Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Landssíminn reiknar sér 621 milljón í viðbótartekjur af hækkun fastagjalds Lækkanir um 782 millj. kr. tilkynntar Úr verðskrá Landssíma íslands LANDSSÍMINN kynnt.i í gær 30% meðallækkun á millilandasímtölum, allt að 20% lækkun á intemetsímtöl- um og nýja áskriftar- og sparnaðar- flokka á blaðamannafundi í gær. í framhaldi af ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um allt að 108% hækkun á fastagjaldi hefur Lands- síminn endurskoðað verðskrá sína og felst sú endurskoðun jafnframt í lækkun dagtaxta innanlandssímtala um tæplega 4%. Að mati Landssím- ans færir hækkun fastagjaldsins fyr- irtækinu 621 milljón kr. í viðbótar- tekjur á næstu tólf mánuðum en lækkanir á verðskránni kosta fyrir- tækið á sama tímabili 782 milljónir. Okrað hefur verið á millilandasímtölum í máli Þórarins V. Þórarinssonar, forstjóra Landssíma Islands hf., kom fram að okrað hefði verið á undan- fömum áram á millilandasímtölum. „Einhver myndi segja að símafyrir- tæki hafl ámm saman okrað á milli- landasamtölum. Það er alveg rétt. Þau hafa gert það. Samkeppnin hins vegar knýr það fram að hlutir verða að leita jafnvægis á kostnaðarlegum gmnni. Það hefur gerst hér og held- ur seinna en við gátum átt von á,“ ságði Þórarinn. Fram kom í máli hans að símtöl til útlanda lækki að meðaltali um 30% 1. apríl nk. og enn meira ef tekið er tillit til sparnaðar- leiða sem boðið verður upp á. Sama verð mun gilda allan sólarhringinn fyrir símtöl til útlanda. Þá lækkar upphafsgjald innanl- andssímtala í almenna símakerfinu á sama tíma um 3,6%, úr 3,32 kr. í 3,20 kr. 1. júlí nk. verður verð símtala úr almenna símakerfinu í GSM-síma hjá Landssímanum lækkað úr 18 kr. í 17 kr. á dagtaxta, eða um 5,5% og úr 14,60 kr. á kvöld-, nætur- og helgar- taxta í 14 kr., sem er 4,1% lækkun. Teknar verða upp mismunandi áskriftarleiðir fyrir heimili. 1. apn'l nk. færast öll heimili sjálfkrafa í gmnnáskrift. Gagnaáskrift verður tekin upp 10. apríl nk. Þar er innifalin ADSL 256-gagnaflutningstenging, sem býður upp á aukinn hraða og sí- tengingu við Netið án tímamælingar, auk internetáskriftar með 500 mega- bæta innifóldu gagnamagni. Verð fyrir gagnaáskrift verður á milli sex og sjö þúsund kr. á mánuði. Fastagjald fyrir áskriftarleiðir fyrirtækja er hærra en hjá heimilum sem nemur þeim mun sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að skuli vera á fastagjaldi fyrir heimili og fyrirtæki. Innifalin notkun fyrir- tækja fellur út strax 1. apríl. Þrjár sparnaðarleiðir Viðskiptavinir Landssímans geta valið eina af þremur spamaðarleið- um, sem geta veitt allt að 20% viðbót- arafslátt frá mínútuverði áskriftar- leiða hverju sinni. Vinir og vandamenn innanlands veitir 10% af- slátt af mínútuverði þriggja númera innanlands sem oftast er hringt í. Internetspamaður veitir stighækk- andi afslátt af símtölum í eitt númer innanlands og nær afslátturinn 20% eftir 30 mínútur. Posakjör veita 15% afslátt af upp- hafsgjaldi símtala í þrjú númer inn- anlands sem oftast er hringt í. Tekjur Landssímans af posafærslum hafa verið 50-60 milljónir kr. á ári og þýðir afslátturinn um 10 milljóna kr. tekjuskerðingu fyrir fyrirtækið á ári. Stofngjald, flutningsgjald og gjald fyrir rétthafabreytingu lækkar til samræmis við raunkostnað og nemur lækkun þessara gjalda 26-51%. Þannig lækkar stofngjald fyrir al- mennan talsíma úr 10.645 kr. í 7.900 kr. eða um 26% og úr 17.900 kr. í 12.900 kr„ eða um 28% fyrir ISDN. Flutningsgjald fyrir almennan tal- síma, sem var 5.322 kr„ lækkar í 3.900 kr„ eða um 27%, og úr 8.950 kr. í 6.500 kr„ eða um 27%, fyrir ISDN síma. Rétthafabreyting fyrir al- mennan talsíma lækkar úr 5.976 kr. i fram til þess fengið mánaðargjaldið niðurfellt og auk þess 232 kr. inn- ifalda notkun. Þessi skipan helst óbreytt til 1. júlí en eftir það verður veittur 533 kr. afsláttur af verði gmnnáskriftar. Innifalin verður 232 kr. notkun sem lækkar um 10 kr. á mánuði í tvö ár. Heildartekjur dragast saman Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans, sagði að tekjur fyrir- tækisins af hækkun fastagjalda yxu um 621 milljón kr. næstu tólf mánuði. Ef öll hækkunaráhrifin kæmu fram 1. apríl nk„ t.d. að öll innifalin notkun yrði felld niður og fastagjaldið hækk- að í einu lagi, þá ykjust tekjur Lands- símans á árinu um 1.090 milljónir kr. Tekjufall Landssímans næstu tólf mánuði vegna verðlækkana nemur 782 milljónum kr. Heildartekjur Landssímans, að teknu tilliti til tekjuaukningar vegna hækkunar fastagjalds og verðlækkana í verð- skrá, dragast því saman um 161 milljón kr. næstu tólf mánuði. Lands- síminn gerir ráð fyrir talsverðri aukningu í millilandasímtölum vegna lækkunarinnar. Þórarinn sagði að haldið yrði áfram að þróa verðskrá fyrirtækisins og að áframhald yrði á lækkunum á næstu áram. Breyting væri að verða á símanotkun þar sem stór hluti af talsímaumferðinni er að flytjast í GSM-kerfið. „Það kann vel að vera að það verði eðlileg viðbrögð í framhaldinu að lækka meira í GSM- kerfinu ef vöxturinn og umferðin verður þar en dregur úr henni í fast- línukerfmu,“ sagði Þórarinn. Símtöl til útlanda i-Á 'y/ Upphafsgjald simtals: ! 3,32 kr/símtal Land sem \ hringt er til Dag- Kvöld- taxti, taxti, kr/mín. kr/mín. fyrir 1. apríl Nýr taxti frá 1. apríl kr/mín. Lækkun frá dagtaxta % Nýr taxti: Vinir og vandamenn kr/mín. Danmörk, Noregur, Svíþjóð 30,00 27,00 20,90 30,3 18,81 Færeyjar 31,00 28,00 19,90 35,8 17,91 Finnland 31,00 28,00 19,90 35,8 19,71 Bretland 31,00 28,00 20,90 32,6 18,81 írland 36,00 33,00 22,90 36,4 20,61 Holland 36,00 33,00 21,90 39,2 19,71 Belgía, Lúx., Frakkland 36,00 33,00 22,90 36,4 20,61 Þýskaland 30,00 27,00 21,90 27,0 19,71 Austurríki, Sviss 53,00 48,00 24,90 53,0 22,41 Portúgal 50,00 45,00 22,90 54,2 20,61 Spánn 36,00 33,00 22,90 36,4 20,61 Ítalía 42,00 38,00 22,90 45,5 20,61 Pólland 53,00 48,00 34,00 35,8 30,60 Eistland, Lettland 50,00 45,00 39,00 22,0 35,10 Litháen 53,00 48,00 44,00 17,0 39,60 Rússland / Moskva 69,00 63,00 59,00 14,5 53,10 Tékkland 53,00 48,00 44,00 17,0 39,60 Ungverjaland 50,00 45,00 39,00 22,0 35,10 Rúmenía 66,00 60,00 59,00 10,6 53,10 Slóvenia 66,00 60,00 49,00 25,8 44,10 Króatla 60,00 54,00 49,00 18,3 44,10 Kýpur 69,00 63,00 49,00 29,0 44,10 Grikkland 60,00 54,00 44,00 26,7 39,60 Tyrkland 69,00 63,00 59,00 14,5 53,10 Armenía 98,00 89,00 79,00 19,4 71,10 Bandaríkin jkí 35,00 32,00 20,90 40,3 18,81 Kanada 35,00 32,00 19,90 43,1 17,91 Mexíkó 96,00 87,00 69,00 28,1 62,10 Argentína 124,00 113,00 79,00 36,3 71,10 Brasilía 60,00 54,00 49,00 18,3 44,10 Chile 124,00 113,00 97,00 21,8 87,30 Venesúela 96,00 87,00 79,00 17,7 71,10 Suður-Afríka 69,00 63,00 59,00 14,5 53,10 Marokkó 69,00 63,00 59,00 14,5 53,10 Egyptaland 149,00 136,00 79,00 47,0 71,10 Kenýa 124,00 113,00 97,00 21,8 87,30 Indland 124,00 113,00 89,00 28,2 80,10 Tailand 66,00 60,00 49,00 25,8 44,10 Filippseyjar 66,00 60,00 49,00 25,8 44,10 Kína 124,00 113,00 69,00 44,4 62,10 Japan 66,00 60,00 49,00 25,8 44,10 Ástralía 58,00 52,00 22,90 60,5 20,61 Nýja-Sjáland NgfK 60,00 54,00 44,00 \ 26,7 39,60 Fidjieyjar 154,00 140,00 97,00 I 37,0 87,30 Samfylkingin kynnir frumvarp um fískveiðistnórnun Allar aflahlutdeildir grannáskrift, þar sem fastagjald verður í fyrstu 820 kr. en hækkar í 1.111 kr. um næstu áramót. Til að milda áhrif þessarar hækkunar hefur Landssíminn ákveðið að innifalin notkun í öllum áskriftarleiðum verði í upphafi 232 kr. eins og verið hefur, en þessi upphæð lækki síðan um 10 kr. á mánuði næstu tvö árin. Létt- áskrift verður boðin þeim sem h'tið nota símann. Þar verður fastagjald 620 kr. á mánuði en hækkar í 820 kr. 1. janúar nk. Mínútuverðið verður hærra en í grannáskrift, eða 2,95 kr. á daginn og 1,45 kr. á kvöldin og um helgar á móti 1,50 kr. og 0,78 kr. í 2.900 kr„ eða um 51%, og sama verð og lækkun verður fyrir ISDN síma. Þá ætlar Landssíminn að bjóða upp á sérstakan afslátt til elli- og ör- orkulífeyrisþega til að auðvelda að- lögun þeirra að breyttri verðskrá. Síminn veitir þessum hópi, sem er um 6.000 manns, 20% afslátt af fasta- gjaldi grannáskriftar kjósi þeir það. Fastagjald þessa hóps verður með afslætti 656 kr. 1. apríl nk. og 889 kr. 1. janúar 2001. Innifalin í fastagjald- inu er notkun að fjárhæð 232 kr. sem þrepast niður um 10 kr. á mánuði í tvö ár. EUi- og örorkulífeyrisþegar með óskerta tekjutryggingu hafa á markað eftir 10 ár ÞINGFLOKKUR Sam- fylkingarinnar vill að út- hlutun aflahlutdeilda án endurgjalds eða gjafa- kvóta, eins og sumir vilja kalla það, verði afn- umin í jöfnum áföngum á tíu ára tímabili en út- gerðum fiskiskipa þess í stað gefinn kostur á öfl- un aflahlutdeilda til fimm ára í senn á mark- Vefleikvr Sí www.vefverslvm.is Morgunblaðið/Golli Þingmenn Samfylkingarinnar kynntu hugmyndir sínar í fiskveiðistjórnunarmálum á blaðamannafundi í gær. Frá vinstri: Rannveig Guðmundsdóttir, Sighvatur Björgvinsson, Jóhann Ársælsson og Svanfríður Jónasdóttir. aði, þar sem öllum út- gerðum sambærilegra fiskiskipa er fenginn jafn réttur og nýliðun þar með auðvelduð. Greiðslum fyrir veiðiheimildir verði dreift á það ár sem þær era nýttar og allar aflahlutdeildir verði komnar á markað eftir tíu ár. Þingmenn Samfylkingarinnar kynntu þessar og fleiri hugmyndir Samfylkingarinnar í fiskveiðistjórn- unarmálum - sem flestar hafa áður komið fram í málflutningi þeirra - á blaðamannafundi í gær en tillögun- um hefur verið komið saman í full- búið framvarp til laga um breyting- ar á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 38 15. maí 1990. Verður framvarpið lagt fram á Alþingi á næstu dögum. „í frumvarpinu er tekið á öllum þeim þáttum sem okkur hefur til hugar komið að þurfi að taka á til þess að breyta úthlutun aflaheimilda í þennan farveg, þ.e. á þann hátt að við getum talað um að á eftir ríki jafnræði og atvinnufrelsi í grein- inni,“ sagði Jóhann Arsælsson, þing- maður Samfylkingarinnar, meðal annars en hánn ásamt Svanfríði Jónasdóttur og Sighvati Björgvins- syni, þingmönnum Samfylkingar- innar, hafa leitt þá vinnu sem þurfti til að koma framvarpinu saman. Jó- hann tók jafnframt fram að dómur Hæstaréttar í Vatneyrarmálinu svokallaða, á hvorn veginn sem hann færi, muni ekki breyta stefnu Sam- fylldngarinnar. Af fleiri atriðum í framvarpinu má nefna að þar er tekið fram að vilji út- gerðaraðili ekki nýta aflahlutdeild sem hann hefur aflað sér á markaði sé honum ekki heimilt að framselja hana heldur skuli hann skila henni inn þar sem hún verði umsvifalaust boðin öðram. Þá er í framvarpinu gert ráð fyrir því að Fiskistofu verði falið að hafa umsjón með útboðum aflahlutdeilda en henni jafnframt gefin heimild til þess að fela öðram aðilum einstaka þætti. Innheimta leigugjalda eigi sér stað þrisvar á ári á leigutímanum og leigutekjur renni í ríkissjóð og er m.a. ætlað að standa undir kostnaði hins opinbera vegna nýtingar auð- lindarinnar, svo sem vegna hafrann- sókna og eftirlits. Að auki er þess getið í framvarp- inu að á aðlögunartímabilinu verði útgerðum sem kaupa eða hafa keypt aflahlutdeild í núverandi stjórnkerfi heimilað að afskrifa þær og enn- fremur að útgjöld vegna leigðra afla- hlutdeilda eða aflamarks innan árs verði talin til rekstrarútgjalda eins ogútgjöld vegna annarra aðfanga. í frumvarpi er gert ráð fyrir því að fiskveiðiflotanum verði skipt í þijá útgerðarflokka m.a. til að tryggja hagsmuni landsvinnslunnar og fær hver um sig tiltekinn hluta heildaraflahlutdeilda til að vinna úr. Smábátunum verði heimilað að leigja til sín aflakvóta frá öijram út- gerðarflokkum en útgerðarmenn annarra fiskiskipa öðlist ekki heim- ild til að leigja til sín aflakvóta frá smábátum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.