Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 44
L 44 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Umskipti á Spáni Með því að gera Þjóðarflokkinn „kjósan- legan “á Spáni hefur José María Aznar unnið mikið afrek. SIGUR José María Azn- ar og Þjóðarflokksins (PP) í þingkosningun- um um liðna helgi er réttnefndur stói-við- burður í spænskum stjómmálum. Hreinn meirihluti þessa flokks á þingi Spánar er nokkuð, sem talið hefði verið óhugsandi íyrir aðeins örfáum árum. Arangur Þjóðar- flokksins er einnig til marks um styrk lýðræðisins á Spáni og það sjálfstraust, sem þjóðin hefur öðl- ast á síðustu árum. Þjóðarflokkurinn á rætur sínar að rekja til einræðisstjómar Francisco Franco. Einn stofnenda flokksins var Manuel Fraga, for- seti sjálfsstjórnarinnar í Galisíu, en hann var ráðherra í stjóm ein- ræðisherrans. Flokkurinn var enda löngum tengdur þessari for- tíð og íhaldsöflum innan katólsku kirkjunnar. VIÐHORF Þvíeroft ______ haldið fram að Eftir Ásgeir „hjartaSpán- Sverrisson verja slái til vinstri" þ.e.a.s að hugmyndafræði sósíalista standi þjóðinni að öllu jöfnu nær en viðhorf hægri manna. Sigur Aznar afsannar í sjálfu sér ekki þessa fullyrðingu en hefðbundnum vígjum Sósíalistaflokks Spánar (PSOE) fer fækkandi. Flokkurinn er enn sterkur í „spænskasta“ héraði Spánar, Andalúsíu, en segja má að einungis þar hafi tek- ist að hrinda sókn Aznar og undir- sáta hans. José María Aznar fór fyrir Þjóð- arflokknum í kosningunum 1996. Sigur flokksins þá varð mun minni en spáð hafði verið en endi var bundinn á 14 ára valdatíð sósíal- ista er Aznar myndaði minnihluta- stjórn með stuðningi þjóðemis- sinna í Katalóníu, í Baskalandi og á Kanaríeyjum. Þessi sigur PP var því sögulegur en Sósíalistaflokk- urinn hafði síðustu þijú árin haldið um stjómartaumana í samstarfi við CiU, bandalag þjóðernissinna í Katalóníu. Því virtist sem CiU hefði tryggt sér þá oddastöðu í spænskum stjómmálum, sem löngum hafði verið markmið Jordi Pujol, leiðtoga þjóðemissinna og eins slægasta stjómmálamanns Spánar. Pujol og þjóðemissinnar í Baskalandi og á Kanaríeyjum seldu stuðning sinn dýru verði og síðustu fjögur árin hefur Aznar mátt búa við hótanir um að stjóm hans verði felld verði ekki farið að kröfum stjómmálaleiðtoga í þess- um sjálfsstjómarhéraðum. Með þessu móti hafa Katalóníumenn og Baskar getað aukið til muna völd sjálfsstjóma þessara á kostnað miðstjómarvaldsins í Madrid. Sú eftirgjöf hefur verið PP erfið. Eftir kosningamar á sunnudag getur Aznar stjórnað án stuðnings þjóðemissinna. í þessu felast gríð- armikil umskipti. Aldrei áður hafa hægri öflin verið í meirihluta á þingi Spánar frá því lýðræðið var endurreist eftir dauða Francos ár- ið 1975. Afrek Aznar felst í því að hafa tekist að skilgreina Þjóðarflokk- inn, sem miðjuafl í spænskum stjómmálum. Hann hefur notað sérhvert tækifæri til að koma þessum boðskap til skila og jafnvel gengið svo langt að hafna því að PP sé flokkur „mið- og hægri- manna“. Einum þekktasta fulltrúa íhaldsmanna, Francisco Álvarez Cascos, kom hann út úr framlínu- sveitinni þessu til sannindamerkis. Pólitískar skilgreiningar era að vísu ekki sérlega upplýsandi nú á tímum en Aznar kveðst ekki líta á PP sem „hægriflokk". Því var spáð árið 1996 að José María Aznar myndi ekki endast lengi í embætti. Hann þótti litlaus og margir vora tilbúnir til að halda því fram að hann væri í raun að- eins strengjabrúða í höndum íhaldsaflanna, sem öllu hygðust ráða bakvið tjöldin. Aznar hefúr nú afsannað allar þessar hrakspár. Hann hefúr reynst sérlega hæfur stjómandi og því fer fjarri að hann geti ekki talað til fjöldans. Þessi hægláti maður hefur sýnt mikla pólitíska hæfileika á síðustu fjóram árum og hefur myndað um sig sveit öflugra stjóm- málamanna, sem vakið hafa verð- skuldaða athygli í öðrum Evrópu- ríkjum. Skulu hér nefndir þeir Abel Matutes utanríkisráðherra og Rodrigo Rato íjármálaráðherra. Umskiptin í spænskum efnhags- málum hafa verið veruleg í tíð Azn- ar. Atvinnuleysið hefur minnkað nokkuð þótt enn geti það með réttu kallast þjóðarböl Spánverja. Fleiri ný störf hafa orðið tii á Spáni en í ríkjum ESB samanlagt en sú töl- íræði er af ýmsum ástæðum vill- andi. RDdsstjórnin hefur fylgt stefnu einkavæðingar, sem stjómarand- staðan hefur gagnrýnt harðlega á kunnuglegum forsendum. „I stað þess að einkavæða ríkisfyrirtæki hafa þau verið fengin vinum for- sætisráðherrans. Ef við stöðvum þá ekki, hirða þeir allt,“ sagði helsti talsmaður sósíalista á dög- unum. Raunar kallast „einka- vinavæðingin" svonefnda „aznar- ización" á spænskri tungu. Þessar aðfinnslur, ásamt þeirri staðreynd að tilteknir hópar hafa ekki notið efnahagsbatans, dugðu ekki til að telja Spánverjum hug- hvarf. Hagur alls almennings hef- ur batnað á síðustu fjóram áram og Aznar lagði á það ríka áherslu að kjör þeirra hópa, sem verst væra settir yrðu bætt fengi PP til þess umboð. Aznar hefur á undan- fómum dögum boðað stefnu „sátt- ar og einingar“ og að stjórn hans verði stjórn „allrar spænsku þjóð- arinnar“. Sósíalistaflokkurinn galt afhroð í þessum kosningum. Joaquín Almunia, leiðtoga flokksins, og stefnu hans var hafnað með ótví- ræðum hætti. Almunia sagði í eft- irminnilegri ræðu þegar hann kunngjörði afsögn sína að „endur- nýjun“ Sósíalistaflokksins hefði algjörlega mistekist. Flokkur kommúnista, Izquierda Unida, sem myndað hafði kosningabanda- lag með PSOE, varð einnig fyrir gífurlegu fylgistapi. Vinstri menn á Spáni standa illa sárir eftir þessar kosningar og þeirra bíður forastu- og tilvistar- kreppa. Finna má margvíslegar tilvísanir í þessum sögulegu þing- kosningum á Spáni til stjómmála í öðram löndum, jafnvel á Islandi. Með því að gera Þjóðarflokkinn „kjósanlegan" á Spáni hefur José María Aznar unnið mikið, ef ekki einstakt afrek, sem jafnast, hið minnsta, á við það, sem Tony Blair vann á Bretlandi. Kominn er fram á sjónarsviðið leiðtogi, sem verð- skuldar athygli og hefur alla burði til að skipa Spánverjum í hóp for- usturíkja Evrópu á næstu áram. KRISTINN MARKÚSSON + Kristinn Markús- son fæddist í Há- koti í Þykkvabæ 14. apríl 1918. Hann lést á Landakotsspítala 5. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Markús Sveinsson (1879-1966) bóndi í Dísukoti og Katrín Guðmundsdóttir (1883-1957) hús- freyja. Systkini Kristins eru: Vigfús (1903-1946), Ólafur (1905-1980), Guð- mundur Valdimar (1906-1906), Guðmundur (1907- 1993), Kristjana (1909-1909), Ólöf (1909-1995), Sveinn (1911-1942), Viktoría (1912-1996), Anna Guðmunda (1913), María (1915- 1962), Yngvi (1917-1991), Ár- mann Óskar (1920-1943), Ársæll (1922-1985) og Ingibjörg (1924). Kristinn kvæntist Guðrúnu Hafliðadóttur (1932) frá Neskoti í Fljótum hinn 17. júní 1954. For- eldrar hennar voru Hafliði Eiríks- son bóndi (1895-1979) og Ólöf Björnsdóttir húsfreyja (1895- 1989). Börn Kristins og Guðrúnar eru: 1) Ásmundur Þór húsasmíða- meistari (1954) kvæntur Birnu Kjartansdóttur og eiga þau tvær dætur. 2) Hafliði fjölskylduráð- gjafi (1956), kvæntur Steinunni Þorvaldsdóttur og eiga þau þijú börn. 3) Katrín húsmóðir (1957) ógift en á fjögur börn. 4) Ólafur verkamaður (1958), kvæntur Ég fékk tækifæri til að kveðja tengdaföður minn, Kristin Markús- son frá Dísukoti, áður en yfir lauk, og er ég Guði mjög þakklát fyrir það. Mér þótti ekki létt að kveðja hann, en nú er hann farinn heim til Drottins og ég get glaðst yfir því að nú er ekkert sem hrjáir hann leng- ur. Ég vil þakka Guði fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og fyr- ir það sem hann sáði inn í mitt líf. Kiddi var um sjötugt þegar ég kynntist honum fyrst, eftir að ég kynntist syni hans Magnúsi, eigin- manni mínum. Ég hreifst strax af þessum huggulega, vel hærða, aldr- aða manni. Hann var einn af þessum jákvæðu, bjartsýnu mönnum sem sjá alltaf björtu hliðarnar á málun- um. Hann var mikill Guðsmaður og átti einlæga trú á Jesúm Krist, sem skein í gegnum allt hans líf. Hann var ekki upptekinn af smáatriðum heldur reyndi að halda frið við alla menn, ef það var unnt og á hans valdi. Hann var gjafmildur og skar ekki við nögl, en var nægjusamur hvað sig sjálfan snerti. Hann hafði mikið jafnaðargeð, og aldrei nokk- urn tímann sá ég hann reiðan eða í vondu skapi. Hann var maður orða sinna og samkvæmur sjálfum sér. Hann var alltaf hlýr og notalegur, þó svo hon- um liði sjálfum ekki alltaf sem best, en þannig leið honum stundum und- ir það síðasta. Hann var umburðar- lyndur afi (en við hjónin eigum tvö börn), og var alltaf tilbúinn í leik eða að segja sögu. Ef ég mætti velja mér afa úr hópi þeirra eldri manna sem ég hef kynnst, þá mundi ég hafa valið hann - að mínum öfum ólöstuðum, en því miður naut ég ekki þeirra forrétt- inda að fá að kynnast þeim, nema einum, en bara að mjög litlu leyti. Með söknuði blessa ég minningu Kidda tengdapabba og þakka Guði fyrir allt sem hann var mér. Guð styrki og huggi Gullu tengda- mömmu og afkomendur þeirra, aðstandendur og vini. Ásta Hjálmarsdóttir. Það er sérkennilegt að hugsa til þess að afi er ekki lengur bóndinn í Dísukoti. Það verður aldrei alveg sama tilfinningin að ganga niður steintröppurnar úr anddyrinu og niður í eldhús, þar sem hann tók svo oft á móti okkur þegar við komum Reginu Heinke og á hann tvö börn og fósturson frá fyrra hjónabandi. 5) Hrönn skrifstofust- jóri (1959), gift Rúd- ólfi Jóhannssyni og eiga þau tvö börn. 6) Óskar bóndi (1960), kvæntur Sigrúnu Leifsdóttur og eiga þau fjögur börn. 7) Líney dagmóðir (1962), gift Guðjóni Hafliðasyni og eiga þau tvo syni. 8) Reynir (1964-1965). 9) Guðmundur Árni sjómaður (1966), kvæntur Vöku Steindórs- dóttur og eiga þau þrjú börn. 10) Guðgeir (1968-1969). 11) Magnús rafeindavirki (1972), kvæntur Ástu Hjálmarsdóttur og eiga þau tvö börn. Kristinn tók við búskap í Dísu- koti 1943 af foreldrum sínum ásamt Ársæli bróður sínum. Krist- inn tók við kúabúinu árið 1965 og byggði upp eitt af tíu afurðamestu kúabúum á landinu. Hann vann að kynbótum og ræktun nautgripa. Hann var fulltrúi Djúpárhrepps hjá Mjólkurbúi Flóamanna um árabil. Kristinn söng í kirkjukór Hábæjarkirkju um áratuga skeið og var virkur meðlimur í Hvíta- sunnuhreyfingunni í meira en hálfa öld. Útför Kristins fer fram frá Há- bæjarkirkju í Þykkvabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 14. austur í Þykkvabæ með pabba og mömmu. Hlýja brosið hans heyrir nú minningunni til og hressilega kveðjan hljómar sem bergmál lið- inna daga. Þetta bergmál er samt svo skýrt í dag þegar við systkinin minnumst elsku afa. Hann er nú fluttur til lands trúarinnar, sem hann lýsti af svo mikilli einlægni við eldhúsborðið í Dísukoti. Ég, Styrmir, minnist afa sem áhugamanns um allt sem lifir. Hann fór með mig á fjörur og saman leit- uðum við að hreiðrum á vorin. Hann sagði mér skemmtilegar sögur af líf- inu og kynnti mig fyrir kynlegum kvistum sem á vegi hans höfðu orð- ið. Hann hafði alveg sérstaka frá- sagnargáfu og gerði alla reynslu svo lifandi að mér fannst ég hafa verið með honum, þegar atburðurinn sem hann lýsti átti sér stað. Mér fannst svo gott hvað hann gerði öllum jafn- hátt undir höfði. Ungir sem aldnir höfðu athygli hans og ég var aldrei settur til hliðar sem krakki, ég var jafnmikilvægur honum og aðrir sem til hans sóttu. Afi var einhver glaðlegasti maður sem ég hef kynnst og jákvæðni hans smitaði út frá sér. Ég vildi gjarnan taka þetta mér til fyrirmyndar og þannig hef ég reynt að haga mínum samskiptum við aðra. Ég, Guðrún, minnist afa sem söngmanns og aðdáanda alls þess sem fagurt er. Hann sagði mér oft frá því hvern- ig þau systkinin sungu saman og hversu skemmtilegt andrúmsloftið var þegar allur hópurinn skipti sér í raddir og söng. Þegar ég sagði hon- um frá söngtilraunum mínum þá lyftist hann allur upp og sagðist vilja syngja með mér þegar hann fengi styrk á ný. Hann fékk aldrei styrkinn til að standa upp og ég fékk ekki tækifærið til að syngja með honum annars staðar en við eldhús- borðið. En það var upplifun sem ég geymi í sjóði minninganna. Ætla ég að gera mitt besta til að syngja hon- um til heiðurs og Guði til dýrðar þegar við kveðjum hann í dag. Ég, Hlynur, minnist afa sem upp- hafsmanns að skákferli mínum. Ég var fjögurra ára gamall og fékk að fara í tíu daga til afa og ömmu í sveitina. Hann tók sér tíma til að leika við mig og kenndi mér mann- ganginn. Hann gerði þetta svo skemmtilegt að ég fékk bakteríuna og hef teflt allar götur síðan. Þegar ég varð íslandsmeistari barna þá fann ég hversu hreykinn hann var og alla tíð hefur hann fylgst með mér og spurt hvemig skákin gangi. Við systkinin kveðjum afa í dag með mikilli virðingu og þökk fyrir allar yndislegu stundimar. Þó að Dísukotið verði aldrei samt, þá lifir minning hans sterkt vegna alls þess góða sem hann veitti inn í líf okkar. Við eigum stefnumót við hann síðar, þegar okkar ganga er fullnuð og trúin fær tengt okkur að nýju heima hjá Drottni. Þangað til viljum við rækta það sem hann sáði í hjörtu okkar afabarnanna og þjóna Drottni með þeirri gjöf sem hverju okkar hefur verið gefin. Styrmir, Guðrún og Hlynur Hafliðaböm. Elsku afi. Nú ertu farinn til Guðs, sem þú elskaðir svo mikið. Minning- in um þig lifir í huga okkar krakk- anna í Parti. Þú varst svo léttur og kátur alla daga. Lagðir fyrir okkur þrautir og gátur og fórst í krók við okkur til að þjálfa vöðvana. Það var líka mjög notalegt að skreppa inn úr fjósinu í hlýjuna til þín og fá kúlu eða að fá hana í lófann út um eldhús- gluggann. Við voram svo hrifin þegar þú varst að slá með orfi og ljá. Þá vora gamli og nýi tíminn að mætast. Við viljum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér í sveitinni. Þú sagðir okkur margt sem við geymum í minningunni. Og nú líður þér vel hjá Guði. Ó,þánáðaðeigaJesú einkaviníhverriþraut Ó, þá heill að halla mega höfði sínu í Drottins skaut. 0, það slys því hnossi að hafna. Hvílíkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ei varpa von og sorg í Drottins skaut. (Þýð. M. Joch.) Hinsta kveðja, Leifur Bjarki, Rakel, Karen og Reynir í Parti. Það er alltaf mikið áfall þegar ná- komnir falla frá, og gildir þá einu hvort um er að ræða unga eða aldna. Enn einu sinni eram við minnt á, að lífið tekur enda á þessu jarðvist- arsviði, og öllum okkar er ætlaður ákveðinn tími hér á jörðinni, þó mis- jafnlega langur verði hann hjá hverj- um og einum. Kristinn í Dísukoti, frændi minn og uppalandi til margra ára, er lagð- ur af stað í sína langferð til sinna for- feðra fyrir handan. Drottinn hefur nú kallað einn af sínum traustustu lærisveinum til sín, og því trúi ég, að hann ætli honum önnur trúnaðarstörf handan við móðuna miklu. Á þessari stundu reikar hugurinn aftur til bernskuáranna í Þykkva- bænum. Ég á afar kærar minningar af hlaðinu í Dísukoti. Þegar ég minnist frænda míns, sem nú er farinn, er svo margt sem kemur upp í hugann. Eitt er þó stærst í minningunni, og það er heimili Kidda og Gullu, kærleiksríkt og notalegt og ótakmörkuð hjarta- hlýja sem þau sýndu öllum sem til þeirra komu. Virðing og kærleikur gagnvart öllum, hvort sem það vora menn eða málleysingar. Af trúnni áttu þau nóg, og einnig til að miðla til annarra, hvenær og hvar sem var. Félagsbúskapurinn í Dísukoti var ekki bara með dýrum, heldur einnig öllum börnunum sem þar uxu úr grasi, og komust til vits og þroska, og þar átti Kiddi stóran þátt í, sem vinur og félagi allra og góður upp- alandi. Trúna reyndi Kiddi að móta í hverju barnshjarta og held ég að þar hafi honum vel til tekist. Dagsverki hans er nú lokið hérna megin með miklum sóma, en önnur verk bíða á nýjum og betri stað. Það er öraggt að þar situr hann ekki auð- um höndum, frekar en héma megin. Þú varst skemmtilegur, örlátur og góður drengur, greiðvikinn og gott að leita til þín. Heiðarleiki var þitt mottó. Ég vil þakka þér stundimar sem við áttum saman, allt of fáar, en að sama skapi góðar. Góður maður er genginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.