Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
, Morgunbladid/Svernr
STARFSSTULKA Hafnarborgar ber öl og gosdrykki í sal-
inn þar sem Magnús Gunnarsson bæjarstjdri, Stefán Þór-
arinsson hjá Nýsi og Magnús Jdhannsson frá FM-húsum
undirrituðu samninga um einkaframkvæmd í gær.
Samið um einka-
framkvæmd
Hafnarfjörður
HAFNARFJARÐARBÆR
skuldbindur sig til að greiða
98,1 milljón króna á ári vegna
grunnskóla og um 20,3 m.kr. á
ári vegna leikskóla í samning-
um um einkaframkvæmd
vegna þessara stofnana, sem
undirritaðir voru í gær.
Samið er við FM-hús um
leigu og þjónustu við grunn-
skóla í Aslandi en við Istak og
Nýsi um leigu og þjónustu við
leikskóla við Háholt.
Samningsaðilar bæjarins
reisa húsin og eiga en leigja
bænum þau til 27 ára, hvað
varðar grunnskólann, en til 25
ára, hvað varðar leikskólann.
Að loknum upphaflegum
samningstíma framlengjast
samningur um fimm ár í senn
nema til uppsagnar komi
tveimur árum fyrir lok tímans.
Samningsfjárhæðirnar fela í
sér greiðslu vegna leigu og við-
halds húsnæðis og lóðar, ræst-
ingar og þrifa, umsjónar hús-
næðis, húsgagna og búnaðar,
sem er í eigu þessara fyrir-
tækja, svo og umsjón lóðar,
sorphirðu, öryggisgæslu, orku
og viðhald húsgagna og búnað-
ar.
Leikskólinn við Háholt
verður fjögurra deilda fyrir 90
böm en grunnskólinn í Aslandi
verður íyiir 400-500 nemendur
með tveimur bekkjardeildum í
hveijum árgangi en með
möguleika á þremur deildum í
yngstu bekkjum. Gert er ráð
fyrir að leiga vegna leikskólans
verði greidd frá 13. janúar nk.
en þá skal afhenda leikskólann
í umsömdu ástandi til rekstrar.
Upphaf leigutíma 1. áfanga
grunnskólans er 1. ágúst 2001
en 2. áfanga 1. ágúst 2002.
Af 98,1 m.kr., sem greidd er
vegna grunnskólans árlega,
eru 72,1 m.kr. vegna leigu og
viðhalds húsnæðis og lóðar en
annað vegna stoð- og viðhalds-
verkefna, þar af 13,6 m.kr.
vegna ræstinga.
Af 20,3 m.kr., sem greiddar
verða vegna leikskólans ár-
lega, eru 15 m.kr. vegna leigu
og viðhalds húsnæðis og lóðar
en 5,3 m.kr. vegna stoð- og við-
haldsverkefna, þar af 2 m.kr.
vegna ræstingar.
Þetta eru fyrstu samning-
amir sem sveitarfélag hér á
landi geiir við einkaaðila um
rekstur af þessu tagi en áður
hefur menntamálaráðuneytið
gert samning um einkafram-
kvæmd vegna Iðnskólans í
Hafnarfirði.
Málið er umdeilt í bæjar-
stjóm Hafnarfjarðar. Minni-
hlutinn telur einkafram-
kvæmd andstæða sveitar-
stjómarlögum og hefur skotið
kærutil félagsmálaráðuneytis-
ins. Urskurðar er að vænta á
næstunni.
Stóra
upplestr-
arkeppn-
in nær
hámarki
Grafarvogur
KEPPENDUR í Stóru upp-
lestrarkeppninni æfa nú af
kappi fyrir lokahátíðir
keppninnar í grunnskólum
Reykjavíkur, sem haldnar
verða á næstu dögum.
I Reykjavík hafa 24 skól-
ar tekið þátt í keppninni og
liðlega 1.200 nemendur.
Borginni er skipt upp í fjög-
ur hverfi, Austurbæ, Vest-
urbæ, Árbæjar- og Breið-
holtshverfi og Grafarvog.
Hvert þessara hverfa heldur
sína lokahátíð, sem markar
lok keppninnar þar.
Þeir sem þátt taka í loka-
hátíðinni hafa áður verið
valdir úr sfnum bekkjum til
að keppa í hverjum skóla
fyrir sig. I keppnum skól-
anna voru síðan valdir þátt-
takendur á lokahátfð hverf-
isins og var miðað við að
einn fulltrúi væri frá hverri
bekkjardeild í skóla.
Lokahátíðirnar eru nú að
hefjast í Reykjavík og verða
allar haldnar í kirkjunni í
viðkomandi hverfi. Á loka-
hátíðinni lesa nemendur
kafla úr þjóðsögu og fjögur
ljóð eftir Vilborgu Davíðs-
dóttur. Dómarar verða fjór-
Morgunblaðið/Sverrir
Garðar Sveinbjörnsson, Svanfríður Hafberg og Rakel Magnúsdóttir æfðu upplesturinn í
gær í Rimaskóla, en þau taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni á lokahátíð Grafarvogs-
hverfis í dag.
ir og koma frá undirbún-
ingsnefnd og
Fræðslumiðstöð Reykjavík-
ur.
Fyrsta lokahátíðin verður
í dag í Grafarvogskirkju og
hefst klukkan 16. Þar keppa
12 nemendur sem koma frá
Engjaskóla, Rimaskóla,
Foldaskóla, Hamraskóla og
Húsaskóla. Þriðjudaginn 21.
mars verður sfðan lokahátfð
Árbæjar og Breiðholts í
Seljakirkju og hefst einnig
kl. 16. Lokahátíð Austur-
bæjar verður í Bústaða-
kirkju fimmtudaginn 23.
mars og hefst kl. 15, og
sama dag verður haldin
lokahátíð Vesturbæjar í
Neskirkju, og hefst hún kl.
15.30.
Upphaf Stóru upp-
lestrarkeppninnar má rekja
til ársins 1996, þegar fram
kom sú hugmynd að halda
slfka keppni meðal nemenda
í 7. bekk í fimm skólum í
Hafnarfirði og á Álftanesi.
Keppnin breiddist síðan út,
og nær nú til 3.118 nemenda
í 73 skólum víða um land.
Meginmarkmið keppninn-
ar er að vekja áhuga og at-
hygli á vönduðum upplestri
og er lögð sérstök rækt við
undirbúinn og vandaðan
upplestur hjá nemendum í
7. bekk, jafnt á bundnu sem
óbundnu máli. Kennarar
leiðbeina nemendum um
hrynjandi í upplestri, blæ-
brigði í lestri, framburð,
hæfilegan hraða, rétta
líkamsstöðu og samskipti
við áheyrendur, en þetta
eru þau atriði sem dæmt er
eftir í keppninni sjálfri.
Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð stækkað um 1.600 fermetra
Mikil þörf á
hjúkrunar-
rýmum
Kópavogur
RÁÐGERT er að stækka
hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð
í Kópavogi um 1.600 fer-
metra, eða 20 rými, en eftir
stækkunina verður rými fyrir
75 einstaklinga á heimilinu.
Þetta kom fram í samtali
Morgunblaðsins við Guðjón
Magnússon, formann Sunnu-
hlíðarsamtakanna, en hann
sagði að áætlaður kostnaður
vegna verksins væri um 260
milljónir króna.
„Þessi fyrirhugaða upp-
bygging er tilkomin vegna
mikillar þarfar á hjúkrunar-
rýmum,“ sagði Guðjón.
„Þörfin hefur farið vaxandi
síðustu ár. Fólk er sífellt
lengur heima hjá sér vegna
þess hve heimahjúkrun hefur
batnað og er orðin algeng og
því er fólk yfirleitt orðið mjög
veikt þegar það kemur inn á
Sunnuhlíð
hjúkrunarheimilið."
Guðjón sagði að viðbygg-
ingin væri enn á hönnunar-
stigi, en það er Teiknistofa
Finns og Hilmars sem sér um
hönnunina. Hann sagði að
gert værí ráð fyrir mjög full-
kominni aðstöðu í bygging-
unni, öll herbergin yrðu ein-
staklingsherbergi með
sérsnyrtingu og þá yrði
starfsaðstaðan bætt mikið. í
viðbyggingunni væri einnig
gert ráð fyrir aðstöðu fyrir
sjúkra- og iðjuþjálfun.
Sunnuhlíðarsamtökin, sem
áttu 20 ára afmæli í fyrra,
starfa á félagslegum grunni
og sagði Guðjón að fjármögn-
un viðbyggingarinnar væri
því að stórum hluta háð söfn-
unum samtakanna.
Guðjón sagði að 40% af
kostnaðinum við bygginu
hússins, eða um 104 milljónir
króna, yrðu gi-eiddar af ríkinu
og að farið hefði verið fram á
það við Kópavogsbæ að hann
greiddi um 60 milljónir. Hann
sagði að afgangurinn, eða um
96 milljónir, yrðu fjármagn-
aðar með söfnunum og að
þegar hefðu safnast um 40
milljónir með frjálsum fram-
lögum. Hann sagði að á aðal-
fundi Sunnuhlíðarsamtak-
anna, sem verður haldinn
föstudaginn 17. mars, yrði
ákveðið hvernig staðið verður
að söfnun á þeim 56 milljón-
um sem eftir standa.
Gunnar I. Birgisson um áskorum unglingaráðs HK vegna knattspyrnuhúss
Einkennilegt því HK er
hluthafi í Knatthúsum
Kópavogur
GUNNAR I. Birgisson, for-
maður bæjarráðs í Kópavogi,
segir að sér komi einkenni-
lega fyrir sjónir ályktun ung-
lingaráðs HK um að bærinn
hefjist handa við byggingu
eigin knattspyrnuhúss. „HK
er nú hluthafi í Knatthúsum
ehf., sem vilja byggja í knatt-
spyrnuhús í Garðabæ með
öðrum sveitarfélögum. Svo
kemur þessi áskorun," sagði
Gunnar.
Hann sagði að bæjarráð
hefði málið nú til umfjöllunar.
„Við höfum ekkert afgreitt
eða ákveðið af eða á í þessu
máli.“
Gunnar sagði að bæjarráðið
hefði vísað ályktuninni til um-
sagnar aðalstjórnar HK.
A bæjarráðsfundi í gær var
málefnum varðandi knatt-
spyrnuhús frestað til næsta
fundar en meðal annars ligg-
ur fyrir erindi frá Knatthús-
um sem vilja reisa sameigin-
legt hús fyrir íþróttafélög í
Kópavogi, Garðabæ, Hafnar-
firði og Bessastaðahreppi í
Garðabæ. Samkvæmt tillög-
unni er gert ráð fyrir að sveit-
arfélögin skuldbindi sig til að
greiða 50 milljónir króna í
hlutafé og 31 milljón á ári í
leigutekjur í 25 til 30 ár.
Knattspyrnufélögin sem
standa að Knatthúsum eru
Breiðablik, HK, Haukar, FH,
Stjarnan og Ungmennafélag
Bessastaðahrepps. í frumat-
hugun Knatthúsa kom fram
að miðað við að eingöngu yrði
spiluð knattspyrna í húsinu og
húsið yrði notað frá klukkan
16-23 virka daga en frá 9-19
laugardaga og 9-23 sunnu-
daga yrðu 100 klukkustundir
til skiptanna í viku hverri og
kæmu þá 2 klukkustundir í
hlut hvers aldursflokks þess-
ara félaga. Þá er miðað við að
80% tímans yrði spilað á
tveim hálfum völlum í húsinu.
í ályktun unglingaráðs HK,
sem sagt var frá í blaðinu í
gær, kemur fram að hugmynd
Knatthúsa myndi ekki nýtast
yngri flokkum sem skyldi þar
sem sækja þurfi æfingar út
fyrir bæjarmörkin.
Gunnar sagði að bæjaryfir-
völd væru nú að skoða öll
þessi mál, kostnað og fleira.
Hann staðfesti að einn þein’a
kosta sem eru til skoðunar sé
möguleiki á að byggja yfir
sandgrasvöll Breiðabliks í
Kópavogsdalnum.
Hann sagði að bærinn hefði
engin tímamörk sett sér um
niðurstöðu í málinu. „Þetta er
nú kannski ekki forgangsmál
hjá okkur. Við þurfum fljót-
lega að fara að byggja íþrótta-
hús í Salahverfi; það liggur
fyrir hjá okkur að ljúka sund-
lauginni. Við erum að fara
með íþróttafélögunum í fjár-
hagslega endurskipulagningu
hjá þeim sem kostar bæjar-
sjóð peninga. Það er í mörg
horn að líta og þetta er einn af
mörgum þáttum."
Gunnar sagði að markmið
fjárhagslegrar endurskipu-
lagningar íþróttafélaganna
væri að stöðva skuldasöfnun.
„Þau eru að berjast við gamla
drauga. Nú hafa íþróttafélög-
in breytt um vinnubrögð og
nú geta menn ekki sett félag í
fjárskuldbindingar nema með
samþykki aðalstjórnar. Það
er tvennt fyrir bæjarfélag að
gera; að gera ekki neitt og
láta þetta dingla svona áfram
eða reyna að hjálpa þeim að
komast út úr þessum vanda
og geta starfað á góðum
grunni að því unglinga-, for-
varna- og uppeldisstarfi sem
þeir eiga að vinna í.“
í nýlegum samanburði, sem
Morgunblaðið gerði á grund-
velli upplýsinga frá Sambandi
sveitarfélaga, kom fram að
Kópavogur legði minna fé en
önnur sveitarfélög á höfuð-
borgai'svæðinu til íþrótta- og
æskulýðsmála. Um þetta
sagði Gunnar að þetta væri
ekki rétt þegar betur væri að
gáð. „Þetta er kannski öðru-
vísi bókað hjá okkur,“ sagði
hann. „Það er kannski verið
að styrkja íþróttafélögin með
öðrum hætti. Menn eru með
alls konar stuðning, sem er
kannski ekki bókaður á þá
staði þar sem hann ætti að
vera bókaður. Því ber ekki að
neita að það hefur ekkert ann-
að sveitarfélag lagt aðra eins
peninga til uppbyggingar
íþróttamannvirkja og Kópa-
vogur á síðustu 10 árum. Það
verður að horfa á þetta allt í
samhengi.“