Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Breskt fjárfestingarfélag’
kaupir Rover af BMW
Talið að Volkswagen vilji nýta fram-
leiðslugetuna, um stundarsakir a.m.k
Frankfurt, London. AP, AFP, Reuters.
STJÓRN BMW-bílasmiðjanna í
Þýskalandi tilkynnti í gær að mestur
hluti bresku bílasmiðjanna, sem
framleiða Rover og MG, yrði seldur
fyrirtæki í London, Aichemy
Partners en það er aðallega í áhættu-
fjárfestingum. Hækkuðu hlutabréf í
BMW við tíðindin en fyrir bresku
stjómina er þetta mál mjög erfitt.
Óttast er að þúsundir manna kunni
að missa vinnuna og það getur haft
alvarlegar, pólitískar afleiðingar fyr-
ir ríkisstjórn Tonys Blairs.
í tilkynningunni sagði að Rover-
og MG-verksmiðjurnar í Longbridge
skammt frá Birmingham yrðu seldar
Alchemy en BMW myndi halda
áfram framleiðslu á Land Rover og
nýja Mini-bílnum en hún hefur skilað
hagnaði.
„Það, sem er að gerast hér, er gott
fyrir BMW en slæmt fyrir samfélag-
ið,“ sagði Karl Williams, prófessor
við háskólann í Manchester. „Þrjú
fyrirtæki hagnast á þessu. BMW, lík-
lega Voikswagen og Alchemy."
Trójuhestur fyrir
Volkswagen?
Alchemy-fyrirtækið hefur á
skömmum tíma orðið það þriðja
stærsta í áhættufjárfestingum í
Bretlandi. Hefur það keypt illa stödd
fyrirtæki, rétt við reksturinn og selt
síðan á almennum markaði. Aðallega
hefur verið um að ræða veitingastaði,
skyndibitastaði og krár, en því tókst
líka að rétta við Parker, framleið-
anda hinna frægu penna. Hefur það á
að skipa mönnum, sem þekkja til bif-
reiðaframleiðslu, en margir telja að
með kaupunum á Rover sé það fyrst
og fremst eins konar Trójuhestur
fyrir Volkswagen eða einhvem ann-
an stóran bílaframleiðanda.
Bflamarkaðurinn í Evrópu stend-
ur með miklum blóma um þessar
mundir, þó einna síst í Bretlandi og
Þýskalandi, og þess vegna gæti fyrir-
tæki eins og Volkswagen séð sér hag
í því að nýta sér framleiðslugetu
Rover-verksmiðjanna í stað þess að
reisa nýja verksmiðju. Fari bflasalan
að dragast saman sé einfalt að hætta
framleiðslu þar.
Stórpólitískt mál
Fari allt á versta veg og Rover-
verksmiðjunum verði lokað er hætta
á að tugþúsundir manna missi vinn-
una í verksmiðjunum sjálfum og hjá
þeim sem framleiða fyrir þær. Yrði
það mikið pólitískt áfall fyrir ríkis-
stjórn Verkamannaflokksins og gæti
haft mikil áhrif í næstu þingkosning-
unum sem líklega verða í maí að ári.
Ríkisstjórnin hefur í heila níu
mánuði reynt að fá Evrópusamband-
ið til að samþykkja aðstoð við Long-
bridge-verksmiðjuna en af einhverj-
Starfsmenn í Rover-verksmiðjunni í Longbridge, skammt frá Birming-
ham, ræða tíðindin í gær. Þá var ekki vitað hvað kaupandi verksmiðj-
unnar, Alchemy Partners, hyggðist fyrir með reksturinn.
um ástæðum hafa ekki fengist nein
svör við þeirri málaleitan enn. I því
efni beinast spjótin fyrst og fremst
að Stephen Byers viðskipta- og iðn-
aðarráðherra og sum bresku blað-
anna hvöttu til þess í gær að hann
yrði látinn taka pokann sinn. Þessi
töf á svörum frá Evrópusambandinu
átti sinn þátt í því að BMW ákvað að
selja. Átti að ræða þessi mál á breska
þinginu í gær.
Leitað að
sökudólgi
Ríkisstjórnin kennir BMW um
hvemig komið er en hjá Rover kenna
menn fyrst og fremst um háu gengi á
pundinu. Segja þeir að ríkisstjórnin
hefði átt að gripa í taumana jafnvel
þótt vaxtaákvarðnir séu nú eingöngu
í höndum Englandsbanka. Þá segja
þeir að herferð Byers gegn háu bfl-
verði í Bretlandi hafi ekki hjálpað
upp á sakirnar enda hafi margir
brugðist við henni með því að bíða
með bflakaup í von um verðlækkun.
Óttast er að þetta mál verði til að
kynda undir andúð á Evrópu og
Evrópusambandinu enda var það
Bretum nokkurt áfall á sínum tíma,
1994, er Rover var selt útlendingum
og það Þjóðverjum af öllum mönn-
um. I bresku blöðunum er BMW nú
sakað um að hafa „rekið rýtinginn í
bak Rover“ og Evrópusambandið um
að hafa dregið lappirnar í þessu máli.
Gífurlegt tap
BMW hefur dælt miklu fé í Rover,
á bilinu 500 til 600 milljarðar ísl. kr.,
en það hefur engu um það breytt að
tap hefur verið á rekstrinum í mörg
ár. Er áætlað að það hafi verið nærri
88 milljarðar ísl. ki'. á síðasta ári,
vendega meira en 1998.
Haft er eftir heimildum að Alche-
my Partners ætli að sleppa Rov-
er-nafninu og kalla fyrirtækið „The
MG Car Company". MG-merkið er
frá 1923 þegar Morris Garages komu
fram með hina frægu MG-sportbfla.
Liberti
Victorian
Empire
Edwardian
ictorian lever
Smáratorg
HAGKAUP
WBi9S§ii
'W’
BppSilBl
HH
Meira úrval - betri kaup