottur af
vitsmunum í listinni hans - en það er
ekki þar með sagt að hún sé andlaus
heldur þvert á móti. Angi af þessari
gullgerðarlist er líka Lomo-bylgjan
en hún myndar kjarnann í sýning-
unni sem verður opnuð nú á laugar-
daginn undir yfirskriftinni Húsið
andar. Hún samanstendur af þess-
um nýja anda. Lomo-liðar munu
sýna þarna einnig ásamt okkur
Carli,“ segir Guðmundur Oddur að
lokum.
Allir eru velkomnir á opnunina
klukkan 21 á fimmtudaginn til þess
að sjá allt þetta gull!
KRINGLUKAST
UNLIMITED
Laugavegi 95, Kringlunni
Vero Moda tilboð:
Fresh bolur 1.490 290
Rega buxur 1.930 990
Swiss peysa 2.290 1.290
Vision toppur 3.630 1.490
Sunny peysa 2.790 1.690
Vision pils 3.630 1.990
o.fl. tilboð
Jack & Jones tilboð:
Crossover töskur 2.930 1.990
Simo peysa 4.930 2.990
Rador buxur 4.930 2.990
Inno peysa 3.930 2.990
Gatt skyrta 3.930 2.990
o.fl. tilboð
Nýtt kortatímabil
Opið sunnudag
í Kringlunni
vegi 97, Kringli