Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fjögur sveitarfélög hljóta viðurkenniiigu fyrir gerð Staðardagskrár 21 Morgunblaðið/Árni Sæberg Kristján Þ. Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, Jónas Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráðherra, Hulda Steingrímsdóttir, verkefnisstjóri í Staðardagskrá 21 í Hafnarfirði, Ólína Kristinsdóttir, fulltrúi í bæjarstjórn Snæfellsbæjar, og Stefán Gislason, verkefnissljóri Staðardagskrár 21. Snæ- fellsbær þótti skara fram úr FJÖGUR sveitarfélög; Snæfellsbær, Mosfellsbær, Hafnarfjarðarbær og Akureyrarbær hafa hlotið viður- kenningu umhverfisráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfé- laga fyrir starf sitt við gerð svokall- aðrar Staðardagskrár 21 en sú dag- skrá felst í verkefni sveitarfélaga sem miða að því að gera forskrift að sjálfbærri þróun. Ákvörðunin um gerð Staðar- dagskrár 21 var tekin á heimsráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um um- hverfi og þróun í Ríó 1991 en verkefnið er um leið liður í Iram- kvæmdaáætlun ríkisstjómarinnar um sjálfbæraþróun í íslensku sam- félagi. í frekari lýsingu á Staðar- dagskrárverkeftiinu er það sagt vera heildaráætlun um þróun hvers samfélags um sig fram á 21. öldina og þess getið að áætlunin eigi að vera nokkurs konar forskrift að sjálfbærri þróun, þ.e.a.s. lýsing áþví hvemig samfélagið ætlar að fara að því að tryggja komandi kynslóðum viðunandi lífsskilyrði ájörðinni. Verkefninu var hleypt af stokk- unum í október árið 1998 en nokkr- um mánuðum áður hafði umhverfis- ráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga gert með sér sam- starfssamning um verkefnið sem miðaði að því að aðstoða fslensk sveitarfélög við að koma sér upp Staðardagskrá 21. Síðustu átján mánuðina hefur því alls 31 sveitar- félag tekið þátt í Staðardagskrár- verkefninu eins og það er gjaman kallað en þau fjögur sveitarfélög sem hér hafa verið nefnd hafa að mati aðstandenda verkefnisins þótt standa sig best. Eitt þeirra, Snæ- fellsbær, þótti þó skara fram úr og að öðram ólöstuðum hafa „sinnt Staðardagskránni af mestri elju og dugnaði," eins og Stefán Gfslason verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 orðaði það er hann afhenti fulltrú- um sveitarfélagsins viðurkenning- arskjal fyrir góðan árangur í síð- ustu viku. Upplýsti hann að Snæfellsbær hefði eitt sveitarfélaga lokið við gerð fyrstu útgáfu af Stað- ardagskrá 21 og staðfest hana í sveitarstjóm sem stefnumótandi plagg. „Það sem einkennt hefur Staðar- dagskrárstarfið í Snæfellsbæ hefiir verið traust og stöðugt samband milli þeirra sem vinna verkið og þeirra sem að endingu taka hinar pólitísku ákvarðanir. Sem dæmi um þessa áherslu má nefna, að helstu embættismenn sveitarfélagsins og næstum öll bæjarstjómin sat á skólabekk heila helgi í október síð- astliðnum, þar sem fjallað var ítar- lega um gildi markmiðssetningar fyrir alla ákvarðanatöku og fram- þróun, og um þýðingu góðrar frammistöðu í umhverfismálum fyr- ir sveitarfélagið Snæfellsbæ og heimsbyggðina alla í nútíð og fram- tíð,“ sagði Stefán ennfremur. I máli Stefáns kom einnig fram að Akureyrarbær hefði unnið afar markvisst og skipulega að gerð Staðardagskrár 21 og að Hafnar- firði hefði tekist einkar vel til með almenna kynningu á verkefninu, svo eitthvað sé nefnt. Þá sagði hann að Mosfellsbær hefði mikið lagt upp úr miðlun upplýsinga til almennings ogþáttöku almennings í markmið- ssetningu. Lokuðu útboöi í BioStratum lokið Hlutafé fyrir tvo milljarða seldist ALLT hlutafé í lokuðu útboði á for- gangsréttarhlutabréfum í banda- ríska líftæknifyrirtækinu BioStrat- um Incorporated seldist upp, en aflað var 28 milljóna dala í útboð- inu eða jafnvirðis tveggja milljarða íslenskra króna. MP verðbréf sáu um útboðið, en fjárfestar frá fimm löndum tóku þátt í því, bæði frá Bandaríkjunum og Evrópu. Þeirra á meðal má nefna HelathCap Svíþjóð, Equity Resources Group Inc. Bandaríkj- unum, Banklnvest Danmörku, Mellon Holdings Ltd. Bretlandi og MP Bio íslandi. BioStratum var stofnað árið 1994 af bandarískum vísindamönn- um og dr. Karli Tryggvasyni, pró- fessor við Karolinska Institutet í Stokkhólmi. „Lyfjaþróun fyrirtækisins bygg- ir á mikilli þekkingu og einkaleyfa- réttindum á sviði gmnnhimnurann- sókna (basal lamina research). Það hefur þegar tvö lyf í prófunum: Pyridorin er lyf við nýrnaveiki sem aukaverkun af sykursýki og hefjast annars stigs klínískar prófanir á því innan skamms. Angiocol er krabbameinslyf sem hamlar vexti illkynja æxla og hefur gefið góða raun í forklínískum tilraunum. Jóhannes Sigurðsson, hrl., LOG- OS Lögmannsþjónustu annaðist yf- irumsjón með áreiðanleikakönnun vegna útboðsins. Auk hans komu að könnuninni lögmenn og sér- fræðingar frá Bandaríkjunum, ís- landi og Svíþjóð," segir í frétt frá MP verðbréfum. Sparisjóðsstjóri SPV svarar sparisjúðsstjúranum í Keflavík Engin lagaheimild til að breyta sparisjóðum í hlutafélög HALLGRÍMUR Jónsson, spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs vélstjóra, seg- ir að ekki sé unnt samkvæmt núgild- andi lögum að breyta spari- sjóðunum í hlutafélög. í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Geirmundi Krístinssyni, spari- sjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík, að ef sparisjóðunum yrði breytt í hlutafélög myndi meðferð stofnfjár ekki vandkvæðum bundið. Hall- grímur hafði áður sagt í viðtali við blaðið, að ekki væri einfalt mál að sameina sparisjóði vegna hins mis- munandi hlutfalls stofnfjár á móti eigin fé. Hallgrímur bendir á að sparisjóð- irnir sé elstu peningastofnanir landsins og að í upphafi hafi rekstr- arfyrirkomulag þeirra byggst á hugsjónum, með hagsmuni samfé- lagsins að leiðarljósi. „Formið sem sparisjóðirnir búa við hefur ekki verið neinn þrándur í götu, þar til nú á allra síðustu árum, að borið hefur á því að einstaka sparisjóðir hafi lent í vandræðum vegna krafna um tiltekið hlutfall eigin fjár, enda hafa sparisjóðirnir vaxið mjög ört. Þessir sparisjóðir hafa vegna þess gripið til þess ráðs, til að styrkja stöðu sína, að auka stofnfé með því að bæta við stofnfé frá efnasterkum aðilum. En áður var stofnféð tiltölulega lítið,“ segir Hallgrímur. Hann segir að hlutafélagavæðing sparisjóða geti einnig leyst þennan vanda að einhverju leyti. En hins vegar standi eftir sú spuming hvemig farið skuli með eigið fé. Eigin fé skuli ráðstafa til menningar- og líknarmála „í núgildandi lögum um banka og sparisjóði segir að við slit á spari- sjóði, eftir að allar skuldir hans hafi verið greiddar, skuli greiða stofn- fjáreigendum þeirra fé. Þeim eign- um sem þá kunni að vera eftir skuli ráðstafa í samræmi við ákvæði sam- þykkta sparisjóðsins. Þó sé ekki heimilt að ráðstafa eftirstöðvum eigna til stofnfjáreigenda. Ef við horfum til samþykkta Sparisjóðs vélstjóra, þá er þar kveðið á um að þeim eignum sem eftir verði við slit hans, skuli ráðstafa til menningar- og líknarmála á starfssvæði Spari- sjóðsins,“ segir Hallgrímur. Hann ber saman stöðu Sparis- jóðsins í Keflavík og Sparisjóðs vél- stjóra. „Stofnfé Sparisjóðsins í Keflavík er 346 milljónir króna, til móts við 24 milljóna stofné í Spari- sjóði vélstjóra. Ef við lítum til eigin fjár, þá nemur það 612 milljónum í Keflavík, eftir að stofnfé hefur verið dregið frá, en er 1.368 milljómr hjá okkur. Hver einasti maður hlýtur að sjá að ráðstöfun á þessu fjármagni skiptir öllu máli þegar meðferð þess er ákveðin við hlutafélagavæðingu og virði viðkomandi sparisjóðs met- ið. Reginmunur er á stofnfé og eigin fé. Löggjafinn hefur ekki breytt neinu enn sem komið er og því er umbreyting yfir í hlutafélagaformið ekki möguleg. Ef lagabreyting mun hins vegar eiga sér stað breytast forsendurnar," segir Hallgrímur. Hann kveðst vera fylgjandi endur- skoðun á eignarhaldi sparisjóðanna, en aðalatriðið sé þó það að spari- sjóðirnir standi enn sterkari eftir. Hallgrímur segir alltof snemmt að segja nokkuð til um á hvaða gengi hlutabréfin verði, sem stofn- fjáreigendur myndu fá, ef þeim yrðu afhent hlutabréf í stað stofnfjár við hlutafélagavæðingu. Enn sé of mörgum spurningum ósvarað um hvernig haga skuli framkvæmdinni á mögulegri hlutafélagavæðingu. Stefnumótunarvinna að hefjast innan sparisjóðanna Stefnumótunarvinna er að hefjast innan sparisjóðanna þar sem breytt eignarhald verður rætt og reynt að samræma skoðanir manna, að sögn Hallgríms. Telur hann að sú vinna muni taka nokkra mánuði og í fram- haldinu muni sparisjóðirnir væntan- lega koma niðurstöðum sínum á framfæri við stjórnvöld. Meirihluti styður Ólaf Ragnar Grímsson RÚMLEGA 85% landsmanna segjast vera ánægð með þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að gefa kost á sér til endurkjörs í embætti forseta Islands, að því er fram kemur í könnun Gallup, en tæplega 83% segjast styðja hann í embættið. Tæplega 7% segja að þeim sé sama hver gegni embættinu, en rúmlega 10% vilja einhvern annan en Ólaf Ragnar sem næsta forseta. Umhverfísráðuneytið bregst ekki serstaklega við áliti umboðsmanns Alþingis MAGNÚS Jóhannesson, ráðuneytis- stjóri í umhverfisráðuneytinu, segir að ráðuneytið muni ekki sérstaklega bregðast við áliti umboðsmanns AI- þingis vegna afgreiðslu starfsleyfis fyrir álver Norðuráls á Grundar- tanga, sem sagt var frá í Morgun- blaðinu í gær, enda hafi þegar verið gerðar breytingar á þeim lögum sem að málinu lúta og allri réttaróvissu þannig eytt. Aukinheldur hafi ekki komið fram neinar tillögur um að- gerðir í áliti umboðsmanns. Magnús segir engan vafa á því að meginástæða þess að afgreiðsla ráðuneytisins á starfsleyfinu fyrri hluta árs 1997 þótti umdeilanleg hafi verið sú að Iög um þessi mál hafi ver- ið óskýr og óvissa verið um hvernig með þessi mál skyldi fara. Með lögum nr. 7/1998 um hollustu- hætti og mengunarvamir, sem ráðu- neytið beitti sér fyrir, hafi hins vegar verið gerðar úrbætur í þessu efni, m.a. í beinu framhaldi af því máli sem Þegar búið að eyða allri réttaróvissu hér um ræðir. Það hafi þannig komið skýrt fram í meðferð málsins á Al- þingi að umrædd lög hafi þótt óskýr og þarfnast breytinga við. Breytingamar frá 1998 segir Magnús fela í sér að ráðuneytið sjálft gefi ekki lengur út starfsleyfi heldur sé það í verkahring Hollustuvemdar ríkisins, og eftir atvikum heilbrigðis- nefnda sveitarfélaganna, en síðan er hægt að kæra útgáfu starfsleyfisins til ráðherra. Segir Magnús að þar með séu menn komnir með fyrir- komulag sem er einfalt og skýrt. Að sögn Magnúsar gerir ráðuneyt- ið ekki athugasemd við þá niðurstöðu umboðsmanns Alþingis að brotið hafi verið á rétti þeirra sem gerðu at- hugasemdir við starfsleyfið með því að búið var að gefa út starfsleyfi fyrir álverið á Grundartanga í mars 1997, enda þótt enn væm þrír mánuðir eft- ir af þeim fresti sem gefinn hafði ver- ið til að vísa tillögu Hollustuverndar að starfsleyfi til úrskurðamefndar. „Það sem er þó rétt að benda á er að ráðuneytið mat við útgáfu starfs- leyfisins rétt framkvæmdaraðila og hagsmuni hans það ríka að það væri rétt að gefa starfsleyfið út á þessum tíma,“ segir Magnús. „Það lá líka íyr- ir að ráðuneytið hafði gert fram- kvæmdaraðilanum grein fyrir því að kærufrestur væri í málinu til 7. júní og að ráðherra gæti þurft að taka málið upp, ef það kæmu fram atriði í kæruferlinu. Framkvæmdaraðila var þetta þannig alveg ljóst og tók áhætt- unaafþví.“ Magnús segir ráðuneytið einnig sammála því áliti umboðsmanns að starfsleyfishafi eigi veigamikilla hagsmuna að gæta í málinu og að að- koma umboðsmanns að því, og eðli þeirra annmarka sem hann nefni til, sé þess eðlis að litlar líkur séu á því að umræddir annmarkar leiði til ógildingar á starfsleyfinu. Hitt sé þó líka rétt, sem umboðsmaður bendi á, að það sé að sjálfsögðu dómstóla að kveða endanlegan úrskurð í því máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.