Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 41
40 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR17. MARS 2000 41 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÖRYGGIÁ HÁLENDINU SAMKVÆMT þingsályktunartillögu, sem lögð hefur verið fram á Alþingi, er lagt til að ályktað verði að fela dómsmálaráðherra að skipa nefnd sem geri tillögur um aðgerðir til að auka öryggi þeirra sem ferðast um hálendi íslands að vetrarlagi. Það eru sex þingmenn úr fjórum flokkum sem leggja til- löguna fram, og er fyrsti flutningsmaður Hjálmar Arna- son. Flutningsmenn vilja að einkum verði athuguð dreif- ing NMT-kerfisins, Tetra-kerfisins, samstarf við Slysavarnafélagið Landsbjörg um ferðaáætlanir ferða- langa og nýting björgunarbúnaðar almennt. I greinargerð vísa flutningsmenn með tillögunni til þess að björgunarsveitir hafi að undanförnu iðulega verið kallaðar út til að leita fólks á fjallvegum eða hálendinu. Mikilvægt sé að auka öryggi í ferðum fólks um miðhálend- ið enda sé um mannslíf að tefla og mikinn kostnað að ræða, klukkustundir geti ráðið úrslitum um það hvort takist að bjarga mannslífum og það hafi komið fyrir að björgunarsveitir hafi leitað í fárviðri í meira en sólarhring að týndu fólki. Slíka leit megi hins vegar stytta verulega með markvissum aðgerðum. Til dæmis séu gloppur í dreifikerfi fjarskipta (NMT og GSM) en með tveimur til þremur dreifistöðvum til viðbótar á hálendinu mætti bæta fjarskiptin þannig að þau næðu til algengustu ferða- mannastaða þar. Þetta er rétt. Það er bráðnauðsynlegt að allt verði gert til þess að þétta það samband sem fjarskiptakerfið býður upp á. Enn eru of mörg svæði sambandslaus, ef svo má að orði komast. Island er land öfga í náttúru og veðurfari og að vetrarlagi má ávallt búast við því að fólk lendi í vand- ræðum í óbyggðum landsins. Þá getur lífið legið við að unnt sé að ná sambandi við fólk. Gott fjarskiptasamband á hálendinu getur þar skipt sköpum bæði hvað varðar örlög fólks og kostnað við að finna það. Þess vegna er fyllsta ástæða til að Alþingi samþykki þessa þingsályktunartil- lögu og að stjórnvöld beiti sér fyrir ráðstöfunum til þess að þétta fjarskiptanetið. KÍNA OG TAÍVAN ÞEGAR síðast var gengið til kosninga á Taívan fyrir fjór- um árum efndu Kínverjar til umfangsmikilla heræfínga sem leiddu til stóraukinnar spennu í þeim heimshluta. Að þessu sinni hafa kínverskir ráðamenn látið sér nægja að hóta Taívönum valdbeitingu ef niðurstaða forsetakosninganna verður sú að reynt verði með formlegum hætti að skera á hin sögulegu tengsl við Kína og stofna sjálfstætt taívanskt ríki. Deila Kínverja og Taívana er með flóknari milliríkjadeil- um. Kínverjar hafa aldrei viðurkennt Taívan sem sjálfstæða einingu enda má rekja tilvist ríkisins til þess er Chiang Kai- Shek flúði ásamt stuðningsmönnum sínum til eyjunnar Formósu er ljóst var að þeir hefðu beðið lægri hlut gegn Maó og byltingarsinnum hans á meginlandinu. Ráðamenn í Pek- ing líta á Taívan sem órjúfanlegan hluta af Kína, rétt eins og borgríkin Hong Kong og Makaú, er nú hafa sameinast Kína. En það athyglisverða er að það gera eftirmenn Chiang Kai- Shek líka, þótt þeir telji sig hina einu löglegu stjómendur alls Kínaveldis. A blaðamannafundi á miðvikudag sagði Zhu Rongji, for- sætisráðherra Kína, að „Kínverjar myndu úthella blóði sínu og fórna lífi til að verja einingu og virðingu ættjarðarinnar og kínversku þjóðarinnar“. Lien Chan, varaforseti Taívan og forsetaefni stjórnarflokksins Kuomintang sagði sama dag: „Öll erum við Kínverjar“ og „Kínverjar ráðast ekki á Kín- verja.“ Kosningamar á laugardag munu ráða miklu um framtíðar- samskipti kínversku ríkjanna og hvaða stefnu þau eiga eftir að taka. Hvort tekin verði skref í átt til sameiningar eða enn frekari aðskilnaðar. Sameining kann að virðast óhjákvæmileg einhvern tíma í framtíðinni í ljósi þess að jafnt meginlands-Kínverjar sem Taívanar líta á sig sem sömu þjóð. Viðskipti á milli megin- landsins og Taívan em mikil og íbúar Taívan em miklir fjár- festar á meginlandinu. Ýmis ljón em þó enn í vegi sameining- ar. A undanfórnum fímm áratugum hefur myndast vísir að sjálfstæðri þjóðarvitund meðal Taívana en mestu skiptir þó líklega hinn hugmyndafræðilegi ágreiningur. Þótt Taívanar séu einungis 22 milljónir er Taívan í hópi mikilvægustu iðn- ríkja veraldar. Þótt stór orð falli er hins vegar ljóst að báðir aðilar hafa mikla hagsmuni af því að friður ríki. UPP er kominn ágreiningur innan Verka- mannasambands íslands og vilja sumir ganga svo langt að segja að það sé klofið nema að nafninu til. Einn viðmælandi Morgunblaðsins sagði að ætla mætti að það eina sem kæmi í veg fyrir klofning væri að þá yrðu aðildar- félögin að hinu svonefnda Flóabandalagi - Efling í Reykjavík, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjó- mannafélag Keflavíkur - einnig sjálfkrafa að standa utan Alþýðusambands íslands. Félögin á suðvestur- horni landsins hafi áður samið sér án þess að það riði starfsemi VMSI á slig en vatnaskil hafi orðið er þau drógu sig út úr öllu starfi nefnda og ráða í samband- inu í haust. Halldór Bjömsson, formaður Eflingar, segir á móti að fráleitt hefði verið að halda áfram að starfa að undirbúningi kjarasamninga innan VMSÍ efth' að hafa ákveðið að semja sér. Þá gefur hann lítið út á kenningar um að aðild að ASÍ sé það eina sem standi í vegi fyrir því að aðildarfélögin að Flóabanda- laginu gangi úr VMSÍ. Flóabandalagið og Samtök atvinnulífsins gengu frá kjarasamningi á mánudag en um helgina sendi formannafundur Verkamannasambandsins frá sér ályktun þar sem sagði að fullyrðingar um aðskilnað félaganna í Flóabandalaginu við VMSI væru litnar mjög alvarlegum augum um leið og sambandið með landsbyggðarfélögin innanborðs myndi aldrei verða „skúffusamband" einhvers aðildarfélagsins. Þegar setningin um „skúffusambandið er borin undir Halldór Bjömsson, formann Eflingar, segir hann að þetta sé eins og verið sé að tala um leppríkin íyrrverandi í austri: „Þetta er fáránlegt. Hverjum dettur svona vitleysa í hug.“ Endalaust neikvæði af landsbyggðinni Halldór kvartaði í gær undan þeirri gagnrýni, sem borist hefði frá landsbyggðarfélögunum á samning- inn: „Við höfum fengið endalaust neikvæði af lands- byggðinni út af samningnum okkar og það er nátt- úrulega ekkert þægilegt að sitja undir því þegar við erum að hefja afgreiðslu á samningnum. Það er drop- inn, sem getur holað steininn. Fólk fer auðvitað að hugsa sem svo: þeir hefðu getað mikið betur. En ef menn kalla það lélegan samning, sem gerir ráð fyrir 30% hækkun lægstu launanna, geta menn kallað alla samninga undanfarinna ára lélega. En 30% geta legið milli hluta hjá þeim vegna þess að þægilegra er að tala um almennu hækkunina, 12,71%, á launum, sem eru fyrir ofan okkar taxta.“ Björn Snæbjörnsson, foimaður Einingar-Iðju, sagði að ályktunin, sem VMSI sendi frá sér um helg- ina væri ákveðin söguskoðun á því, sem hefði verið að gerast undanfarna mánuði. Pirringur eða klofningur „Það hefur verið ákveðinn pirringur milli aðila, þótt ekki hafi verið beinn klofningur," sagði hann. „En Flóabandalagið hefur greinilega haft aðrar áherslur en aðrir á landsbyggðinni, þótt vinnan innan Verkamannasambandsins hafi verið nokkuð sam- stíga. Auðvitað menn haft aðrar skoðanir, eins og gengur og gerist í félagasamtökum." Hann benti á að það væri ekki nýtt af nálinni að nú- verandi Efling hafi áður farið með sín samningamál sér. I síðustu samningum hefðu Dagsbrún og Fram- sókn, nú Efling, samið út af fyrir sig. „Það hefur gerst áður að þeir hafi farið öðru vísi að en þá voru þeir samhliða Verkamannasambandinu í þeim samningum," sagði hann. „í raun voru hlutirnir hafðir svipaðir og menn unnu saman. Samstarfið var því meira en núna þegar var ákveðið að fara með öðr- um hætti. Þessi þrjú félög ákváðu að fara alfarið sér og tóku til dæmis ekki þátt í kjaramálaumræðu á síð- asta þingi Verkamannasambandsins á þeirri for- sendu að þeir ætluðu ekld að blanda sér inni í um- ræðu annarra félaga innan Verkamannasambands- ins.“ Björn sagði að vissulega væri þetta þeirra ákvörð- un en gagnrýndi að þeir hefðu tekið alla sína menn út úr ráðum og nefndum Verkamannasambandsins og skiptu sér því raunverulega ekkert af starfi sam- bandsins. Hann benti á að Sigríður Ólafsdóttir, vara- formaður VMSÍ, væri í Eflingu, gjaldkeri VMSÍ væri Kristján Gunnarsson í Keflavík og meðstjórnandi Sigurður T. Sigurðsson í Hafnarfirði og yfir bygging- ar-, tækja- og flutningadeild væri Sigurður Bessason, verðandi formaður Eflingar. Deildir og ráð jafnvel óstarfhæf „Þetta fólk hafði verið í lykilstöðum í Verkamanna- sambandinu og þegar það fer eru sumar deildir og ráð jafnvel óstarfhæf vegna þess að búið er að draga til baka stóran hluta af stjórnarmönnum," sagði hann. „Þetta gerir hlutina sýnu erfiðari og slítur úr sambandi vinnu sem menn hafa unnið saman því að þetta fólk hefur ekki komið að störfum Verkamanna- sambandsins síðan.“ Hann kvaðst hins vegar telja alvarlegast að þetta fólk væri kosið af þingi sambandsins sem einstakling- ar en ekki fulltrúar einhvers félags. „Þótt ég sé formaður ákveðinnar deildar innan Verkamannasambandsins í framkvæmdastjóm lít ég ekki svo á að Eining-Iðja hafi tilnefnt mig sem ein- hvem fulltrúa, heldur er ég kosinn af þingi sam- bandsins. Því fmnst mér svolítið erfitt að félög manna dragi þá út þegar þingfulltrúar hafa trúað þeim fyrir ákveðnum trúnaðarstörfum." Halldór er fljótur að spyrja á móti þegar hann er spurður um þá ákvörðun að draga sig út úr starfi VMSI: „Hvemig í ósköpunum áttum við að fara að hafa áhrif á kjarasamningaundirbúning hjá Verka- mannasambandinu þegar við vomm búnir að taka okkur út úr þessu? Það sér hver heilvita maður að gengur ekki upp.“ KLOFNINGUR EÐA SAMSTAÐA Innan Verkamannasambands Islands takast á höfuðborgarsvæðið og landsbyggðin Ekki sér fyrir endann á ágreiningnum innan Verkamanna- — sambands Islands eftir að Flóabandalagið ákvað að fara sína -------------------—------------------------------------- leið í samningum og draga sig úr samstarfínu innan VMSI. En hversu djúpstæður er ágreiningurinn? Karl Blöndal ræddi við nokkra aðila sitt hvorum megin við borðið. Morgunblaðið/Sverrir Frá þingi VMSÍ í fyrra þegar aðildarfélög hins svokallaða Flóabandalags ákváðu að draga sig út úr störfum hjá Verkamannasambandinu. Sama gerðist í raun 1997 Halldór sagði að í raun hefði það sama gerst 1997. „Við drógum ekki okkar fulltrúa út en þeir tóku ekki þátt í samningagerð Verkamannasambandsins þá,“ sagði hann. „Við komum aldrei nálægt samningum Verkamannasambandsins 1997 og ekki heldur núna. Þetta var ekkert á annan veg. Þú tekur ákvörðun um að vera ekki inni í þessu samfloti og þá ertu ekkert að blanda þér í það sem þar fer fram. Það er ósköp eðli- legur hlutur." Halldór sagði að það hefði aldrei verið inni í mynd- inni að félögin ættu samleið. „Málið snerist um það við tókum þá ákvörðun inni í félaginu og félagsmenn með okkur að við skyldum fara ein með samningaumboðið og síðan ákváðu þessi félög þrjú að fara saman,“ sagði hann. „Þannig að við tókum þessa ákvörðun á félagslegum grundvelli. Þetta er nákvæmlega það sama og gerðist 1997. Þá ákvað Dagsbrún að fara ein og sér og gerðu það.“ Þegar Halldór talar um að þessi staða sé ekki ný af nálinni vaknar spurningin hvernig standi á hinni hörðu gagnrýni nú. „Ég veit það ekki,“ sagði hann. „Yfirlýsingamar komu frá þeim og það verður að spyrja þá um það. Þeir byijuðu á þessu og við höfum reynt að halda okkur utan við stóryrtar yfirlýsingar." Hervar Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, kvaðst ekki vilja nota orðið svik um þá stefnu sem Flóabandalagið hefði mótað. „Þeir hafa keyrt á stefnu sem þeirra félagsmenn hafa sett á oddinn," sagði hann. „Við gerum það sem okkar menn settu á oddinn. Þannig að það er sitt hvor stefnan og þótt ég sé ekki hrifinn af þeirra stefnu er þar greinilega um aðrar áherslur að ræða. En ég vil ekki segja að það séu nein svik.“ Erfitt að ekki er samið samtímis Hann sagði að það gerði landsbyggðarsamtökun- um erfitt fyrir að ekki skyldi samið samtímis, heldur þyrftu þau nú að sigla í kjölfarið. „Þeir settu fram sína kröfugerð og hafa náð heil- miklu miðað við hana en það er langt frá því sem við settum fram,“ sagði hann og bætti við að ákvörðun ríkisstjórnarinnar væri tekin út frá þeim samningi sem gerður hefði verið við Flóabandalagið. „Þarna er verið að semja fyrir 10 prósent af launþegum í land- inu og ríkisstjómin kemur með þetta á þeirri línu. En það er ákvörðun ríkisstjórnarinnar.“ Björn sagði að rétt væri að menn hefðu fjarlægst innan Verkamannasambandsins þegar hann var spurður hvort það væri nú klofið og bætti við að menn hefðu greinilega velt því fyrir sér að kljúfa það. „Það var ákveðinn vendipunktur þegar menn tóku þá ákvörðun að fara út með þessum hætti,“ sagði hann. „Þá er ég ekki að tala um að fara með öðru vísi kjarastefnu en hinir, heldur hitt að draga sína menn út. Með því að gera það má ætla að þeir hafi verið að velta fyrir sér að skipta þessu upp. Það er hins vegar Ijóst að ef þeir segja sig úr Verkamannasambandinu eru þeir að segja sig úr Alþýðusambandinu líka. ASI er byggt upp af landssamböndum og ég hef ekki trú á því að þeir hafi neinn áhuga á að fara út úr Alþýðu- sambandi íslands. Það yrði ekkert smámál að fara út úr heildarsamtökunum.“ Halldór sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um að fara út úr Verkamannasambandinu og kveður ekkert hæft í því að eina ástæðan sé sú að það jafn- gildi sjálfkrafa úrsögn úr ASI. Kenning búin til „Það hefur bara ekkert verið sérstaklega rætt að fara út úr Verkamannasambandinu,11 sagði hann. „Það er sérákvörðun ef menn ætla út í það og myndi kosta allsherjaratkvæðagreiðslu í félögunum. Það á ekkert skylt við þetta. Þeir eru að búa þessa kenn- ingu til, að við séum að halda í við okkur að taka ákvörðun um að fara út úr Verkamannasambandinu vegna þess að við viljum ekki fara út úr Alþýðusam- bandinu. Þetta hefur bara aldrei verið rætt. Ég veit ekki af hverju menn eru að blanda þessu saman. Þetta er einhver fantasía, hreinlega.“ Björn sagði erfitt að segja til um það hvernig færi fyrir VMSI að óbreyttu. „Ef þetta fer svona þurfa menn að velta framhald- inu fyrir sér,“ sagði Björn. „Það er náttúrulega ljóst að þetta félag í Reykjavík, Éfling, er orðið mjög stórt og með sameiningu þessara félaga hefur verið unnið mikið og gott starf. Én það hefur þýtt að þeir telja sig geta verið sjálfstæðari en áður og geta sinnt sínum málum betur vegna stærðarinnar og þurfa minna á þessu sameiningartákni Verkmannasambandsins að halda.“ Ýmsir hafa lýst yfir áhyggjum yfir framhaldinu innan VMSÍ. Halldór vill ekki ganga svo langt. „Samstarfið var nú ekki verra en það að ekki er nema mánuður síðan ég, Björn Grétar Sveinsson og Guðmundur Jónsson sátum á tveggja daga fundi austur á Örk í Hveragerði til þess að fara yfii- stöðu svokallaðra landssambanda - Þjónustusambands fólks í veitingageiranum, sem nú er komið inn í Efl- ingu, Landssambands iðnverkafólks og Verka- mannasambandsins. Við hefðum varla setið þarna til að ræða sameiningu þessara landssambanda ef við værum á leiðinni út úr samböndunum. En menn verða að gera sér grein íyrir því að þegar svo stór sameining hefur átt sér stað sem hér á höfuðborgar- svæðinu breytir það umhverfinu. Verkamannasam- bandið er ekki eins þegar þrjú félög með kannski 24 þúsund manns af 36 þúsundum sameinast. Það hlýtur að hafa áhrif og þá verða menn að setjast niður og finna skynsamlega lausn á því. En lausnin þarf ekki endilega að vera það, sem þeim dettur til hugar. Það þarf alltaf tvo til að semja.“ Að slökkva elda Halldór sagði fyrir helgi að þeir, sem hefðu kveikt þá elda, sem loguðu innan VMSÍ, ættu að slökkva þá. Björn Snæbjörnsson kvaðst ekki vita hvort búið væri að stofna slökkvilið til að slökkva þá elda sem Halldór hefði talað um: „En ég tel að þeir hafi kveikt ákveðna elda með því að draga fólk út úr starfi Verkamanna- sambandsins. Við í landsbyggðarfélögunum erum al- veg með það á hreinu að hagsmunum launafólks inn- an sambandsins sé best borgið með því að menn vinni saman og ég hef trú á því að við séum alltaf tilbúin að ræða málin og slökkva eldana þá sameiginlega. En aðalmálið er held ég að menn geti talað saman og menn geta ekki gert það í skeytasendingum í fjöl- miðlum.“ Bjöm Grétar Sveinsson, formaðiu' VMSI, kvaðst ekki ælta að blanda sér í þennan bruna þótt síðar kæmi tækifæri til að ræða það mál. Hann sagði hins vegar rétt að þessi deila væri ekki að koma upp núna og varðaði ekki aðeins samninginn sem slíkan. „Þeir ákváðu að vera sér og voru búnir að segja sig frá öllum störfum innan Verkamannasambandsins og öllum stöðum sem þeir voru kosnir á þingi þess,“ sagði hann. „Þannig að það er ekki nýtt að því leyti til.“ Halldór Bjömsson, formaður Eflingar, svaraði birgslum um svik Flóabandalagsins í síðustu viku þannig að þeir, sem hefðu kveikt þá elda, þyrftu einn- ig að slökkva þá. „Ég held að þetta sé nú reyndar þannig að til þess að kveikja elda þarft þú bæði eldsmat og eldfæri," sagði Hervar. „Eg held að það eigi að vera sameigin- legt verkefni að slökkva þessa elda. Ég vil ekki halda því fram að það sé einhver einn aðili sem hafi kveikt þessa elda og held að menn hafi hjálpast að við það.“ Halldór segir að kenningar um að hann eigi upp- tökin séu svo vitlausar að taki ekki nokkru tali. „Þeir hófu þessar árásir á okkur og kölluðu okkur svikara og ýmsum öðmm nöfnum og hafa ekkert leg- ið á því síðan," sagði hann. „Þess vegna hljótum við að líta svo á að það séu þeir sem hafi hafið þennan ái'óður. Við höfum aldrei sagt neitt styggðaryrði um félögin innan Verkamannasambandsins þannig að þau verða bai'a eiga þetta við sjálf sig.“ Bjöm Snæbjömsson kvaðst ekki vera viss um hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir að aðilarnir að Flóabandalaginu drægju sig út úr starfi VMSÍ í haust. Sameining sambanda „Menn hafa auðvitað rætt þessi mál en þetta var ákvörðun, sem þeir tóku, og ég held að því hefði ekki verið breytt þótt menn hefðu farið í einhverjar djúpar viðræður um það,“ sagði hann. „Það hafa auðvitað verið viðræður um að reyna að sameina þessi sam- bönd, Verkamannasambandið, Landssamband iðn- verkafólks og Þjónustusambandið. Ég er viss um að menn era tilbúnir að ræða þessi mál þótt komin sé ákveðin gjá. Vandi er til þess að vinna sig út úr hon- um.“ Bjöm Grétar sagði að það yrði gaman að lifa ef hann gæti séð fyrir lyktir á deilunni sem nú stæði yfir milli aðila að sambandinu annars vegar á landsbyggð- inni og hins vegar Flóabandalagsins svokallaða, og hann gæti farið að beita spádómsgáfu sinni á hluta- bréfamarkaði með tvær milljónir króna á mánuði. „En ég er nú bara hér og verð að horfa á það frá degi til dags hvemig þetta gengur," sagði hann. „En þetta er í ákveðnu ferli. Félögin ákváðu að senda til félaganna hvort halda ætti áfram að reyna að slást með verkfallsboðun. En vissulega setur þetta strik í reikninginn. Allt annað væri sjálfsblekking.“ Hefðu átt að fara saman Bjöm Grétar hefur sagt að öll félögin hefðu átt að fara saman og þannig hefði verið hægt að ná meira fram. „Mín skoðun hefur alltaf verið sú og ég hef alltaf látið það koma fram á öllum þeim fundum og því ferli sem hefur staðið yfir í eitt ár í Verkamannasamband- inu að félögin ættu að öll að fara saman,“ sagði hann. „Nú væri tækifærið til þess, við eram í hápunkti upp- sveiflu eins og sést á öllum afkomutölum fyrirtælqa og þessir verðbréfa- og peningamarkaðir era í toppi og því ættu menn að fara saman og sækja á hvað varðaði lægstu laun. En þetta varð niðurstaðan, að menn færa ekki saman. Þetta er ekki nýtt og hefúr gerst áður, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar með mismunandi hætti. En mín skoðun er afdráttarlaust sú að meira hefði náðst hefðu menn staðið saman. Menn ná alltaf betur þegar þeir standa saman enda byggist hugmyndafræði verkalýðshreyfingarinnar á því.“ En af hverju hrifu þessi rök ekki? Bjöm sagði að greinilegt væri að Flóabandalagið hefði metið stöðuna þannig að sameiginlega stæði það betur. „Þeir era með sameiginlegt vinnusvæði og eiga margt sameiginlegt sem við teljum reyndar að þeir eigi líka sameiginlegt með landsbyggðarfélögunum," sagði hann. „Okkur hefur vitaskuld fundist að það sé sama hvort þú býrð á höfuðborgarsvæðinu eða lands- byggðinni sé sterkt Verkamannasamband og sam- staða félaga forsenda fyrir því að vinna að hagsmun- um launafólks hvar sem það býr á landinu." Sundrung vatn á myllu andstæðinganna „Ég hef ekki svör við því,“ sagði Hervar um spum- inguna um það hvers vegna rök Bjöms Grétars hefðu ekki hrifið. „En ég er sammála honum um þetta og er þeirrar skoðunar að verkalýðshreyfingunni vegni best þegar hún stendur saman sem ein heild. í raun og vera er sundrang verkalýðshreyfingarinnar bara vatn á myllu þeirra sem við eram að fást við,“ sagði Hervar. Halldór Björnsson var á öðra máli og sagði að eng- ar staðreyndir byggju að baki þeim orðum Bjöms Grétars Sveinssonar að riðið hefði á að standa saman til að sækja veralegar kjarabætur í góðærinu og hann hefði engin svör við því hvers vegna rök hans hefðu ekki hrifið. Lætur sér bara detta þetta í hug „Við voram að meta okkar stöðu og tókum þessa ákvörðun," sagði Halldór. „Menn geta verið með alls konar hugmyndir en það era engin rök fyrir því sem Björn er að segja. Hann bara lætur sér detta þetta í hug og setur þetta fram. Þetta era frjáls og fullvalda félög. Þau taka sína ákvörðun og önnur félög innan Verkamannasambandsins verða bara að sætta sig við það.“ Hervar Gunnarsson sagði að það væri erfitt að finna upptök þess ágreinings, sem nú væri uppi innan VMSÍ, en sagði að það hefði vissulega verið afgerandi aðgerð þegar félögin, sem kennd era við Flóabanda- lagið, hefðu ákveðið að draga alla sína fulltrúa út úr starfi Verkamannasambandsins. Það væri eini punkt- urinn sem hægt væri að festa hendur á. Hann sagði að ekki væri hægt að gagnrýna Bjöm Grétar Sveins- son, formann VMSI, og fullyrðingar um að hann væri ekki nógu sterkur fyrir ættu sér enga stoð. „Ég bendi nú bara á það að formaðurinn er ekkert annað en sá sem er kosinn og ráðinn til að vinna sam- kvæmt því sem ákveðið er,“ sagði hann. „Það era þá þeir, sem taka ákvarðanimar, sem era veikir. Ég held að það sé þá fyrst og fremst vegna þess að menn hafa ekki skipt sér af ákvarðanatökum eða ekki tekið þátt í þeim.“ Hann kvaðst ekki hafa það langa starfsreynslu í stjóm Verkamannasambandsins að hann gæti borið stöðuna nú saman við það þegar Guðmundur J. Guð- mundsson var við völd. Hervar sagði að atburðimir nú væra mjög frá- bragðnir því sem gerðist síðast þegar félögin á suð- vesturhorninu snera bökum saman. „Þegar þeir fóra þessa leið áður sögðu þeir sig ekld frá öllum störfum," sagði hann og bætti við að þá hefðu í sjálfu sér ekki verið nein átök um að þeir skæra sig úr. „Það endaði síðan með því að menn settust sameiginlega yfir þau verkefni sem vora sam- eiginleg en það gerist hins vegar ekki núna.“ Söguskýringar Halldór kvaðst ekki geta tekið undir söguskýring- ar þess efnis að ein ástæðan fyrir því hvemig komið væri innan Verkamannasambandsins væri að það væri veikara en áður og hefði þá verið horft aftur til tíma Guðmundar J. Guðmundssonar. „Ég get í sjálfu sér ekki séð að það eigi við,“ sagði hann. „Reyndar var Dagsbrún stærsta einingin innan Verkamannasambandsins alveg þar til Bjöm Grétar tók við og tveir formenn VMSI á undan honum vora formenn Dagsbrúnar, fyrst Eðvarð Sigurðsson og síðan Guðmundur J.,“ sagði hann. „Sumir segja að það fari aldrei vel nema stærsta einingin fari með for- mennskuna. Ég vil ekki leggja neinn dóm á það. Það er bara eitthvað sem menn verða bara að hugsa fyrir sjálfa sig. Ég sé hins vegar ekki að það eigi að spilla neinu en svona stór hópur, sem verður úr þessum fimm félögum sem hér vora, hlýtur auðvitað að vilja gera einhverjar breytingar sem aðrir verða þá að reyna að taka þátt í að móta.“ Hervar kvaðst vona að þessi deila endaði ekki með klofningi. „En ég verð að viðurkenna það að mér finnst þetta mál vera komið svolítið langt,“ sagði hann. „Ég held hins vegar að það sé úrlausnarefni að leysa þetta og ’ styrkja Verkamannasambandið vegna þess að öll fé- lögin innan þess eiga að hafa hag af því.“ En nú var ljóst í hvað stefndi, en stóru orðin fóra ekki að falla fyrr en Ijóst var að samningar vora að takast milli Flóabandalagsins og Samtaka atvinnu- lífsins. Af hverju blossaði þessi ágreiningur ekki upp fyrr? „Kannski trúðu menn því að þeir myndu koma þessu saman á endanum," sagði Hervar. „En það hafa náttúralega gengið yfirlýsingar milli þessara fylkinga sem hafa orðið til þess að vekja athygli á því að þama væra menn ósammála. Síðan höfum við heyrt að sumir innan raða Verkamannasambandsins era þeirrar skoðunar að meiri árangur hefði náðst í , þessum kjarasamningum [en hjá Flóabandalaginu] ef menn hefðu farið saman í þetta.“ Hervar sagði þegar hann var spurður hvort sá ágreiningur um mai'kmið, sem væri milli Flóabanda- lagsins og félaganna á landsbyggðinni, væri svo mik- ill að samkomulag væri útilokað, að á það hefði aldrei reynt. „Ég held, ef við skoðum málið og horfum aðeins aftur í tímann, að það hafi komið yfirlýsingar í undan- fara þessarar kjarasamninga- eða kröfugerðar frá landsbyggðinni og sumum félaganna innan Flóa- bandalagsins sem voru mjög áþekkar. Þannig að menn settust aldrei niður til að vita hvort þeir gætu fundið þetta - hvort þeir gætu fundið og komist að sameiginlegri niðurstöðu.“ Hann sagði að ástæðan fyrir því að ekki hefði verið vilji til að ræða þessi mál hlyti að vera sú að aðilamir á suðvesturhominu teldu að þeir gætu gert betur ein- ir en sem hluti af heildinni. „Við verðum náttúralega að hafa í huga að á höfuð- borgarsvæðinu era meiri sveiflur í launum,“ sagði hann. „Launaskriðið er meira en úti á landi þar sem algengara er að fyrirtæki haldi sig við taxta eins og þeir era í samningunum. Það virðist vera rneiri sam- keppni um vinnuafl á höfuðborgarsvæðinu og þar af leiðandi vegur taxtakerfið ekki jafn þungt þar og úti á landi." Dagsbrún alltaf sjálfstæð í sínum samningum Halldór vildi ekki taka undir að ástæðan fyrir því að menn vildu semja sér á suðvesturhominu væri sú að þeir teldu að þar stæðu þeir betur að vígi. „I undanfömum samningum var sérstaklega Dagsbrún á sínum tíma alltaf sjálfstæð í sínum samn- ingum og var aldrei inni í Verkamannasambandinu," sagði hann. „Þetta er ekkert sem er að koma upp núna. Við tókum þessa ákvörðun af því að við metum það svo að nálægðin á milli þessara félaga sé svo mikil að það sé eðlilegt að þau kanni hvort grundvöllur sé fyrir því að fara saman í þessa samninga, en ekki inn- an Verkamannasambandsins. Menn þurfa ekkert að vera hissa á því að tekin sé ákvörðun og kenningin er fáránleg." Ekki klofningur milli lands og borgar Hervar vildi ekki ganga svo langt að segja að upp væri að koma almennur klofningur milli landsbyggð- ar og höfuðborgarsvæðisins innan verkalýðshreyf- ingarinnar. „Það er mjög eðlilegt að þessi tvö sambönd hangi svolítið saman,“ sagði hann. „Skilin milli þessara sambanda era í sjálfu sér mjög óljóst í mörgu tilliti og mörgum greinum. Við vitum að fólk er að vinna sam- bærileg störf en er innan sitt hvors sambandsins. Hefðin hefur kannski ráðið því frekar en fost, mörkuð stefna. Til dæmis era matvælafyrirtæki, sem fram- leiða fisk fyrir neytendur, þar sem fólk flokkast sem iðnverkafólk, en fólkið, sem vinnur við hliðina á því við línurnar í frystihúsunum telst vera í Verkamanna- sambandinu. Skilin þarna á milli era alltaf að verða óljósari.“ Lenda sjálfkrafa utan ASÍ ef félögin ganga úr VMSI Sumir hafa gengið svo langt að segja að eina ástæðan fyrir því að félögin í Flóabandalaginu gangi ekki úr VMSÍ sé sú að um leið myndu þau sjálfkrafa lenda utan Alþýðusambands íslands. „Lögin era náttúralega þannig að Alþýðusam- bandið er samband landssambanda,“ sagði einn heimildarmaður Morgunblaðsins. „Félög sem segja sig úr landssambandi segja sig jafnframt úr ASÍ. Eg verð að viðurkenna að eftir að hafa fylgst með þessari þróun undanfama tíu daga er frekar að læðst hafi að manni sá granur að það sé ástæðan fyrir því að ekki sé kominn klofningur. En í ljósi þess að ég tel að leysa eigi úr þessum deilum og ná sáttum vil ég ekki trúa að þannig liggi i þessu," sagði hann. Hervar kvaðst vera þeirrar hyggju að þegar lokið verði við að ganga frá samningum nú verði að snúa sér að nýju að þeim verkefnum, sem ákveðið var að ganga í á þingi Verkamannasambandsins í haust. „Þar var ákveðið að setja þetta mál í ákveðinn far- veg og skoða Verkamannasambandið, uppbyggingu þess og rekstur," sagði Hervar. „Það á einnig við um Landssamband iðnverkfólks og þjónustusambandið með það fyrir augum hvort rétt væri að kanna til hlít- ar hvort eigi að sameina þessi sambönd. Ég held að það hljóti að vera næsta skrefið - að menn setjist yfir þetta þegar þeir eru búnir að rasa út og reyni að finna lausn á þessu vegna þess að svona deilur eru ekki til* hagsbóta fyrir umbjóðendur verkalýðshreyfingar- innar - verkafólkið sjálft.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.