Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ oO FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 HESTAR Boðið upp á fósturvísaflutn- inga á Hólum Hryssueigendur eru flestir farnir að skipu- leggja undan hvaða stóðhestum þeir ætla að fá folöld á næsta ári og nóg er úrvalið. En nú gildir ekki bara náttúrulega aðferðin því hægt er líka að sæða hryssur og flytja fóst- urvísa á milli hryssna. Ásdís Haraldsdóttir skoðaði hvað fosturvísaflutningar fela í sér. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Hvernig skyldi þessi svo hafa orðið til? Með gömlu aðferðinni, sæðingum eða fósturvísaflutningum? HÓLASKÓLI gerði tilraunir með fósturvísaflutninga síðastliðið vor og vorið 1997. A þessari tilraun verður nú byggð þjónusta sem boðið verður upp ó fyrir þá sem vilja láta færa fósturvisi úr einni hryssu í aðra. Stendur til að gera þetta á tímabilinu 20. maí til 20. júní næstkomandi. Þeir sem vilja nýta sér þessa þjón- ustu verða að sækja um til Hólaskóla fyrir 1. apríl næstkomandi. Útvega þarf fósturgjafa og fóstru En fósturvísaflutningur er ekki einfalt mál. byrjað er á því að sam- stilla hryssur 20. maí og er gert ráð fyrir að útskolun og flutningum fóst- urvisa verði lokið í kringum 20. júní. Ef fósturvísir finnst og er fluttur þarf að bíða í nokkurn tíma eftir að hægt verði að ómskoða „fóstruna" til að staðfesta að hún sé fengin. Fóstr- urnar verða svo útskrifaðar við stað- festingu á 40 daga gömlu fóstri. Hver hryssueigandi þarf að út- vega eina aukahryssu sem nota má sem fóstru. Gert er ráð fyrir að tekin verði egg úr 15 hryssum og þarf að hafa a.m.k. 25 fóstrur til taks. Þær þurfa að vera bandvanar, óslægar og sæmilega meðfærilegar, heilbrigðar og í miðlungs- eða góðum holdum, ekki akfeitar. Þær þurfa að vera á aldrinum 4 til 12 vetra, helst búnar að eiga a.m.k. eitt folald, en ekki verður tekið við fylsugum. Hryss- umar þurfa að vera frjóar eftir því sem best er vitað, þ.e. ekki með frjósemisvandamál. Þessi skilyrði gilda einnig fyrir fósturgjafa. Bent er á á heimasíðu Hólaskóla, „að fósturvísaflutningai- eru almennt séð alls engin lausn fyr- ir hryssur sem hafa átt við frjósemis- vandamál að stríða. Forsaga um slíkt minnkar líkur á árangri. Ef komið er með unga fósturgjafa eykst óvissan um árangur enn frekar þar sem ekki er vitað um frjósemi þeirra. Samt sem áður er möguleiki að taka fósturvísa úr þriggja vetra hryssum ef þær eru stórar og vel þroskaðar. Eldri aldursmörk verður að meta í hverju tilviki." Verðandi mæður í tamningu Höskuldur Jensson dýralæknir sem mun sjá um fósturvísaflutning- ana sagði í samtali við Morgunblaðið að áhuginn á því að notfæra sér þessa tækni væri enn ekki mjög mik- ill. Nokkuð hefði verið um fyrir- spumir en engin formleg umsókn enn borist. Hann sagði að árangur af fóstur- vísaflutningum hefði verið góður þessi tvö ár sem tilraunir hafa farið fram á Hólum. Fósturvísar voru fyrst fluttir milli hryssna á Hólum vorið 1997. Þá var fósturvísir skolað- ur út úr fósturgjöfunum og honum komið fyrir í fóstrunum með skurð- aðgerð. Áætlað var að halda tilraun- inni áfram vorið 1998 en henni var frestað vegna hitasóttarinnar til vorsins 1999. Þá hafði Höskuldur farið til Bandaríkjanna og kynnt sér fósturvísaflutninga án skurðaðgerð- ar pg var sú tækni notuð í fyrra. Arangur var ágætur og í samræmi við það sem víða gerist. I fyrra voru fluttir 9 fósturvísar og urðu 7 hryss- ur fylfullar. Þá voru til dæmis teknir fósturvísar úr nokkrum þriggja vetra hryssum Hólabúsins. Þær eru nú allar í tamningu þrátt fyrir að eiga von á afkvæmum í vor. Fóstrur ganga með afkvæmi þeirra og ungu hryssurnar koma hvergi nálægt meðgöngu, köstun eða að sjá af- kvæminu fyrir næringu. Höskuldur sagði að fólk áttaði sig ekki alltaf á gagnsemi fósturvísa- flutninga. Gott dæmi um slíkt væri þegar hryssa ætti auðvelt með að festa fang en léti síðan fóstrinu. Þar er í raun ekki um frjósemisvandamál að ræða heldur virðast þessar hryss- ur ekki getað gengið með fulla með- göngu af einhverjum orsökum. Lausnin sé að skola út fósturvísi hjá slíkum hryssum og koma honum fyr- ir í hryssu sem hefur átt auðvelt með að ganga með fulla meðgöngu. Hann sagði að framhald fóstur- vísaflutninga á Hólum myndi ráðast af undirtektum. Ákveðinn fjölda hryssna þyrfti að fá í verkefnið svo það borgaði sig. AJltaf væri um ákveðinn fastan kostnað að ræða og eftir því sem fleiri tækju þátt dreifð- ist hann meira. Fyrirhugað var að flytja fósturvísa á milli hryssna í eigu Hólabúsins í vor, en það ræðst af þátttöku hvort af verður. í nýjasta hefti Equine Canada Magazine kemur fram að þrátt fyrir að fósturvísaflutn- ingar hafi nú í nokkuð mörg ár verið notaðir í nautgriparækt sé þessi aðferð fyrst nú að ná fótfestu í hrossarækt. Smám saman hafi rækt- unarfélög hinna ýmsu hestakynja farið að leyfa fóst- urvísaflutninga, en það sé fyrst og fremst vegna þess að nú er hægt að staðfesta hverjir réttir foreldrar eru með DNA-rann- sóknum. Þannig sé hægt að tryggja rétta skráningu af- kvæmanna. Talið er að þessi nýja tækni eigi eft- ir að hafa gífurleg áhrif í hrossarækG inni í framtíðinni. I N orður-Ameríku eru fósturvísa- flutningar fyrst og fremst notaðir til þess að hægt sé að nota hryssur áfram í keppni og jafn- framt rækta undan þeim, að fá fleiri en eitt folald á ári undan úrvalsgóð- um hryssum, að fá folöld undan gömlum hryssum eða hryssum með vandamál og að fá folöld undan ung- um óþroskuðum hryssum. Ódýrara á íslandi Cheryl Lopate dýralæknir, sem vinnur hjá Armstrong Bros., í Ing- elwood í Ontario í Kanada, sem er næststærsti ræktandi Standard- bred-hrossa í Norður-Ameríku, hlaut þjálfun í fósturvísaflutningum án skurðaðgerðar. Árangur þeirrar aðferðar er sífellt að batna, sérstak- lega með yngri og betri gjafahryss- um og er nú um 75% hjá Armstrong Bros. Kostnaður við fósturvísaflutninga hjá þeim er sagður verða á bilinu 290.000 til 880.000 ísl. krónur, en þá er reiknað með að annað hvort sé keypt fóstra eða hún leigð. Sá kostn- aður einn er reiknaður á bilinu 110.000 til 550.000 krónur. Ef hann er ekki reiknaður með kostar fóstur- vísaflutningurinn á milli 180.000 og 330.000 króna. Islenskir hrossaræktendur geta því unað glaðir við sitt. Þátttaka í verkefninu á Hólum kostar 80.000 krónur á hryssu án virðisaukaskatts. Ef hryssa skilar árangri, þ.e. ef fang er staðfest í fóstru eftir 40 daga, bætast 49.000 krónur við. Kostnað- urinn er þá orðinn samtals 129.000 krónur. Við þá upphæð bætist fola- tollur sempr mjög misjafn eftir stóð- hestum. I fæstum tilfellum nær kostnaðurinn upp í lágmarksverð Kanadamanna ef miðað er við verð á folatolli hjá velflestum stóðhestum landsins. Á ráðstefnu sem bandarísku sam- tökin American Association of Equine Practitioners hélt á síðasta ári kom fram að fósturvísaflutningar með skurðaðgerð væru dýrir, kost- uðu mikinn tíma og þörfnuðust mik- ils mannafla. Þess vegna hefði áhugi á fóstur- vísaflutningum án skurðaðgerðar aukist verulega. Þá er fósturvísinum komið fyrir í fóstrunni með svipuðu tæki og notað er við fósturvísaflutn- inga í kúm, nokkurs konar byssu. Svo virðist sem þessi aðferð skili jafngóðum ef ekki betri árangri en skurðaðgerð, auk þess sem hún er ódýrari og áhættuminni. Á þessari ráðstefnu kom einnig fram að gerð hefur verið tilraun með að flytja eggmóðurfrumur úr eggbúi gjafahryssu yfír í eggjaleiðara fóstru. Fóstran er síðan sædd og fósturvísirinn þroskast í legi hennar. Tilraun þessi var gerð á vegum ríkis- háskólans í Colorado árið 1998. Hryssur af sjö hrossakynjum voru notaðar og voru þær á aldrinum 16 til 30 vetra. Þeim fylgdi öllum löng saga erfíðleika við að festa fang eða mistaka í fósturvísaflutningum. Vel gekk að safna eggmóðurfrumum og fyljuðust 23% hryssna með þessari aðferð. Helstu vandamálin sem tengdust tilrauninni voru lítil gæði eggmóðurfrumna og sæðis. Flestar hryssurnar voru yfir 20 vetra gamlar og minnkandi frjósemi fylgir hækk- andi aldri hjá hryssum. Mjög mikill munur var á gæðum eggmóður- frumna hjá ungum og gömlum hryssum. Auk þess kom sæði frá mörgum stóðhestum og ræktunar- búum og voru gæði þess mjög mis- jöfn. Niðurstöður rannsóknarinnar þykja benda til að þessi aðferð geti nýst vel við að rækta folöld undan verðmætum hryssum sem verulega erfitt hefur verið að fá undan. Spurningar vakna um skráningu og markaðsmál Það verður spennandi að vita hvemig tækninýjungar í hrossarækt þróast hér á landi, hvort sem um er að ræða sæðingar, fósturvísaflutn- inga eða eggfrumuflutninga. Vitað er að frjósemi íslenska hrossastofns- ins hefur verið góð yfirleitt og auð- velt að fjölga hrossum á náttúruleg- an hátt þótt ýmis vandamál hafi verið að skjóta upp kollinum. Nýrri tækni fylgir ákveðin tor- tryggni og einnig gætu svona breyt- ingar verið tilfinningamál fyrir margan ræktandann. Eflaust sjá margir ekkert annað fyrir sér í hrossaræktinni en að halda áfram að nota náttúrulegu aðferðina - að glæsilegur stóðhestur gangi með stórum hryssnahópi úti í haga og sinni skyldum sínum. Einnig vaknar eflaust spuming hjá mörgum um hver staða hrossa- ræktandans sé gagnvart skýrslu- haldinu í hrossarækt ef hann ætlar að skrá tvö folöld undan sömu hryss- unni sama árið. Og hvað með mark- aðsmálin? Skiptir máli á þeim vett- vangi að íslenski hesturinn tímgist á náttúrulegan hátt? Sl RTMAFU (A ÐL JR 1 VORUM AÐ TAKA UPP IUÝJAR VÖRUR | puma - nike - champion - sketchers Borgartú 50-80% a1 ni 22 Opið mán -fös. kl. 9-18 og lau. kl Fslá .10-16 ttur Sími 551 2442
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.