Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 52
452 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 (JMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Presario 5740 COMPAa Topp margmiðlunarvél frá Compaq. Sendu video-tölvupóst til ættingja alls staðar i heiminum. Skrifaðu tónlistar- eða gagnadiskadiska. Sprangaðu um netið á topp hraða. Náðu í MP3 tónlist af vefnum. Geymdu lagasafnið á RISA hörðum diski. Nakinn á netinu - Möguleikarnir eru óendanlegir. • 533 MHz AMD K6-2 örgjörvi • 17"Proview skjár • 64 MB 100 MHz minni • 20 GB UltraDMA diskur • 2xAGP 3D skjákort sem notar 8 MB af innra minn • Re-writeable 2x4x24 skrifari Logitech QuickCam Express netmyndavél 56K innbyggt mótald RioPort Audio Manager Internet skrunmús Compaq lyklaborð Hátalarapar Endurhæfingarátak Tryggingastofnunar í sumum tiMkum eru aðstæður fólks þannig að ekki er neinn vafl á því að það þarfn- ast aðstoðar samfélags- ins það sem eftir er æv- innar. Á íslandi þykir sjálfsagt að tryggja af- komu þeirra sem búa við þannig aðstæður. Það að hverfa af vinnu- markaði getur hins veg- ar haft mjög neikvæð áhrif á líf fólks og lífs- gæði og kostnaður sam- félagsins vegna hvers einstaklings sem er ör- yrki er mikill. Öryrkj- um hefur fjölgað jafnt ogþétt á Islandi undanfarin ár. Ungh- öryrkjar eru hlutfallslega fleiri á Is- landi en hinum Norðurlöndunum. Ein af ástæðum þessa er að ekki hafa verið í boði nægir endurhæfingar- möguleikar fyrir fólk sem vegna af- leiðinga sjúkdóma eða fötlunar hefur verið óvinnufært um tíma. Reynslan sýnh- að þegar fólk hefur verið óvinnufært lengur en nokkra mánuði getur verið mun erfiðara að stuðla að því að það hefji störf að nýju heldur en ef gripið er fyrr til aðgerða. Jafn- vel þótt sjúkdómseinkenni sem ollu óvinnufærni hafi dvínað með tíman- um er hætta á að fólk glati sjálfs- trausti, sjálfsbjargarviðleitni og fót- festu á vinnumarkaði. Það er afar brýnt að geta gripið fljótt inn í þenn- an vítahring, þannig að viðkomandi verði ekki að óþörfu öryrki fyrir lífs- tíð. Starfsendurhæfing á vegnm al- mannatrygginga Stjómendum Tryggingastofnunar fannst kominn tími til að almanna- tryggingakerfið tæki virkan þátt í starfsendurhæfingu. Aflað var upp- lýsinga um hvemig staðið er að slíkri endurhæfingu í nágrannalöndum okkar og hver þáttur almannatrygg- inga er í henni. Helstu endurhæfing- arstofnanir hér á landi voru heimsótt- ar og þjónusta þeirra könnuð. Það reyndist vera talsvert úrval af starfs- endurhæfingu fyrir öryrkja, en lítið framboð af henni fyrir fólk sem að- eins hefur verið óvinnufært í skamm- an tíma. Við töldum að bæta mætti úr þessu með því að Tryggingastofnun gerði þjónustusamninga við endur- hæfingarstofnanir, til að tryggja starfsendurhæfingu og að sem flestir af þeim sem era óvinnufærir um tíma hverfi aftur til vinnu. Þetta myndi auka lífs- fyllingu fjölmargra Is- lendinga og auk þess augljóslega spara rík- inu fé. Þessar hug- myndir voru kynntar fyrir tryggingaráði og heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra og hlutu góðar undirtektir. Fékk Tryggingastofn- un heimild til að semja við endurhæfingar- stofnanir um starfsend- urhæfingu og til að koma á fót matsteymi til að meta endurhæf- ingarmöguleika fólks sem verið hefur óvinnufært nokkra mánuði og þykir að óbreyttu ekki lík- legt til að snúa aftur til vinnu. Matsteymi Matsteymið hefur tekið til starfa. Það starfar sjálfstætt, samkvæmt þjónustusamningi við Trygginga- stofnun. I teyminu era endurhæfing- arlæknir, sem veitir því forystu, og félagsráðgjafi, sálfræðingur og sjúki-aþjálfaii sem allir hafa sérþekk- ingu á þessu sviði. Teymið getur kvatt aðra fagaðila til liðs við sig eftir þörfum. Fólk er kallað til viðtals og skoðunar hjá hverjum fagaðila fyrir sig. I kjölfarið hittist teymið og fer yf- ir niðurstöður sínar og kemst að sam- eiginlegri niðurstöðu um hvort end- urhæfing sé líkleg til árangurs og ef svo er, hvernig heppilegast sé að haga henni. Teyminu er jafnframt ætlað að veita fólki sem kemur til mats leiðbeiningar um „framskóg" kerfisins ef þörf krefur, þ.e. benda á hvar það kann að eiga rétt á aðstoð og hvemig nálgast megi hana. I fyrstu atrennu er fyrst og fremst vísað til teymisins fólki sem er að sækja um örorkubætur hjá Trygg- ingastofnun. Þá hefur óvinnufærni varað u.þ.b. eitt ár. Heppilegra er hins vegar að geta gripið inn í þennan feril fyrr, þ.e. þegar óvinnufæmi hef- ur aðeins staðið fáeina mánuði. Því er unnið að því að kynna þetta úrræði fyrir fagfólki, sérstaklega læknum. Samningar við endurhæfingar- stofnanir Tryggingastofnun hefur gert þjón- ustusamning við Starfsþjálfun fatl- aðra (Hringsjá). Þai- fær fólk kennslu og ráðgjöf sem miðar að því að það verði fært um að vinna störf við hæfi Endurhæfing Læknisfræðileg endur- hæfíng beinist að því að draga úr sjúkdómsein- kennum og að auka almenna færni, segir Sigurður Thorlacius, en starfsendurhæfing að því að auka vinnu- færni einstaklingsins. á almennum vinnumarkaði eða takast á við frekara nám. Jafnframt fer fram mat á stöðu einstaklingsins og hann lærir að þekkja sjálfan sig betur, ósk- ir sínar, hæfileika, getu og takmark- anir. Hver einstaklingur er að jafnaði í starfsþjálfun í eitt til tvö ár. Auk þess er boðið upp á skemmri nám- skeið, tölvu- og bókhaldsnámskeið og sjálfstyrkingu, atvinnuleit og gerð umsókna (vinnuklúbb). Starfsþjálfun fatlaðra hefur verið starfrækt í rám- an áratug. Árangurinn af starfinu hefur verið mjög góður. Drjúgur meirihluti þeiira sem fengið hefur þar stai’fsþjálfun hefur að henni lok- inni farið út á vinnumarkaðinn eða til frekara náms. Einnig hefur verið samið við Reykjalund um starfsendurhæfingu en þar er áratugareynsla af slíku starfi. Starfsemin er skjólstæðings- miðuð. Fæmiskerðing einstaklings- ins er kortlögð og gerð vinnuprófun. Mikil áhersla er á fræðslu og kennslu. Lögð er áhersla á þætti eins og bætta líkamsvitund, réttar vinnustellingar, aukið vinnuþol og styrktar- og út- haldsþjálfun. Skjólstæðingurinn er aðstoðaður við að setja sér raunhæf markmið miðað við fæmi og getu. Stefnt er að vinnu við hæfi á hinum almennavinnumarkaði. Meðaldvalar- tími er um það bil tveir mánuðir. Þessu endurhæfingarátaki er ætl- að að styðja einstaklinga sem hafa verið óvinnufærir um tíma við að losa sig úr erfiðum vítahring og skapa sér ný sóknarfæri. Tryggingastofnun bindur miklar vonir við átakið og von- ast til að það geti orðið víðtækara í framtíðinni. Höfundur er tryggingayfirlæknir. Sigurður Thorlacius " BT Skeifunni - S: 550-4444 BT Hafnarfirði - S: 550-4020 • BT Reykjanesbæ - S: 421-4040 BT Akureyri - S: 461-5500 • BT Kringlunni - S: 550-4499 Eru guðirnir dauðlegir? NU ÞEGAR nær dregur því að upp verði kveðinn dómur um eitt stærsta mál, sem tekið hefur verið fyrir hæstarétt okkar Islendinga, kannski frá upphafi byggðar hér á landi, finnst mér tilvalið að leggja nokk- ur orð í belg um mis- tök stjórnvalda í fisk- veiðistjórn og hvernig stendur á að margir hverjir hugsa sér heimsendi skyldi Hæstiréttur gerast svo djarfur að dæma gegn stjórnarskrá landsins. Með því fyrsta sem ég lærði í þeirri litlu lögfræði sem ég hef aug- um litið var að ekki væri heimilt að setja lög sem skarast á við önnur lög og alls ekki mættu þau skarast á við stjórnarskrá. Mér þykir það því þrælmagnað, að lögfræðingar á við forsætisráðherra og marga ílokksfélaga hans skuli blása til landflótta til suðrænna landa, verði Vatneyrardómurinn svokallaði stað- festur, því lögin sem um er rætt að ekki standist stjórnarskrá bera mörg hver undirskrift þessara sömu manna. Af þessu verð ég fávís viðskiptafræðigikkur- inn að draga þá álykt- un að annaðhvort sé forsætisráðherra með eindæmum illa lærður í sínum fræðum eða bara með eindæmum gleyminn. Ef ég hins vegar hugsa ljótt kem- ur upp mynd af ríkis- stjórn íslands sem verður að teljast nógu alvarleg til að heimta afsagnir margra manna. Nú finnst mér með eindæmum leiðinlegt að sjá hversu forsætisráðherra vor er orðinn hrokafullur. Hann hefur oft verið beittur, en eftir að héraðsdómur Vestfjarða kvað upp þennan fræga dóm hefur hann sýnt æ meiri mannvonsku. Þessi fræga Kanarí- ræða hans virkaði mjög móðgandi á landsbyggðargutta eins og mig þar sem ég hef þurft að horfa upp á heimabyggð mína deyja hægt og hljótt sökum vítisverðrar fiskveið- istjórnunar. Síður er það skemmtilegt að Fiskveiðistjórn Ég vona þó að skellur- inn komi núna, segir Kristján Ragnar — ■ Asgeirsson, svo ekki sé farið út 1 þá vitleysu að halda þessu lénsfyrir- komulagi áfram. horfa upp á miðaldra fólk missa hús sín í verðleysi vegna „gleymni" lög- fræðings sem skrifaði undir hver lögin á fætur öðrum sem sköruðust á við önnur lög og stjórnarskrá. Nú er svo komið að vefurinn er nokkuð vandlega spunninn. Nú hafa lífeyrissjóðir íjárfest í kvóta- fyrirtækjum, ásamt almenningi og hefur þvi skapast ný stétt, sem þrá- ir núverandi kvótakerfi í óbreyttri mynd, nefnilega verðbréfasalar. Virðist þeim mjög í mun að eignar- réttur útgerðanna sé virtur og ekki frá þeim tekið það sem þeir hafa í fjárfest af miklum móð síðustu árin. Eg er mikill fylgismaður eignar- Kristján Ragnar Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.