Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 56
756 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Tímamót á gjörgæsludeild „Sjúklingur liggur þungt haldinn á gjör- gæsludeild Borgarspíta- lans.“ Pessi setning hefur því miður ekki svo sjaldan verið hluti af fréttum í gegnum árin, þegar sagt er frá V alvarlegum slys- um. Það getur verið erfitt fyrir þann sem ekki hefur kynnst starfsemi á gjör- gæsludeild af eigin raun að gera sér í hugarlund hvað þetta þýðir og hvað hér er um að ræða. Sjúklingar eru lagðir inn á gjörgæsludeild þegar stöðug gæsla er nauðsynleg vegna þess hve mikið veikir eða slasaðir þeir eru. Tryggja þarf fyllsta öryggi, vegna þess að lífs- hættulegt ástand þeirra getur hæg- lega breyst á hverri stundu. Sam- kvæmt orðabók Menningarsjóðs er með orðinu gjörgæsla átt við, að veitt _ sé gæsla sem er fullkomin eða alger Gyða Hallddrsdóttir Kristinn Sigvaldason og er þar vel lýst tilgangi þeirrar starfsemi sem hér verður fjallað um. Nafni Borgarspítalans, eins og sjúkrahúsið hét í upphafi, hefur tví- vegis verið breytt á síðustu árum. Fyrst í Sjúkrahús Reykjavíkur við sameiningu Borgarspítala og Landa- kotsspítala og svo nú í mars í Land- spítali, háskólasjúkrahús í Fossvogi. Þrátt fyrir skipulagsbreytingar á sjúkrahúsunum er gjörgæsludeildin sú sama og tilgangur starfseminnar óbreyttur. Deildin gegnir mjög mikilvægu hlutverki í heil- brigðisþjónustu landsmanna á helsta bráða- spítala landsins. Gjörgæsla í þrjá áratugi Á þessu ári eru 30 ár liðin frá því að gjör- gæsludeild Borgarspítalans Kristín tók til starfa. Gunnarsdóttir Deildin er elsta deild sinnar teg- undar hér á landi. Síðar hófst starf- semi gjörgæsludeilda á Landspítala, Landakotsspítala og Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. I dag eru þrjár gjörgæsludeildir starfræktar hér á landi. Það er vel við hæfi, að á tímamótum sem þessum skuli gjör- gæsludeildin í Fossvogi opna sem nýendurbyggð og stækkuð deild, með gjörbyltingu á allri aðstöðu. Rúmstæðum fjölgar nú um tvö og verða þau nú ellefu með nýjum og auknum tækjabúnaði og bættri að- stöðu, sem tryggir aukið öryggi og gæði við eftirlit, meðferð og umönn- un sjúklinga. Starfsemi gjörgæsludeildarinnar hefur aukist mikið með árunum. Með aukinni þekkingu og tækni hafa möguleikar á meðferð sjúklinga með alvarlega sjúkdóma og áverka af völdum slysa aukist til muna. Með samhæfðri teymisvinnu lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, presta og annars starfsfólks, er leit- ast við að veita sjúklingum og að- standendum þeirra bestu mögulega þjónustu. Rekstur gjörgæsludeilda er mjög dýr og kostnaður tækjabúnaðar mik- ill fyrir hvem sjúkling. Meðferð sjúklinga getur verið mjög flókin og kostnaðarsöm, sérstaklega hvað lyf og umönnun sérþjálfaðs starfsliðs varðar. En hverjir eru lagðir inn á gjör- gæsludeild? Eins og áður sagði eru það einstaklingar með fjöláverka eft- ir hvers kyns slys, þar sem lifi og heilsu er ógnað. Einnig eru þar ein- staklingar með bilun á helstu líffæra- kerfum, svo sem hjarta, lungum, heila og nýrum. Við bráða nýmabil- un er gerð blóðskilun með hjálp nýrra og fullkominna tækja. Mikið er um stórar og flóknar skurðaðgerðir á sjúkrahúsinu og eru þeir einstakling- ar á gjörgæsludeild þar til stöðugt ástand líkamans er tryggt. Innlagnir Gjörgæsla Gjörgæsludeildin í Fossvogi gegnir lykil- hlutverki í bráðaþjón- ustu landsmanna segja Gyða Halldórsdóttir, Kristín I. Gunnarsdótt- ir o g Kristinn Sigvalda- son. Brýnt er að í fram- Minnum á hinn árlega blaðauka Fermingar sem fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 25. mars. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 mánudaginn 20. mars Aliar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111. AUGLÝSINGADEILD tíðinni verði búið vel að svo þjóðfélagslega mik- ilvægri starfsemi. á gjörgæsludeildina eru flestar bráðainnlagnir frá slysa- og bráða- móttöku eða öðrum deildum spítal- ans. Vöknun er eining innan gjör- gæsludeildarinnar, þar dveljast sjúklingar sem þurfa sérstaka gæslu í styttri tíma eða innan við sólar- hring. Á vöknun eru þrettán rúm- stæði, með fullkomnum útbúnaði. Hjúkrun Mikil nákvæmni er viðhöfð við hjúkrun bráðveikra einstaklinga. Hver og einn fær sérhæfða hjúkrun þar sem öll gæsla og umönnun er stöðug og nákvæm. Á gjörgæslu- deildinni starfar starfsfólk með sér- hæfða þekkingu og reynslu í umönn- un mikið veikra einstaklinga. Starfsmenn sem koma nýir til starfa á deildinni fá kennslu og sérstaka þjálfun. Hjúkrun og umönnun aðstand- enda er mjög vandasamur og stór þáttur í gjörgæslustarfinu. Aðstand- endum sjúklinga þarf að sinna af alúð og umhyggju og veita stuðning við að takast á við erfiðleikana. Ailt starfs- fólk deildarinnar, ásamt prestum, kemur þar að. Við alvarlegt ástand og meðvitundarleysi veit hinn sjúki oft lítið af því sem er að gerast, en á meðan bíða aðstandendur í óvissu. Slíkt óvissutímabil er oft mjög erfitt fyrir aðstandendur og er þá lögð rík áhersla á mikilvægi upplýsinga. Lækningar Hefð hefur skapast fyrir því á ís- landi eins og hjá öðrum Norður- landaþjóðunum að umsjá gjörgæslu- lækninga er í höndum svæfingalækna. Ákvarðanir um með- ferð eru þó ávallt teknar í samvinnu við sérfræðinga sem annast sjúkling- inn og umönnun er oftast teymis- vinna margra sérgreina (skurð- lækna, hjartasérfræðinga, lungnasérfræðinga, smitsjúkdóma- lækna, nýmasérfræðinga, röntgen- lækna og fleiri). Á gjörgæsludeild er sérfræðingur í svæfingum og gjör- gæslu til taks á staðnum allan sólar- hringinn og kallar hann aðra lækna til eftir þörfum. Mikil og stöðug aukning hefur ver- ið á innlögnum þá þrjá áratugi sem deOdin hefur starfað. Það er greini- legt að hlutfall mikið veikra fer vax- andi, þar sem sífellt fleiri þurfa á meðferð í öndunarvél að halda. Með- ferð í öndunarvél varir að meðaltali í fimm daga, en dæmi eru um allt að 3ja mánaða meðferð. Þrátt fyrir þessa aukningu hefur dánartíðni lækkað úr 11,7 % í 8,5 % á síðasta áratug og meðallegutimi er nú styttri. Framfarir hafa því greinilega skilað árangri og meðferð er skjót- virkari. Framtíðin Gjörgæsludeildin í Fossvogi gegn- ir lykilhlutverki í bráðaþjónustu landsmanna. Brýnt er að í framtíð- inni verði búið vel að svo þjóðfélags- lega mikilvægri starfsemi. Endur- nýjun og stækkun deildarinnar er mjög mikilsverður þáttur í þeirri við- leitni. Breytingin er mikO, en þó að tækjabúnaður sé fullkominn og að- staðan góð, er það mannauðurinn sem mestu máli skiptir. Fullkomin tæki mega sín lítils ef ekki kemur til reynsla og kunnátta fagfólks til að nota þau. Allt frá stofnun gjörgæslu- deOdarinnar í Fossvogi hefur deildin átt því láni að fagna að hafa á að skipa mjög hæfu og traustu starfs- fólkd, sem ávallt er reiðubúið að veita sjúklingum og aðstandendum bestu fáanlega meðferð og umönnun. Framtíð deildarinnar byggist á góðu starfsumhverfi, þar sem stuðlað er að stöðugri endurmenntun og fram- þróun. „Líðan sjúklingsins er nú betri og er hann kominn úr lífshættu. Hann verður væntanlega útskrifaðui- af gjörgæsludeild á morgun.“ Mark- miðið er að sem oftast verði fréttin þessi. Bætt líðan og betri heilsa er og verður alltaf takmarkið fyrir okkar skjþlstæðinga. Á morgun, laugardaginn 18. mars, kl. 14-16, gefst landsmönnum kostur á að skoða nýendurbyggða gjör- gæsludeild á Landspítala í Fossvogi. Við bjóðum alla velkomna sem vOja nota þetta tækifæri, að skoða deild- ina áður en hún tekur til starfa. Gyða er svidsstjóri hjúkrunnr á skurðlækningasviði, Kristín er hjúknnmrdeiltkirsijóri á gjörgæslu- deild og Kristinn er umsjónarlæknir á gjörgæsludeild Landspítala, há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi. Skrítin afstaða Skeljungs Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is Stjórn olíufélagsins Skeljungs tilkynnti nýlega á aðalfundi að fyrirtækið hefði ákveð- ið að hætta að styrkja starfsemi stjórnmála- flokka. Þetta er óneit- anlega skrítin ákvörð- un, ekki síst vegna þess að fyrirtækið sagðist í þessu samhengi vilja vinna að viðskipta- markmiðum sínum eft- ir ábyrgum og lögmæt- um ieiðum og greiði því ekki fé til stjórnmála- starfsemi. Ólafur Lýðræðið er dýr- Hauksson mætasta eign þjóðar- innar. Velsæld hennar byggist á því að með lýðræðislegum stjórnarhátt- um fær frelsi einstaklingsins að njóta sín og að skapaður er rammi utan um trausta þjóðfélagsgerð. Stjómmálastarfsemi er birtingar- mynd lýðræðisins. Því er með öllu óskiljanlegt hvernig fyrirtæki eins og Skeljungur getur komist að þeirri niðurstöðu að það samrýmist ekki viðskiptamarkmiðum að styðja það starf sem stuðlar að viðhaldi lýðræð- isins - og þar með áframhaldandi til- veru Skeljungs. Án lýð- ræðisins væri Skelj- ungur ekki tO. Hér væri aðeins einrátt rík- isolíufélag. Stjóm þess væri ekki kosin á aðal- fundi eigenda, heldur útvalin klíka flokks- systkina og ættingja einræðisherrans. Vel getur verið að stjórn Skeljungs telji lýðræðið hér á landi svo fullkomið að þeir sem að því hlúa þurfi engan stuðning. En það er nóg að fylgjast með hinni daglegu pólitísku umræðu tO að sjá að stjórnmálamenn og stjórn- málaflokkar þurfa stuðning úr öllum áttum, bæði móralskan og fjárhags- legan. Þetta fólk vinnur hörðum höndum fyrir opnum tjöldum til að tryggja velsæld þjóðarinnar. Það kostar ekkert síður peninga en áhuga. Kynning stjórnmálaflokka á stefnumálum verður sífellt kostnað- arsamari, því það er orðið mjög dýrt að láta til sín heyrast með auglýsing- um og útgáfu prentefnis. Miklu Lýðræði An lýðræðisins, segir Olafur Hauksson, væri Skeljungur ekki til. skiptir því að sem flestir leggi þess- ari starfsemi lið með hóflegum fram- lögum. Þannig er einnig best hægt að draga úr óæskilegum áhrifum þess að fáir aðilar kosti starfsemi einstakra flokka. Skeljungur gefur slæmt fordæmi með ákvörðun sinni. Ekki nóg með það, heldur segir stjórnarformaður- inn í viðtali í Morgunblaðinu að ekki kæmi á óvart að fleiri fyrirtæki fylgdu á eftir Skeljungi í þessum efn- um. Vonandi verður enginn tO að fyigja fordæmi Skeljungs. Vonandi verður þetta á hinn veginn, að fleiri fyrirtæki og einstaklingar leggi stjórnmálastarfsemi lið. Það er hin ábyrga og lögmæta leið til að styrkja stoðir lýðræðisins. Höfundur er blaðamaður og starfar við almannatengsl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.