Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hæstiréttur dæmir í málum tveggja fyrirtækja
vegna ofgreiddra jöfnunargjalda
Ríkið dæmt til að end-
urgreiða 15,5 millj. kr.
HÆSTIRETTUR dæmdi í gær ís-
lenska ríkið til að endurgreiða fyr-
irtækinu Dreifingu ehf., sem flutt
hefur inn franskar kartöflur, 9,5
milljónir af ofgreiddu jöfnunar-
gjaldi á árunum 1988-94 með drátt-
arvöxtum, auk 800 þúsund kr.
málskostnaðar. Hæstiréttur komst
að sömu niðurstöðu í öðru máli þar
sem sambærilegar kröfur voru
hafðar uppi og var ríkið einnig
dæmt í því máli til að endurgreiða
hópi einstaklinga, fyrir hönd inn-
flutningsfyrirtældsins Ekrunnar
hf., 6 millj. kr. með dráttarvöxtum
auk 600 þúsund kr. málskostnaðar
vegna ofgreidds jöfnunargjalds af
innfluttum kartöflum.
Ólögmæt álagning
Héraðsdómur hafði sýknað ríkið
af báðum kröfunum, m.a. með þeim
rökstuðningi að þær væru fyrndar.
Á það féllst Hæstiréttur ekki.
Hæstiréttur komst að þeirri nið-
urstöðu í lok árs 1996 að álagning
190% og 120% jöfnunargjalds af
kartöflum og vörum unnum úr
þeim, sem lagt var á skv. heimild í
reglugerð landbúnaðarráðherra,
hefði verið ólögmæt. í framhaldi af
þeim dómi höfðuðu bæði fyrirtækin
mál gegn ríkinu og kröfðust endur-
greiðslu á ofgreiddum jöfnunar-
gjöldum.
í niðurstöðum Hæstaréttar í
málunum segir m.a. að áfrýjendur
hafi leitt verulegar líkur að því, að
samkeppnisstaða þeirra hafi rask-
ast nokkuð vegna jöfnunargjalds-
ins.
„Þar sem ekki var gætt lög-
mætra skilyrða við álagningu þess
þykir næsta öruggt, að það hafi
ekki í raun skilað sér til baka í
verðlagningu vörunnar. Þetta mat
er örðugt og hlýtur að fara að álit-
um. Eftir öllum atvikum þykir
hæfilegt, að stefndi endurgreiði
áfrýjanda 9.500.000 krónur af hinu
ofgreidda jöfnunargjaldi, sem til
álita er,“ segir niðurstöðu Hæsta-
réttar í máli Dreifingar.
Ríkið sýknað af kröfu
um endurgreiðslu á U-gjaldi
Hæstiréttur sýknaði hins vegar
ríkið af kröfu Dreifingar um end-
urgreiðslu á svokölluðu U-gjaldi,
sem nam 50% á tollverð unninnar
vöru úr kartöflum og staðfesti með
því dóm héraðsdóms sem hafði
komist að þeirri niðurstöðu að fjög-
urra ára fyrningarfrestur gilti um
kröfuna og hefði krafan því verið
fyrnd þegar málið var höfðað.
Morgunblaðið/Ásdís
B arnavagnarnir
komnir á kreik
í LEYSINGUNUM að undanfómu
hefur einn þjóðfélagshópur glaðst
talsvert; nefnilega nýbakaðir for-
eldrar og ungviði þeirra. Nú er
nefnilega aftur hægt að fara með
bamavagninn á ferðina, nokkuð
sem hefur reynst harla vonlítið í
fannferginu á Fróni upp á síðkast-
ið. Þessi mær brá undir sig betri
fætinum ásamt tvíburanum á Sauð-
árkróki á dögunum og leiddist
greinilega ekki lífið.
Telur skip-
stjórann
hafa strok-
ið með
áhöfnina
FLUTNINGASKIPIÐ Fio Crima lét
úr Hafnarfjarðarhöfn um hádegið í
gær enda þótt einungis væri búið að
landa helmingi farms þess. Islenskir
fulltrúar Alþjóðasambands flutninga-
verkamanna (ITF) stöðvuðu uppskip-
un í fyrradag vegna óviðunandi kjara
skipverja um borð. 20 til 30 skipverj-
ar eru um borð, allt Rússar búsettir í
Lettlandi.
Á fundi ITF í gær áður en skipið lét
úr höfn var ákveðið að fara yfir stöðu
mála með lögfræðingum og mun
brottíor skipsins ekki hafa áhrif á
framvindu mála. „Ég lít svo á að skip-
stjórinn hafi strokið burt með áhöfn-
ina og mun skrifa skýrslu um málið
og senda afrit af henni á þá staði sem
grunur leikur á að skipið muni hafa
viðkomu á,“ sagði Borgþór Kjæme-
sted eftirlitsfulltúi ITF. „Við munum
ennfremur biðja þá aðila sem kunna
að taka á móti skipinu að vera vak-
andi yfir því að skipverjar á skipinu
búa við óviðunandi kjör. Við munum
fara fram á að skipið verði bundið og
ekki leyst úr viðkomandi höfn fyrr en
gert hefur verið upp við skipverjana."
Skipið siglir undir fána Panama en
er í eigu grískra aðila.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Fjórir jarðskjálftar mældust í Eyjafjallajökli í gær. Skj;ílftarnir áttu ekki upptök í öskjunni,
sem sést á myndinni, heldur í norðurenda jökulsins.
Hræringar í Eyjafjallajökli
FJÓRIR jarðskjálftar mældust í
Eyjaíjallajiikli í gær og voru þeir
allir 1 til 2 stig á Richter. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Veðurstof-
unni er þetta heldur meiri skjálfta-
virkni en venjulega á þessu svæði,
en þó ekki það mikil að ástæða þyki
til að hafa sérstakan viðbúnað.
Að sögn Steinunnar Jakobsdótt-
ur, jarðeðlisfræðings á jarðeðlis-
sviði Veðurstofunnar, dró nokkuð
úr skjálftavirkni í Eyjafjallajökli
meðan á Heklugosinu stóð, en hún
virðist nú hafa aukist á ný. Stein-
unn sagði að ýmsar skýringar gætu
verið á þessu og að ekkert lægi fyr-
ir um að bein tengsl væru á milli
Heklugossins og skjálftavirkni í
Eyjaíjallajökli. Hún sagði að
skjálftavirkni í Eyjafjallajökli kæmi
oft í bylgjum og að hugsanlega
hefði lægð farið saman við gosið.
Upptök skjálftanna nú era ekki í
öskju Eyjafjallajökuls heldur í
norðurendajökulsins.
Góður
skriður á
viðræðum
Samiðnar
FINNBJÖRN A. Hermannsson,
formaður Samiðnar, sagði að við-
ræður Samiðnar og Samtaka at-
vinnulífsins væru komnar á fullan
skrið. Fundur var haldinn hjá ríkis-
sáttasemjara í gær þar sem m.a.
var rætt um veikindarétt og ýmsa
afmarkaða þætti kjarasamning-
anna.
Finnbjörn sagði að menn hefðu
skipst á pappírum og undirnefndir
væru að störfum. Ekkert hefði ver-
ið rætt um sjálf launin, en hagfræð-
ingar væru að fara yfir þau mál og
meta forsendur samninga. Finn-
björn sagðist meta það svo að Sam-
iðn væri komin álíka langt í viðræð-
unum við SA og Rafiðnaðar-
sambandið. Hann sagðist telja að
menn þyrftu a.m.k. alla næstu viku
til að Ijúka samningavinnunni.
Samiðn hefur átt í viðræðum við
Reykjavíkurborg um gerð skamm-
tímasamnings sem gildi frá upphafi
þessa árs til ársloka. Viðræðurnar
byggjast á því að tekið verði upp
nýtt launakerfi. Finnbjörn sagði að
á samningafundi í fyrradag hefði
Samiðn lagt fram heildstæð drög að
kjarasamningi við Reykjavíkur-
borg. Samninganefnd borgarinnar
hefði óskað eftir tíma til að fara yfir
drögin fram á miðvikudag í næstu
viku. Þá kæmi væntanlega í ljós
hvort samningar á þessum grund-
velli tækjust eða ekld.
Samgönguráðherra undirbýr ráðstefnu um samgöngumál
THE LOOK OF THE CENTURY
Á 20. öld hafa nýtiskustefnur skotið upp kollinum
hvað eftir annað og breytt hugmyndum okkar um
hvað skuli teljast smekklegt og hvað sé smekk-
laust. Þessi vandaða og rikulega myndskreytta bók
rekur hönnunarsögu 20. aldar á einstaklega
hrífandi hátt.
n BHéetory
Erlendar bækur
daglega
I\ mumlsson
Austurstræti 5111110« KringUinni 51) 1130 • Hafnarftrði 555 Ö0ú5
Engar aðgerðir vegna
Húsavíkurflugs
STURLA Böðvarsson samgöngu-
ráðherra segist ekki geta séð með
hvaða hætti samgönguyfirvöld
gætu gripið til aðgerða til að koma
aftur á áætlunarflugi frá Húsavík.
Hann segir bæjarstjóra Húsavíkur
hafa rætt við sig og ýmsir aðilar
nyrðra hafi sent ráðuneytinu álykt-
anir og lýst þar áhyggjum sínum.
„Húsavíkurflugið er í uppnámi
vegna þess að á þeirri leið er eng-
inn hagnaður og flugfélögin vilja
ekki sinna öðrum leiðum en þeim
sem standa undir sér,“ segir Sturla
Böðvarsson. Hann segir ilugið út
frá Akureyri um Norðurland í sér-
stakri skoðun í ráðuneytinu. Ráð-
herra benti á að góðar flugsam-
göngur væru milli Reykjavíkur og
Akureyrar og ekki löng vegalengd
milli Akureyrar og Húsavíkur en
kvað þó æskilegt að halda hefði
mátt áfram áætlunarflugi á Húsa-
vík. „En á þessu stigi sé ég ekki að
samgönguyfirvöld geti komið að
málinu," sagði ráðherra.
Samgönguráðherra segir í und-
irbúningi að kalla hagsmunaaðila á
ráðstefnu til að ræða vítt og breitt
samgöngur bæði í flugi og með
áætlunarbílum. Segir hann þar
ætlunina að draga sem mest fram
upplýsingar og umræður um
hvernig mönnum sýnist að þessari
þjónustu verði best komið í fram-
tíðinni.