Morgunblaðið - 17.03.2000, Side 57

Morgunblaðið - 17.03.2000, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 5 H UMRÆÐAN Reykjanesbraut frá Krýsuvíkurvegi til Keflavíkur Skipting óhappa á tímabilinu 1992-1998 eftir afleiðingum. 19921 1993 ' 1994 1 1995T 1996 ' 1997 ' 1998 ' Skýrsla Vegagerðarinnar um slys á Reykjanesbraut frá Krýsuvíkurvegi til Keflavíkur á árunum 1992-98. Alvarlegustu meiðslin á fólki urðu eft- ir að vegurinn var lýstur upp með ljósastaurum 1. des. 1996. Ljósagangur á Hellisheiði í NOKKUR und- anfarin ár hafa sumir þingmenn Sunnlend- inga talið það brýnt hagsmunamál kjör- dæmisins að setja upp raflýsingu á Hellisheiði. Það myndi auka öryggi vegfarenda á þessum hættulega fjallvegi, í skammdegismyrkri og hríðarbyljum. Eggert Haukdal al- þingismaður mun fyrstur manna hafa vakið máls á þessu. Og síðan hafa aðrir þingmenn haldið málinu vakandi, einkum fyrir kosningar, og hreppsnefndarmenn í héraði tekið undir þetta. Nú hefur Vegagerðin upplýst, að þessi lýsing Hellisheiðar sé hvorki á 4ra ára vegaáætlun henn- ar né heldur á langtímaáætlun, enda önnur verkefni brýnni. Stofn- kostnaður myndi nema um 200 milljónum króna í ljósastaurum, raflínum og spennistöðvum. Raf- magnskaup og annar rekstur yrði 6-8 milljónir á ári. En þingmenn vildu hefjast handa strax og afla mætti fjár með veggjaldi. En hver er reynslan af slíkri lýsingu á þjóðvegum? Kemur hún í veg fyrir slys? Reykjanesbraut var raflýst með ljósastaurum frá Krýsuvíkurvegi til Keflavíkur 1. des. 1996. Hefur slys- um fækkað? Samkvæmt slysa- skáningu Vegagerðar- innar, sem byggist á upplýsingum úr lög- regluskýrslum, kemur eftirfarandi í ljós: 1) Fyrir lýsingu veg- arins urðu þar 34 slys árið 1994 og slösuðust 11. Árið 1995 urðu þar 27 slys og 8 slösuðust Árið 1996 urðu þar 39 slys og 14 slös- uðust. 2) Eftir lýsingu veg- arins hækkaði kostnaður vegna slysa, sem þar urðu. Árið 1997 urðu þar 32 slys með 17 slasaða og árið 1998 urðu 20 slys með 9 slas- aða - þrátt fyrir lýsinguna. Þetta er mjög athyglisvert. Og enn athyglisverðara er, að lýsing vegarins varð beinlínis orsök sumra þessara slysa. Árið 1997 urðu á þessum upplýsta vegi 7 slys, þar sem 2 slösuðust, og árið 1998 urðu þar 2 slys, þar sem 2 slösuðust - sem öll urðu við það að ekið var á ljósastaura! Þessi lýsing getur hugsanlega veitt falskt öryggi og menn aki þá hraðar. Þá getur hún beinlínis valdið slysum, þegar ekið er á ljósastaura í vegköntum. Slík hindrun getur í mikilli hálku nán- Lýsing Lýsing getur hugsan- lega veitt falskt öryggi og menn aka þá hraðar, segir Guðmundur Kristinsson. Þá getur hún beinlínis valdið slysum. ast klippt í sundur bifreið, sem skautar stjórnlaus eftir veginum. Auk þess valda slíkir staurar sjónmengun í óbyggðum og óþarfa ljósmengun. Stjörnuhiminninn er hluti af útsýninu, ekkert síður en fjallahringurinn. En er þörf á þessari raflýsingu með ærnum kostnaði? Öllum, sem um Hellisheiði aka, ætti að vera ljóst, að vegurinn er ágætlega upplýstur. í báðum veg- köntum eru grannar vegstikur úr endurunnu plasti, sem sumir kalla vegpresta, og varða vel veginn með skærum glitmerkjum, sem sjást langt að. Sigurður Helgason hjá Umferðarráði telur þær ein- hverja snjöllustu uppfindingu í umferð um fjallvegi. Bóndi í Ólfusi hafi fundið þær upp og fengið mik- ið lof fyrir. Jón Hjartarson, bóndi á Læk í Ölfusi, segist vera búinn að fram- leiða stikurnar í tíu ár, fyrst fyrir Skota, sem settu þær upp í skozku hálöndunum. Hann segir Vega- gerðina hafa sett þær fyrst upp ár- ið 1992 á Hellisheiði og í Þrengsl- um og reynslan var svo góð, að nú séu þær á flestum fjallvegum landsins. Þær kosta aðeins um 1.000 krónur og þurfa sáralítið við- hald. Árið 1994 fékk Jón sérstaka viðurkenningu frá Slysavarnafé- lagi íslands fyrir þetta framlag hans til slysavarna á vegum lands- ins. Látum Vegagerðina sjá um veg- ina! Þingmenn geta eflaust varið þessum 200 milljónum betur en henda þeim út í vindinn á Hellis- heiði. Höfuudur er rithöfundur og fv. féhirðir. HEILSULATEXDÝNUR 8 Lúxusbitar N Ó A T Ú N NÚATÚN117. R0FABÆ3S. HÚLAGARDI. HAMRA80RG 14 KÚP.. HVERAFOLD. FURUGRUND 3. KÚP. . ÞVERH0LTI 6. MOS.. JL-HÚSIVESTUR i M. KLEIFARSEL118. AUSTURVERI. HÁALEITIS8RAUT 68 A VILTU LÉTTAST? VILTU ÞYNGJAST? Höfum náð frábærum árangri Upplýsingar í síma 698-3600 Sparaðutugbúsunilir" Endurvinnum flestar gerðir tölvuprentborða svo V þeir verða sem nýir yvar@vortex.is Tónleikar ( hvert sinn sem hönd þín nálgast BeoCenter 2300 opnast glerhurðirnar hljóðlega og dauft Ijós kviknar. BeoCenter 2300 er fullkomið hljómflutningstæki með geislaspilara og FM/AM útvarpi. Það er alltaf notalegt að nálgast BeoCenter 2300. BeoCenter 2300 frá Bang & Olufsen: kr. 108.500 Heimabíó BeoVision Avant 28" eða 32" breiðtjaldssjónvarp á rafknúnum snúningsfæti, með innbyggðu fjölkerfa Nicam stereo myndbandstæki og öflugum hátölurum. BeoVision Avant er næst því sem þú kemst að vera í bíói án þess að fara að heiman. BeoVision Avant frá Bang & Olufsen: Frá kr. 419.000 Málfrelsi BeoCom 6000 er ekki eingöngu þráðlaus sími. Hann sýnir þér hver er að reyna að ná í þig og þú ákveður hvort þú svarar. Einnig geturðu tengt allt að 5 önnur símtól við sömu línuna og haft þína eigin símstöð á heimilinu. Með BeoCom 6000 fær fjölskyldan eitthvað til að tala um. BeoCom 6000 frá Bang & Olufsen: kr. 30.900 BANG & OLUFSEN Síöumúla 21. Reykjavík. Sími 581 1100.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.