Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 80
> strikis Hér byrjar Netið! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Krapaflóð við Mið- húsagil KRAPAFLÓÐ féll úr Miðhúsa- gili sl. miðvikudag, nálega hundrað metra og niður fyrir veg. Var flóðið um 30 m á breidd og um einn metri að þykkt, að sögn Guðmundar Ól- afssonar á Grund. Mikil hláka hefur verið á þessum slóðum að undanförnu, að sögn Guðmundar, en flóðið virðist hafa leyst það mesta og metur hann ekki hættu á frek- ari flóðum á næstunni. Flóðið lokaði veginum fyrir neðan Miðhús á aðra klukku- stund síðdegis á miðvikudag. Fyrir neðan veginn er minn- isvarði um skáldið Gest Páls- son, sem fæddist í Miðhúsum. Aðeins munaði örfáum metrum að varðinn yrði flóðinu að bráð. Uthafskarfakvóti ársins verður 45 þusund tonn Veiðarnar miðast við tvo stofna ÚTHAFSKARFAKVÓTI íslenskra skipa verður 45 þúsund tonn á þessu ári sem er sami kvóti og á síðasta ári. Veiðamar miðast hinsvegar að þessu sinni við að veitt sé úr tveimur karfa- stofnum, í stað eins áður. Sjávarútvegsráðuneytið gaf í gær út reglugerð um veiðar úr úthafs- karfastofninum á yfirstandandi fisk- veiðiári og er þar tekið mið af tillög- um Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Frá því að tekin var upp stjóm veiða á úthafskarfa hefur hún miðast við að veitt væri úr einum karfastofni. A síðasta ári lagði Alþjóðahafrann- sóknaráðið til að við stjóm veiða yrði tekdð mið af því að um tvo karfastofna væri að ræða. Við greiningu milli þessara tveggja karfastofna er lagt til grundvallar hvort aflinn er feng- inn ofan eða neðan 500 metra dýpis. Lagði Alþjóðahafrannsóknaráðið til að verulega yrði dregið úr veiðum á úthafskarfa en á undanfömum árum hefur sókninni í auknum mæli verið beint í þann stofn sem veiðist neðan 500 metra. Samkvæmt skilgreiningu ráðsins telst það vemlegur samdrátt- ur í veiðum ef veiðin minnkar um 25% eða meira. Samkvæmt reglugerð sjávarút- vegsráðuneytisins er íslenskum skip- um heimilt að veiða 13 þúsund lestir úr stofninum sem heldur sig grynnra en á 500 metra dýpi en 32 þúsund lestir úr þeim stofni sem heldur sig dýpra. Með þessu móti er dregið úr veiðum íslenskra skipa úr neðri stofninum um u.þ.b. 25%. Heildarafli verður hinsvegar 45 þúsund lestir á árinu 2000 og er hann óbreyttur á milli ára. Samkvæmt reglugerðinni er skipstjóram skylt að halda karfa- afla aðgreindum eftir tegundum mið- að við fyrrgreint dýpi og vigta hvora tegund sérstaklega. Sé það ekki gert telst allur karfaafli skipsins til stofns- ins sem veiðist neðan 500 metra. Hringveg- urinn lok- -aðist vegna flóða Morgunblaðið/Júllus Norðurá í Borgarfirði flæddi yfir veginn við Dalsmynni í gær með þeim afleiðingum að hann lokaðist í um tvær klukkustundir. Eftir að klakastífla brast rann vatnið af veginum, en eftir stóðu klakastykki sem bflar frá Vega- gerðinni ruddu af honum. NORÐURÁ í Borgarfirði flæddi yf- ir veginn við Dalsmynni í gærmorg- un með þeim afleiðingum að hring- vegurinn lokaðist í tvær klukkustundir. Um tíma var kfló- metra langur vegarspotti undir vatni, en þegar stór klakastifla brast rann vatnið af veginum. Bflar frá Vegagerð ríkisins ruddu síðan klakastykkjum af veginum og var hann orðinn fær upp úr hádegi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni var færð á vegum g^landsins almennt góð f gær, þrátt fyrir leysingarnar. Það flæddi yfir fleiri vegi en í Norðurárdal, m.a. yf- ir veginn við Múla í Biskupstungum og seint í gærkvöld var hann enn ófær Biskupstungnamegin en fært var um Laugarvatn. Einnig flæddi yfir Ólafsvíkurveg við Núpá án þess þó að hann yrði ófær. Á Norður- landi urðu nokkrar skemmdir á út- vegum en þar eru þó allir vegir færir. Vegagerðin bendir á að með þeim lilýindum sem yfir landinu eru aukist hætta á skriðuföllum og geta vegir sem liggja í hlfðum verið varasamir. Færðin í Reykjavík sú erfiðasta ''&&■ í tuttugu ár Sigurður I. Skarphéðinsson, gatnamálastjóri í Reykjavík, segir að þar á bæ muni menn ekki erfið- ari tíð í um tuttugu ár. Bæði hafi verið meiri snjókoma og óvenju- miklar sveiflur á hitastigi, en þegar bráðni og frysti svona oft til skiptis verði færðin mjög slæm. Sigurður segir að erfitt hafi verið að ryðja götur siðustu daga því harður klakinn sé erfiður viður- eignar og einnig sé erfitt að komast að í íbúðagötum vegna þess að bflar eru þar víða í vegi. I gær gekk hins vegar betur að ryðja því klakinn var víða byrjaður að bráðna. Sig- urður sagði að óhjákvæmilega hlytu stffluð niðurföll að hafa vald- ið flóðum einhvers staðar en hann hafði ekki fengið fréttir af neinu tjóni, seinni partinn í gær. Hlýtt um helgina en frost og él á öllu landinu í næstu viku Hlýtt var á öllu landinu í gær, suðvestanátt og rigning sunnan og vestan til en úrkomulftið á Norður- og Austurlandi. Samkvæmt upp- lýsingum frá Veðurstofu íslands er ekki óvenjulegt að það hlýni svona snögglega, en þar sem mikill snjór hefur verið á Suður- og Vesturlandi urðu leysingar óvenjumiklar þar. Ekki er reiknað með að siyórinn og klakinn á götum höfuðborgar- svæðisins nái að bráðna í þessum hlýindakafla sem nú stendur yfir. í dag er búist við örlítið kaldara veðri og því ætti að draga úr leys- ingum, cn hitastig verður um eða yfir frostmarki í dag og um helg- ina. Spáð er frosti á öllu landinu á mánudag og enn kólnandi veðri og éljagangi þegar líður á vikuna. HREIN ORKfl! Leppin er bragðgóður svaladrykkur sem hentar öllum aldurshópum Vilja kynna kostnað við gerð járnbrautar FULLTRÚAR franska lestafyrir- tækisins Alstom munu hitta borgar- yfirvöld innan tveggja vikna og kynna þeim hver kostnaður við lagningu járnbrautar milli Reykja- víkur og Keflavíkur gæti orðið. Al- freð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, greindi frá því á borgarstjórnarfundi í gær að full- trúar Alstom hefðu óskað eftir fundi með borgarfulltrúum um þetta mál. Alfreð sagði í samtali við Morgun- blaðið að fulltrúar Alstom, sem væri einn stærsti hraðlestaframleiðandi heims, hefðu haft pata af því að hér hefði verið til umræðu sá möguleiki að leggja járnbraut þessa leið. Þeir vildu því ræða við borgaryf- irvöld og kynna þeim hver kostnað- ur við lagningu hennar gæti orðið. Deilurnar innan VMSÍ Tvö lands- sambönd gætu klofnað HINAR hörðu deilur sem komnar era upp innan Verkamannasam- bandsins, á milli Flóabandalagsins og félaga á landsbyggðinni, era tald- ar geta leitt til klofnings sambands- ins og innan verkalýðshreyfingar- innar er sú skoðun uppi að klofningur VMSÍ myndi einnig leiða af sér klofning Landssambands iðn- verkafólks. Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks og formaður Iðju sem hefur nú samein- ast Eflingu, hefur verið gagnrýndur fyrir hlut sinn í vinnu Flóabandalagsins að samningsgerð, skv. heimildum Morgunblaðsins. Þessar deilur eru jafnframt taldar geta komið í veg fyrir hugmyndir sem uppi hafa verið um sameiningu VMSÍ, Landssambands iðnverka- fólks og Þjónustusambandsins. „Menn era að fara í þá vinnu að reyna að sameina samböndin þrjú og kannski var gott að fá þetta upp á yf- irborðið til þess að hægt væri að klára málið,“ sagði Þorsteinn Arn- órsson, varaformaður Landssam- bands iðnverkafólks. „En ef Verka- mannasambandið klofnar verður ekki um neina sameiningu að ræða.“ Hann benti á að í .maí yrði þing Landssambands iðnverkafólks og þar hefðu menn ætlað að vera komn- ir með drög eða hugmyndir að sam- einingu sambandanna. „í dag sýnist mér að formenn allra landssamband- anna verði að vera óvirkir í þeirri umræðu til að byrja með - á meðan svona grunnt er á því góða á milli þeirra." ■ Klofningur/40 ----------------- Utanríkisráðherra um lokun Iridium-kerfísins Telur málatil- búnaðinn með ólfkindum HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra hefur látið yfirvofandi lok- un Iridium-símkerfisins til sín taka, en bandaríska fjarskiptafyrirtækið Motorola tilkynnti fyrir rúmri viku, að gervihnattasímafyrirtækinu Iri- dium yrði lokað á miðnætti í kvöld, föstudagskvöld, ef ekki fyndist kaup- andi að fyrirtækinu. Lokunin mun hafa það í för með sér að íslensku norðurpólsfararnir verða símasam- bandslausir við umheiminn. Halldór hefur beðið um að leitað verði eftir upplýsingum um alþjóð- legar skuldbindingar fyrirtækisins. „Mér finnst það með ólíkindum að þjónustunni skuli vera lokað með svo stuttum fyrirvara," segir Halldór. „Það hafa verið skapaðar væntingar vegna þjónustunnar og margir aðilar víðs vegar um heiminn hafa skipu- lagt ferðir sínar með tilliti til hennar. Ég vil gjarnan vita hvort bandarísk stjórnvöld hyggjast grípa til ein- hverra aðgerða í því skyni að lengja fyrirvarann á lokuninni." Islensku norðurpólsfaramir hafa hringt reglulega í leiðangursstjórn úr Iridium-gervihnattasímanum til að segja frá gengi leiðangursins. ■ Vilja ekki/10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.