Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 5 H UMRÆÐAN Reykjanesbraut frá Krýsuvíkurvegi til Keflavíkur Skipting óhappa á tímabilinu 1992-1998 eftir afleiðingum. 19921 1993 ' 1994 1 1995T 1996 ' 1997 ' 1998 ' Skýrsla Vegagerðarinnar um slys á Reykjanesbraut frá Krýsuvíkurvegi til Keflavíkur á árunum 1992-98. Alvarlegustu meiðslin á fólki urðu eft- ir að vegurinn var lýstur upp með ljósastaurum 1. des. 1996. Ljósagangur á Hellisheiði í NOKKUR und- anfarin ár hafa sumir þingmenn Sunnlend- inga talið það brýnt hagsmunamál kjör- dæmisins að setja upp raflýsingu á Hellisheiði. Það myndi auka öryggi vegfarenda á þessum hættulega fjallvegi, í skammdegismyrkri og hríðarbyljum. Eggert Haukdal al- þingismaður mun fyrstur manna hafa vakið máls á þessu. Og síðan hafa aðrir þingmenn haldið málinu vakandi, einkum fyrir kosningar, og hreppsnefndarmenn í héraði tekið undir þetta. Nú hefur Vegagerðin upplýst, að þessi lýsing Hellisheiðar sé hvorki á 4ra ára vegaáætlun henn- ar né heldur á langtímaáætlun, enda önnur verkefni brýnni. Stofn- kostnaður myndi nema um 200 milljónum króna í ljósastaurum, raflínum og spennistöðvum. Raf- magnskaup og annar rekstur yrði 6-8 milljónir á ári. En þingmenn vildu hefjast handa strax og afla mætti fjár með veggjaldi. En hver er reynslan af slíkri lýsingu á þjóðvegum? Kemur hún í veg fyrir slys? Reykjanesbraut var raflýst með ljósastaurum frá Krýsuvíkurvegi til Keflavíkur 1. des. 1996. Hefur slys- um fækkað? Samkvæmt slysa- skáningu Vegagerðar- innar, sem byggist á upplýsingum úr lög- regluskýrslum, kemur eftirfarandi í ljós: 1) Fyrir lýsingu veg- arins urðu þar 34 slys árið 1994 og slösuðust 11. Árið 1995 urðu þar 27 slys og 8 slösuðust Árið 1996 urðu þar 39 slys og 14 slös- uðust. 2) Eftir lýsingu veg- arins hækkaði kostnaður vegna slysa, sem þar urðu. Árið 1997 urðu þar 32 slys með 17 slasaða og árið 1998 urðu 20 slys með 9 slas- aða - þrátt fyrir lýsinguna. Þetta er mjög athyglisvert. Og enn athyglisverðara er, að lýsing vegarins varð beinlínis orsök sumra þessara slysa. Árið 1997 urðu á þessum upplýsta vegi 7 slys, þar sem 2 slösuðust, og árið 1998 urðu þar 2 slys, þar sem 2 slösuðust - sem öll urðu við það að ekið var á ljósastaura! Þessi lýsing getur hugsanlega veitt falskt öryggi og menn aki þá hraðar. Þá getur hún beinlínis valdið slysum, þegar ekið er á ljósastaura í vegköntum. Slík hindrun getur í mikilli hálku nán- Lýsing Lýsing getur hugsan- lega veitt falskt öryggi og menn aka þá hraðar, segir Guðmundur Kristinsson. Þá getur hún beinlínis valdið slysum. ast klippt í sundur bifreið, sem skautar stjórnlaus eftir veginum. Auk þess valda slíkir staurar sjónmengun í óbyggðum og óþarfa ljósmengun. Stjörnuhiminninn er hluti af útsýninu, ekkert síður en fjallahringurinn. En er þörf á þessari raflýsingu með ærnum kostnaði? Öllum, sem um Hellisheiði aka, ætti að vera ljóst, að vegurinn er ágætlega upplýstur. í báðum veg- köntum eru grannar vegstikur úr endurunnu plasti, sem sumir kalla vegpresta, og varða vel veginn með skærum glitmerkjum, sem sjást langt að. Sigurður Helgason hjá Umferðarráði telur þær ein- hverja snjöllustu uppfindingu í umferð um fjallvegi. Bóndi í Ólfusi hafi fundið þær upp og fengið mik- ið lof fyrir. Jón Hjartarson, bóndi á Læk í Ölfusi, segist vera búinn að fram- leiða stikurnar í tíu ár, fyrst fyrir Skota, sem settu þær upp í skozku hálöndunum. Hann segir Vega- gerðina hafa sett þær fyrst upp ár- ið 1992 á Hellisheiði og í Þrengsl- um og reynslan var svo góð, að nú séu þær á flestum fjallvegum landsins. Þær kosta aðeins um 1.000 krónur og þurfa sáralítið við- hald. Árið 1994 fékk Jón sérstaka viðurkenningu frá Slysavarnafé- lagi íslands fyrir þetta framlag hans til slysavarna á vegum lands- ins. Látum Vegagerðina sjá um veg- ina! Þingmenn geta eflaust varið þessum 200 milljónum betur en henda þeim út í vindinn á Hellis- heiði. Höfuudur er rithöfundur og fv. féhirðir. HEILSULATEXDÝNUR 8 Lúxusbitar N Ó A T Ú N NÚATÚN117. R0FABÆ3S. HÚLAGARDI. HAMRA80RG 14 KÚP.. HVERAFOLD. FURUGRUND 3. KÚP. . ÞVERH0LTI 6. MOS.. JL-HÚSIVESTUR i M. KLEIFARSEL118. AUSTURVERI. HÁALEITIS8RAUT 68 A VILTU LÉTTAST? VILTU ÞYNGJAST? Höfum náð frábærum árangri Upplýsingar í síma 698-3600 Sparaðutugbúsunilir" Endurvinnum flestar gerðir tölvuprentborða svo V þeir verða sem nýir yvar@vortex.is Tónleikar ( hvert sinn sem hönd þín nálgast BeoCenter 2300 opnast glerhurðirnar hljóðlega og dauft Ijós kviknar. BeoCenter 2300 er fullkomið hljómflutningstæki með geislaspilara og FM/AM útvarpi. Það er alltaf notalegt að nálgast BeoCenter 2300. BeoCenter 2300 frá Bang & Olufsen: kr. 108.500 Heimabíó BeoVision Avant 28" eða 32" breiðtjaldssjónvarp á rafknúnum snúningsfæti, með innbyggðu fjölkerfa Nicam stereo myndbandstæki og öflugum hátölurum. BeoVision Avant er næst því sem þú kemst að vera í bíói án þess að fara að heiman. BeoVision Avant frá Bang & Olufsen: Frá kr. 419.000 Málfrelsi BeoCom 6000 er ekki eingöngu þráðlaus sími. Hann sýnir þér hver er að reyna að ná í þig og þú ákveður hvort þú svarar. Einnig geturðu tengt allt að 5 önnur símtól við sömu línuna og haft þína eigin símstöð á heimilinu. Með BeoCom 6000 fær fjölskyldan eitthvað til að tala um. BeoCom 6000 frá Bang & Olufsen: kr. 30.900 BANG & OLUFSEN Síöumúla 21. Reykjavík. Sími 581 1100.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.