Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Fjögur fyrirtæki á Akureyri Peningagjöf til að efla fíkniefnarannsóknir Morgunblaðið/Rúnar Þór Björnsson Eiríkur S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri KEA, Jón Björnsson, spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga, Guðmundur Guðmundsson, fjár- málastjóri Samheija, og Sævar Helgason, framkvæmdastjóri Islenskra verðbréfa, sem afhendir Bimi Jósef Arnviðarsyni peningagjöfina. Fyrirlestur í Lista- safninu á Akureyri Kynusli, klám og kokfylli GEIR Svansson bókmenntafræðing- ur flytur fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri föstudagskvöldið 17. mars og hefst hann kl. 21. Yfirskrift fyrir- lestursins er kynusli, klám og kok- fylli og fjallar hann um kyngervi, losta, greddu og getuleysi við upphaf nýrrar aldar eins og segir í frétt frá Listasafninu. Fyrirlesturinn er hald- inn í tengslum við sýninguna Losti 2000 sem verið hefur á safninu. I fyrirlestrinum mun Geir velta vöngum yfir þeirri forvitni um kynlíf, kynferði, kyngervi og kyn sem hefur verið áberandi í umræðu hérlendis sem og erlendis á undanförnum ár- um. Merki þessarar umræðu megi hvarvetna sjá stað, í fjölmiðlum, auglýsingum og í allri dægurmenn- ingu, en líka í myndlist, sjón- og bók- menntum, segir í fréttinni og að engu sé líkara en efasemdir um kyngervi og kynferði líffræðilegu kynjanna tveggja, karls og konu, hafi skotið upp kollinum. Geir mun sýna myndbönd og úr- klippur úr íslenskum blöðum og tímaritum með fyrirlestri sínum. Að- gangseyrir er kr. 300 og öllum heim- ill nema börnum. kvæmdir er lúta að endurbótum á miðhluta flugstöðvarinnar. Veit- ingaaðstaðan verður bætt til muna og flutt til í húsnæðinu, í norðaust- urhornið, sunnan við Fríhöfnina. Sigurður sagði að framkvæmdum ætti að vera lokið fyrir háannatím- ann í sumar og að um það leiti tæki viðkomandi aðili við veitingarekstr- inum. Fimm tilboð bárust í áðurnefndar framkvæmdir í miðhluta flugstöðv- arinnar og voru aðeins tvö þeirra undir kostnaðaráætlun. Lægsta til- boðið átti MP-verk og Vík ehf. en fyrirtækið bauðst til að vinna verkið fyrir rúmar 36,6 milljónir króna, sem er um 88% af kostnaðaráætlun verkkaupa. Viðræður standa yfir við lægstbjóðanda og gerði Sigurður ráð fyrir að gengið yrði frá málinu öðru hvoru megin við næstu helgi. FJÖGUR fyrirtæki á Akureyri, ís- lensk verðbréf, Kaupfélag Eyfirð- inga, Samheiji og Sparisjóður Norðlendiiiga hafa afhent embætti sýslumanns á Akureyri samtals 1,2 milljónir króna sem renna munu til Lögreglunnar á Akureyri til að efla fíkniefnarannsóknir. Hugmynd forsvarsmanna fyrir- tækjanna fjögurra er að leggja með þessum hætti sitt af mörkum til að sporna við þeim vanda sem sala og neysla fíkniefna er. Fram kom við afhendinguna að ekki hefði farið fram hjá neinum að þessi vandi hefði sífellt farið vax- andi á Akureyri og því hefði stjórn- endum fyrirtækjanna fjögurra þótt tímabært að sýna í verki hug sinn til þessa vandamáls og hvetja til aukinna aðgerða. Barist við sivaxandi vanda í máli Björns Jósefs Arnviðar- sonar sýslumanns kom fram að verið væri að berjast við sívaxandi vanda en fjármunir sem cmbættið hefði yfir að ráða væru takmarkað- ir. Þessi höfðinglega gjöf kæmi sér að hreinsa vatnið innándyra og veita því frá húsinu. Steinar sagði að mesta tjónið hefði orðið utan dyra þar sem nota þurfti gröfur til að moka snjónum í burtu frá húsinu og því væri við- búið að lóðin hefði farið illa. Vatnið rann niður brekkuna vestan við húsnæði fyrirtæksins og á tímabili var vatnshæðin við út- vegginn um 1 metri. Steinar sagði að gífurlegt vatnsmagn hefði flætt yfir tún fyrir ofan húsið og niður brekkuna og að önnur hús í ná- grenninu hefðu einnig verið í hættu. Skurður þar fyrir ofan var pakkaður af snjó og tók því ekki við vatninu. „Það hefur oft verið leysingavatn á túninu hér fyrir of- an og menn þá þurft að veita því frá húsinu en þetta var ekkert venjulegt. Það kom bara eitt stykki því vel. Ákvörðun um ráðstöfun ljárins hefur ekki verið tekin en væntanlega mun henni varið til lækur sem orðinn var að á niður brekkuna og stefndi á húsið. Á nokkrum niínútum óð vatnið upp veggina og maður sá bara fyrir sér að vatnið kæmi inn um gluggana. Það er alveg ljóst hreppurinn verð- ur að gera eitthvað til að koma í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst.“ Starfsmenn bæjarins í viðbragðsstöðu Steinar sagði að dæla slökkvilið- sins hefði dælt mörg hundruð tonn- um af vatni frá húsinu en aðeins náð að halda í við vatnsflauminn. Slökkviliðið var einnig kallað að tækjakaupa og til að styrkja tíma- bundið mannafla við fíkniefnaleit á Akureyri. verslunarmiðstöðinni í Sunnuhlíð en þar flæddi vatn upp um niðurföll í kjallara þar sem tannlæknastofa er til húsa. Eigandinn þar var með dælu og búnað en hafði ekki undan og leitaði því til slökkviliðsins. Gífurlegt vatnsmagn rann um flestar götur á Akureyri í gær og voru starfsmenn bæjarins því í við- bragðsstöðu. Gunnþór Hákonarson, starfs- maður bæjarins, sagði vatnið safn- ast í snjóinn fyrir ofan bæinn og svo færi það af stað með látum og það væri það hættulegasta. „Við er- um því í viðbragðsstöðu og við öllu búnir.“ Listasafnið á Akureyri Losta lýkur SÝNINGUINNI Losti 2000 sem ver- ið hefur í Listasafninu á Akureyri síð- ustu vikur lýkur um helgina. Hún verður opin í dag, föstudag og morg- un, laugardag frá kl. 14 til 22 og á sunnudag frá kl. 14 til 18. Sýningin er stranglega bönnuð börnum. Sýningin hefur vakið mikil og sterk viðbrögð, segir í frétt frá Listasafninu á Akureyri. Hún er tvískipt, en ann- ars vegar er um að ræða samsýningu þrjátíu listamanna sem fjalla um kyn- líf á íslandi við upphaf nýrrar aldar, hver með sínum hættipg hins vegar einkasýningu Snoira Ásmundssonai- sem nefnist XXX-reyri/Klámtán. Þar ei-u nokkur málverk og einnig er sýnd heimildarmyndin XXX-reyri sem sýnd verður á Stöð 2 innan tíðar. ---------------- Gunnar og Selma í Dalvíkurkirkju Tónleikar verða haldnir í Dalvíkur- kirkju á sunnudag, 19. mars, kl. 21. Þar koma fram Gunnar Kvaran selló- leikari og Selma Guðmundsdóttii- á píanó. Tónlistarfélag Dalvíkur stend- ur fyrir þessum tónleikum og er ókeypis inn fyrir 16 ára og yngri og sömuleiðis þá sem eru eldri en 67 ára. ---------------- Fundur með bandaríska ræðismann- inum BILL Moeller, ræðismaður banda- ríska sendiráðsins í Reylqavík, býður öllum Bandaríkjamönnum sem bú- settir eru á Akureyri og í nágrenni til fundar í fundarherbergi aðalskrif- stofu Háskólans á Akureyri, laugar- daginn 19. mars klukkan 10. Moeller mun í stuttri ræðu kynna starfsemi sendiráðsins og ræðismannsskrifstof- unnar og svara síðan fyrirspurnum. -----♦-♦-+-- Innbrot í sumarbústað BROTIST var inn í sumarbústað að Guðrúnarstöðum í Eyjafjarðarsveit og þaðan stolið m.a. sjónvarpi og myndbandstæki. Innbrotið uppgötv- aðist um liðna helgi, en ekki er vitað hvenær það var framið. Sá eða þeir sem þar voru að verki brutu rúðu í sumarbústaðnum til að komast inn, en að öðru leyti voru skemmdir óverulegar. Rannsóknardeild lög- reglunnar á Akureyri rannsakar inn- brotið en það er óupplýst. ------------- Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Kyrrðar- stund verður í Grenivíkurkirkju næstkomandi sunnudagskvöld, 19. mars, kl. 21. Guðsþjónusta verður í Grenilundi á Grenivík kl. 16 á sunnu- dag. * Atta sýna veitinga- rekstrinum áhuga FLUGMÁLASTJÓRN leitaði ný- lega eftir aðila sem vill taka á leigu fyrirhugaðan veitingarekstur í Flugstöðinni á Akureyrarílugvelli og sendu átta aðilar inn tilboð. Veitingareksturinn í flugstöðinni hefur verið á hendi einkaaðila í ára- tugi og sagði Sigurður Hermanns- son umdæmisstjóri Flugmálastjórn- ar að ráðgert væri að reksturinn yrði á svipuðum nótum í framtíðinni. Á næstunni verður ráðist í fram- Vatn flæddi inn í hús VATN flæddi inn í húsnæði DNG- Sjóvéla í Glæsibæjarhreppi í mikl- um leysingum í gærmorgun og þurfti að kalla til slökkviliðsmenn frá Akureyri með öfluga vatnsdælu. Vatnið flæddi inn á verkstæði, kaffistofu og skrifstofu fyrirtækis- ins en að sögn Steinars Magnús- sonar, starfsmanns DNG-Sjóvéla, varð tjónið ekki mikið, en að starfs- menn hafi haft í nógu að snúast við M orgunblaðið/Kristján Starfsmenn DNG-Sjóvéla í Glæsibæjarhreppi og slökkviliðsmenn frá Akureyri höfðu í nógu að snúast í gær við að veita og dæla vatni frá hús- næði fyrirtæksins. Vatnshæðin við húsið náði upp undir gluggapósta. Atvinna óskast U Metnaðarfullann 16 ára ngling vantar vinnu strax. Upplýsingar í síma 465 1359. ÍBÚfl ÓSKAST Tvær reglusamar skóla- stúlkur vantar 2-3 herb. á leigu á Akureyri frá 1. júní. Uppiýsingar í síma 699 7985. Eftirlit með sölu áfengis á vínveitingastöðum verði hert Meira fé til forvarnastarfs BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur falið bæjarstjóra að skipa starfshóp sem m.a. á að móta samræma og efla vamir innan vébanda Akureyrar gegn áfengis- og vímuefnaneyslu Á fundi bæjarráðs í gær var lýst yfir vilja til að verja frekari fjármunum í þessu skyni til forvarnastarfs en gert er ráð fyrir i fjárhagsáætlun bæjar- ins. Áfengis- og vímuvarnamefnd Ak- ureyrar hefur beint þeirri tillögu til bæjarstjómar að hún beiti sér fyrir því að hert verði eftirlit með sölu áfengis á vínveitingahúsum bæjarins svo komið verði í veg fyrir sölu til of ungra neytenda. Leggur nefndin áherslu á að bæjarstjóm hafi samráð við embætti sýslumanns og kanni hvort ekki sé nauðsynlegt að miða við 20 ára aldurstakmark á vínveitinga- húsum sem opin em fram undir morgun. Að áliti nefndarinnar er brýnt að flokka hið fyrsta skemmtistaði á Ak- ureyri. Þá vinnu þurfi að undirbúa vel með því að stofna starfshóp um leið og Alþingi hefur samþykkt tillögu um flokkun skemmtistaða en slík tillaga liggur nú fyrir þinginu. Sérstaklega þurfi að gæta þess að skemmtana- leyfi næturklúbba standi undir kostnaði við dyravörslu þar sem hverju sinni verði lögreglumaður meðal dyravarða. Þá er bent á að mikilvægt sé að reglulega verði hald- in námskeið fyrir dyraverði á Akur- eyri. Nefndin beinir einnig þeim tilmæl- um til bæjarstjórnar að hún kanni kosti þess og galla að vínveitingastað- ir hafi frjálsan afgreiðslutíma og það eftir geðþótta hverju sinni. Vill nefndin að kannað verði meðal mis- munandi starfsstétta hvemig hinn frjálsi afgreiðslutími komi þeim fyrir sjónir, t.d. hjá slysavakt, leigubfl- stjórum, lögreglu, starfsfólki veit- ingastaða sem og atvinnurekendum. Loks segir að augljóst sé að það að framfylgja landslögum um sölu og dreifingu áfengis sé veigamesta að- gerðin til að halda áfengisneyslu í við- unandi skorðum og einnig mikilvægt til að hindra neyslu ólöglegra vímugj- afa sem oft fylgja í kjölfar áfengis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.