Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR17. MARS 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Stjórnarformaður Flugleiða segir fyrirtækið aldrei áður hafa verið betur búið til að takast á við verkefnin framundan Ymsir óvissuþætt- ir í rekstrinum Afkoma Flugleiða hf. á síðasta ári var ekki í samræmi við væntingar þrátt fyrir að 1,5 milljarða króna hagnaður yrði af rekstri fé- lagsins. A aðalfundi Flugleiða, sem Hallur Þorsteinsson fylgdist með, kom fram að stjórnendur félagsins telja það í dag vera á allan hátt sterkara og með betri sýn á tæki- færi en nokkru sinni fyrr í sögu félagsins. Morgunblaðið/Golli Hörður Sigurgestsson, stjórnarformaður Flugleiða hf., í ræðustól á 25. að- alfundi félagsins sem haldinn var á Hótei Loftleiðum í gær. SIGURÐUR Helgason, for- stjóri Flugleiða, sagði í ræðu sinni á 25. aðalfundi félagsins í gær að afkoma af reglulegri starfsemi Flugleiða á síðasta ári hafi ekki verið í takt við áætlanir og vonir stjórnenda í upp- hafi ársins vegna áfalla á borð við tvöföldun eldsneytisverðs og gífur- legt offramboð á Norður-Atlants- hafsflugleiðum. Þessi áföll hefðu komið illa niður á rekstri flestra evrópskra flugfélaga eins og fram hefði komið í fréttum undanfarna mánuði. Við þessar kringumstæður hefðu Flugleiðir samt sem áður haldið áfram að bæta afkomu félags- ins frá fyrra ári og afkoma af reglu- legri starfsemi eftir skatta hefði nú batnað um 831 milljón króna á tveimur árum. „Framundan er nú það verkefni að nýta til fulls þá miklu uppbygg- ingu sem átt hefur sér stað á nýliðn- um umbrotaáratug, en jafnframt það erfiða verkefni að fást við þær miklu sveiflur sem ávallt verða í ytra umhverfi þessa rekstrar. Stefnan sem hér hefur verið fylgt hefur að okkar mati tvímælalaust verið rétt og fyrirtækið er í dag á allan hátt sterkara og með betri sýn á tæki- færi en nokkru sinni fyrr í sögu sinni,“ sagði Sigurður. Skýr stefna og markmið Hörður Sigurgestsson, stjómar- formaður Flugleiða, sagði að á árinu 1999 hefðu þrír þættir einkum ein- kennt rekstur Flugleiða. I fyrsta lagi mætti glöggt sjá í rekstrinum jákvæð áhrif áframhaldandi upp- byggingar. Aukin starfsemi Flug- leiða hefði skilað verulegri fjölgun ferðamanna til íslands á undanförn- um misserum, og auk þess nefndi Hörður þýðingarmikið skref sem fælist í samningi við SAS um að Flugleiðir fljúgi frá síðustu áramót- um í nafni beggja félaganna á nokkr- um flugleiðum yfir Norður-Atlan- tshaf. Ahrifin sæjust einnig í sköpun nýrra markaða og betri árangri í al- þjóða fraktflugi og þá ekki síður í batnandi rekstri innanlandsflugs. „I öðru lagi má skýrt greina í rekstri Flugleiða áhrif harkalegrar samkeppni á Norður-Atlantshafs- markaðnum og tvöföldunar elds- neytisverðs á einu ári. Áhrifin af þessum þáttum komu sérstaklega illa niður á rekstrinum á síðasta fjórðungi síðastliðins árs. I þriðja lagi steig félagið stór skref í eignastýringu með því að selja eignir sem reksturinn hafði skapað og með ráðstöfun fjárins með öðrum og betri hætti í starf- seminni. Jafnframt var fjármálaleg- um stýritækjum beitt með virkum hætti á eldsneytis- og fjármála- mörkuðum," sagði Hörður. Hann sagði að á nýbyrjuðu ári væru ýmsir óvissuþættir í rekstri Flugleiða. Þótt félagið verði sig sveiflum í ytri rekstrarþáttum væri það vissulega háð verðlagi á gjald- miðlum, eldsneyti og fjármagni. „Það er líka háð hagsveiflum á al- þjóðamörkuðum, sem hafa áhrif á sætaframboð og eftirspum á ferða- þjónustu. Það er sömuleiðis mjög háð íslensku kostnaðarumhverfi og launaþróun hér á landi. Flugleiðir vinna eftir áætlun um hagnað á þessu ári, en um þessar mundir er óvissa um þróun ýmissa þýðingar- mikilla rekstrarþátta. Það er ekki nýtt í fjölþættum, al- þjóðlegum rekstri eins og Flugleiða að standa andspænis ábúðarmiklum verkefnum. Á þessu ári, sem fyrr, ganga stjómendur og starfsmenn félagsins til verka með skýra stefnu og markmið. Ég er þeirrar skoðun- ar, að aldrei áður hafi fyrirtækið Flugleiðir verið betur búið til að tak- ast á við þau verkefni, sem framund- an eru,“ sagði Hörður. Arðsemi að verulegu leyti tengd hagnaði af sölu eigna í máli Harðar kom fram að und- anfarin fimm ár hefði árleg arðsemi eiginfjár í Flugleiðum verið liðlega 9,3%. Þessi arðsemi væri að veru- legu leyti tengd hagnaði af sölu eigna, sem orðið hefði til í tengslum við reglulega starfsemi íyrirtækis- ins. „Það er eðlilegt að við, fulltrúar eigenda, einstakir eigendur og markaðurinn velti fyrir sér fram- tíðararðsemi fyrirtækisins. Alþjóða flugrekstur er háður verulegum sveiflum í ýmsum mikilvægum rekstrarþáttum. Á suma af þessum rekstrarþáttum geta einstök flugfé- lög haft veruleg áhrif, en að öðru leyti eru áhrif fyrirtækjanna á sveiflurnar mjög takmörkuð. Sagan segir okkur, að afkoma af reglulegri starfsemi alþjóða flugfélaga sé mjög sveiflukennd. Þess sér mjög glögg merki nú í rekstri margra þekktra flugfélaga. Skiptir þá naumast máli, hvort þau eru stærri eða smærri. Flugleiðir hafa sett sér markmið um framtíðararðsemi. Árangurinn mun fyrst og fremst byggjast á því hvernig félaginu tekst að vinna úr stefnu sinni og fást við megin áhættuþætti í starfseminni, sérstak- lega þá, sem það getur haft veruleg áhrif á,“ sagði Hörður. Hann sagði að í farþegaflugi legðu Flugleiðir megináherslu á sókn inn á arðbærari markaðshluta. Félagið legði þannig höfuðáherslu á að fjölga ferðamönnum á leið til Islands og sækja jafnframt stærri hlut á við- skiptamannamarkað yfir Norður- Atlantshaf. Þá hefði félagið mótað mjög ákveðna stefnu til sóknar í raf- rænum viðskiptum. Þetta yrði áfram grunntónn í markaðsstefnu félagsins. „Til að styrkja þessa markaðs- sókn hefur fyrirtækið mótað sér nýja ímyndarstefnu, sem kynnt var haustið 1999. Þýðingarmikið starf er nú fyrir höndum að styrkja nýja ímynd Flugleiða á alþjóðlegum markaði með nýjum einkennistákn- um. Flugleiðir hafa sett sér markmið um hámarksnýtingu framleiðslu- þátta og að auka hagkvæmni og skil- virkni í rekstrinum með innleiðingu á upplýsingatækni hvarvetna í starf- seminni. Jafnframt vinnur félagið að lækkun ákveðinna kostnaðarþátta á borð við dreifikostnað, sem er um 20% af heildarkostnaði. Dreifikostn- aðurinn er kostnaðurinn við að koma þjónustu í hendur neytenda, og felst meðal annars í tölvukerfum, um- boðslaunum og söluþjónustu. Félagið efldi starfsemi sína í starfsþáttum tengdum flugrekstrin- um. Tekið var upp samstarf við al- þjóða hraðflutningafyrirtækið TNT í flutningum yfir Norður-Atlantshaf, og hafa Flugleiðir á þessu ári jafn- framt leigt Boeing 757-flugvél til starfa á leiguflugsmarkaði, sem að verulegu leyti er flogið fyrir önnur fyrirtæki, sem bera markaðsáhætt- una. Jafnframt leitar félagið frekari fanga á alþjóðlegum viðhaldsmark- aði og gert er ráð fyrir að annast við- hald fyrir sex erlend flugfélög á þessu ári. í tæknistöðinni á Kefla- víkurflugvelli standa nú yfir skoðan- ir á Boeing 757-flugvélum fyrir spænska flugfélagið Iberia.“ Hörður sagði Flugleiðir telja sig eiga kost á að bæta verulega rekstur innanlandsflugs Flugfélags Islands. Mikilvægur áfangi hefði náðst á ár- inu 1999, en félagið hefði snúið vörn í sókn með því að sækja meiri við- skipti erlendra ferðamanna, sam- tímis margvíslegum hagræðingar- aðgerðum. „Það má segja, að átök á innan- landsmarkaði hafi nánast kippt fót- unum undan þessum rekstri eftir að markaðurinn var gefinn fijáls á miðju ári 1997. Þá hrundi verðið á markaðnum á fáum vikum um 40%. Enginn markaður ber slíkar lækk- anir. Síðan þá hefur samkeppnin verið á kostnað hluthafa flugfélag- anna, sem þátt tóku í henni. Undan- famar vikur hafa verið að koma í ljós afleiðingar þessarar óraunhæfu samkeppni. Við því hafði verið búist, að til tíðinda drægi. Öll fyrirtækin á þessum markaði hafa tapað háum fjárhæðum, sem hlaut að leiða til uppstokkunar. Þetta hefur glætt vonir um, að unnt sé að skapa hér heilbrigðan rekstur í innanlands- flugi,“ sagði Hörður. Gert ráð fyrir hagnaði þótt blikur séu á lofti Sigurður Helgason sagði í ræðu sinni að meginmarkmið þessa árs væri að byggja á þeim árangri sem náðst hefði í uppbyggingu Flugleiða og rekstraráætlun félagsins fyrir ár- ið 2000 gerði ráð fyrir hagnaði, þó vissulega væru blikur á lofti. „Kjarasamningar standa nú yfir og er enn óvíst með útkomu þeirra. Það veltur á miklu fyrir Flugleiðir að niðurstaðan verði skynsamleg. Launakostnaður fyrirtæksins er um 8 milljarðar króna. Félagið starfar á alþjóðlegum samkeppnismarkaði og getur ekki velt hækkunum út í verð- lagið. Það liggur því í augum uppi að óskynsamleg prósentuhækkun get- ur skaðað fyrirtækið verulega. Heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur hækkað mikið á undangengn- um mánuðum og er nú með því hæsta sem það hefur verið frá því í byrjun síðasta áratugar. Flugleiðir fundu fyrir þessum hækkunum á síðasta ársfjórðungi ársins 1999 og allar líkur eru á að meðaleldsneytis- verð félagsins verði töluvert hærra á árinu 2000 en á árinu 1999, þrátt fyr- ir að félagið hafi með áhættustýr- ingu tryggt stóran hluta eldsneytis- kaupa á árinu 2000 fyrir slíkum hækkunum. Gengi evru er nú mjög lágt gagnvart bandaríkjadollar, sem er þrátt fyrir gengisvarnir, óhag- stætt fyrir félagið vegna myntsam- setningar í tekju- og útgjaldakörfu þess, ef um er að ræða nýtt lang- tímajafnvægi milli þessara gjald- rniðla," sagði Sigurður. Hann sagði að á síðasta ári hefði það haft veruleg áhrif á fjármagns- liði félagsins að í upphafi ársins komu rúmlega 2 milljarðar króna inn í reksturinn vegna sölu hótel- bygginga. Þessir peningar voru síð- an ávaxtaðir og skiluðu miklum vaxtatekjum. „Þessum peningum verður síðan ráðstafað til flugvélakaupa á þessu ári og því er ekki hægt að gera ráð fyrir jafnmiklum vaxtatekjum árið 2000 og var árið áður. Þessu til við- bótar kemur til lækkunar á gengis- tapi, hagnaður af gjaldeyrisafleiðu- samningum að upphæð 164 milljónir króna,“ sagði hann. Vonir um að verulega sé að rofa til í rekstri innanlandsflugsins Afkoman af rekstri Flugfélags ís- lands batnaði um 93 milljónir króna á árinu 1999 en rekstrartapið varð 198 milljónir króna. Á síðasta aðal- fundi Flugleiða var kynnt það mat stjómar félagsins að það tæki að minnsta kosti tvö ár að vinna innan- landsflugið úr taprekstri. Sigurður sagði að á þessu ári væri gert ráð fyrir að enn næðist verulegur rekstrarbati þótt ekki væri gert ráð íyrir hagnaði. „Það eru vissulega vonbrigði, en ýmislegt í þróun innanlandsflugs gefur vonir um að verulega sé að rofa til í rekstrinum. Taprekstur allra félaga á markaðnum er að leiða til uppstokkunar. Þá hafa samning- ar tekist við flugmenn um aðgrein- ingu starfsaldurslista hjá Flugfélagi íslands og Flugleiðum og markar það endanlegan flugrekstrarlegan aðskilnað félaganna. Flugfélag ís- lands stefnir að því að taka upp raf- rænt farmiðakerfi samfara endur- nýjun birgða- og bókunarkerfis sem gert er ráð fyrir að skili sér í veru- legri hagræðingu á árinu,“ sagði hann. Sigurður vakti í ræðu sinni at- hygli á tveimur þáttum sem varða rekstur og framtíð Flugfélags ís- lands. Annars vegar sagðist hann eindregið vilja mæla gegn fyrirætl- unum um nýjar álögur stjórnvalda á þennan viðkvæma rekstur, en fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 60/1998 um loftferðir. „Þar er lagt til að lögfestar verði nýjar opinberar álögur á innan- landsflugið, svonefnd leiðarflugs- gjöld, sem ætlað er að skili ríkinu um 30 milljónum króna í viðbótar- tekjur. Með hliðsjón af afkomu inn- anlandsflugrekstrar á íslandi sætir furðu að fram séu komnar hug- myndir um lögfestingu aukinna rík- istekna af þessari samgöngugrein. íslenskir flugrekendur hafa nú þeg- ar harðlega mótmælt þessum áform- um og lagt til að fallið verði frá þess- um viðbótarálögum. Hitt málið varðar framtíð Reykja- víkurflugvallar eftir árið 2016. Gert er ráð fyrir að Reykvíkingar kjósi um framtíð flugvallarins. Að mati Flugleiða verði aðeins tveir raun- hæfir kostir fyrir hendi, það er að segja að flugvöllurinn gegni áfram óbreyttu og þýðingarmiklu hlut- verki sínu á sama stað fyrir innan- lands- og sjúkraflug, eða að hann verði lagður niður og öll flugstarf- semi flytjist frá höfuðborginni til Keflavíkurflugvallar. Ljóst er, að ef síðari kosturinn verður valinn má gera ráð fyrir að innanlandsflug í núverandi mynd leggist að mestu af, og farþegum milli höfuðborgar og landsbyggðar verði því alfarið vísað á þjóðvega- kerfið. Hvort slíkt geti þá samræmst hlutverki Reykjavíkur sem höfuð- borgar Islands og miðstöðvar stjórnsýslu, viðskipta og heilsu- gæslu, verða stjórnmálamenn þjóð- arinnar að svara. Staðsetning flug- vallar fyrir höfuðborg Islands er ekki einkamál Reykvíkinga, um það þarf þjóðin öll og kjörnir fulltrúar hennar að fjalla,“ sagði Sigurður. Fær fjórar Boeing 757-f lugvólar afhentar á þessu ári Sú stefna hefur verið mörkuð að þotufloti Flugleiða verði þróaður til einnar gerðar, Boeing 757, og í sam- ræmi við þá stefnu var síðasta Boeing 737-þota félagsins seld á síð- asta ári, en gert er ráð fyrir að síð- asta 737-þotan fari úr rekstri félags- ins vorið 2002. „Við þróun flugflotans til einnar gerðar flugvéla næst aukin hagræð- ing við þjálfun og nýtingu flug- manna og tækniliðs félagsins auk þess sem unnt verður að draga úr varahlutabirgðum. Félagið á í fastri pöntun fjórar Boeing 757-flugvélar sem það fær afhentar á þessu ári og næstu þremur. Að auki á félagið um- saminn kauprétt á fjórum Boeing 757-þotum til viðbótar sem gætu fengist afhentar á árunum 2002 til 2004. Leigusamningar, sem gerðir hafa verið vegna þeirra véla sem seldar hafa verið á síðastliðnum árum, gera félaginu fært að skila eldri vél fyrir hverja nýja sem kemur í flotann næstu árin og halda þannig flugvéla- fjöldanum óbreyttum. Einnig er kostur að framlengja leigusamninga og auka þannig við fjöldann. Félagið hefur því byggt mikinn sveigjan- leika inn í flugflotaáætlun sína til næstu ára,“ sagði Sigurður Helga- son. Samþykkt að greiða 10% arð til hluthafa Á aðalfundi Flugleiða var sam- þykkt tillaga stjórnar um 10% arð- greiðslu til hluthafa vegna ársins 1999, og samþykkt var að heimila stjórn félagsins að kaupa á næstu 18 mánuðum hlutabréf í Flugleiðum að nafnvirði allt að 230 milljónir króna. Má kaupverð bréfanna vera allt að 10% yfir meðalsöluverði skráðu hjá Verðbréfaþingi íslands á síðasta tveggja vikna tímabili áður en kaup- in eru gerð. Er stjórn félagsins heimilt í þessu skyni að ráðstafa allt að 1.265 milljónum króna, en tillaga um slíka heimild allt að 1.062 millj- ónum króna var samþykkt á aðal- fundi félagsins 1999 og féll sú heim- ild niður með samþykkt tillögunnar á aðalfundinum nú. Úr stjórn Flugleiða gekk nú Hall- dór Þ. Halldórsson og í hans stað var kosinn Garðar Halldórsson. Aðrir sem skipa stjórn Flugleiða eru Hörður Sigurgestsson, Grétar Br. Kristjánsson, Árni Vilhjálmsson, Benedikt Sveinsson, Gunnar Jó- hannsson, Haukur Alfreðsson, Ind- riði Pálsson og Jón Ingvarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.