Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Þetta vil ég heyra TÖNLIST S a I ii r i n n K ó p a v o g i SÖNGTÓNLEIKAR Auður Gunnarsdóttir og Jónas Ingimundarson. Ljóðasöngvar eftir Schubert, Strauss og Sibel- ius; lagaflokkar eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Atla Heimi Sveinsson og óperettulög eftir Kiimeke, Stolz og Lehár. Mið- vikudag kl. 20.30. AÐ feta listabrautina með það veganesti að ætla að gera öllum til hæfis getur verið varasamt. Það er hætt við því að það sé nefnilega líka til fólk sem ekki kann að meta slíka þjónkun. Efnisskrá tónleika Auðar Gunnarsdóttur og Jónasar Ingimundarsonar í Salnum á mið- vikudagskvöldið var þannig úr garði gerð að þar áttu auðsýni- lega allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Niðurstaðan var sundur- laust prógramm, sem hafði hvorki svipmót né stíl og vantaði heildar- mynd. Auk þess var fyn-i hluti tónleikanna samsettur af öllum helstu „klisjum" Schuberts, Strauss og Sibeliusar; - þarna voru Gréta við rokkinn, Heiðar- rósin, Allerseelen, Zueignung og ef það hefði mátt giska á hvaða þrjú Sibeliusarlög hefðu verið þarna, þá hefðu flestir sem ein- hvern tíma hafa heyrt eitthvað eftir hann getið rétt. Enn má bæta við að sumt á efnisskránni söng Auður á tónleikum sínum í Kópavoginum fyrir tveimur ár- um, og það hefur nú ekki oft heyrst í henni hér síðan þá. Það er ljóst að gagnrýnandi er svekktur á efnisvalinu og hefði viljað heyra langtum bitastæðara prógramm. Hvers vegna? Jú, vegna þess að Auður Gunnarsdóttir er feikna- góð söngkona. Kannski voru væntingarnar of miklar; kannski finnst manni bara að svo fínir og fagmannlegir söngvarar þurfi ekki að vera að setja sig niður við að gera öllum til hæfis; - þeir eigi að láta tónlistina vera í að minnsta kosti þremur efstu sæt- unum, og allt annað þar á eftir. Góðir söngvarar, söngvarar sem fyrst og fremst þjóna list sinni, munu alltaf fylla sali, hvar sem er. Auður Gunnarsdóttir er feikna- góð söngkona. Hún hefur allt til að bera; frábæra rödd, mikla túlk- unarhæfileika, músíkalitet og fal- lega framkomu. Það vantaði þó einhvern neista í lög Schuberts, eitthvað sem gerði þau ný og fersk og þess virði að heyra þau enn einu sinni. Gréta var var til dæmis of dauf og áhugalaus um örlög sín og þar af leiðandi ósann- færandi. Þar var of mikil áhersla á að syngja fallega með tækni- legri fullkomnun, en vantaði meira trukk í túlkunina. Richard Strauss átti miklu betur við Auði, og í lögunum Allerseelen, All mein Gedanken og Zueignung var söngurinn bæði sérstaklega fagur og áhrifamikill. Jónas var í mikl- um ham í lögum Strauss og spil- aði firnavel. Lög Sibeliusar, Flickan kom ifrán sin álsklings möte, Sáf, sáf susa og Svarta ros- or, voru virkilega fallega sungin, og leikur Jónasar fínn; sérstak- lega í Flickan kom... þar sem hann byggði upp sterka og dramatíska undiröldu sem hélt uppi spennunni og örvæntingunni í laginu. Það sem upp úr stóð á tónleikunum voru íslensku laga- flokkarnii-; Þrjú lög eftir Hjálmar H. Ragnarsson úr Pétri Gaut við ljóð Ibsens (þýdd af Einari Ben.) og Ljóð fyrir börn eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Matt- híasar Johannessens. I íslensku verkunum naut sín vel hæfileiki Auðar til að fara með texta og túlka. Þar hafði sérhvert orð sitt rétta vægi, orð og tónlist voru eitt og útkoman var áhrifamikil. í þremur óperettulögum, eftir Kúmeke, Stolz og Lehár, var Auður aldeilis frábær. Með þann- ig flutningi geta jafnvel seigustu lummur orðið dásamlegar. Þessir dísætu valsar létu þeim Auði og Jónasi vel og flutningur þeirra var skínandi og skemmtilegur. Meðal aukalaga voru lag Þórar- ins Guðmundssonar, Kveðja, og lag Sigvalda Kaldalóns, Eg lít í anda liðna tíð. Flutningur þessara laga var undursamlegur, ekki síst síðarnefnda lagið, sem undirrituð man tæpast eftir að hafa heyrt jafn vel flutt. Bergþóra Jónsdóttir Fréttir á Netinu vÁj> mbl.is ALLTAf= eiTTH\SAÐ NÝT7 Tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna Ceisladiskur Sigurðar Bragasonar barítons og Cuðmundar Emilssonar Mozart forleikír og aríur, er tilnefndur til hinna íslensku tónlistarverðlauna 2000. Fæst í öllum hljómplötuverslunum Nokkrir munanna á sýningunni. Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson WoDaaBe hirðingjar LIST OG MAJYIVLÍF Apótekið/Hafnarborg LJÓSMYNDIR/MUNIR MYNDBAND KRISTÍN LOFTSDÓTTIR Opið alla daga frá 12-18. Lokað þriðjudaga. Til 20. mars. Aðgangur 200 krónur í allt húsið. APÓTEK Hafnarborgar hýsir um þessar mundir merkilega sýningu ljósmynda og muna er herma af hin- um svonefndu WoDaaBe-hirðingj- um, sem búa í Sahel-beltinu í norður- hluta Níger. Á þessu svæði fellur regn óreglulega milli ára, en hjarð- mennska er leið til að nýta hinar óstöðugu auðlindir náttúrunnar. Hirðingjarnir eru mjög á faraldsfæti og flytja að meðaltali búferlum á þriggja daga fresti og eru þá farar- tækin úlfaldar og asnar, sjálfir nefna þeir sig fugla óbyggðanna. Afkomu sína og sjálfsmynd byggja þeir á nautgripakyni sem á máli þeirra nefnist Bororo Zebu, halda þó einnig flestir kindur og geitur. Fyrir þurrka á síðustu áratugum hafa lífs- skilyrði hirðingjanna versnað til muna og Sahara-eyðimörkin færst nær þeim, sem þýðir að regn er ófyr- irsjáanlegra og afkoman áhættu- samari. Á þuiTkatímunum 1968-74 og 1984-85 misstu margar fjölskyld- ur mestan hluta dýra sinna og þurfa því að leita annarra ráða og aðferða til lífsviðurværis, vinna þannig margir sem farandverkamenn í borgum Níger, en bera enn þá von í brjósti að snúa aftur til hjarð- mennsku. Heitið WoDaaBe markar hugtakið, mboda, sem útleggst, það sem skal forðast, og hirðingjarnir túlka það svo, að það vísi á ákveðið siðferðisgildi og hegðunarreglur. Eru stoltir af eigin sjálfi og uppruna sínum og leggja mikla áherslu á ákveðin gildi í samskiptum og lífs- skoðunum, sem í meginatriðum snúast um sjálfstjórn og þolinmæði. Hirðingjarnir segja lífshætti sína að mörgu leyti erfiða en leggja áherslu á, að þetta sé það líf sem þeir þekkja og er þeim eðlilegt, heiti sýn- ingarinnar, Hornin íþyngja ekki kúnni, er þannig sótt í málshátt sem skýrir þessi viðhorf; rétt eins og kýr- in er vön hornum sínum íþyngir það okkur ekki sem við erum vanir. Clemens Aufderklamm Harald Pröckl Þýskukennaradagar 2000 Upplestur við harmonikkutóna í TILEFNI af Þýskukennaradögum 2000 verður dagskrá í Norræna hús- inu í kvöld kl. 20. Dagskráin ber heit- ið „Zwischen den Kontinenten. Ge- schichten of a small planet“ og er upplestur við harmónikutóna. Hér er um að ræða samspil talaðs orðs og tóna. Austurrfsku listamennirnir Clem- ens Aufderdamm og Harald Pröckl koma þar fram. Clemens Aufder- damm er leikari, leikstjóri og leikrita- höfundur en hann hefur einnig skrif- að handrit fyrir stuttmynd. Hann dvelst um þessar mundir í Los Angel- es. Harald Pröckl er tónlistarmaður og tónlistarkennari við Akademie flir Neue Komposition í Schwaz. Hann hefur getið sér gott orð fyrir mjög nýstárlegan harmonikuleik og komið fram á upplestrum og í leikrit- um í ýmsum Evrópulöndum og í Jap- an, segir í fréttatilkynningu. Dagskráin er á þýsku. Það er Kristín Loftsdóttir mann- fræðingur sem hefur veg og vanda að framníngnum og mun hafa tekið ljósmyndirnar, sem eru hver annarri fegurri. Þá er einnig í gangi mynd- band sem þeir sem á annað borð rata á sýninguna mega helst ekki láta fram hjá sér fara. Dregið saman í hnotskurn, segir samanlögð sýningin af hirðingjum sem lifa nægjusamir og afslappaðir í fljótandi einangrun sinni, óreglulega dreifðir í tíma og rúmi en nær hver öðrum yfir regntímann, er þá eðli- lega öllu meira um félagslíf og hátíð- ir. Þetta er fallegt og viturt fólk, og eins og gerist oft meðal múslima er litríkt í kringum það, klæðnaður og hannaðir munir hið mesta augna- yndi. Afar vandað er til allra verka kringum sýninguna og er það trúa mín að hún eigi í öllu sínu eðlilega og afslappaða látleysi mikið erindi til Islendinga, sem lifa við allt önnur lífsgildi hraða, gróðafiknar og firr- ingar. Bragi Ásgeirsson M-2000 Föstudagur 17. mars Þjóðleikhúsið Landkrabbinn - frumsýning Nýtt íslenskt verk eftir Ragnar Arnalds verður frumsýnt á stóra sviðinu í Þjóð- leikhúsinu. Verkið hlaut fyrstu verðlaun í leikritasamkeppni í tilefni af 50 ára afmæli Þjóð- leikhússins og __ fjallar á hlýlegan og _ gamansaman hátt um lífið Tl, um borð í ís- -—u- lenskum togara. = Leik- stjóri er Brynja Bene- diktsdóttir. Miðasala hjá Þjóð- leikhúsinu, www.theatre.is. Vetraríþróttahátíð fþrótta- bandalags Reykjavíkur Heil vika með dagskrá þar sem vetraríþróttir af öllum gerðum verða í brennidepli. Bretti, skíði, hestar á ís, kennsla og kynning, tónlist og íþróttasirkus er meðal þess sem verður í boði fyrir almenn- ing og flest ókeypis. Dagskráin hefst klukkan 12:00 með „hreyfingarfríi“ þar sem vinnustaðir eru hvattir til að gefa frí til hreyfingar í há- deginu. Unglingahátíð verður einnig haldin að kvöldi opnunardags- ins á einum af skíðastöðum borgarinnar. Brettasýning, tónlist, bretti, gönguskíði, sleð- ar, skíði, „kakóhús" o.fl. ef veð- ur lofar. www.ibr.is. www.reykjavik2000.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.