Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 53 . í réttu Ijósi frá morgni til kvölds Estée Lauder kynnir Revelation Light Responsive Compact Makeup SPF 15 Nú getur húð þín verið frábærlega frfsk- leg og lýtalaus ásýndum í hvaða Ijósi sem er - hvort heldur dagsbirtu eða raf- Ijósum. Leyndardómurinn felst í þessum nýja andlitsfarða sem í eru sérstök litar- efni er laga sig að birtunni og stýra þekjuhæfni farðans. Tregsmitandi efna- blandan veitir húðinni nauðsynlega vernd og þægilega áferð daglangt. Clara Kringlunni Sara Bankastræti Lyfja Lágmúla Lyfja Setberg Lyfja Hamraborg Hagkaup Kringlunni Hagkaup Smáranum Snyrtistofan Hrund, Crænatúni Amaró, Akureyri Apótek Keflavíkur 104 konur - hvaða úrlausnir fyrir þær? réttarins. Nú stendur í fyrstu grein fiskveiðistjórnunarlaganna (enn ein gleymda greinin) að nytjastofnar á Islandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Þetta eru ein af fáum lögum sem skjótast upp á skjáinn á vefsíðu Alþingis þegar maður stimplar inn leitarorðið „sameign". Þrátt fyrir að þessi lög séu búin að vera almenningi opin til lestrar frá setningu þeirra árið 1990 virðist fá- mennur hópur ekki hafa skilið merkingu þeirra og ráðist í að fjár- festa í sameigninni af miklu kappi. Nú standa þessir sömu menn sveittir frammi fyrir því að komin skuli vera upp sú staða að æðsti dómstóll landsins leiðrétti þennan misskilning þeirra og eru því lítil úrræði eftir fyrir talsmenn þeirra nema að sýna klærnar eða grenja sem hæst til að fá meðaumkun al- mennings. Hér komum við að frá- bærasta kaflanum. Þessir menn veina og kveina og ætlast til að fá meðaumkun þeirra sem þeir hafa arðrænt í fleiri ár, svo ég nefni nú ekki allt fólkið í verðlausu húsunum á landsbyggðinni, eða sem farið er í okurleiguna á höfuðborgarsvæðinu með ekkert milli handanna. Ég er ekki að draga úr þeim áhrifum sem dómurinn ætti að hafa á íslenskt efnahagslíf ef hann fer eins og mér þykir eðlilegast. Ég vona þó að skellurinn komi núna svo ekki sé farið út í þá vitleysu að halda þessu lénsfyrirkomulagi áfram sem gerir ekkert annað en að breikka bilið á milli stétta þann- ig að fátækt verði viðloðandi vanda- mál. Ég er nefnilega ekki sáttur við ummæli forsætisráðherra um að margir hafí það verra en við. Það er ein versta og huglausasta leið, sem hægt er að fara, að horfa fram hjá alvarlegu vandamáli, eins og fá- tækt manna í litlu landi er. Það skyldi þó aldrei vera að guð- irnir séu dauðlegir eftir allt saman? Höfundur er nerai við Sam- vinnuháskólann á Bifröst. Til að fyrirbyggja ótímabæra þungun þarf forvarnarstarf, segir Hulda Jensdóttir, og samhæfðar aðgerðir frá byrjun. hróp hins ófædda bams“. Og ég spyr: - Hvemig getum við verið sátt við okkur sjálf þegar við berjumst gegn okkur sjálfum í móðurlífi? Þar var öryggið mest hér áður fyrr. Nú er öldin önnur. Og enn spyr ég: Hvaða úrlausnir buðust konunum 104? Hin hliðin. Hvað er fóstur eða bam í móðurlífi? Það er manneskja, hvers hjarta er farið að slá þegar eftir 3ja vikna dvöl þar. Vísindin í dag segja okkur að þessi litla lífvera sé full- komin manneskja eftir 10 vikna dvöl. Þau segja okkur einnig að þessi litla manneskja sýni viðbrögð, t.d. við tónlist eftir 12 vikur og við fæðingu þekki hún lagið sem var spilað fyrir hana eða söguna sem var lesin fyrir hana eftir 28 vikna meðgöngu. Hugs- um um þetta og hlustum á innri rödd- ina, sem segir okkur, að við getum gert mun betur en nú er gert, bæði í fyrirbyggjandi aðgerðum og í vemd- un lífs. Lifið heil. Hulda Jensdóttir ÁRIÐ 2000 gekk í garð með tilstandi og væntingum. Með fram- fömm, tækni og fjöl- breytilegum aukaverk- unum þar af, og ógleymdu peninga- flæði, sem aldrei fyrr. Á fyrsta mánuði ársins sóttu 104 konur um fóst- ureyðingu. 84 af þess- um 104 fóra í aðgerðina. Hvað er vitað um hinar 20? Jú, sumar misstu fóstrið er sagt og e.t.v hættu hinar við! Svörin era óljós, enginn veit í raun hvað gerðist. Hvar era þessar konur nú? Hvernig vegnar þeim? Hvemig líður þeim? Hefur einhver hjálpað þeim í gegn um sorgarferlið? Eða höldum við að þetta sé allt í stakasta lagi? Þvílíkur misskilningur! Hvemig getum við látið það viðgangast í íslensku vel- ferðarsamfélagi að neyðin sé slík, að tugir kvenna á einum mánuði - yfir eitt þúsund konur á ári - sjái sér ekki fært að framfleyta bömum sínum. Lífið, sem kviknaði átti sér tilgang, var sérstakt, ekkert var eða mun verða eins. íslenskt samfélag bar þó ekki gæfu til að þekkja sinn vitjunar- tíma, það tók ekki á móti þessu ein- stæða og sérstaka lífi. Engum er ætl- að að fara í ruslið! Þessu til viðbótar blasir við sú staðreynd, að sjöhundr- uð til áttahundrað íslenskar mæður lifa undir fátækramörkum. Að búa þegnum sínum slík örlög er til vansa, þegar það liggur Ijóst fyrir að stór hópur karla og kvenna veit ekki aura sinna tal, safna milljónum/milljörð- um á verðbréfaþingum og -mörkuð- um. Til hvers era peningar og til hvers eram við (þú og ég) hér ofan foldu? Svarið er hreint og klárt: Við eram hér til að hjálpa hvert öðra! Það er EINI tilgangurinn! Ekkert tökum við með okkur héðan, ekki eina krónu hvað þá milljóna fúlgur. Sjaldnast era þær fúlgur afkomend- umblessun. Á sama tíma og við stæram okkur af því að hafa hæstu (meðal) tekjur, vera ein ríkasta þjóð veraldar, vera mest og best í öllu og eiga heimsmet í flestu og heilbrigðisþjónustu, sem sé til fyrirmyndar, bregðumst við þeim sem þurfa mest á okkur að halda. Eitthvað hefur dómgreindin brengl- ast, eða hvað? Fólk innan heilbrigðis- stétta vinnur einlæglega að því, að koma þessum málum í betra horf, en lítið mjakast. Á sama tíma er milljónum eða milljörðum eytt í fáran- leg gæluverkefni. Til að fyrirbyggja ótímabæra þungun þarf forvarnarstarf og samhæfðar aðgerðir frá fyrstu byrjun: Að barnið læri að bera virðingu fyrir öllu sem lifir. Að unglingurinn skilji, að kynlíf er frelsi, sem krefst ábyrgðar og þess, að borin sé virð- ing fyrir sjálfum sér, fyrir félaga sínum og lífinu og að sagt sé nei þegar það á við. Kynlíf er fegurð og gjöf til lífsins. Óábyrg kynlífsdýrkun er hinsvegar gildra sem leiðir til falls. Um það ber saga aldanna glöggt vitni. í Guðs bænum tökum höndum saman um að það, sem skiptir máli hafi forgang, en ekki það ragl, sem nú veður uppi, að fólk sem hefur enga hugmynd um hvað eðlilegt kyn- líf er, sé með dýra kynlífsráðgjöf íyr- ir óharðnaða unglinga. Sú ráðgjöf er í órafjarlægð frá raunveraleikanum. Á sama tíma er sú kynlífsfræðsla og ráðgjöf sem var á vegum hins opin- bera undir stjóm fagfólks aflögð og sú lagalega upplýsinga- og fræðslu- þjónusta sem á að vera um þessi mál í skólum landsins, feimnismál eða hreinlega sleppt með öllu. Að þessu sögðu vil ég minna á það sem við ættum öll að vita að kring- umstæður geta verið þannig að fóst- ureyðing sé óumflýjanleg. Þegar svo er, ber okkur að styrkja og styðja þann einstakling með ráðum og dáð. Sú þjóð sem bregst þeirri skyldu að standa vörð um lífið og styðja þá sem í erfiðleikum eiga, er bláfátæk þjóð, þrátt fyrir auð (á fárra manna hendi) og þótt hún byggi verslunarmið- stöðvar á hverju götuhorni, fylli öll leikhús, götusmiðjur og skemmti- staði öll kvöld og megi aldrei vera að því að vera heima hjá sér vegna gervi-anna. Sú þjóð, sem heyr stríð gegn þeim varnarlausustu, grefur undan sjálfri sér. Sú þjóð sem bless- ar þá gjörð og þann sársauka, sem íylgir fjötram frjálsra fóstureyðinga, er illa stödd. Við berjumst fyrir frið- un lands og fallvatna, gott mál og verðugt. Um þessar mundir í tísku! Guð gæfi að það kæmist í tísku að berjast fyrir friðun barna í móðurlífi. Móðir Theresa sagði á sínum tíma „Hin mesta ógn við heimsfriðinn er Höfundur er ijósmóðir. micro Mjóg mjukt Tactei nælon með Lycra spandex og frábært snið skapar þessa einstöku tilfinningu. Heildsöludreifing Davíð S. Jónsson og Co ehf. Skútuvogi 13 a Sími 533 4333 Fax 533 2635 Forvarnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.