Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 31 Hvatt til baráttu gegn „þræla- viðskiptum“ Manila. AFP. MADELEINE Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hvatti til þess í gær að gripið yrði til aðgerða um allan heim til að stemma stigu við sölu og þrælkun kvenna og bama. „Sala á fólki er síversnandi vanda- mál, sem brýnt er að takast á við af festu,“ sagði Albright í ávarpi sem sjónvarpað var á ráðstefnu í Manila. A ráðstefnunni var fjallað um sölu á konum og bömum sem þvinguð era til vændis eða hneppt í ánauð á vinnustöðum þar sem aðstæður em mjög bágar, kjörin léleg og vinnu- tími langur. „Slík viðskipti em þriðja helsta tekjulind skipulagðra glæpasam- taka,“ sagði Ralph Boyce, aðstoðar- utanrfldsráðherra Bandaríkjanna í málefnum Austur-Asíu og Kyrra- hafsríkja. Samkvæmt varfærnislegustu út- reikningum bandarískra embættis- manna er ársvelta glæpasamtak- anna vegna þessara viðskipta að minnsta kosti sex milljarðar dala, andvirði tæpra 440 milljarða króna. Embættismenn á ráðstefnunni sögðu að á ári hverju væri að minnsta kosti milljón manna flutt á milli landa með valdi eða blekking- um og þvinguð til vændis eða hneppt í ánauð. Þeir segja þetta mjög varfærnislegt mat og fjöldi fómarlambanna kunni að vera helmingi meiri. Talið er að 250.000 manna í Suð- austur-Asíu séu seldir eins og þræl- ar á ári fyrir andvirði 400-750.000 króna hver. Allt að 200.000 íbúar fyrrverandi sovétlýðvelda séu seldir fyrir andvirði 1-2 milljóna hver. Sala á fólki er einnig alvarlegt vandamál í Suður-Asíu og Rómönsku Ameríku, að því er fram kom á ráðstefnunni sem bandaríska stjórnin stóð fyrir í samstarfi við stjórn Filippseyja. Bandaríkjastjórn áætlar að árlega komi 50.000 fómarlömb skipulagðra glæpasamtaka til Bandaríkjanna frá sovétlýðveldunum fyrrverandi, Suðaustur-Asíu og Rómönsku Ameríku. Ófrískir foringjar Stokkhólmi. AP. SVIAR hafa ákveðið að gera her- þjónustuna bærilegri fyrir ófrísk- ar konur og í því skyni hefur ver- ið sniðinn fyrir þær nýr búningur. Ófrískir foringjar eða kannski öllu heldur kvenforingjar þurfa ekki lengur að troða sér í aðskor- inn einkennisbúninginn, heldur geta þær nú fengið að klæðast öllu þægilegri kyrtli. Er hann sér- stakur fyrir landher, flugher og flota og strípur á öxlum gefa nán- ari upplýsingar og deild og stöðu. Áður þurftu ófrískar konur í hernum að vera í hefðbundnum einkennisbúningi eins lengi og unnt var en sfðan í borgaralegum klæðum. I sænska hernum eru 367 konur í foringjastöðu eða 3% af alls 14.000 foringjum. AP Boel Mannström, foringi í sænska sjóhemum, í nýja búningnum sínum. Ellilaunin lækkuð í Japan Spara og spara af ótta við gjaldþrot lífeyriskerfísins Tókýó. Daily Telegraph. JAPANSKA þingið samþykkti fyrr í vikunni að lækka ellilífeyri um 5%. Er ástæðan sú, að lífeyriskerfið stefnir í gjaldþrot enda er hlutfall aldraðra hvergi hærra en í Japan. Lækkunin nær til þeirra, sem fara á eftirlaun frá og með næstu viku en auk þess er stefnt að því, að á ár- unum 2013 til 2025 verði eftirlauna- aldur karlmanna hækkaður úr 60 ár- um í 65 og og fyrir konur á sú breyting að verða um garð gengin 2030. Þróunin í Japan hvað varðar ald- urssamsetningu þjóðarinnar er sú sama og í Evrópu og alveg Ijóst, að lífeyriskerfið stefnir í gjaldþrot. Nú eru fjórir Japanir á vinnumarkaði íyrir hvem einn lífeyrisþega en verða líklega aðeins tveir 2025. Á síð- asta ári fjölgaði Japönum aðeins um 0,16%, sem er það minnsta, sem um getur. Ekki er víst, að aðgerðir japanska þingsins dugi til langframa en hefði ekkert verið að gert, hefði lífeyris- sjóðsiðgjald vinnandi fólks orðið að hækka úr 17,35% nú í 34,5% 2025. Vegna breytingarinnar hækkar það nokkuð minna eða í 27,6%. Að auki ætlar ríkið að auk sína framlög til sjóðanna. Venjuleg eftirlaun fyrir kvæntan mann eru nú rétt rúmlega 100.000 ísl. kr. á mánuði en hefðu samkvæmt núverandi reglum farið í 182.000 kr. 2025. Vegna lækkunarinnar verða þau um 178.000 kr. Eins og fyrr segir er ekki víst og raunar mjög ólíklegt, að fyrmefnd ellilaunalækkun breyti miklu um gjaldþol lífeyriskerfisins. Hefur al- menningur af því miklar áhyggjur, að hann lendi í fátækt á gamals aldri og þess vegna sparar hver sem betur getur. Það vinnur hins vegar þvert gegn tilraunum ríkisstjómarinnar til að örva efnahagslífið með því að auka eftirspurn og eyðslu innan- lands. Rauðvínslegnar svínakódelettur Páskaleikur Ef þú verslar ffyrir 10.000 kr. eða melra, færðu í kaupbæo Nettó páskaegg 250 gr. að verðmæO 610 kr. Tilboðið gildir til 2. apríl. Vanillustangir Fabreze regular, lyktareyðir Ávaxtastangir Crest tannkrem Closan flush, wc-„steinar" Closan flush, wc-„steinar", refill MMlai Alltaf von á góóu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.