Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÓSTUDAGUR 17. MARS 2000 4# MINNINGAR Hann sé guði falinn. Þráinn Arsælsson. Eitt sinn mun rödd mín hljóðna hér, er húmar að við dauðans göng. Mín sál til himins sæl þá fer, að syngja Lambsins nýja söng. (Höf.ók.) Rödd kærs móðurbróður míns er þögnuð. Silkimjúki og þýði tenórinn er hljóðnaður. Ofanritaðar ljóðlínur höfðu þeir bræðurnir í Dísukoti oft sungið saman í dúett hér á árum áð- ur, nú munu þeir taka upp þráðinn að nýju handan við skilin. Systurnar, Ingibjörg móðh- mín og Anna í Vest- urholtum eru nú tvær einar eftir úr stóra söngelska systkinahópnum frá Dísukoti. Já, söngurinn var líf og yndi þeirra systkinanna og er þau komu einhvers staðar saman var ávallt tekið lagið og þá í röddum. Hann Kiddi hafði einstaklega bjart- an og þýðan tenór allt fram á síðasta dag. Nú síðustu mánuðina, er hann dvaldi á sjúkrahúsum, naut hann þess að hlýða á söng og tók þá gjarn- an undir með þýðum tón svo eftir var tekið. I tíu ár dvaldi ég á sumrin hjá Sæla móðurbróður mínum og fjöl- skyldu hans í Hákoti. Þeh- bræður hann og Kiddi bjuggu nánast hlið við hlið og var eðlilega mikill samgangur milli bæjanna. Fyrst voru þeir bræð- ur saman með félagsbú en skiptu svo búinu og var Sæli með féð en Kiddi með kýrnar og svo að sjálfsögðu voru þeir með kartöflur. Mér varð strax ljóst að þeir bræður báru mikla virðingu hvor fyrir öðrum, bæði sem bændur og bræður. Báðir voru þeir glöggir og natnir við búpening, hvor á sinn hátt. Góður vinskapur var á milli þeirra sem og allra systkin- anna. Þessi vinskapur systkinanna er okkur bömum þeirra fyrirmynd sem tengir þessa stóru fjölskyldu svo sterkum böndum. Fjölskylda þeirra Kidda og Gullu er stór og var oft mjög líflegt á hlað- inu í Dísukoti. Búverkin voru mörg sem þurfti að vinna og öllu þessu stjómaði Kiddi með sinni mildu rödd en jafnframt með ákveðni og eftir honum var farið. Búið í Dísukoti er snyrtilegt og afurðagott enda gekk Kiddi þar fremstur í flokki. En Kiddi var ekki einn. Við hlið sér hafði hann Gullu sem var styrka stoðin hans. Gaman var að sjá síðasta áratuginn þegar þau gátu farið að slaka á og ferðast örlítið eftir langt og strangt dagsverk. Nú síðustu mánuðina stóð Gulla eins og klettur við hlið manns síns og gerði honum lífið eins gott og hægt var. Kiddi kvaddi þetta jarðlíf á sunnu- degi, þeim degi er hann helst gaf sér tíma til að líta upp frá bústörfunum og sinna Drottni sínum. Far' þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kær frændi er hér kvaddur og þakkað er fyrir allar ljúfu samveru- stundirnar, glaðværðina og gleðina og síðast en ekki síst sönginn, já hafðu þökk fyrir allt það sem þú varst mér og mínum. Elsku Gulla, systkinin öll, makar og börn, mamma og Anna. Við Fríða og dætur okkar sendum ykkur öllum innilegar samúðarkveðjur. Góður Guð gefi ykkur öllum styrk á erfiðri stundu og leiði ykkur um ókomna daga. _ Ármann Óskar Sigurðsson. í dag munum við kveðja góðan vin, Kristin Markússon frá Dísu- koti. Ég kynntist Kidda ungur að árum. Ég og Magnús sonur hans vorum æskuvinir og fór ég ófáar ferðirnar austur í Dísukot. Þótt það hafi verið mikill aldursmunur á okk- ur Kidda var hann mikill strákur í sér og var margt brallað. Sérstak- lega man ég eftir „villta vestrinu" þar sem ég fékk að vita, af biturri reynslu, að kvígur hlaupa hratt! Já, það hefur mikið verið hlegið að þessari sögu ásamt mörgu öðru sem kom upp á í sveitinni. Síðan höfðum við alltaf samband af og til, þó sér- staklega á haustin þegar farfuglarn- ir hópa sig saman. Þá fékk ég oft að gista í Dísukoti og leið mér ávallt vel þar. Ekki er hægt að tala um Kidda án þess að minnst sé á Gullu, konu hans, sem er yndisleg kona, hún stóð honum alltaf svo nálægt. Gest- risni hennar er ógleymanleg. f síð- asta skiptið sem ég hitti Kidda var sjúkdómurinnbúinn að draga þó nokkuð úr hans líkamlega styrk en alltaf hélt hann sínum mikla andlega styrk. Hann lyfti höndum sínum upp, svona eins og hann gerði oft til að leggja áherslu á orð sín, og sagði: „Já, Sammi minn, ég hvíli í Guði.“ Það var málið, hann hvíldi í Guði og vissi hvert hann var að fara, hann var að fara til frelsara síns, sem er Jesús Kristur, sem hann talaði svo oft um. Kæra Gulla og börn, ég bið góðan Guð að styrkja ykkur. Takk fyrir allt. Nú vinur minn er horiinn heim, með hjartans þökk ég kveð. Það lúta allir lögum þeim erlífsinsHeiTaréð. Þitt hús var ætíð opið mér. Égoftþinngistirann, nú vildi mega þakka þér ogþínumkærleikann. Nú löngu stríði lokið er. Og lausn frá sjúkdómsþraut. En ómæld dýrð Guðs opnar þér sitt eilíft náðarskaut. Og þau er sárast syrgja hér, núsignifriðurhans. Minngóðivin.oggefiþér hinn glæsta sigur krans. (Jóhanna F. Karlsdóttir.) Samúel Gíslason og ijölskyldau Móabarði lOb. + Eggert Laxdal fæddist á Akur- eyri 5. aprfl 1925. Iiann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 9. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Eggert M. Laxdal, listmálari, f. 5. desember 1897, d. 26. maí 1951, og Sig- rún Björnsdóttir Laxdal, fulltrúi, f. 16. júní 1899, d. 20. febr- úar 1972. Systir Egg- erts er Sigrún Lax- dal. Eiginmaður hennar er dr. Sturla Friðriksson. Eggert dvaldi fyrstu ár ævi sinnar í Frakklandi þar sem for- eldrar hans voru búsett um nokk- urra ára skeið en síðar í Reykja- vík og gekk þar í barnaskóla og síðar í gagnfræðaskóla og iðn- skóla þar sem hann lauk námi í prentmyndagerð, en við þá iðn starfaði hann í fjölda ára bæði hér á landi og í Danmörku. Eggert kvæntist ungur Kristmu Karlsdóttur. Þau slitu samvistir. Síðar kvæntist Eggert danskri konu, Tove Winther. Bjuggu þau nokkur ár / Kaupmannahöfn þar til þau fluttust til íslands. Börn Eggert Laxdal myndlistamaður og skáld er látinn, en hann hefði orð- ið sjötíu og fimm ára 5. apríl næst- komandi. Ungur að árum kynntist Eggert danskri stúlku, Tove Winth- er, sem ásamt systur sinni Birthe kom til íslands til að kynnast landi og þjóð. Eggert Laxdal og Tove Winther felldu hugi saman og þeim varð ljóst að leiðir þeirra hlytu að liggja saman. Þau tóku þá ákvörðun að setjast að í Danmörku, þar sem þau gengu hamingjusöm upp að alt- arinu. Þau settust að í Lyngby, þar sem Tove bjó þeim fallegt heimili og Eggert eyddi frístundum sínum við að rækta garðinn þeirra. Eggert vann að prentmyndagerð hjá fyrir- tæki við Strikið í Kaupmannahöfn þar sem hann eignaðist góða vini og félaga. Fyrsta barn þeirra Eggerts og Tove fæddist í Danmörku og hlaut nafnið Edda Rannveig, ári síð- ar fæddist þeim dóttirin Anni Sig- rún. Enda þótt Eggert og Tove yndu sér vel í Lyngby og dæturnar væru sem sólargeislar á heimilinu, fór heimþráin að sækja svo á Eggert, að árið 1955 fluttist fjölskyldan heim til íslands og settist að í Kópavogi, þar sem þau festu kaup á fokheldri íbúð, sem Eggert af hagleik vann við að innrétta í frístundum sínum frá starfi sínu sem prentmyndasmiður, lengst af við Morgunblaðið en áður en hann flutti til Danmerkur hafði hann starfað hjá Leiftri. í öllum þessum erli gaf hann sér þó einstaka sinnum tíma til að stinga niður þeirra eru Edda, Anní, Siggi, Lísa og Rúna. Þau hafa verið búsett í Danmörku eftir skilnað for- eldra þeirra. Barna- börnin eru fimm. Síðari hluta æv- innar var Eggert heilsuveill og dvald- ist lengst af á dvalar- heimilinu Ási i Hveragerði þar sem hann naut góðrar aðhlynningar. Þar vann hann árum saman við garð- yrkjustörf en fékkst hin síðari ár við ritstörf og myndlist. Hinn 6. september 1998 kvænt- ist Eggert Hrafnhildi Þorleifs- dóttur, f. 11. júlí 1935. Þau hugð- ust eiga saman farsælt ævikvöld en fyrir nokkru kom í ljós að Egg- ert var haldinn ólæknandi sjúk- dómi. Naut hann umönnunar læknis og hjúkrunarfólks á Sjúkrahúsi Suðurlands þar til er yfir lauk. Utfor Eggerts fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Gufuneskirkjug- arði. penna eða munda pensilinn og hann orti ljóð, skrifaði sögur og málaði myndir. Fjölskyldan stækkaði þegar þrjú börn fædd á Islandi bættust í fjölskylduna, þau Siggi, Lísa og Rúna. Það var glatt á hjalla í húsinu og allt lék í lyndi. En því miður dvín- aði hamingjan þegai- til lengdar lét og svo fór að Tove fluttist alfarin með börnin fimm til Danmerkur, þar sem þau hafa búið síðan. Viðskilnað- urinn var mikið áfall, ekki síst fyrir Eggert, sem mátti sjá á bak lífsföru- nauti sínum og fimm börnum þeirra, en hann var þó alltaf í tengslum við þau og síðar meir einnig við barna- börnin, sem nú eru orðin fimm að tölu. Hann sendi fjölskyldunni rit- smíðar sínar og málverkin hans prýða veggi á heimilum bama hans og barnabama. Haustið 1998 kvæntist Eggert Hrafnhildi Þorleifsdóttur sem hann hafði kynnst í Hveragerði og tekið ástfóstri við. Anni næstelstu dóttur Eggerts og eiginmanni hennar Max Nordquist jarðfræðingi auðnaðist að heimsækja þau í Hveragerði sumar- ið 1998, og verða vitni að vináttu þeirra og þá virtist framtíðin björt og heillarík, en til allrar ógæfu greindist Eggert ári síðar með al- varlegan sjúkdóm. Rúna, yngsta dóttir Eggerts, tókst þá ferð á hend- ur til Islands um aldamótin síðustu til að bera honum kveðjur fjölskyld- unnar í Danmörku. Þá höfðu veik- indin þegar sett mark sitt á hann, en hann var hugrakkur og glaður í lund enda þótt honum væri ljóst hvert stefndi. Hinn niunda dag marsmán- aðar varð Eggert að lúta í lægra haldi fyrir þeim vágesti sem hafði heltekið hann. Hann fékk hægt and- lát á Sjúkrahúsi Suðurlands þar sem hann að eigin sögn hafði notið frá- bærrar umönnunar Ófeigs Þorgeirs- sonar læknis og starfsfólks sjúkra- hússins og eru þeim hér með íluttar innilegustu þakkir fyrir að hafa gert honum síðustu stundirnar bærileg- ar. Megi pabbi okkar Eggert Laxdal hvíla í friði. Kveðja. Börn, tengdabörn og bamabörn. Nýlátinn er ágætur kunningi minn í Hveragerði, hann Eggert E. Laxdal. Mig langar til að minnast hans með nokkrum orðum. Kynni okkar voru ekki löng, en góð. Hitt- umst á fundi í Rithöfundasamband- inu, þegar það var til húsa í Hafnar- stræti 9. Ánnars var hann ekki oft þar. Eggert var upphaflega prent- myndasmiður og lærði þá iðn ungur og stundaði hana lengi. Á seinni ár- um tók hann að leggja fyrir sig list- málun. En ekki aðeins það. Hann tók að yrkja ljóð og lét sig engu skipta um rím og stuðla, eins og um ungan mann væri að ræða. Þar að auki rit- aði hann barnabækur. Eina slíka tölvuritaði ég fyrir hann. Sem greiðslu upp í vinnulaun tók ég nokkrar vatnslitamyndir eftir hann, sem ég lét síðan ramma inn. Minna þær mig á þennan ágæta listamann dag hvern. Eggert var trúrækinn maður eða religíös, eins og það er nefnt á er- lendum málum. Hann skrifaði grein- ar í dagblöð um eilífðarmálin, birti einnig Ijóð í Lesbók Morgunblaðs- ins, síðast fáeinum vikum fyrir and- lát sitt. Þar lét hann í Ijós, að ferðin hérna megin grafar væri senn á enda. Hann hringdi í mig á liðnti hausti og sagði mér, að hann væri með krabbamein víða um líkamann. Þá heimsótti ég hann á heimili hans og konu hans í Hveragerði eftir ára- mótin. Hann var rólegur og sagðist ekki óttast dauðann. Hann ætti góða heimvon. Fyrir skömmu kvæntist Eggert konu, sem hann bjó siðan með til æviloka. Mun það hafa orðið honum sálubót á ævikvöldinu. Nú er þessi hjartahreini og góði drengur horfinn af sjónarsviðinu, að mér finnst um aldur fram. Að vísu var hann næst- um 75 ára, þegar kallið kom. Kveðja mín er allt of fátækleg um slíkan mann sem Eggert E. Laxdal var. Nú kveð ég Laxdal með klökkum huga, er lokadóminn eilétsigbuga. Hann treysti guði, hansgæskuogmildi, semaldreidvín; hefui* eilíft gildi. Auðunn Bragi Sveinsson rithöfundur. EGGERT LAXDAL + Hannes V. Ara- son fæddist á Ak- ureyri 30. niaí 1927. Hann lést á heimili sínu 23. janúar síð- astliðinn og fór útfór hans fram frá Akur- eyrarkirkju 2. febr- úar. Þá er Hannes vinur minn búinn að kveðja. Ég man fyrst eftir honum þegar ég var á barnsaldri. Hann var kunningi föður míns og þeir voru oft spil- andi í sömu hljómsveit af og til í mörg ár. Ég man hve mér þótti Hannes tilkomumikill er hann kom í heimsókn og ég smápjakkur horfði andaktugur á þennan stóra mann með risastóran kontrabassann og fannst alveg furðulegt að nokkur maður gæti spilað á svona svaka- legt hljóðfæri. Síðan liðu mörg ár og það var ekki fyrr en ég flutti aftur til Akur- eyrar, orðinn talsvert eldri, að ég fann mig eitt kvöldið í þeirri undarlegu aðstöðu að sitja eitt kvöldið á æf- ingu í saxófónadeild Lúðrasveitar Akur- eyrar og var Hannes við hliðina á mér með tenórsaxinn. Þá varð mér til happs, vegna þess að ég var ekki mjög sleipur orðinn í nótna- lestri, að Hannes blés kröftuglega í tenórinn og tók ég á það ráð að fylgja því sem Hannes blés og gekk þokkalega að stauta mig áfram eftir það. Eftir það fór ég að kynnast Hannesi. Tónlist var hans líf og yndi. Ekki er mér kunnugt um að Hannes hafi nokkurn tíma hlotið menntun á því sviði, nema að því leyti til sem hann gruflaði sjálfur í tónvísindum. Hann var einn af þeim sem fæddir eru með músíkina í blóðinu og eru slík nátt- úrubörn alltof sjaldgæf. Virtist sama á hvaða hljóðfæri hann snerti. Þó að kontrabassinn hafi kannski verið hans aðalhljóðfæri var hann jafnvíg- ur á túbu, saxófón, harmóniku, bás- únu og horn af ýmsum gerðum. Ég minnist þess að eitt sinn er þau hjónin voru nýkomin úr Skotlands- ferð hringdi Hannes í mig og bauð mér að koma og líta á nýtt hljóðfæri er hann hafði keypt. Reyndist það vera nokkurs konar vasaútgáfa af sekkjapípu. Reyndum við báðir að fá lag úr þessu háværa „instrúmenti" en ekkert gekk. Ekki reyndi ég meira við þetta, en mig grunai* að Hannes hafi haldið áfram í laumi þótt ekki fari miklar sögur af því. Alltaf var Hannes tilbúinn að spila hvar sem var og hvenær sem var. Var þá ekki talað um peninga, heldur ánægjuna af að takast á við ýmsar tegundir tónlistar. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar bandarísk djasssöngkona kom til að halda tónleika á Akureyri og átti undirritaður þátt í að útvega hljóð- færaleikara til að spila með dömunni. Þá lá beint við að tala við Hannes og fá hann á bassa. Reyndist það auð- velt mál og hef ég það á tilfinning- unni að Hannes hefði ekki viljað missa af þessu tækifæri. Undirritað- ur var tilbúinn að æfa sig á trommur, síðan fengum við okkur til fulltingis einn besta djasspíanista sem ísland hefur alið, Guðmund Ingólfsson, sem nú er látinn. Síðan var prógramm- ið æft og svo djassað á hverju kvöldi í heila viku fyrir fullu húsi. Álltaf kom Hannes með bros á vör, þó svo að hann væri búinn að vinna fullan vinnudag. Ekki var minnst á borgun, heldur taldi hann ánægjuna og spila- gleðina næga umbun. Sem betur fer á ég upptöku frá þessum tónleikum og mun ég varðveita hana og minn-*1 ast góðs vinar. Hannes var alla tíð virkur félagi í lúðrasveit Akureyrar, einnig í Félagi harmonikuunnenda, þar sem hann lék á nær öllum dansleikjum, jöfnum höndum á kontrabassa, rafbassa og nikku. Tónlistarlífið á Akureyri er nú mun fátækara að Hannesi látnum. Ýmislegt fleira mætti upp telja en yrði of langt mál. En minningin um góðan dreng og skemmtilegan félaga mun lifa. Fjölskyldu Hannesar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Haraldur Páll Sigurðsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — efte 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum’ HANNES V. ARASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.