Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Bók eftir bók eftir bók Það var pískrað um bækur á hverju borði, í hverju horni og yfírleitt alls staðar, þar sem tveir eða fleiri hittust. Og andrúmsloftið var þrungið þessum dularfulla ilmi bókarinnar, Bókamessan í London var haldin í Olympiahöllinni. sem bíður þess að vera lesin. Freysteinn Jó- hannsson fór á bókamessuna í London og hitti þar fyrir bækur og bókamenn. ÓKABÚÐIR eru með mínum beztu stöðum. Sú búð, sem stendur hjarta mínu næst hér í London, er Water- stone’s í gömlu og virðulegu turn- húsi við Gowerstræti. Þar má una sér tímunum saman við að skoða, fletta og lesa. En það eru fleiri bóka- búðir í London og liggi leið mín framhjá þeim, er alltaf eins og segull togi mig til þess að reka þar inn nef- ið. Það hljóp því heldur betur á snærið hjá mér þegar menn héldu bókamessu hér í London á dögunum. Lundúnamessan er önnur stærsta bókamessan í Evrópu; gengur næst Frankfurtarmessunni, sem er reyndar sú stærsta í heiminum. En á þessum tveimur er stór munur; ekki bara að Lundúnamessan sé sjött- ungur hinnar í fermetrum talið, heldur virðist hún ekkert smita út frá sér líkt og hin gerir. Jóhann Hjálmarsson hefur farið á Frankfurtarmessu, fleiri en eina og fleiri en tvær, og lýst því, hvernig borgin breytist öll í eina bókamessu. En hér í London sá bókamessunnar hvergi stað nema í vesturhluta borg- arinnar; í Olympiahöllinni, þar sem hún var haldin. Og reyndar voru nokkrar veifur fyrir utan allt og sumt, sem blasti við umheiminum. En þegar inn var komið tók bóka- heimurinn við. íslendingar, sem ég hitti í Olymp- ia, og hafa verið á báðum stöðum, sögðu mér, að þótt Lundúnamessan væri lítil í samanburði við Frankfurt, væri hún afskaplega þægileg heim að sækja. Þá væri tímasetningin líka heppileg, svona mitt á milli Frank- furtarmessa, og því væri upplagt að koma hingað, hitta menn, fylgjast með og fylgja eftir hlutum frá Frankfurt. Rækta samböndin köll- uðu þeir það. En undir lygnu yfirborðinu leyn- ast straumar. Það eru metsölubæk- urnar, þar sem samkeppnin er svo hörð, að útgefendum er stillt upp við vegg, sagt að lesa í kvöld og svara á morgun. Stundum ekki heil bók. Kannski bara fimmtán síður. Eða ekkert lesmál. Bara hugmyndin. Eða höfundamafnið. Og sumar bæk- ur eru settar á uppboð. Þama gildir að vera á tánum. Að hrökkva eða stökkva. Skynja stundina, þegar Harry Potter og hans líkar ganga um garða. Þetta er slagurinn. Yfir öðrum vígstöðvum er meiri ró. Heimildaskáldsagan í sókn Bókamessan í Olympia var á tveimur hæðum. Niðri vom sýning- arbásar einstakra forlaga, en uppi alþjóðlega réttindamiðstöðin, þar sem útgefendur sátu við sín borð. Við borð númer 181 sátu þeir Hall- dór Guðmundsson og Sigurður Svav- arson frá Máli og menningu. Þegar ég spurði þá, hvaða bækur þeir væm að kaupa, urðu þeir eins og póker- spilarar í amerískri gangstermynd, héldu spilunum fast upp að bijóstinu og horfðu á mig svipbrigðalausir. Það kemur í ljós á þarnæstu jólum! En svo losnaði nú aðeins um mál- beinið á þeim, þegar við fómm að ræða bókmenntirnar vítt og breitt. Stóra straumarnir í bókaheiminum em að þeirra sögn ekki hvað sízt á sviði fræðirita almenns eðlis og er þá oft um samvinnuverkefni að ræða. Næsta stórvirki Máls og menningar Þóra Sigríður Ingóifsdóttir hjá Máli og menningu. á því sviði verður Söguatlas með svipuðu sniði og Heimsatlasinn, sem forlagið gaf út í samvinnu við er- lenda útgefendur. Halldór talaði Iíka um vaxandi gengi heimildaskáld- skapar, þar sem rithöfundar styðjast við sannar heimildir en skrifa með skáldaleyfi. Hann nefndi sögur Björns Th. Bjömssonar og gat þess einnig, að nýútkomnar ævisögur Einars Benediktssonar og Jónasar Hallgrímssonar væm í áttina til þessarar bókmenntategundar. Sigurður gat þess sérstaklega, að það vekti athygli hans, hvað útgef- endur væm farnir að blanda vel saman texta og myndum, þannig að bækur litu mjög vel út fyrir augað, en í þeim væri líka texti, sem hefði frá einhverju raunhæfu að segja. Þegar ég beindi talinu enn frekar heim á leið, sagði Halldór, að haustið yrði skáldsögunnar. Margir af okkar helztu höfundum verða með skáld- sögur; hann nefndi Einar Má Guð- mundsson, Pétur Gunnarsson, Sjón og Kristínu Ómarsdóttur. En ljóðið lifir líka góðu lífi, eins og heildarsafn Stefáns Harðar Grímssonar og þýð- ingar Sölva Sveinssonar á sonnett- um Keats verða dæmi um. Af þýdd- um sögum nefndi Halldór Djöfla Dostojevskís og Angela’s Ashes eftir Frank McCourt, en tilkomu þeirrar bókar á íslenzku má rekja til íyrri bókamessu í London. Enska málsvæðið múrvarið Þóra Sigríður Ingólfsdóttir annast sölu á íslenzkum bókum Máls og menningar til erlendra forlaga. „Hér í Bretlandi ræður ævintýrið nú ríkj- um. Harry Potter, sem Bjartur gef- ur út heima og Diskóheimur Terry Pratchett, sem Mál og menning gef- ur út á íslenzku, em þær bókmenn- tir, sem slá allt annað út. Þessi jarð- vegur hlýtur að vera góður fyrir Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Við eram að láta þýða hana og annað efni á ensku,“ sagði Þóra. „En það er erfitt að komast inn á enska málsvæðið. Það er nánast múrvarið. Ég er líka með Einar Má, Steinunni Sigurðardóttur og fleira í farteskinu og hef reynt að kynda undir 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason Bækur um allt milli himins ogjarðar. með því að búið sé að gera kvikmynd eftir bókinni, þar sem Damon Albam og Victoria Abril koma við sögu. En Bretar virðast vera í ósköp litlu þýð- ingarstuði núna! Spennusaga Árna Þórarinssonar, Nóttin hefur þúsund augu, sem kom út hjá Máli og menningu á síðasta ári, var seld til þýska for- lagsins Verlagshaus No. 8. Þetta er lítið en ört vaxandi forlag. Bók Áma var áður seld til Mod- tryk í Danmörku og kemur út þar eftir um það bil viku. Einnig var rekinn endapunktur á samninga við forlagið Actes Sud í Frakklandi um útgáfu á Morgun- þulu í stráum eftir Thor Vilhjálms- son.“ Auk þess að reyna að brjótast inn á brezka bókamarkaðinn sækir Þóra á nýjar veiðilendur eins og Grikk- land og Portúgal. Og framtíðin er auðvitað að komast inn á Asíu- markaðinn. Útrás í Qöiþjóðasamstarf Fulltrúar Vöku - Helgafells, Bjarni Þorsteinsson og Kjartan Öm Ólafsson, sátu við borð númer 53. Þeir létu vel af sér. „Hér má fá til- finninguna fyrir gróskunni beint í æð,“ sagði Kjartan. „Bókaútgáfa er langt í frá hnignandi bransi. Það er margt nýtt að gerast." Eins og aðrir vom þeir að selja og kaupa. Og eins og aðrir þögulir sem gröfin um þau viðskipti. Þegar ég reyndi að rekja úr þeim garnirnar greip Kjartan fréttatilkynningu á borðinu og las: Við höfum selt um 500 útgáfur á yfir 40 tungumálum. Svo horfði hann á mig, eins og hann væri búinn að svara öllum mínum spurningum! Annars sögðu þeir mikinn áhuga ríkjandi á íslandi og íslenzkum mál- efnum. ísland er í tízku núna og áhugann sögðust þeir m.a. finna í ásókn í ljósmynda- og ferðahand- bækur og áhugi á íslenzku mat- reiðsluefni kemur svo langt að sem frá Brasilíu og Indlandi. Þeir félagar sögðust sjá æ meira vandað efni og uppflettibækur í sam- starfi milli forlaga. Sögðust einmitt vera að fara að fara á fund með út- gefanda, sem þeir vom í samstarfi Ws v,n ccesso^f _ * Grensásvegi 16 (inni í portinu) Sprenghlægilegt verð! Skart 09 klutar kr. 150 - Töskur kr. 500 - Regnhlífar og sólgleraugu kr. 200 - Hufur og hattar kr. 500-1000 - Buxur kr. 1000 - Pils frá kr. 800-1.500 - Kjólar frá 1.250-3.000 - Stutterma jakkar kr. 2.000 - Síðerma jakkar kr. 2.500 Opið alla daga frá kl. 12-18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.