Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ
22 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000
Hýsing hf.
óskar að ráða
framkvæmdastjóra.
Starfssvið:
• Dagleg stjórnun með áherslu á rekstur miðlægs
tölvukerfis.
• Markmiðasetning og stefnumótun til framtíðar í
samvinnu við stjórn fyrirtækisins, auk áætlana til
skemmri tíma.
• Þátttaka í þróunarstarfi og stjórnun markaðssetningar
á nýjungum.
Menntun og hæfniskröfur:
• Gerð er krafa um háskólamenntun á sviði verk-
fræði, tölvunarfræði, viðskiptafræði eða sambærilega
menntun.
• Reynsla af stjórnun er nauðsynleg.
• Viðkomandi þarf að vera framsækinn, sjálfstæður og
hafa frumkvæði og áræði til þess að takast á við krefjandi
stjórnunarstarf sem felst í uppbyggingu á metnaðarfullu
hátæknifyrirtæki.
• Áhersla er lögð á lipurð í mannlegum samskiptum og
sveigjanleika til að starfa í síbreytilegu umhverfi.
Íslandssími
Hýsing hf. er í jafnri eigu Íslandssíma og EJS. Tilgangur fé-
lagsins er að nýta tækifæri á sviði miðlægrar tölvurekstrar-
þjónustu sem bjóðast með háhraða gagnaflutningsleiðum og
miðlægum tölvubúnaði. Hlutafé félagsins er kr. 100.000.000.
í stjórn félagsins sitja Olgeir Kristjónsson, stjórnarformaður,
Eyþór Arnalds, Einar Birkir Einarsson, Sigurður Grendal
Magnússon og Ágúst Sindri Karlsson.
Hýsing hf. leggur áherslu á alhliða rekstur miðlægra tölvu-
kerfa og vill vera í fararbroddi hvað varðar aðgangs- og gagna-
öryggi hér á landi sem erlendis. Auk þessa er lögð áhersla á
áreiðanleika, uppitíma, sveigjanleika og góðan svartíma kerfa.
Fyrirtækið mun reka allar tegundir upplýsingakerfa ásamt því
að reka kerfisleigu sem felst í heildarlausnum í tölvumálum.
Kerfisleiga veitir viðskiptavinum Hýsingar hf. frelsi til að nota
allan algengastan hugbúnað svo sem bókhaldsforrit, ritvinnslu,
myndvinnslu og almennar hópvinnulausnir, án þess að þurfa
að greiða kostnað vegna hugbúnaðarleyfa, uppfærslu hug-
búnaðar og vélbúnaðar eða menntunar starfsfólks vegna rekst-
urs tölvukerfa.
Fyrirtækið mun bjóða upp á sólarhrings aðgang að þjónustu
sinni og sérfræðingum á þessu sviði.
Umsóknir óskast sendar til Ráðningarþjónustu
PricewaterhouseCoopers merktar „Hýsing hf."
fyrir 28. mars n.k.
Upplýsingar veita Auður Daníelsdóttir
og Katrín S. Óladóttir.
Netföng: audur.danielsdottir@is.pwcglobal.com
katrin.s.oladottir@is.pwcglobal.com
PricewaTerhouseQopers
Höfðabakka 9*112 Reykjavík • Sími 550 5300
Bréfasími 550 5302 • www.pwcglobal.com/is
VIÐSKIPTI
Athugasemd frá
Skeljungi hf.
Vegna fréttar Morgunblaðsins í
gær, 16. mars, þar sem rætt er við
Georg Ólafsson forstjóra Sam-
keppnisstofnunar og formann
stjórnar Flutningsjöfnunarsjóðs ol-
íuvara óskar Skeljungur eftir að
koma á framfæri eftirfarandi.
„Forstjóri Samkeppnisstofnunar
segir ekki hægt að fallast á að miða
við Akureyri sem innflutningshöfn
fyrir olíuvörur fyrr en hægt sé að
anna eftirspurn á svæðinu með slík-
um innflutningi. Hann segir jafn-
framt að það sé mat meirihluta
stjórnar sjóðsins að dómur Héraðs-
dóms hafi ekki fallið Skeljungi hf. í
hag og því sé fyrirkomulag greiðslna
óbreytt.
Vegna ummæla forstjóra Sam-
keppnisstofnunar er rétt að rifja upp
eftirfarandi: Þann 9. nóvember 1998
samþykkti stjórn Flutningsjöfnun-
arsjóðs olíuvara beiðni Skeljungs hf.
um að viðurkenna Akureyri sem inn-
ilutningshöfn á gasolíu. Með þessum
innflutningi, sem ætlað var að mæta
þörfum viðskiptavina félagsins,
stefndi Skeljungur að því að lækka
tilkostnað við eldsneytisdreifinguna.
Þessi samþykkt stjórnar flutnings-
jöfnunarsjóðs hafði í för með sér
verulegar breytingar til lækkunar á
greiðslum úr sjóðnum. Engin skil-
yrði voru sett fram af hálfu stjórnar-
innar þegar ákvörðunin var tekin
önnur en þau að hún tæki gildi þegar
fyrsti beini innflutningur á gasolíu
væri kominn í tanka stöðvarinnar.
Þremur mánuðum síðar, eða þann 8.
febrúar 1999, eftir að Skeljungur
hafði landað fyrsta farminum, tók
stjórn Flutningsjöfnunarsjóðs hins
vegar ákvörðun um að afturkalla
fyrri ákvörðun á þeirri forsendu að
ekki hefði verið landað heilum farmi.
Þar sem hér var komið nýtt skilyrði
sem ekki hafði verið sett áður, ósk-
aði Skeljungur eftir því að fá frest til
að uppfylla það. Við því var ekki orð-
•ið og meirihluti stjómar Flutnings-
jöfnunarsjóðs ógilti fyrri ákvörðun.
Skéljungur vildi ekki una þessari
málsmeðferð og höfðaði því mál fyr-
ir Héraðsdómi Reykjavíkur og
krafðist þess að ákvörðun stjórnar
Flutningsjöfnunarsjóðs um að sam-
þykkja Akureyri sem innflutnings-
höfn yrði látin standa. I niðurstöðu
Héraðsdóms segir orðrétt: „Ekki er
annað fram komið en að ætlun stefn-
anda hafi verið sú að um „alvöru"
innflutning yrði að ræða sem full-
nægði eftirspurn. Verður enda eigi
annað séð en að það varði jafnmiklu
hve oft olíu er landað og hitt hve
miklu er landað hverju sinni.“ Nið-
urstaða Héraðsdóms var sú að
ákvörðun meirihluta stjórnar Flutn-
ingsjöfnunarsjóðs olíuvara um að
afturkalla viðurkenningu á Akureyri
sem innflutningsbirgðastöð var felld
úr gildi og var Flutningsjöfnunar-
sjóði gert að greiða Skeljungi hf.
350.000 krónur í málskostnað.
Unnið gegn
samkeppni
Hvernig forstjóri Samkeppnis-
stofnunar og meirihluti stjórnar
Flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara
getur túlkað niðurstöðu dómsins
Skeljungi í óhag, eins og haft er eftir
Georg Olafssyni í Morgunblaðinu í
gær, er stjórnendum Skeljungs
óskiljanlegt. Sú yfirlýsing forstjóra
Samkeppnisstofnunar að ekki sé
hægt að gera breytingar á flutnings-
jöfnun vegna þess að Skeljungur
anni ekki eftirspurn er út í hött.
Skeljungur sinnir auðveldlega öllum
kröfum viðskiptavina sinna með
þeim innflutningi sem ráðist hefur
verið í. Ef það er krafa forstjóra
Samkeppnisstofnunar að Skeljung-
ur uppfylli jafnframt þarfir sam-
keppnisaðilanna er komin upp al-
gjörlega ný og áður óþekkt staða í
samkeppnismálum á Islandi. Fram-
ganga forstjóra Samkeppnisstofn-
unar í þessu máli vekur óneitanlega
upp spurningar um hvaða sam-
keppni hann sé að verja. Rétt er að
minna á að Skeljungur keppir í dag
við tvö olíufélög sem starfa náið
saman, með þeim eru mikil eigna-
tengsl og þau hafa sameinað dreifi-
kerfi sín. Það er mat stjórnenda
Skeljungs að með afstöðu sinni sé
forstjóri Samkeppnisstofnunar og
meirihluti stjórnar Flutningsjöfnun-
arsjóðs að vinna gegn samkeppni í
olíudreifingu á íslandi."
Memphis
kaupir
Brand-
Vision
MEMPHIS hugbúnaðarfyrir-
tækið hefur átt í viðræðum um
að kaupa BrandVision hluta
hugbúnaðar- og ráðgjafarfyr-
irtækisins WRC Research
Systems í Chicago, og eru við-
ræðurnar nú komnar á það stig
að aðilar málsins hafa komist
að samkomulagi í grundvallar-
atriðum um kaupin. Með í
kaupunum mun fylgja vöru-
merki og einkaleyfi sem tengj-
ast BrandVision, BrandMap og
BrandProfiler, auk hlutabréfa
í WRC Research Systems.
Gert er ráð fyrir að dr. Willi-
am Cantrall, forstjóri WRC,
verði aðstoðarforstjóri hjá
Memphis þegar kaupin hafa
gengið í gegn, sem gert er ráð
fyrir að verði á næstu vikum.
Memphis mun greiða fyrir
kaupin með hlutabréfum í
Memphis, og mun WRC koma
til með að eiga 4-6% í Memph-
is, segir í fréttatilkynningu frá
Memphis.
GSp í
pósthúsið
SAMEINAÐ fyrirtæki GSP-
almannatengsla og Gæðamiðl-
unar hefur tekið á leigu um
1.200 fm húsnæði í Pósthús-
stræti 3-5 og mun flytja starf-
semi sína í á næstunni. Hús-
næði fyrirtækisins í Skógarhlíð
hefur verið selt ferðaskrifstof-
unni Heimsferðum.
Framtíðarhúsnæði GSP í
Pósthússtræti 3-5 er í Pósthús-
inu og gömlu lögreglustöðinni.
íslandspóstur mun áfram hafa
afgreiðslusal í Pósthúsinu.
Gunnar Steinn Pálsson, for-
stjóri GSP, segist ánægður
með húsnæðið og staðsetning-
una og segir það henta starf-
seminni vel.
AÐALFUNDUR Delta hf. verður haldinn að
Hótel Loftleiðum, fimmtudaginn 6. apríl og hefst kl.16:00.
Dagskrá
a 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 4.05 gr. samþykkta félagsins.
a 2. Tillaga um heimild félagsins til kaupa á eigin hlutum samkvæmt
55. gr. hlutafélagalaga.
a 3. Önnur mál sem eru löglega upp borin.
Tillögur frá hluthöfum sem bera á
fram á aöalfundi skulu hafa borist
i hendur stjórnar meö skriflegum
hætti, eigi síöar en sjö dögum fyrir
aöalfund.
Dagskrá, endanlegar tillögur og
ársreikningur félagsins ásamt skýrslu
endurskoöenda munu liggja frammi á
skrifstofu félagsins, að Reykjavíkurvegi 78,
Hafnarfiröi, hluthöfum til sýnis sjö dögum
fyrir aöaifund.
Atkvæöaseölar og önnur fundargögn veröa afhent viö upphaf fundarins.
Hafnarfiröi, 3. mars 2000
Stjórn Delta hf.
Delta hf. • Reykjavikurvegi 78 • Pósthólf 420 • 222 Hafnarfjöröur
www.delta.is