Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 46
^6 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Vilborg Guð- raundsdóttir ljós- móðir fæddist á Næfranesi í Mýra- hreppi, Dýrafirði 21. nóvember 1920. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Isa- firði 4. mars síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Núpskirkju í Dýra- firði 11. mars. Langt og blessunar- ríkt ævistarf er að baki. Kvöldgeislar eilífrar friðsæld- ar ellinnar bera birtu yfir langa veg- ferð. Vilborg Guðmundsdóttir ljósmóð- ir, Bogga, átti fjölþætt æviskeið. Jafnt ljósmóðurstarfi var hún hús- freyja á gestkvæmu heimili sem ávallt stóð opið gestum og gangandi og var þar oft glatt á hjalla í vina- hópi. SKjótt dró þó ský fyrir sólu er þau hjónin Haukur og Bogga urðu fyrir þeini þungu raun, fyrir rúmum þrjátíu árum, að missa einkason sinn og tvo bróðursyni hennar af slysför- um. Þá sýndu þau ótrúlegan styrk og æðruleysi og miðluðu öðrum af sálarró sinni. Gleðigjafar urðu þeim einkadóttirin Margrét og fósturson- urinn Torfi og þeirra fjölskyldur. Haukur og Bogga voru mjög sam- hent. Hann var söngstjóri og kirkjuorganisti og fóru kóræfingar yfirleitt fram á heimili þeirra. Var húsfreyjan þar mikil driffjöður enda bæði söng- og ljóðelsk. Mikla unun hafði Bogga af gróðurstörfum. Hún hafði næmt auga fyrir hverri jurt, sem gægðist upp úr moldinni í 'gróandanum, fuglalífi og lækjarnið. Um árabil hafði hún umsjón með garðinum Skrúð á Núpi. Þar naut hún þess að fegra og prýða svo að eftir var tekið. Ljósmóðurstörfin stundaði Bogga í Dýra- firði og fór þá tíðum erf- iðar vetrarferðir til Þingeyrar. Aldrei lét hún bilbug á sér finna þó að veður væru mis- jöfn. Eftir að þau hjónin fluttu til Þingeyrar tók Bogga að sér forstöðu sjúkraskýlisins ásamt ljósmóðurstarfinu. Óhætt er að full- yrða að þar var hún í forystu við að setja á stofn aðstöðu fyrir aldraða. Alla tíð var umönnun og samúð með þeim sem voru hjálparþurfi rík- ur þáttur í fari Boggu. í starfi var hún afkastamikil og ávallt fylgdi henni gleðiblær. Hún var starfsöm með afbrigðum. Ung var hún nem- andi á Tóvinnuskólanum á Sval- barðsströnd og vann þar fallega muni sem prýddu heimilið. Á efri ár- um fékkst hún enn við handavinnu og föndur og var þá sem fyrr listfeng og hugmyndarík. Haukur og Bogga bjuggu síðustu árin í nábýli við Margréti og fjöl- skyldu hennar. Eftir að Haukur lést naut Bogga þess að vera í návist dótturbarnanna sem voru mjög hænd að ömmu sinni. Eg vil að lokum, fyrir hönd fjöl- skyldu minnar, þakka Boggu, svil- konu minni, fyrir samfylgdina gegn- um árin og það hversu umönn- unarsöm þau hjónin voru við barnahópinn á efri hæðinni. Minn- umst við öll þeirra gleðistunda sem fjölskyldurnar áttu saman og bregða birtu á bernsku- og æskuár barn- anna á Núpi. Elsku Magga, Torfi og fjölskyld- ur. Innilegar samúðarkveðjur frá okkur Valda._ Áslaug S. Jensdóttir. Við andlát Vilborgar Guðmunds- dóttur frá Núpi hvarflar hugurinn aftur til miðbiks liðinnar aldar. Á þeim árum var búskapur á Núpi og starfsemi við héraðsskólann með miklum blóma. Vilborg, sem þá var nýlega orðin ljósmóðir héraðsins, var nýgift Hauki Kristinssyni, sem bjó félagsbúi á Núpi með Valdimar bróður sínum og Áslaugu Jensdótt- ur konu hans. Á þessum árum var barnaskóli á Núpi fyrir alla sveitina, að Ingjaldssandi undanskildum. Þeim börnum sem áttu langt að sækja í skóla var komið fyrir á heim- ilum á Núpi. Eg var svo heppinn á minni tíð í barnaskóla að vera komið fyrir hjá Hauki og Vilborgu í tvo vet- ur, en fyrsta ár mitt í skólanum var ég vetrarpart hjá Hauki og ráðs- konu hans Elinborgu Össurardótt- ur. Lengri var dvöl mín í barnaskól- anum ekki. Haukur var maður hógvær og vandaður til orðs og æðis en glettinn þegar við átti. Hann var organisti kirkjunnar á Núpi og ann- aðist póstdreifingu í ytri hluta sveit- arinnar. Því fékk drengurinn, sem kominn var á heimilið, stundum þann ábyrgðarmikla starfa að fara með póstinn út í Hlíð, heimili þeirra Hjaltlínu Guðjónsdóttur og Sig- tryggs Guðlaugssonar prófasts og skólastjóra, sem þá var kominn hátt á níræðisaldur. Hjaltlína kom ævin- lega til dyra og fyllti vasa póst- sveinsins með rúsínum og sveskjum. Þess vegna þótti honum gott að fara í þessar sendiferðir þótt ekki væri honum boðið í bæinn því Hjaltlína var annáluð snyrtimanneskja en drengurinn stundum votur í fæt- urna. Hann fékk því ekki að kynnast leyndardómum þessa litla og snotra húss fyrr en mörgum árum seinna að hann átti þangað leið í lækniser- indum. Ekki man ég til þess að Haukur legði sig sérstaklega fram um að leiðbeinamér um námsefnið en hann kunni svör við öllu sem ég spurði hann um. Vilborg, aftur á móti, sýndi mér móðurlega um- hyggju og aga. Eg var látinn reikna við eldhúsborðið og hún leiðrétti mig fyrirhafnarlaust meðan hún undir- bjó kvöldmatinn. Mig grunar að stærðfræðin hafi verið henni auð- veldur leikur því margir góðir verk- fræðingar eru í hennar ætt. En hún gætti þess að kúristinn næði ekki al- gerum tökum á drengnum og sendi hann því út að leika sér þegar henni fannst nóg lesið fyrir næsta dag. Þá var ekki í kot vísað á efri ýiæðinni þar sem glæsilegar dætur Áslaugar og Valdimars uxu úr grasi eða leika sér við jafnaldrana í næstu húsum. Á þessum árum var ein skólastofa í barnaskólanum þar sem öllum ár- göngum var kennt samtímis. Þar var líka aðeins einn kennari, Svava Ól- afsdóttir Thoroddsen frá Vatnsdal við Patreksfjörð, en hafði nú búið og starfað á Núpi í rúm tíu ár og gifst Jóni Zóphaníassyni kennara. Svövu var einstaklega sýnt um að láta nem- endur sína læra fyrirhafnarlítið og aldrei man ég eftir því að hún þyrfti að beita aga við nemendur, en smáhrekkjum og glensi tók hún með jafnaðargeði. Hún kom öllum til nokkurs þroska og ótrúlega margir úr þessum tiltölulega fámenna nem- endahópi héldu síðan til langskóla- náms. Þegar ókunnugir blaða í gömlum ljósmyndabókum á heimili mínu verður stundum fyrir þeim mynd af ungum dreng með stórar kinnar, undirhöku og alltof miklum utan um sig. Vilborg var lagin í eldhúsinu og bjó til góðan mat og hún vildi ekki láta drenginn frá sér nema vel alinn. Fljótt hurfu þó þessi velmegunar- einkenni eftir að hann hvarf úr hennar umsjá. I huga mínum minnist ég Vilborg- ar, eða Boggu á Núpi eins og hún var jafnan kölluð af kunnugum, sem hressilegrar konu og traustvekjandi, en þessir eiginleikar nýttust vel í starfi hennar sem ljósmóðir. Hún hafði stórt hjarta sem best kom í ljós þegar systir mín og mágkona henn- ar veiktist og dó frá fimm ungum börnum. Var hún þá bróður sínum og börnum hans stoð og stytta. Þeg- ar yngsta barnið kom á skólaaldur tóku þau Haukur það til sín og ólu það upp sem sitt eigið. Hún var framúrskarandi bamgóð, eins og ég fékk sjálfur að reyna, og til hennar hópuðust börn til sumar- dvalar. Þau Haukur máttu reyna þá þungu sorg að missa einkason sinn af slysförum og tvö börn önnur þeim nákomin sem voru hjá þeim í sveit. Þrátt fyiir þessa ógn- aratburði merktist ekki að hún hefði glatað glaðværð sinni eða lífsþrótti sem fylgdu henni alla tíð. Að leiðar- lokum þakka ég samfylgdina fyrir hönd fjölskyldu minnar á Mýrum og ég minnist um leið með gleði liðinna daga á heimili Hauks og Vilborgar á Núpi. Davíð Gíslason. Vilborgu kynntist ég þegar ég flutti á Hlíf. Alltaf gat ég farið til hennar með prjónana mína og hvað sem var ef ég þurfti á hjálp að halda. Hún var alltaf tilbúin að veita að- stoð. Eftir að hún veiktist og átti erf- iðara með að fara um fór ég til henn- ar flesta daga. Ef ég kom ekki spurði hún eftir því hvort Lára hefði sést í dag. Svona var umhyggja hennar. Hún var góð kona og gott að hafa fengið að kynnast henni. Elsku Vil- borg, takk fyrir allt. Margréti dóttur hennar og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að styrkja þau í sorginni. Blessuð sé minning Vilborgar Guðmundsdóttur. Lára Magnúsdóttir, Hlíf. VILBORG GUÐMUNDSDÓTTIR + Sveinn Björns- son fæddist í Reykjavík 23. júlí 1926. Hann lést á Landspitalanum 28. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaða- «■„ kirkju 7. mars. Sveinn átti langan og farsælan starfsferil að baki og gegndi þar að auki mörgum trúnaðar- störfum um ævina. Eg ætla ekki að lýsa því nánar hér, það munu aðrir sem betur þekkja til vafalaust gera. Eg mun frekar minnast Sveins eins og hann kom mér fyrir sjónir sem tengdafaðir. Við Sveinn hitt- umst fyrst fyrir um 17 árum þegar ég kynntist dóttur hans, Þórunni. Ekki man ég hvaða hugmyndir ég gerði mér um hann þá, hafði þó eitthvað heyrt að hann væri mjög ákveðinn w maður. Það kom því þægilega á óvart að hann reyndist vera hin þægileg- asti í öllum samskiptum. Á þessum árum vildi hann gjaman tefla og spjalla inni á kontór í Grund- arlandi, en ég hafði sjaldnast roð við hon- um. Það var helst að hann gleymdi sér í frá- sögu af einhverju atviki frá skólaárunum í Bandaríkjunum að ég fékk rýmri umhugsun- artíma en allt kom fyrir ekki. Á þessum árum er við kynntumst fyrst varð Sveinn forstjóri SVR eftir langt starf sem forstjóri Iðntækni- stofnunar. Að skipta um starf og fara í annað krefjandi starf á sextugs aldri er ekki heiglum hent en Sveini tókst það með ágætum og naut sín vel í sínu nýja starfi. Á þeim árum bjuggum við í Svíþjóð og ef Sveinn átti erindi á fund kollega sinna einhvers staðar á Norðurlöndum tók hann gjarnan á sig krók til að heimsækja okkur og bamabörnin. Það einkenndi Svein að hann vildi umfram allt eiga gott sam- band við sína nánustu og ræktaði það af kostgæfni, enda sagði hann oftar en ekki að honum liði best þegar stórfjölskyldan væri saman komin. Ekkert væri dýrmætara en að eiga góða að. Enda held ég að sé leitun að samheldnari fjölskyldu og átti Sveinn mikinn þátt í því. Sá sjúkdómur sem Sveinn greind- ist með fyrir um þremur ámm var mikið reiðarslag fyrir hann og fjöl- skylduna. En það lýsir honum vel að hann vildi vita um allt sem hægt var að vita um sjúkdóminn og leitaði víða fanga að upplýsingum og komst m.a. í kynni við rannsóknarstofnanir og samtök erlendis gegnum netið. Hann vildi gera sér sem gleggsta grein fyr- ir sjúkdómsferlinu þó að flestum hefði óað við staðreyndum. En þrátt fyrir óumflýjanleg örlög tók Sveinn þeim af æðruleysi og lét ekki hugfall- ast. Með góðum stuðningi Helgu og bama sinna náði Sveinn að njóta margra góðra samverustunda með fjölskyldu sinni allt fram til síðustu stundar. Með þessum orðum kveð ég tengdaföður minn sem ég bar mikla virðingu fyrir. Magnús Guðmundsson. Fundum okkar Sveins Björnsson- ar bar fyrst saman fyrir um tíu árum þegar ég var kjörinn varamaður í stjórn Strætisvagna Reykjavíkur en hann var þá forstjóri fyrirtækisins. Þegar ég þurfti að hlaupa í skarðið fyrir stjórnarmenn, lagði Sveinn sig fram um að útskýra fyrir mér efnis- atriði fyrirliggjandi viðfangsefna með ýtarlegum hætti. Var greinilegt að hann leit á það sem skyldu sína að upplýsa stjórnarmenn sem best um málefni fyrirtækisins, svo þeir hefðu traustan grunn að byggja á við töku ákvarðana. Ég kynntist Sveini betur árið 1994 þegar ég tók fast sæti í stjórn fyrir- tækisins. Sveinn lét reyndar af starfi forstjóra í ársbyrjun 1995 en við héldum sambandi eftir það og reynd- ist hann mér ætíð vel þegar ég leitaði ráða hjá honum. Sveinn var hafsjór af fróðleik um almenningssamgöngur og mér lærð- ist því fljótt að leita til hans ef mig vantaði upplýsingar á því sviði. Sveinn tók sér góðan tíma í að svara fyrirspurnum en kryddaði jafnan svörin með gamansögum og marg- víslegum fróðleik úr heimi fyrir- tækjareksturs og verkfræði. Sveinn vann lengst af við margvís- leg verkfræðistörf en tók einnig virk- an þátt í stjórnmálum. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var m.a. vara- borgarfulltrúi um þrettán ára skeið, stjórnarformaður SVR og formaður stjómar veitustofnana. Sveinn varð síðan forstjóri SVR árið 1983, við frá- fall þáverandi forstjóra, Eiríks Ás- geirssonar. Oft hefur gustað um SVR og í stjórn fyrirtækisins hefur verið tek- ist hraustlega á. Þessu kynntist Sveinn þar sem hann sat lengi í stjórn fyrirtækisins áður en hann varð forstjóri, bæði í meirihluta og minnihluta. Þrátt fyrir að hvergi væri gefið eftir í pólitíkinni á þessum tíma, naut Sveinn trausts langt út fyrir raðir eigin flokksmanna. Þetta kom vel í ljós þegar hann sótti um forstjórastöðuna en ráðning hans vai- samþykkt mótatkvæðalaust. Ekki kom á óvart að Sveinn fengi atkvæði sjálfstæðismanna, sem skipuðu meirihluta stjórnar, en þau dugðu honum til að hljóta stöðuna. Hitt þótti merkilegra að fulltrúi Alþýðu- bandalagsins, Guðrún Ágústsdóttir, skyldi einnig greiða Sveini atkvæði sitt en þrátt fyrir langvai-andi póli- tískan ágreining og átök, treysti hún honum best til að stýra fyrirtækinu. Sveini þótti afar vænt um þetta traust og gleymdi því aldrei. Sveinn naut sín vel hjá SVR enda hafði hann brennandi áhuga á al- menningssamgöngum og átti gott með að umgangast ólíkt fólk. Hann var gæddur einstakri þjónustulund, var sjálfur í beinu sambandi við fjölda farþega, og lagði sig fram um að leysa vanda þeiira, oft símleiðis með kort af leiðakerfinu fyrir framan sig. Sveinn lagði mikla áherslu á að eiga gott samstarf við starfsmenn enda naut hann víðtæks trúnaðar og var persónulegur vinur margra þeirra. Ég efast um að margir for- stjórar stórfyrirtækja taki jafn ríkan þátt í félagslífi starfsmanna og Sveinn gerði en hann var m.a. afar virkur í Taflklúbbi SVR. Það er í mörg horn að líta hjá stóru fyrirtæki og vissulega kemur fyrir að menn séu ekki sammála um stefnuna eða framkvæmd hennar. Sveinn tók þær ákvarðanir, sem hann taldi fyrir- tækinu fyrir bestu, en lét starfsmenn vita að dyr hans stæðu þeim ávallt opnar og hann væri reiðubúinn að hlusta á skoðanir þeirra. Fyrir kom að hart væri deilt og þótt úrskurður forstjórans væri mönnum ekki alltaf að skapi, lagði hann sig fram um að menn skildu í góðu. Ekki endilega sammála en sáttir. Ef mikil spenna var í loftinu átti hann það til að fá menn til að setjast að tafli og róa þá þannig. Áreiðanleiki, samviskusemi, ráðdeild og fáguð framkoma í hví- vetna voru aðalsmerki Sveins og þeir kostir nutu sín svo sannarlega við stjórn hins margbreytilega rekstrar sem SVR snýst svo sannarlega um. Sveinn var lítt gefinn fyrir þjark í daglegri umgengni en vildi heldur gera að gamni sínu. Hann gat þó ver- ið hvassyrtur og jafnvel hæðinn í til- svörum ef honum fannst tilefni til, einkum ef honum þótti höggvið of nærri fyrirtækinu. I byrjun áratug- arins skilaði sparnaðarátak í rekstri SVR svo miklum árangri að seint verður leikið eftir en Sveini fannst fyrirtækið þó njóta þess í litlu þar sem treglega gekk að fá leyfi til að fjárfesta í betri búnaði og nýjum vögnum. Eitt sinn gekk Sveini illa að sann- færa borgarráð um að kaupa þyrfti nokkra nýja strætisvagna til að halda í við hækkandi meðalaldur vagnaflot- ans. Hafði hann upphaflega beðið um 4-5 nýja vagna en borgarráð reyndi að lækka þá tölu eins og hægt var. Sveini var farið að leiðast þófið og þegar spurt var að því hvort SVR nægði ekki að fá einn vagn, svaraði Sveinn að bragði: „Af hverju ekki hálfan vagn?“ Þá lét borgarráð und- an. Sveinn var ekki síðri gæfumaður í einkalífi en starfi og engum duldist að fjölskyldan var hans fjársjóður. Um leið og ég læt í Ijós þakklæti fyrir að hafa kynnst og fengið að starfa með Sveini Bjömssyni, sendi ég konu hans, Helgu Gröndal, og fjöl- skyldu allri, innilegar samúðarkveðj- ur. Kjartan Magnússon. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar em beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. SVEINN BJÖRNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.