Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Námskeið og fyrirlestrar í LHI Strand á Ströndinni TVEIR fyrirlestrar verða í Lista- háskóla Islands, Skipholti 1, í næstu viku. Cornelía Sollfrank myndlistarmaður heldur fyrirlestur um eigin verk og Netið sem miðil og vettvang myndlistar, mánudag- inn 20. mars kl. 12.30, á Laugar- nesvegi 91, stofu 24. Cornelía býr og starfar í Ham- borg. Henni eru hugleiknar þær breytingar sem nú eiga sér stað í myndlist og nýtt hlutverk mynd- listarmanna í heimi tækni og upp- lýsinga. Cornelía er einn af stofn- endum alþjóðlegu femínistahreyf- ingarinnar „Old Boys Network“. Miðvikudaginn 22. mars kl. 12.30 í stofu 113 í Skipholti 1, heldur Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir listfræðingur fyrirlestur sem hún nefnir: „Ljósmyndun í Cobru (1948 -1951). Hin alþjóðlega hreyfing Tónlist fyrir textíl TÓNLIST fyrir textíl er yfirskrift samstarfsverkefnis Bergþóru Guðnadóttur, fata- og textflhönn- uðar, og tónlistarmannanna Jóels Pálssonar, Hilmars Jenssonar og Matthíasar Hemstock, sem opnað verður í kvöld, fóstudagskvöld, kl. 21 í vöruskemmu við Köllun- arklettsveg 4 (Breiðfjörðs blikk- smiðja bakvið Kassagerðina við Sæbraut). Flutt verður verk sem byggist á spuna auk skrifaðra fyrirmæla fyrir kontrabassaklarínett, rafgít- ar og rafmagnað slagverk. Berg- þóra sýnir eigin hönnun á flíkum þar sem megináhersla er á efnin sem hún vinnur sjálf að öllu leyti eða hluta til. Bergþóra er hér með sína fyrstu tískusýningu eftir útskrift úr Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1999. Cobra, hafði áhrif á nútímalist og er hvað þekktust fyrir framlag sitt til myndlistar. Ljósmyndun í Cobra hefur hinsvegar verið nær óþekkt fram að þessu. Fyrirlesari mun kynna niðurstöður rannsóknar sinnar um þetta efni, sem unnar eru við Sorbonne-háskólann í París. Námskeið Týndar konur er yfirskrift nám- skeiðs sem hefst mánudaginn 27. mars. Saga listakvenna er rakin í samhengi við almenna listasögu og hugsanlegar skýringar þess að svo hljótt hefur verið um þær; byrjað verður á miðöldum og endað í sam- tímanum. Kennari er Elísa Björg Þor- steinsdóttir listfræðingur. Kennt verður í stofu 113, Skipholti 1. KVIKMYNDIR Stjörnubfó BATS/BLÖKUR ★ V2 Leikstjóri: Louis Morneau. Hand- ritshöfundur: John Logan. Leikar- ar: Lou Diamond Philipps, Dina Meyer, León og Bob Gunton. Dest- ination Films 1999. NÓTT. Ungt par í bíl úti fyrir bæj- armörkunum. Hún er ekkert á því að kyssa hann. Honum finnst það ekki nógu gott, en verra þó þegar hrylli- legt skrímsli ræðst inn í bílinn og tæt- ir þau bæði í sig. Við erum að horfa á bandaríska hryllingsmynd. Skrímslin reynast sérræktaðar og sérstaklega grimmar leðurblökur sem vísindamaður (Bob Gunton) nokkur missti úr höndum sér. Það kemur í hlut leðurblökufræðings (Dina Meyer) að ráðast til atlögu við kvikindin ásamt aðstoðarmanni sín- Gunnar Kr. sýnir í Lista- sal Man GUNNAR Kr. Jónasson opnar sýningu í Listasal Man að Skólavörðustíg 14 á morgun, laugardag, kl. 16. A sýningunni, sem ber yfirskriftina Stálverk, verða þrívíð verk unnin úr stáli. Gunnar Kr. Jónasson er fæddur 12. nóvember 1956. Hann er búsettur á Akureyri þar sem hann rekur auglýs- ingastofuna Stíl. Gunnar stundaði nám við málunardeild Myndlistaskól- ans á Akureyri á árunum 1986 -1989 og hefur einkum lagt stund á málverk en snúið sér í vaxandi mæli að gerð þrívíðra verka í seinni tíð. Sýningin mun standa til 4. aprfl og er opin virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10 til 18 og sunnudaga frá kl. 14 til 18. um (León) og lögreglustjóra bæjarins (Lou Diamond Philipps). Það versta við þessa mynd er að það er ekkert fmmlegt við hana. Hún er klisja frá upphafi til enda; sögu- þráðurinn, persónumar, samtölin og áfram mætti lengi telja. Svo er hún ekki fyndin. León hefur fengið aumk- unarvert hlutverk hins alkunna fyndna félaga. Hann skýtur því „fyndinni" setningu inn á milli mis- gáfulegs orðagjálfurs hinna, en allt em það gamlir brandarar. Þessi mynd er ekki spennandi. Það er kannski enn verra en ófrumleikinn því þetta á nú að vera einhvers konar hryllings-spennumynd. Hún er of fyrirsjáanleg auk þess sem persón- urnar era það leiðinlegar að skemmtilegast hefði verið að sjá eina leðurblökuna narta í þau af bestu lyst. Eg held með leðurblökunum. Þær era býsna vel gerðar, era hryllilega ógeðsleg kvikindi (en þó sjarmerandi á sinn hátt) og það eina gáfulega í þessari mynd. Hildur Loftsdóttir KVIKMYNDIR Regnboginn, Bíó- höllin, Laugarásbfó, Borgarbfó Akureyri THEBEACH ★★ Leikstjóri Danny Boyle. Hand- ritshöfundur John Hodge e. skáld- sögu Alex Garland. Tónskáld Angel Bandalamenti. Kvikmyndatöku- stjóri Darius Khondji. Aðalleik- endur Leonardo Di Caprio, Tilda Swinton, Robert Carlyle, Virginie Ledoyen, Guillaume Canet, Patter- son Joseph. Lengd 120 nu'n. Banda- rísk. Fox 2000 - 20th Century Fox, 2000. RICHARD (Leonardo Di Caprio) á lítið sameiginlegt með hinum al- mennu Taílandsföram, sem hann kallar „fitukeppi sem éta upp heim- inn“. Kjötflutningunum úr norðri sem viðra sig í einhverjar vikur og halda síðan á brott jafnnæpuhvítir og þeir komu. Með minningar um sætt landslag, draumaprinsa á barnum, æsilegar flagmerar á nuddstofunum. Richard er í leit að „svalanum", ævintýrinu. Heims- horna á milli flækist þessi ungi Bandaríkjamaður með pokaskjatta á bakinu og virðist loksins á réttri leið er hann kynnist Duffy (Robert Carlyle), snargeggjuðum skota, á gistiheimili í Bangkok. Duffy segir Bandaríkjamanninum frá af- skekktri eyju með hinni fullkomnu strönd, sannkallaðri sólarparadís án fitukeppa. Fremur síðan sjálfsmorð en skilur eftir landakort í herbergi Richards. Þar hefur hann dregið upp teikningu af eyju og Richard fer á stúfana ásamt frönsku pari, ná- grönnum sínum á hótelinu, Franc- oise (Virginie Ledoyen) og Etienne (Guillaume Canet). Áður gerir hann afrit af kortinu og afhendir það ung- um löndum sínum í svipaðri leit. Draumurinn verður að veruleika. Eyjan er til, nóg að bíta, brenna og dóp til að reykja. Ströndin ómót- stæðileg, þar sem lítill hópur lands- hornaflakkara hefur sest að án nokkurra tengsla við umheiminn. Búa í sátt og samlyndi við mar- íjúanabændur sem rækta sitt gras í friði á hinum enda eyjunnar - svo lengi sem Vesturlandabúunum fjölgar ekki. Maðurinn hefur löngum alið með sér drauminn um Útópíu, hið full- komna eyland þar sem allt er einsog best verður á kosið. T.d. minnist ég að hafa lesið fyrir löngu síðan Pro- vidence Island, bók eftir Calder Willingham um furðu svipað efni. Á síðum hennar urðu auglýsingajaxl og piparmey skipreka á eyðiey, þar sem m.a. var kappnóg af kannabis og ástalífið blómstraði. Willingham (The Graduate, Little Big Man), var manna fyndnastur. Alex Garland fékk að vísu Betty Trask verðlaunin fyrir þessa fyrstu skáldsögu sem myndin er byggð á, hún hlýtur að taka handritinu fram. Það er fyrst til að taka að myndin (og sagan) er hreinræktuð fantasía og ber að taka sem slíka. Fer vel af stað í framandi, fögra og afburða glæsilega teknu landslagi, fönguðu af Darius Khondji, einum merkasta töku- manni samtímans, undir ámóta góðri tónlist Angelo Bandalamenti, kryddaðri flutningi Blur, All Saints, ofl., ofl. Di Caprio flottur eins og draumaprins fölleitra túrhesta, sömuleiðis Virginie Ledoyen og Tilda Swinton (Orlando). Allt rúllar þokkalega áfram fyrri klukkutím- ann, eða svo, þá fer myndin að losna úr böndunum og endar að lokum sem marklaust augnakonfekt. Ádeila á einræði og harðstjórn er léttvæg, hliðstæðan við Apocalypse Now og Flugnahöfðingjann, og að lokum Paradísarmissi, ámóta bragðlaus. Að lokum stendur gest- urinn uppi með enn ein Holly- woodmistökin, draum um mikla að- sóknarmynd sem því miður siglir í strand á Ströndinni. Boyle.og félag- ar virðast ekki ná áttum nema í heimahögunum. Sæbjörn Valdimarsson Stórhættuleg kvikindi Gólfefa afsláttur af öllum gólfefnum Gólfmottur í miklu úrvali Gólfmotta 230 xl60 sm 7.485 kr. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Svanhildur Bogadóttir liorgarskjalavörður og Skúli Helgason, framkvæmdastjóri innlendra við- burða hjá menningarborginni, skoða nýju bókina. Nýjar bækur • EVIDENCE! Europe reflected in Archives, Sannanir! (Evrópa spegl- uð í skjalasöfnum) hefur að geyma gömul skjöl (oft lítið þekkt), sjö borgarskjalasafna menningarborga Evrópu árið 2000. Söfnin hafa unnið að sameiginlegu verkefni, þar sem tilgangurinn er að kynna hinn auð- uga menningararf Evrópu sem er að finna í skjalasöfnum borganna, bæði sameiginleg einkenni borganna og sérkenni þeirra. I tengslum við þetta hefur einnig verið opnuð sýning á Netinu. Skjalaverðir safnanna í Bergen, Bologna, Helsinki, Krakow, Prag, Reykjavík og Santiago de Compost- ela sáu um söfnun skjalanna. Þau segja t.d. frá upphafi lýðræðis, rót- um menntunar, greftrunarsiðum og afþreyingu barna. Þau geta verið sorgleg, spennandi, falleg, alvarleg, fyndin eða jafnvel heimskuleg. Bókin er skipt í tvo meginhluta. í fyrri hlutanum er fjallað um sér- kenni umræddra borga. Hægt er að lesa um söguna bak við tilbúnu hæð- irnar í Krakow, um hvemig eftir- líking af dómkirkju er brennd í tákn- rænum tilgangi í Santiago, drengjasveitirnar í Bergen, timbur- húsin í Reykjavík o.s.frv. Annar hluti bókarinnar fjallar um sameig- inlegt einkenni í evrópskri menn- ingu og arfleifð. T.d. er fjallað um borgararéttindi, aðstoð við fátæka, íþróttir og önnur verkefni borganna, eins og holræsa- og hafnargerð og snjómokstur. í lok bókarinnar er fjallað um skjalasöfnin sem tóku þáttíverkefninu. Framlag hverrar borgar er á máli lands hennar og á ensku. Verkefnið var unnið með styrk frá Raphaél-sjóði Evrópusambandsins, með styrkjum frá framkvæmda- nefndum menningarborgarársins í hverri borg og með stuðningi deildar MÖGULEIKHÚSIÐ verður með tvær leiksýningar í Vestmanna- eyjum í dag, fóstudag. f öllum leikskólum bæjarins og yngstu bekkjum grunnskólanna fá börnin að sjá leikritið um Snuðru og Tuðru eftir Pétur Eggertz, byggt borgarskjalasafna í Alþjóðasambandi skjalasafna. Reykjavík - menn- ingarborg Evrópu árið 2000, studdi Borgarskjalasafn Reykjavíkur til þátttöku í verkefn- inu og er það hluti af dagskrá hennar. Bókin er291 bls., prentuð á vandaðan pappír, með yfír 300 litljós- myndum, fíestum þeirra af skjölum. Bókin fæst á Borg- arskjalasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, helstu bókaversl- unum ogáNetinu. Einnig er hægt að skoða sambæri- legt efni á sýningu safnanna á Net- inu sem ber sama heit Evidence! Europe refíected in Archives. Vef- fanghennar er: http://www.euarch- ives.org. á scigum eftir Iðunni Steinsdóttur. I framhaldsskólanum verður spunaverkið Hafrún eftir leikhóp- inn í leikstjórn Péturs Eggertz. Þar eru leikkonan Vala Þórsdóttir og gítarleikarinn Kristján Eldjárn í aðalhlutverkum. Möguleikhúsið sýnir í Eyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.