Morgunblaðið - 17.03.2000, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 17.03.2000, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Breskt fjárfestingarfélag’ kaupir Rover af BMW Talið að Volkswagen vilji nýta fram- leiðslugetuna, um stundarsakir a.m.k Frankfurt, London. AP, AFP, Reuters. STJÓRN BMW-bílasmiðjanna í Þýskalandi tilkynnti í gær að mestur hluti bresku bílasmiðjanna, sem framleiða Rover og MG, yrði seldur fyrirtæki í London, Aichemy Partners en það er aðallega í áhættu- fjárfestingum. Hækkuðu hlutabréf í BMW við tíðindin en fyrir bresku stjómina er þetta mál mjög erfitt. Óttast er að þúsundir manna kunni að missa vinnuna og það getur haft alvarlegar, pólitískar afleiðingar fyr- ir ríkisstjórn Tonys Blairs. í tilkynningunni sagði að Rover- og MG-verksmiðjurnar í Longbridge skammt frá Birmingham yrðu seldar Alchemy en BMW myndi halda áfram framleiðslu á Land Rover og nýja Mini-bílnum en hún hefur skilað hagnaði. „Það, sem er að gerast hér, er gott fyrir BMW en slæmt fyrir samfélag- ið,“ sagði Karl Williams, prófessor við háskólann í Manchester. „Þrjú fyrirtæki hagnast á þessu. BMW, lík- lega Voikswagen og Alchemy." Trójuhestur fyrir Volkswagen? Alchemy-fyrirtækið hefur á skömmum tíma orðið það þriðja stærsta í áhættufjárfestingum í Bretlandi. Hefur það keypt illa stödd fyrirtæki, rétt við reksturinn og selt síðan á almennum markaði. Aðallega hefur verið um að ræða veitingastaði, skyndibitastaði og krár, en því tókst líka að rétta við Parker, framleið- anda hinna frægu penna. Hefur það á að skipa mönnum, sem þekkja til bif- reiðaframleiðslu, en margir telja að með kaupunum á Rover sé það fyrst og fremst eins konar Trójuhestur fyrir Volkswagen eða einhvem ann- an stóran bílaframleiðanda. Bflamarkaðurinn í Evrópu stend- ur með miklum blóma um þessar mundir, þó einna síst í Bretlandi og Þýskalandi, og þess vegna gæti fyrir- tæki eins og Volkswagen séð sér hag í því að nýta sér framleiðslugetu Rover-verksmiðjanna í stað þess að reisa nýja verksmiðju. Fari bflasalan að dragast saman sé einfalt að hætta framleiðslu þar. Stórpólitískt mál Fari allt á versta veg og Rover- verksmiðjunum verði lokað er hætta á að tugþúsundir manna missi vinn- una í verksmiðjunum sjálfum og hjá þeim sem framleiða fyrir þær. Yrði það mikið pólitískt áfall fyrir ríkis- stjórn Verkamannaflokksins og gæti haft mikil áhrif í næstu þingkosning- unum sem líklega verða í maí að ári. Ríkisstjórnin hefur í heila níu mánuði reynt að fá Evrópusamband- ið til að samþykkja aðstoð við Long- bridge-verksmiðjuna en af einhverj- Starfsmenn í Rover-verksmiðjunni í Longbridge, skammt frá Birming- ham, ræða tíðindin í gær. Þá var ekki vitað hvað kaupandi verksmiðj- unnar, Alchemy Partners, hyggðist fyrir með reksturinn. um ástæðum hafa ekki fengist nein svör við þeirri málaleitan enn. I því efni beinast spjótin fyrst og fremst að Stephen Byers viðskipta- og iðn- aðarráðherra og sum bresku blað- anna hvöttu til þess í gær að hann yrði látinn taka pokann sinn. Þessi töf á svörum frá Evrópusambandinu átti sinn þátt í því að BMW ákvað að selja. Átti að ræða þessi mál á breska þinginu í gær. Leitað að sökudólgi Ríkisstjórnin kennir BMW um hvemig komið er en hjá Rover kenna menn fyrst og fremst um háu gengi á pundinu. Segja þeir að ríkisstjórnin hefði átt að gripa í taumana jafnvel þótt vaxtaákvarðnir séu nú eingöngu í höndum Englandsbanka. Þá segja þeir að herferð Byers gegn háu bfl- verði í Bretlandi hafi ekki hjálpað upp á sakirnar enda hafi margir brugðist við henni með því að bíða með bflakaup í von um verðlækkun. Óttast er að þetta mál verði til að kynda undir andúð á Evrópu og Evrópusambandinu enda var það Bretum nokkurt áfall á sínum tíma, 1994, er Rover var selt útlendingum og það Þjóðverjum af öllum mönn- um. I bresku blöðunum er BMW nú sakað um að hafa „rekið rýtinginn í bak Rover“ og Evrópusambandið um að hafa dregið lappirnar í þessu máli. Gífurlegt tap BMW hefur dælt miklu fé í Rover, á bilinu 500 til 600 milljarðar ísl. kr., en það hefur engu um það breytt að tap hefur verið á rekstrinum í mörg ár. Er áætlað að það hafi verið nærri 88 milljarðar ísl. ki'. á síðasta ári, vendega meira en 1998. Haft er eftir heimildum að Alche- my Partners ætli að sleppa Rov- er-nafninu og kalla fyrirtækið „The MG Car Company". MG-merkið er frá 1923 þegar Morris Garages komu fram með hina frægu MG-sportbfla. Liberti Victorian Empire Edwardian ictorian lever Smáratorg HAGKAUP WBi9S§ii 'W’ BppSilBl HH Meira úrval - betri kaup
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.