Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 48
- FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GUÐMUNDA STEFANÍA GESTSDÓTTIR + Guðmunda Stef- anía Gestsdóttir fæddist á Isafirði 15. maí 1934. Hún lést á Fj órðungssj úkrahús- inu á Isafírði 26. febr- úar síðastliðinn og fór útfor hennar fram frá ísafjarðar- > kirkju 4. mars. Nú ertu leidd mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (Hallgr. Pét.) Enn erum við minnt á hvað bilið milli lífs og dauða er stutt og hvert eitt andartak er dýrmætt. Munda vinkona mín er fallin frá eftir stutta én hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Eg varð þeirrar gæfu að- njótandi að hafa þekkt Mundu frá því ég var barn, hún og móðir mín bjuggu báðar í Eyrargötublokkinni og yngri börnin hennar og systkini mín voru leikfélagar á þeim árum. Munda var kona sem bæði börn og fullorðnir löðuðust að, hún hafði stórt hjarta og létta lund. Það fór ekki mikið fyrir henni þegar hún vann sín störf en þau voru unnin af alúð og samviskusemi. * Mér fannst ég því heldur betur hafa dottið í lukkupottinn þegar ég fékk að vinna í nokkra mánuði undir hennar handleiðslu í eldhúsinu á leikskól- anum Eyrarskjóli þar sem hún réð ríkjum. I matráðskonustarfinu naut hún sín, hún bar hag barnanna fyrir brjósti og vissi sem var að ungir foreldrar leggja kannski ekki mikið upp úr hollu og fjölbreyttu fæði og það var hennar að ráða bót á því. Munda var góður stjórnandi og lá ekki á liði sínu að miðla af þekkingu sinni til þeirra sem ná- lægt eldamennsku höfðu varla komið. En það var ekki bara mat- arástin sem heillaði þá sem nálægt henni komu. Munda hafði sérstaka útgeislun sem snerti við manni og ósjálfrátt fór manni að þykja vænt um hana. Börnin mín þrjú fengu líka að kynnast henni í gegnum leikskólann og þeim þótti mjög vænt um hana. Eins veit ég að var um öll börnin á leikskólanum og hennar verður sárt saknað þar. I veikindum sínum sýndi Munda styrk og æðruleysi, hún vissi að hverju stefndi. En hún var ekki ein í baráttunni, við hlið hennar stóðu börnin hennar, tengdabörn og barnabörn, þau umvöfðu hana ást og hlýju og sátu við sjúkrabeð hennar allt þar til yfir lauk. Að leiðarlokum þegar ég kveð þig, kæra vinkona, vil ég þakka þér allt sem þú varst mér og mínu fólki. Eg bið þér Guðs blessunar í + Hugheilar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, LEÓS G. INGÓLFSSONAR, Laugateigi 40, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa félagsmönnum Rafiðnaðarsambands íslands og Bjarna Karlssyni, sóknarpresti í Laugarneskirkju, fyrir veittan stuðning. Þóra Leósdóttir, Kristján Aðalsteinsson, Lára Kristjánsdóttir, Guðrún Leósdóttir, Jóhann Haukur Sigurðsson, Guðrún Birna Jóhannsdóttir, Leó Jóhannsson, Sigríður Þóra Sigfúsdóttir Weissbein. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalang- ömmu, JÓNU GUÐNÝJAR FRANZDÓTTUR frá Róðhóli. Stefán K. Stefánsson, Valgerður Kristjánsdóttir, Dagmar V. Kristjánsdóttir, Jóhanna M. Kristjánsdóttir, Sigmundur Franz Kristjánsson og fjölskyldur. + 1 ÉT' Hjartans þakkir fyrir sýndan hlýhug við fráfall ástkærs eiginmanns míns, BENEDIKTS EGILSSONAR, Í ' W"" ■ ,J&. Hlíf II, V-'' ísafirði. /.zzZ'W Fyrir hönd aðstandenda, JmL Gróa Loftsdóttir. ? m nýju heimkynnunum, vitandi að vel hefur verið tekið á móti þér. Eg sendi mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til ykkar, elsku Pál- ína, Helgi, Gestur, Grétar, Ingvar, og ykkar fjölskyldna. Guð styrkur ykkur og styður í ykkar mikla missi. Megi minningin um yndis- lega móður sefa sárasta söknuðinn. Nú hvílir hún í faðmi Drottins og líður vel. Hulda Björk Georgsdóttir og börn. Elsku amma okkar er látin. Við systurnar áttum góðar stundir með ömmu okkar. Hún talaði mikið um Guð við okkur. Hún las mikið fyrir okkur, hún las svo blíðlega. Hún var skemmtileg amma. Við eigum eftir að sakna hennar ömmu okkar mikið. Guð veri með henni. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Hvíl þú í friði. Guðmunda og Telma. Elsku Munda amma, ég kveð þig með tárum. Það fékk mjög á mig þegar mamma sagði mér að þú værir veik og þér væri ekki hugað líf. Svo kom að þú fékkst að hvíla í friði og hitta alla ættingjana sem á undan fóru. A laugardagsmorgun hringdi mamma og sagði mér að þú værir búin að yfirgefa okkur öll sem þótti svo vænt um þig. Þetta voru dásamlegir tímar og stundir hjá okkur. Það var t.d. ekkert gaman að fara til Isafjarðar án þess að koma í heimsókn til þín. Þar kom maður aldrei að tómu borði, þar var alltaf eitthvað að fá me(5 kaffinu, ef ekki kökur þá kex. Eg vil nota þetta tækifæri til að votta aðstandendum og fjölskyldu samúð mína. Ég kveð þig með miklum sökn- uði og trega, elsku „amma“ Munda. Þín frænka, Lína Þóra Friðbertsdóttir. r Blómótbwðín > ÖarasKom v v/ Fossvogskii-kjwgarð j V^Sími. 554 0500 / Þeir líkna Handunnu englurnir hans Lúrusnr Pöntunarsími 520 6116. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 « Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR + Sigríður Jóns- dóttir fæddist á Einarsstöðum í Vopnafirði II. júlí 1919. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 23. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigrún Sigfúsdóttir frá Stóra-Steinsvaði, f. 11. september 1895, og Jón Sigfús- son frá Jökulsárhlíð, f. 21. desember 1877. Sigríður ólst upp á Einarsstöðum til 16 ára aldurs er hún fluttist suður. Þar bjó hún lengst af í Reykjavík. Systkini Sigríðar eru Einar, Sigfús og Guðrún. Sigríður giftist Kristni Betúel Valdimarssyni og bjuggu þau í nokk- ur ár á Isafirði en svo í Reykjavík. Sigríður átti einn son, Hreiðar Jón Hallgeirsson, f. 27. desember 1942, maki Margrét Björg Bjarnadóttir, f. 14. júlí 1949. Barna- börn Sigrfðar eru íjögur og barna- barnabörnin þrjú. Sigríður var fyrstu árin fyrir sunnan í vist. Síðan vann hún við saumaskap og lengst af í Eddunni við bókband. Utför Sigríðar fór fram frá Bústaðakirkju 5. janúar. Kæra amma. Nú er löngu veik- indaferli þínu lokið og þú hefur fengið hvíldina eftir hetjulega bar- áttu. Orðið hetja er samt ekki nærri nógu sterkt orð til að lýsa dugnaði þínum og æðruleysi í veik- indum þínum. Það var sama hve- nær maður spurði þig hvernig þér liði, það var alltaf eitthvað sem þú vildir ekki að við hefðum áhyggjur af. Það var ekki fyrr en rétt fyrir andlát þitt að þú hafðir orð á því að þér liði ekki nógu vel og eins og alltaf var það eitthvað sem þú vild- ir ekki vera að íþyngja okkur með. Þó að veikindi þín væru mjög al- varleg var ekkert til í þínum huga sem hét uppgjöf, enda ætlaðir þú þér heim fyrir jól. Þó að það hafi ekki verið í þeirri mynd sem þú ætlaðir þá fundum við að þú varst ekki langt undan og minningar um þig yljuðu okkur yfir hátíðirnar og munu gera það áfram. Þegar við setjumst saman systk- inin til að minnast þín með þessum fátæklegu orðum leitar hugurinn til heimsóknanna til þín, fyrst í Mosgerðið og síðan á Sogaveginn. Það var alveg sama hvenær við komum; það voru alltaf mikil veisluhöld, nóg að borða og drekka og alltaf eitthvað gott handa börn- unum. Þú máttir aldrei hejTa það nefnt að við sem börn og seinna okkar börn hefðum ekki gott af öll- um þessum sætindum sem á borð voru borin. Okkur er minnisstætt að mamma tók stundum sælgætis- dósirnar af borðinu þegar henni fannst farið að færast óhóflegt fjör í leikinn, en það leið ekki langur tími þar til allt var komið á borðið aftur og litlu hendurnar komnar á kaf í dósirnar. Áhugi þinn á dýrum var alltaf mikill og þá aðallega kisum, enda áttirðu þær nokkrar í gegnum tíð- ina. Það var ekki nóg með að þú gerðir allt fyrir þinn kött heldur einnig fyrir alla hina kettina í hverfinu sem nutu einnig góðs af umhyggjusemi þinni. Þú varst vel lesin, enda áhugi þinn á hvers kyns bókmenntum mikill og nú þegar þjáningum þín- um er lokið gefst þér tími til að stunda þetta áhugamál þitt eins og áður en veikindi þín fóru að setja strik í reikninginn. Þú kenndir okkur að gefast ekki upp þó að á móti blési og vera ekki að velta okkur upp úr hlutum sem litlu máli skipta. Þú verður alltaf hetja í okkar huga og við vitum að þó að þið afi hafið kvatt okkur í bili þá fylgist þið með okkur áfram. Kæra amma, minning þín er ljós í lífí okkar. Sofðu vært og takk fyrir allt. Astarkveðja, Sigrún, Hanna Fríða, Björgvin Jóhann og Eygló Dögg. GUÐFINNA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR + Guðfinna Sigríð- ur Jónsdóttir fæddist á Stokkseyri 17. desember 1920. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 4. mars síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Ak- ureyrarkirkju 13. mars. Hún amma Sigga var góð kona. Það var alltaf jafn gott að koma í heimsókn til hennar og fá ömmumola eða kakó og hennar hlýju hendur tóku alltaf vel á móti öllum. Sögurnar, spilin, minigolfið, bingóið og hlýlega „góðan daginn“ á örugglega eftir að varð- veitast lengi og vel í hjörtum okkar Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró-og greiðslukortaþjónusta sem þetta upplifðum. Hún amma Sigga var mjög sterk og hrein- skilin kona, hún ól ein upp sjö góð börn í litlu húsnæði. Missti báða foreldra sína ung að aldri, kom síðan til Ak- ureyrar 1939 og lifði hér til dánardags. Ég man eftir gamlárs- kvöldunum þegar hún kom til okkar í Löngu- mýrina og borðaði og hló svo sínum hressa hlátri yfir skaupinu. Ég man eftir síðasta skiptinu sem ég hitti hana ömmu, þá var sjúkdómurinn ekki kominn á hæsta stig, en við mamma og Leifur buðum henni á rúntinn á nýja bflnum okkar. Við keyrðum um bæinn í klukkutíma og þegar við komum upp í Lindasíðu fór ég út úr bflnum og opnaði fyrir henni eins og ég var van- ur að gera, en þá hvarflaði ekki að mér að þetta værí í hinsta sinn sem ég hitti hana og síðasta skiptið sem ég kvaddi hana. Amma Sigga var yndisleg kona og ég veit að hún hugsar hlýtt til okkar. Við hugsum bara hlýtt til hennar á móti. Blessuð sé minning hennar og megi guð blessa hana. Sveinn Hjörleifsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.