Morgunblaðið - 30.03.2000, Síða 67

Morgunblaðið - 30.03.2000, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 67 FRÉTTIR Fyrirlestur um drómasýki BERGLIND Rán Ólafsdóttir, líf- fræðingur hjá íslenskri erfðagrein- ingu, flytur fyrirlestur á vegum Líffræðistofnunar Háskólans föstudaginn 31. mars. Fyrirlestur- inn: Rannsóknir á erfðafræði dró- masýki, hefst kl. 12:20 í stofu G6 að Grensásvegi 12. í fréttatilkynningu segir: „Drómasýki er svefnsjúkdómur sem einkennist af mikilli dagsyfju og öðrum einkennum sem endur- speglast í trufluðum REM-svefni. Tíðni sjúkdómsins er 0.02-0.06 % í V-Evrópu og Bandaríkjunum. Tal- ið er að sjúkdómurinn stafi af af- brigðilegri stjórnun svefns frekar en staðbundnum skemmdum í mið- taugakerfinu eð_a afbrigðilegri þroskun þess. í drómasjúkum hundum hafa nýlega fundist stökk- breytingar í geninu hcrtr-2 (hypocretin receptor 2), sem er sértækt tjáð í ákveðnum hlutum miðtaugakerfisins sem m.a. gegna hlutverki í stjórnun svefns. Til þess að kanna hugsanlegan þátt breytinga í genum þessarar boð- leiðar í drómasýki hjá mönnum voru genin sem skrá fyrir HCRTR-1 og HCRTR-2 í mönnum voru einangruð og raðgreind. Táknraðir þeirra, sem og táknraðir gensins sem skráir fyrir bindli við- takanna, voru raðgreind í sjúkling- um og viðmiðunarhópi." Málþing um hjarta- og æðasjúkdóma MÁLÞING fyrir almenning um hjarta- og æðasjúkdóma verður haldið í Norræna húsinu laugar- daginn 1. apríl kl. 13.30-16 á veg- um Landlæknisembættisins, Hjartaverndar, Hollvinasamtaka Háskóla íslands, Hollvinafélaga læknadeildar, námsbrauta í hjúkr- unarfræði og sjúkraþjálfun. Sveinn Magnússon, læknir og skrifstofustjóri, setur málþingið ög að því loknu flytja framsögu þau: Guðmundur Þorgeirsson, yfirlækn- ir og prófessor, Bjarni Torfason yfirlæknir og dósent, Inga Þórs- dóttir prófessor, Auður Ólafsdóttir sjúkraþjálfari, Gunnar Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor, formaður Hjartaverndar, Helgi Már Arth- ursson upplýsingafulltrúi, Bogi Ágústsson fréttastjóri stjórnar umræðum. Málþinginu lýkur um kl. 16 og því slítur Sigurður Guð- mundsson landlæknir. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Málþingið nýtur styrks frá Toyota - P. Samúelssyni ehf. Áskorun til spítalanna MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi áskorun: ,Aðalfundur Félags eldri borgara í Garðabæ haldinn í Kirkjuhvoli 18. mars 2000, varar við þeirri þróun í heilbrigðismálum sem óhjákvæmi- lega verður með fækkun skurðað- gerða í stórum hópi þeirra sem eru hreyfihamlaðir í mjöðmum og hnjám vegna slitgigtar eða annarra sjúk- legra liðbreytinga. Með hliðsjón af framangreindu skorar fundurinn á yfirstjórn stóru spítalanna í Reyjavík að sinna þess- um sjúklingum, ekki síður en hingað til, og láta sparnaðarráðstafanir, sem kunna að vera nauðsynlegar í rekstri spítalanna, ekki verða til þess að fækka aðgerðum hjá þessum fjöl- menna hópi fólks, eins og nú sýnist stefnt að.“ Kynning á full- orðinsfræðslu fatlaðra KYNNING á starfi Fullorðins- fræðslu fatlaðra verður dagana 2., 3. og 4. apríl nk. Kynningin verður formlega opnuð sunnudaginn 2. apríl kl. 14. Sýndar verða Ijósmyndir frá starf- inu. Ennfremur verða sýnishorn af myndverkum og annarri vinnu nem- enda. Nemendur flytja tónlist og ýmis hljóðfæri og hljómsveitin Plútó spilar. Þá mun leikhópurinn Perlan sýna leikverk. Endurvinnsla og úrgangur AÐALFUNDUR FENÚR, Fagráðs um endurvinnslu og úrgang, verður haldinn í Rúgbrauðsgerðinni, Borg- artúni 6, Reykjavík, föstudaginn 31. mars nk. I framhaldi af aðalfundinum hefst ráðstefna kl. 13.30 á vegum FENÚR undir yfirskriftinni „íslenska leiðin, þar sem fjallað verður um það sem er að gerast í úrgangs- og endur- nýtingarmálum og hvert stefnir á komandi öld“ Umhverfisráðherra Siv Friðleifsdóttir flytur ávarp við upphaf ráðstefnunnar. A ráðstefnunni munu eftirtaldir aðilar flytja erindi: Björn Halldórs- son, verkfræðingur, flytur fyrirlest- urinn: „Forsendur fyrir vinnslu líf- ræns úrgangs? - Orkuhleifur við íslenskar aðstæður." Hann mun fjalla um lífrænan úrgang, notkun og kröfur til afurðar. Helgi Már Pálsson, bæjartækni- fræðingur hjá Hornafjarðarbæ, sem segir frá sorpmálum í A-Skaftafells- sýslu. Gunnar Larsen, framleiðslu- stjóri hjá ÚA, sem fjalla mun um úrgangs- og endurnýtingarmál í fiskiðnaði. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri ísafjarðarbæjar, fjallar um sorpeyðingu á Norður-Vestfjörð- um. Ráðstefnan er öllum opin. Skemmti- kvöld slysa- varnakvenna SLYSAVARNAKONUR í Reykja- vík verða með spila- og skemmti- kvöld föstudaginn 31. mars í Sóltúni 20 og hefst kl. 20.30 með félagsvist kaffi og léttar veitingar á staðnum. Laugardaginn 1. apríl verður svo bingó á sama stað og hefst kl. 14. Margir góðir vinningar. Allir vel- komnir. Ný námsgagna- stjórn skipuð MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur skipað nýja námsgagnastjórn til þriggja ára. I stjórninni eiga sæti: Jón Árni Rúnarsson, skólastjóri Rafiðnaðar- skólans, formaður Guðmundur B. Kristmundsson, dósentvið Kennara- háskóla íslands, varaformaður, Þor- steinn G. Hjartarson, aðstoðarskól- astjóri við Grunnskólann í Hveragerði, Kristín Jónsdóttir, grunnskólakennari í Breiðholts- skóla, Örn Alexandersson, grunn- skólakennari í Smáraskóla, Bragi Halldórsson, framhaldsskólakennari við Menntaskólann í Reykjavík og Sigurrós Þorgrímsdóttir, bæjarfull- trúi í Kópavogi. Samkvæmt lögum nr 23/1990 um Námsgagnastofnun er hlutverk námsgagnastjórnar að staðfesta áætlanir stofnunarinnar og fylgjast NV SKÓUERSLUN í GLÆSIBÆ Opið frá kl. 10—18 virka daga laugardaga frá kl. 11—16 SkóbCðin Glæsibæ • Si'mi 568 4452 með framkvæmd þeirra. Náms- gagnastjórn ber ábyrgð á starfsemi og fjárreiðum Námsgagnastofnunar og ræður starfslið hennar að fengn- um tillögum forstjóra. Landssamtök foreldra í grunn- skólum eiga áheyrnarfulltrúa í námsgagnastjóm með málfrelsi og tillögurétt. Norræn sam- tök um óhefð- bundna meðferð Á FUNDI sem haldinn var í Börsen í Kaupmannahöfn dagana 14.-24. mars voru stofnuð norræn samtök fólks sem vinnur við óhefðbundin meðferðarform. Fundinn sátu full- trúar norrænna fagfélaga á þessum sviðum. Heiti hinna nýstofnuðu sam- taka er Nordisk Samarbejds Komite for Ikke-konventionell medisin/ter- apy(NSK). I fréttatilkynningu segir m.a.: „íbúar Norðui’landa leita í æ ríkari mæli í óhefðbundin meðferðarform til lausnar á heilsuvandamálum sín- um. Þessi þróun hefur fylgt aukinni menntun og bættri þjónustu á þessu sviði. Því er það krafa meðhöndlara, jafnt sem neytenda, að hið opinbera láti meira til sín taka varðandi viður- kenningu á menntun og störfum þessa fólks. Þrátt fyrir að nokkuð hafi áunnist telja norræn fagfélög þeirra, er vinna með óhefðbundin meðferðar- form, þörf á aukinni samstöðu og samvinnu um fagmenntun. Með auknum kröfum og samræmingu á menntun fagfólks verður námsmat á hliðstæðu námi markvissara á Norð- urlöndum. Þannig verða gæði þjón- ustunnar einnig betur tijggð." Af íslands hálfu á FÍN, Félag ís- lenskra nuddara, aðild að samtökun- Komdu Isoldehf. Umboðs- og heildverslun Nethyi3-3a -110 Reykjavík Simi5353600- Fax 5673609 isold@isold.is - www.isold.is Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar Ritari á fasteignasölu Kraftmikil fasteignasala í hjarta Reykjavíkur óskar eftir að róða ritara í móttöku viðskiptamanna, skjala- og símvörslu. Leitað er að heiðarlegri, snyrtilegri og duglegri manneskju, sem hefur óhuga ó að vinna í lifandi umhverfi með skemmtilegu fólki. Laun skv. samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 3. apríl nk. og umsóknir óskast send- ar til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „F — 2222". Hættu að reykja í síðasta skipti! Vegna mikillar eftirspurnar 30 tíma afeitrun á Sólheimum helgina 8. og 9. aprfl Náóu árangri í fallegu og friðsælu umhverfi. Allt innifalið: Matur, gisting (1 nótt) og ferðir frá Reykjavfk. Verð aðeins 17.500 kr. Árskostnaður við reykingar kr. 131.400 (miðað við einn pakka á dag). Guðjón Bergmann, tóbaksvarnaráðgjafi. Nánari upplýsingar í símum 561 8586 og 694 5310 og e-mail: gbergmann@simnet.is JOTUN Málningar dasar 15-40% afsláttur af allri Jotun malningu HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.