Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 29
ERLENT
Skýstrókar valda tjóni í Texas
TVEIR menn biðu bana og rúm-
lega 100 slösuðust vegna tveggja
skýstrdka í miðborg Fort Worth í
Texas í fyrrakvöld. Rúmlega 20
háhýsi skemmdust í dveðrinu,
sem stdð í nokkrar sekúndur, og
rúður brotnuðu í öllum húsunum
á svæðinu. Tré rifnuðu upp með
rdtum og bflar ultu, jafnvel stdrir
vöruflutningabflar. Fjdrðungur
borgarinnar varð rafmagnslaus
vegna hamfaranna.
Merkel með
jafnmikið
fylgi og
Schröder
Hamborg. AFP.
ANGELA Merkel, næsti leiðtogi
Kristilegra demókrata (CDU) í
Þýskalandi, nýtur jafnmikils stuðn-
ings og Gerhard Schröder, kanslari
og leiðtogi þýskra jafnaðarmanna,
samkvæmt skoðanakönnun sem
vikublaðið Die Woche birti í gær.
Þátttakendur í könnuninni voru
spurðir hvort þeir myndu kjósa
Merkel eða Schröder ef haldnar
yrðu almennar kosningar til kansl-
araembættisins. 39% aðspurðra
sögðust myndu kjósa Merkel og
jafnmargir Schröder.
Kanslari Þýskalands er þó ekki
kjörinn í almennum kosningum.
Könnunin bendir til þess að fylgi
jafnaðarmanna sé nú 41% og
Kristilegra demókrata 33%. Fylgi
hinna síðarnefndu hefur minnkað
um tvö prósentustig frá síðustu
könnun, sem gerð var viku áður, en
fylgi jafnaðarmanna er óbreytt.
Stjórn Kristilegra demókrata
samþykkti einróma fyrr í mánuðin-
um að tilnefna Merkel sem næsta
formann flokksins í stað Wolfgangs
Scháuble sem varð að draga sig í
hlé vegna ólöglegrar fjáröflunar
flokksins á valdatíma Helmuts
Kohls, fyrrverandi kanslara. Merk-
el verður ein í framboði þegar
næsti formaður verður kjörinn á
flokksþingi í Essen 9.-11. apríl.
Andstöðuleiðtogi sleppur úr fangelsi í Afganistan
Talinn geta valdið tale-
bönum miklum vanda
Teheran. AFP.
EINN af leiðtogum andstöðunnar
við stjóm talebana í Afganistan,
Ismail Khan, sem slapp úr fangelsi í
borginni Kandahar, er nú sagður
vera í Iran. Skýrðu erindrekar íyrr-
verandi ríkisstjórnar landsins, sem
eru í útlegð í Teheran, AFP-frétta-
stofunni frá þessu í gær. Þeir sögðu
að hann hefði komist undan ásamt
fjölskyldu sinni og væri við góða
heilsu.
Talsmaður íranska utanríkisráðu-
neytisins sagði að verið væri að
kanna hvort Khan væri kominn til
landsins. Aður hafði talsmaður upp-
reisnarmanna í Afganistan tjáð
fréttastofunni að Khan væri í Afgan-
istan en á svæði sem væri í höndum
andstæðinga talebana. „Við getum-
ekki skýrt frá nafni staðarins af ör-
yggisástæðum,“ bætti hann við en
talið er að menn hafi óttast að flugher
talebana myndi gera árásir á svæðið.
Stjómvöld í íran hafa beitt sér
gegn talebönum og viðurkenna þau
enn stjórn Burhanuddins Rabbanis
sem talebanar steyptu árið 1996.
Rabbani fer fyrir bandalagi sem ræð-
ur enn yfir hlutum Afganistans og er
einn af liðsmönnum bandalagsins
hinn írægi skæruliðaforingi Ahmad
Shah Masood, fyrrverandi varnar-
málaráðherra.
Vinsæll í Herat
Khan er náinn félagi Rabbanis og
liðsmaður flokks hans, Jamiat-i-Is-
lami. Hann var landstjóri í héraðinu
Herat sem liggur að íran en var
hrakinn frá völdum þar 1995 af tale-
bönum og flýði til Irans. Hann sneri
þó aftur en hermenn stríðsherrans
Abduls Maliks, sem er Uzbeki, hand-
tóku hann í héraðinu Faryab 1997.
Malik var þá búinn að semja við tale-
bana og afhenti þeim Khan.
Talebanar skýrðu frá því á sunnu-
dag að Khan hefði flúið ásamt fleiri
mönnum og hefði verið um „sam-
særi“ að ræða. Æðsti leiðtogi Tale-
bana, Mulla Mohammad Omar, hét
háum verðlaunum fyrir upplýsingar
sem leitt gætu til þess að fangamir
næðust. Aðstoðarráðherra upplýs-
ingamála í höfuðborginni Kabúl
sagði að Iranar myndu reyna að not-
færa sér Khan gegn talebönum ef
hann kæmist á ný til Irans.
„Þeir munu ekki hagnast mikið á
því en geta valdið fólki vandræðum,“
sagði ráðherrann, Abdurrahman
Ahmad Hotak.
Ónafngreindur, afganskur stjóm-
málamaður sem býr í Pakistan, sagði
á hinn bóginn að flótti Khans væri áf-
all fyrir talebana. „Ismail Khan er
vinsæll í Herat og hann getur valdið
talebönum miklum vandræðum,"
sagði maðurinn.
Kánebo
Vor 2000
Íll
iii
KYNNING
fpí' :
I SNYRTIVORUDEILD HAGKAUPS SMARANUM
DAG, FIMMTUDAG, OG Á MORGUN KL. 13 18.
SNYRTIFRÆÐINGUR VERDUR MEÐ KANEBO
TÖLVUNA OG VEITIR FAGI..EGA RÁÐGJÖF,
y-
\
I' n
Aóalfundur
AðalfundurSamskipa hf. verður haldinn mánudaginn
10. apríl 2000 kl. 16:00 í Ársal á Hótel Sögu í Reykjavík.
Dagskrá
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 8. gr. samþykkta félagsins.
2. Breytingar á samþykktum félagsins.
Lagt ertil að heimild stjómartil hlutafjáraukningarverði
rýmkuð og framlengd. Ennfremur er lagt til að breytt verði
ákvæðum um forgangsrétt hluthafa til að kaupa hlutafé á
þann veg að stjórn félagsins verði heimilt að selja hlutafé til
annarra en eldri hluthafa.
3. Tillaga stjórnar um heimild til aó kaupa og/eða eiga eigin
hlutabréf.
4. Tillaga stjórnar um kaupréttaráætlun fyrir starfsmenn.
5. Önnur mál sem löglega eru upp borin.
Stjóm Samskipa hf.
Tillögur og gögn sem lögð eru fyrir fundinn verða til skoðunar á
skrifstofu félagsins viku fýrir fundinn og fram til hádegis
aðalfundardags. Fundargögn verða afhent á fundarstað.
■25
Dregið
io 1
l>TlVMTlTt
J\JI U\J\J\J
Þú getur unnið bíl.
En þá verðurðu að hringja
í 907 2000!
Hringdu oft og margfaldaðu möguleika
þína á að vinna glæsilegan Toyota!