Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 23 ÚR VERINU Framkvæmdasljóri ÚA á aðalfundi félagsins í gær Laun í landvinnslu hafa hækkað um 65% á 3 árum Morgunblaðið/Kristján Pétur Bjarnason og Friðrik Jóhannsson, sera sæti eiga í stjóm IÍA, ræða við Guðbrand Sigurðsson framkvæmdastjóra á aðalfundi félagsins. Stjórnarformaður Utgerðarfólags Akureyringa Umræða um gjald töku á villigötum MÁNAÐARLAUN ákveðins hóps starfsmanna Útgerðarfélags Akur- eyringa hafa hækkað á síðustu þremur árum um 65%, úr 92.208 krónum í 152.368 þúsund krónur. Guðbrandur Sigurðsson fram- kvæmdastjóri ÚA gerði launaþró- un landverkafólks í verksmiðju ÚA á Akureyri á síðustu þremur árum að umtalsefni á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær, en sem kunnugt er var verkfalli VMSÍ frestað um tvær vikur og vonaði Guðbrandur að samningar næðust áður en til verkfalls kæmi. Snemma árs 1997 voru vinnslu- línur verksmiðju ÚA á Akureyri endurnýjaðar og samhliða var út- gerðarmynstri ísfisktogara félags- ins breytt í þá veru að byrjað var á karfa og endað á þorskveiðum, en það hafði í för með sér að nýrri þorskur var unninn í verksmiðj- unni Guðbrandur gat þess að fé- lagið hefði á að skipa sérlega góðu starfsfólki bæði til lands og sjávar og góð samvinna hefði verið milli þess, verkalýðsfélagsins Einingar- Iðju og félagsins um breytingar á vinnutíma og launakerfi. Markmið þeirra var að bæta framleiðni verulega en það varð ekki gert nema með því að auka afköst í verksmiðjunni. Bónus hefur hækkað mikið Fram kom í máli Guðbrands að frá því núverandi samningar voru gerðir hefðu tímalaun hækkað úr 396 krónum í 427 krónur fyrir starfsmenn með 7 ára reynslu, en það eru nánast allir starfsmenn fyrirtækisins. Pá hefur bónus hækkað mikið á samningstímanum, eða úr 136 krónum á klukkustund í 275 krónur. Allir starfsmenn fá greiddan hópbónus og hefur hann farið hækkandi sem endurspeglar meiri afköst í verksmiðju ÚA. Þegar skoðuð eru greidd mánað- arlaun kemur í ljós að hækkunin nemur 34% miðað við fulla dag- vinnu á byrjendataxta, en launin hafa hækkað úr tæplega 85 þúsund krónum í nær 114 þúsund. Laun þeirra sem starfa á 7 ára taxta hafa hækkað um 32%, úr um 92 þúsund krónum í nær 122 þúsund. Þá greindi Guðbrandur frá því að auk þessa greiddi fyrirtækið starfsmönnum í snyrtingu svo- nefnda snyrti-premíu en um hana munaði verulega. f ár hafa alls 108 starfsmenn fengið hana greidda. Meðaltal nokkurs hóps starfs- manna er 177 krónur á klukku- stund en besti starfsmaðurinn í snyrtingunni hefur að meðaltali 280 krónur á klukkustund í snyrti- premíu. Mánaðarlaun þess hóps starfsfólks sem fær snyrti-premíu greidda hafa hækkað um 65% á þremur árum, úr rúmum 92 þús- und krónum í 152 þúsund krónur. FRIÐRIK Jóhannsson, stjórnar- formaður Útgerðarfélags Akureyr- inga hf., segir opinbera umræðu um gjaldtöku af sjávarútvegi á villigöt- um og langt frá raunveruleikanum. í ræðu sinni á aðalfundi ÚA í gær ræddi Friðrik m.a. um afkomu sjáv- arútvegsins og hugsanlega gjald- töku af greininni. Þannig væri því væri nú haldið fram í opinberri um- ræðu að veiðileyfagjald af sjávar- útvegsfyrirtækjum gæti numið sem svarar öllum tekjusköttum sem ein- staklingar greiða eða allt að 30 milljörðum króna á ári. Friðrik benti á að nettóafrakstur sjávarútvegs hérlendis væri um 5 milljarðar króna á síðasta ári. Fátt gefi til kynna að heildarafkoma fyr- irtækjann breytist verulega þó ein- hver bati sé fyrirsjáanlegur. „Bent hefur verið á að með frekari sam- runa fyrirtækja í sjávarútvegi megi auka framlegð og ná betri nýtingu á framleiðslutæki. Þrátt fyrir að langt verði gengið í þeim efnum er ljóst að hugmyndir um afrakstur og álögur, sem heyrst hafa í opinberri umræðu eru langt frá raunveruleik- anum. Raunhæft er að nettóafrakstur fari upp í 7-8 milljarða króna á ári á næstu árum og miðað við það má reikna með að atvinnugreinin greiði yfir 2 milljarða króna í tekjuskatt þegar uppsöfnuðu tapi hefur verið mætt, auk þeirra 600-700 milljóna króna sem hún greiðir nú í formi þróunarsjóðsgjalds og veiðieftirlits- gjalds,“ sagði Friðrik. Díoxíninnihald í fískimjöli Akvörðun dregst SERFRÆÐINGAR Evrópu- sambandsins í dýrafóðri hafa var- að við því að ákvörðun um leyfi- legt innihald díoxins í fiskimjöli geti dregizt á langinn. Segja þeir að töfin stafi af því að vísinda- menn þurfi meiri tíma til rann- sókna á mögulegum skaða díox- insins. Evrópusambandið fól vísindanefnd um næringu dýra að koma með ráðleggingar um leyfi- legt innihald efnisins, en mikil seinkun hefur orðið á því. Nefndin hefur lýst því yfir að hún geti sett mörk fyrir alla aðra fóðurflokka en fiskimjöl þar til vísindamenn geti lagt fram staðfest mat á því hve mikið díoxinið megi vera. Vonast er til að það geti legið fyrir í apríl. / fyrsta skipti á Islandi „outlet“ sa/ð aú bandarískri fijrirmijnd Emcjnncju m&rkjavara ocj \/erd sem ekki hefur sést áúur á íslandi Upnar i Perlunni fnstuclaginn 31. mars kl. b4 ug stenclur til sunnudagsins 9. apríl Upnunartiml Virkir dagar: frá kl. 14-19 Helgar: frá kl. 11-19 Æ LJfJiJltjs irnjtfs imi Verðdæmi: Adidas galli, fullt verð kr. 6.990, okkar verð...kr. 1.500 Adidas smá barnagalli, fullt verð kr. 2.990, ____ .okkarverð^.ki^—SSQ Etonic golfskór, fullt verð kr. 5.990, /_____________okkar verð...kr. 1.500 Nike skór, fullt verð kr. 13.490, | okkar verð...kr. 2.990 Nike barnasett, fullt verð kr. 3.990, okkar verð...kr. 990 Bauer línuskautar, fullt verð kr. 14.990, okkar verð...kr. 3.500 , Speedo bakpokar, fullt verð kr. 2.300, okkar verð...kr. 500 P', -'*• Lv.i- P8® • k Lk® % : k 5». SKECHERS Etonic
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.