Morgunblaðið - 16.03.2000, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 16.03.2000, Qupperneq 73
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 73 ------------------------* FÓLK í FRÉTTUM Rýmisupplifun á alheimsvísu LISTAMAÐURINN Egill Sæbjörnsson útskrifaðist úr fjöl- tæknideild Myndlista- og handíða- skólans 1997. Hann dvelur nú í Viln- ius, höfuðborg Litháa, í vinnustofu sem Nordic Institut of Contempor- aryArtá. Blaðamaður hringdi í hann austur eftir og spurði hann hvað hann væri að vinna við þessa dagana. „Eg hef mest verið að vinna við ljósmyndir og tölvur og reyndar að mála líka af því að ég er ekki með tölvu. Það neyðir mann til að fara nýjar brautir sem er mjög gott. Ég er búinn að „experimenta" alveg á fullu,“ segir Egill og hlær. „Ég vinn með „Quick Time Virtual Reality“-tækni þar sem ég nota ljós- myndir til að líkja eftir þrívíðu rými. Þetta eru Panorama-myndir sem ná 360 gráðum svo maður þarf að snúa í hring í tölvunni." - Hvað myndarðu þá helst? „Ég mynda svæði sem eru ekki sérstaklega einkennandi, einsog húsasund því þau eru eins á Islandi og í Litháen, og þetta á að vera rým- isupplifun á alheimsvísu. Ég skrapp til Riga í Lettlandi og tók jþar nokk- uð af svipuðum myndum. Ég varð að fara þangað því ég er að undirbúa efni fyrir sýningar í sumar og það eru engar Macintosh-tölvur í Vilnius. Þetta er ótrúlegt.“ - Hvernig er annars listalMð í Vilnius? „Hér er eitt nútíma listasafn þar sem verk áhugaverða listamanna eru sýnd eins og Elke Krystufek frá Austurríki og Andy Warhol. En það eru ekki mörg gallerí hér. í listahá- skólanum er nefnilega engin nútíma listadeild, nema það er kennd myndbandavinnsla og ljósmyndun. Og þegar þeir eru afturhaldssamir f skólanum þá hlýtur það að hafa mikil áhrif. En það eru listamenn hér sem sveima um í aljóðlega lista- heiminum og fást við svipaða hluti og listamenn Ameríku og Évrópu. Aðr- ir eru bara að mála myndir af klök- um, drullu og trjám. Hér er allt mjög gamalt og öll stemmningin. Þeir eru að nútímavæðast en það tekur allt sinn tíma.“ - Spennandi staður fyrir lista- mann? „Já, fyrir þá sem geta alltaf verið fjarstýrðir, Sumir verða að vera í sambandi við listaheiminn en sjálf- um finnst mér mjög gott að vera fjarstýrður og ég tala við alla í gegn- um tölvupóstinn," segir Egill og hlær. „Mér finnst það frábært." - Var ekki allt annað að vera í Berlín? Úr myndbandinu „The Intemat- ional Rock n’ Roll Summer of Egill Sæbjömsson" þar sem Eg- ill er að breytast í skrýmslið Eddie sem er þekkt af plötuum- slögum Iron Maiden. „Jú, en ég reyndi að vera alltaf í búðinni minni og bara þremur göt- um. En það tókst ekki alveg og ég hitti fullt af fólki, sýndi á mörgum sýningum og það er mjög mikið að gerast þar. Miklu, miklu meira lif- andi borg sem er rosalega mikið í mótun þar sem ekkert er í föstum skorðum. Það eru ekki bara ungir galleríeigendur sem taka inn unga listamenn og þetta er allt mjög opið. Hér í Vilnius er þetta allt mjög skrýtið.“ - Hvemig myndirðu flokka Usta- h'íið á Islandi miðað við í Berlín og Vilnius? „Á íslandi vantar aðila sem hefur brennandi áhuga á að koma íslensk- um listamönnum á framfæri og hagnast á því, því markaðurinn er til staðar. Nikolaj Walner vann sig með faxtæki, tölvu og áhuganum í upp í það að verða einn mikilvægasti gall- erírekandi í Danmörku og hefur komið mörgum ungum listamönnum mjög langt. Það er fullt af fínum listamönnum á Islandi sem ættu að vera meira í sviðsljósinu eins og Þor- valdur Þorsteinsson og fleiri.“ - Hvert heldurðu núna? „Ég er að fara að sýna í Grass í Austurríki, svo fer ég í þýskan smá- bæ í Worpswede í Barkenhoff Stift- ung og verð þar í listamannsstofu í sex mánuði. Svo fer ég til Óðisnvéa í Danmörku að halda sýningu í nem- endagalleríinu þar. Það er fullt í gangi hjá mér.“ - En ætlarðu að koma heim og sýna afraksturinn? „Ég er svona „ping pong“ milli ís- lands og annarra landa. Mér hefurSr fundist gott að fara til útlanda og koma aftur til íslands. Ég kem heim um jólin og svo er ég að koma heim að halda sýningu í One o One, í júní, held ég,“ segir Egill að lokum. Nana Petzet sýnir í galleríi One o One Safn og ekki safn Morgunblaðið/Golli Nana Petzet opnar sýningu í gallerí One o One. GALLERÍ One o One opnar á laugardaginn kl. 17 sýninguna „Ekka frænka“ eftir listakonu að nafni Nana Petzet. „Ég sýni hluti sem gömul frænka mín sem dó fyrir tveimur árum átti,“ útskýrir Nana. „Fjöl- skylda mín sá um að þrífa út úr húsinu hennar í Austurríki og ákveða hverju yrði hent og hvað varðveitt. En ég tók flesta munina og sýni þá og þetta eru diskar og föt og það er búið að gera við allt.“ Nana hefur í fimm ár safnað alls konar vöruumbúðum, s.s rusli, endurunnum hlutum gerð- um úr plastpokum og dósum og svo viðgerðum hlutum. Hún á orð- ið heilmikið safn, áreiðanlega þús- und hluti að eigin sögn. „I sýningunni „Ekka frænka“ sýni ég einnig myndir af því þegar við tókum til í húsinu og hvernig allt breyttist. Þetta er lítil hug- leiðing um hvernig fólk geymir hluti í lengri tíma og passar upp á þá og þegar fólkið deyr er hlutun- um hent, þeir eru skyndilega einskis virði. Ég skrifaði texta sem hefur verið þýddur á íslensku þar sem ég tala á „safnamáli“ um mikilvægi þess að varðveita ýmsa Gott er að hengja flöskur sem búið er að skola til þerris og skrauts. IVQólkurfemur fyrir gluggana er skemmtileg lausn. hluti sem er önnur hlið á þessu samfélagi þar sem öllu er hent,“ segir Nana Petzet sem er þekkt fyrir að tala um endurvinnslu Þjóðverja á sérstakan og húmor- ískan hátt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.