Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 67 FRÉTTIR Fyrirlestur um drómasýki BERGLIND Rán Ólafsdóttir, líf- fræðingur hjá íslenskri erfðagrein- ingu, flytur fyrirlestur á vegum Líffræðistofnunar Háskólans föstudaginn 31. mars. Fyrirlestur- inn: Rannsóknir á erfðafræði dró- masýki, hefst kl. 12:20 í stofu G6 að Grensásvegi 12. í fréttatilkynningu segir: „Drómasýki er svefnsjúkdómur sem einkennist af mikilli dagsyfju og öðrum einkennum sem endur- speglast í trufluðum REM-svefni. Tíðni sjúkdómsins er 0.02-0.06 % í V-Evrópu og Bandaríkjunum. Tal- ið er að sjúkdómurinn stafi af af- brigðilegri stjórnun svefns frekar en staðbundnum skemmdum í mið- taugakerfinu eð_a afbrigðilegri þroskun þess. í drómasjúkum hundum hafa nýlega fundist stökk- breytingar í geninu hcrtr-2 (hypocretin receptor 2), sem er sértækt tjáð í ákveðnum hlutum miðtaugakerfisins sem m.a. gegna hlutverki í stjórnun svefns. Til þess að kanna hugsanlegan þátt breytinga í genum þessarar boð- leiðar í drómasýki hjá mönnum voru genin sem skrá fyrir HCRTR-1 og HCRTR-2 í mönnum voru einangruð og raðgreind. Táknraðir þeirra, sem og táknraðir gensins sem skráir fyrir bindli við- takanna, voru raðgreind í sjúkling- um og viðmiðunarhópi." Málþing um hjarta- og æðasjúkdóma MÁLÞING fyrir almenning um hjarta- og æðasjúkdóma verður haldið í Norræna húsinu laugar- daginn 1. apríl kl. 13.30-16 á veg- um Landlæknisembættisins, Hjartaverndar, Hollvinasamtaka Háskóla íslands, Hollvinafélaga læknadeildar, námsbrauta í hjúkr- unarfræði og sjúkraþjálfun. Sveinn Magnússon, læknir og skrifstofustjóri, setur málþingið ög að því loknu flytja framsögu þau: Guðmundur Þorgeirsson, yfirlækn- ir og prófessor, Bjarni Torfason yfirlæknir og dósent, Inga Þórs- dóttir prófessor, Auður Ólafsdóttir sjúkraþjálfari, Gunnar Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor, formaður Hjartaverndar, Helgi Már Arth- ursson upplýsingafulltrúi, Bogi Ágústsson fréttastjóri stjórnar umræðum. Málþinginu lýkur um kl. 16 og því slítur Sigurður Guð- mundsson landlæknir. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Málþingið nýtur styrks frá Toyota - P. Samúelssyni ehf. Áskorun til spítalanna MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi áskorun: ,Aðalfundur Félags eldri borgara í Garðabæ haldinn í Kirkjuhvoli 18. mars 2000, varar við þeirri þróun í heilbrigðismálum sem óhjákvæmi- lega verður með fækkun skurðað- gerða í stórum hópi þeirra sem eru hreyfihamlaðir í mjöðmum og hnjám vegna slitgigtar eða annarra sjúk- legra liðbreytinga. Með hliðsjón af framangreindu skorar fundurinn á yfirstjórn stóru spítalanna í Reyjavík að sinna þess- um sjúklingum, ekki síður en hingað til, og láta sparnaðarráðstafanir, sem kunna að vera nauðsynlegar í rekstri spítalanna, ekki verða til þess að fækka aðgerðum hjá þessum fjöl- menna hópi fólks, eins og nú sýnist stefnt að.“ Kynning á full- orðinsfræðslu fatlaðra KYNNING á starfi Fullorðins- fræðslu fatlaðra verður dagana 2., 3. og 4. apríl nk. Kynningin verður formlega opnuð sunnudaginn 2. apríl kl. 14. Sýndar verða Ijósmyndir frá starf- inu. Ennfremur verða sýnishorn af myndverkum og annarri vinnu nem- enda. Nemendur flytja tónlist og ýmis hljóðfæri og hljómsveitin Plútó spilar. Þá mun leikhópurinn Perlan sýna leikverk. Endurvinnsla og úrgangur AÐALFUNDUR FENÚR, Fagráðs um endurvinnslu og úrgang, verður haldinn í Rúgbrauðsgerðinni, Borg- artúni 6, Reykjavík, föstudaginn 31. mars nk. I framhaldi af aðalfundinum hefst ráðstefna kl. 13.30 á vegum FENÚR undir yfirskriftinni „íslenska leiðin, þar sem fjallað verður um það sem er að gerast í úrgangs- og endur- nýtingarmálum og hvert stefnir á komandi öld“ Umhverfisráðherra Siv Friðleifsdóttir flytur ávarp við upphaf ráðstefnunnar. A ráðstefnunni munu eftirtaldir aðilar flytja erindi: Björn Halldórs- son, verkfræðingur, flytur fyrirlest- urinn: „Forsendur fyrir vinnslu líf- ræns úrgangs? - Orkuhleifur við íslenskar aðstæður." Hann mun fjalla um lífrænan úrgang, notkun og kröfur til afurðar. Helgi Már Pálsson, bæjartækni- fræðingur hjá Hornafjarðarbæ, sem segir frá sorpmálum í A-Skaftafells- sýslu. Gunnar Larsen, framleiðslu- stjóri hjá ÚA, sem fjalla mun um úrgangs- og endurnýtingarmál í fiskiðnaði. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri ísafjarðarbæjar, fjallar um sorpeyðingu á Norður-Vestfjörð- um. Ráðstefnan er öllum opin. Skemmti- kvöld slysa- varnakvenna SLYSAVARNAKONUR í Reykja- vík verða með spila- og skemmti- kvöld föstudaginn 31. mars í Sóltúni 20 og hefst kl. 20.30 með félagsvist kaffi og léttar veitingar á staðnum. Laugardaginn 1. apríl verður svo bingó á sama stað og hefst kl. 14. Margir góðir vinningar. Allir vel- komnir. Ný námsgagna- stjórn skipuð MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur skipað nýja námsgagnastjórn til þriggja ára. I stjórninni eiga sæti: Jón Árni Rúnarsson, skólastjóri Rafiðnaðar- skólans, formaður Guðmundur B. Kristmundsson, dósentvið Kennara- háskóla íslands, varaformaður, Þor- steinn G. Hjartarson, aðstoðarskól- astjóri við Grunnskólann í Hveragerði, Kristín Jónsdóttir, grunnskólakennari í Breiðholts- skóla, Örn Alexandersson, grunn- skólakennari í Smáraskóla, Bragi Halldórsson, framhaldsskólakennari við Menntaskólann í Reykjavík og Sigurrós Þorgrímsdóttir, bæjarfull- trúi í Kópavogi. Samkvæmt lögum nr 23/1990 um Námsgagnastofnun er hlutverk námsgagnastjórnar að staðfesta áætlanir stofnunarinnar og fylgjast NV SKÓUERSLUN í GLÆSIBÆ Opið frá kl. 10—18 virka daga laugardaga frá kl. 11—16 SkóbCðin Glæsibæ • Si'mi 568 4452 með framkvæmd þeirra. Náms- gagnastjórn ber ábyrgð á starfsemi og fjárreiðum Námsgagnastofnunar og ræður starfslið hennar að fengn- um tillögum forstjóra. Landssamtök foreldra í grunn- skólum eiga áheyrnarfulltrúa í námsgagnastjóm með málfrelsi og tillögurétt. Norræn sam- tök um óhefð- bundna meðferð Á FUNDI sem haldinn var í Börsen í Kaupmannahöfn dagana 14.-24. mars voru stofnuð norræn samtök fólks sem vinnur við óhefðbundin meðferðarform. Fundinn sátu full- trúar norrænna fagfélaga á þessum sviðum. Heiti hinna nýstofnuðu sam- taka er Nordisk Samarbejds Komite for Ikke-konventionell medisin/ter- apy(NSK). I fréttatilkynningu segir m.a.: „íbúar Norðui’landa leita í æ ríkari mæli í óhefðbundin meðferðarform til lausnar á heilsuvandamálum sín- um. Þessi þróun hefur fylgt aukinni menntun og bættri þjónustu á þessu sviði. Því er það krafa meðhöndlara, jafnt sem neytenda, að hið opinbera láti meira til sín taka varðandi viður- kenningu á menntun og störfum þessa fólks. Þrátt fyrir að nokkuð hafi áunnist telja norræn fagfélög þeirra, er vinna með óhefðbundin meðferðar- form, þörf á aukinni samstöðu og samvinnu um fagmenntun. Með auknum kröfum og samræmingu á menntun fagfólks verður námsmat á hliðstæðu námi markvissara á Norð- urlöndum. Þannig verða gæði þjón- ustunnar einnig betur tijggð." Af íslands hálfu á FÍN, Félag ís- lenskra nuddara, aðild að samtökun- Komdu Isoldehf. Umboðs- og heildverslun Nethyi3-3a -110 Reykjavík Simi5353600- Fax 5673609 isold@isold.is - www.isold.is Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar Ritari á fasteignasölu Kraftmikil fasteignasala í hjarta Reykjavíkur óskar eftir að róða ritara í móttöku viðskiptamanna, skjala- og símvörslu. Leitað er að heiðarlegri, snyrtilegri og duglegri manneskju, sem hefur óhuga ó að vinna í lifandi umhverfi með skemmtilegu fólki. Laun skv. samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 3. apríl nk. og umsóknir óskast send- ar til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „F — 2222". Hættu að reykja í síðasta skipti! Vegna mikillar eftirspurnar 30 tíma afeitrun á Sólheimum helgina 8. og 9. aprfl Náóu árangri í fallegu og friðsælu umhverfi. Allt innifalið: Matur, gisting (1 nótt) og ferðir frá Reykjavfk. Verð aðeins 17.500 kr. Árskostnaður við reykingar kr. 131.400 (miðað við einn pakka á dag). Guðjón Bergmann, tóbaksvarnaráðgjafi. Nánari upplýsingar í símum 561 8586 og 694 5310 og e-mail: gbergmann@simnet.is JOTUN Málningar dasar 15-40% afsláttur af allri Jotun malningu HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.