Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 1
76. TBL. 88. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Bankastjóri Alþjóðabankans
hvetur þjóðir Balkanskaga til dáða
Verða að
sýna viðleitni
til umbóta
Brussel, París, Tirana. AFP, AP, Reuters.
BALKANLÖNDUNUM er hollast
að fara að vinna saman og „hætta að
skjóta á hvert annað“ eða gleyma að
öðrum kosti öllum óskum um utan-
aðkomandi aðstoð og áhuga erlendra
fjárfesta, að því er James Wolfen-
sohn, bankastjóri Alþjóðabankans,
sagði í upphafi tveggja daga ráð-
stefnu um Balkanlöndin sem hófst í
gær.
Ráðstefnan er haldin í því skyni að
reyna að auka fjárhagsaðstoð við
löndin á Balkanskaga í kjölfar stríðs-
ins í Kosovo. En Svartfjallaland, Alb-
anía, Makedonía, Búlgaría, Rúmen-
ía, sem og Kosovo, þurfa öll á því að
halda að endurskipuleggja efnahag,
landslög og ríkisstjóm sína. „Annars
er sama hve miklu fjármagni er ausið
í vandamálin, það kemur ekki til með
að hafa tilætluð áhrif,“ sagði Wolfen-
sohn við fulltrúa þeirra 44 ríkja og 37
alþjóðastofnana sem ráðstefnuna
sitja.
Framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins hefur áhuga á að 5,5
milljörðum evra, eða um 350 mil-
ljörðum króna, verði varið til skyndi-
aðgerða á Balkanskaga, m.a. í Serb-
íu. „Við gerum ráð fyrir umtals-
verðum upphæðum til að umbreyta
Serbíu eftir að Milosevic fer frá og
gera hana þannig að hluta af
Verðbréfa-
markaðurinn
Loftbóla
sem getur
sprungið?
Frankfurt. AFP.
UPPGANGURINN á verð-
bréfamarkaði að undanförnu
ber ýmis einkenni loftbólu, sem
getur spungið þegar minnst
varir að því er Horst Köhler,
nýr framkvæmdastjóri Ai-
þjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF,
sagði í viðtali við þýska dag-
blaðið Die Zeit, sem kemur út í
dag.
Segir Köhler þar, að fjörið á
verðbréfamarkaðnum beri með
sér, að þar ráði miklu spákaup-
mennska, sem stundum hafi
haft bráðan endi. Olíuverð-
hækkanirnar hafi gert ástandið
varasamara en ella þótt ekki sé
ástæða til að gera úlfalda úr
mýflugu.
í öðru viðtali við ítalska blað-
ið La Repubblica varði Köhler
fyrirgreiðslu IMF við Rússa og
sagði að meginmistök IMF og
vestrænna ríkja hefðu verið að
halda, að unnt væri að breyta
Rússlandi á skömmum tíma
með peningunum einum.
Evrópu,“ sagði Chris Patten, sem
sér um utanríkismál í framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins. „En á
meðan Milosevie er við völd eru þess-
ar fjárhæðir varðveittar í peninga-
geymslunum."
Alþjóðabankinn og framkvæmda-
stjóm Evrópuráðsins hafa þó hug á
að safna um 130 milljörðum króna til
að veita í skammtíma aðgerðir á
Balkanskaga á komandi mánuðum
og hafa hinar 15 þjóðir Evrópusam-
bandsríkjanna nú þegar heitið 35
milijörðum til verkefnisins. „Skila-
boðin sem við sendum eru, að því
meira sem þið gerið því meira getum
við gert til að styðja ykkur,“ sagði
Patten við ráðstefnugesti og kvað
Evrópusambandið engu að síður
munu halda áfram að aðstoða óháða
fjölmiðla í Serbíu, veita mannúðar-
hjálp, sem og að starfa með lýðræðis-
öflum í landinu.
Milosevic ógnar
Svartfjallalandi
Einnig eru uppi hugmyndir um
sérverkefni sem snúa að þróun mála í
Svartfjallalandi, einu tveggja eftirlif-
andi ríkja sambandslýðveldisins
Júgóslavíu. „Við erum staðráðin í að
veita ríkisstjóm Svartfjallalands og
almenningi í landinu stuðning okk-
ar,“ sagði Patten.
fbúar Svartfjallalands virðast þó
óttast nágranna sinn, Serbíu, og
sagði Milo Djukanovic, forseti Svart-
fjallalands, í viðtali við bandaríska
dagblaðið New York Times í gær að
Slobodan Milosevic, forseti Júgó-
slavíu, hefði hug á að steypa ríkis-
stjóm Svartfjallalands. Hafi Milos-
evic komið á fót 1.000 manna sérsveit
innan Júgóslavíuhers í þessu skyni.
„Þeirra verk er ekki að varðveita
landið heldur að steypa ríkisstjóm-
inni,“ sagði Djukanov við New York
Times.
Að sögn Sadako Ogata, mannrétt-
indafulltrúa Sameinuðu þjóðanna,
sem hefur verið í hálfsmánaðar ferð
um Balkanskaga, er þó ekki ástæða
til að óttast að sú spenna sem ríkir í
málefnum Svartfjallalands reynist
kveikjan að umfangsmiklum átökum.
Kosningar í
Grikklandi
COSTAS Caramanlis, leiðtogi Nýja
lýðræðisflokksins, stærsta stjórnar-
andstöðuflokks Grikklands, veifar
hér til gesta á kosningafundi í borg-
inni Pyrgos. En fjölmennir kosn-
ingafundir eru eitt af því fáa sem
minnir Grikki á að þingkosningar
fara fram 1 landinu þann 9. apríl nk.
Æ minna fer nú fýrir stjómmála-
baráttu í landinu og hefur hún
breyst umtalsvert sl. áratug. Tveir
stærstu flokkamir biðla nú til mið-
stéttarinnar sem oft sýnir stjórn-
málum lítinn áhuga.
Rússar verða fyrir árás Tsjetsjena við Zhani-Vedeno
AP
Rússneskir hermenn leita á manni íþorpinu Tangi, um 30 kílómetra sunnan við héraðshöfuðborgina Grosní.
Friðarviðræð-
um hafnað
Moskvu, Sleptsovskaja, Genf. AP, AFP.
FLOKKUR rússneskra hermanna
varð fyrir árás skæruliða í fjalllendi
sunnarlega í Tsjetsjníu, nálægt bæn-
um Zhani-Vedeno, í gær og segjast
skæruliðar hafa fellt 70 manns en
stjórnvöld í Moskvu vildu ekki stað-
festa að nokkur hefði fallið. Hins
vegar sagði talsmaður Vladímírs
Pútíns, starfandi forseta, að 14 her-
menn hefðu særst og munu þeir hafa
verið í liði sem sent var til aðstoðar
herflokknum. Fréttaritari rússnesku
ríkissjónvarpsstöðvarinnar RTR
sagði flesta liðsforingja herflokksins
hafa fallið í fyrirsát skæruliða.
Vladímír Rúshaílo, innanríkisráð-
herra Rússlands, heimsótti Tsjetsj-
níu í gær til að meta ástandið en yfir-
menn hersins hafa sagt stutt í að
leifar skæruliðahersins gefist upp. í
gær sagðist Míkhaíl Súntsov, emb-
ættismaður hjá innanríkisráðuneyt-
inu, hins vegar álíta að skæruliðar
myndu „efla andspyrnu sína í sum-
ar“ að sögn fréttastofunnar Interfax.
Forsetar tveggja héraða sem
liggja að Tsjetsjníu, þeir Ruslan
Aushev í Ingúsetíu og Alexander
Dzasokhov í Norður-Ossetíu, sögð-
ust í gær hafa reynt að koma á bein-
um viðræðum deiluaðila. Talsmaður
Pútíns, Sergej Jastrzhembskí, sagði
stjórnvöld í Kreml hafa fengið skrif-
legar tillögur frá Aslan Maskhadov,
forseta Tsjetsjníu, fyrir nokkrum
vikum og þeim hefði verið svarað.
Rússar hafa heitið skæruliðum
sem gefast upp sakaruppgjöf.
Jastrzhembskí sagði Maskhadov,
sem Rússar hafa áður sagt vera
hryðjuverkamann, geta hugsanlega
fengið sakaruppgjöf „ef sannað þykir
að hann sé ekki með blóðugar hend-
ur“. Maskhadov þykir hófsamari en
flestir aðrir leiðtogar skæruliða.
Rússar yfírgefi Tsjetsjníu
Tsjetsjenar létu ekki í ljós neinn
vilja til viðræðna við Rússa í gær.
„Sendimenn Pútíns eru að reyna að
koma á sambandi við Maskhadov en
herráð Tsjetsjena álítur útilokað að
eiga samningaviðræður við Rússa.
Viðræður eru gagnslausar nema
rússneska herliðið yfirgefi Tsjetsj-
níu,“ sagði einn af leiðtogum skæru-
liða, Movladi Udugov.
Aðstoðarutanríkisráðherra Rúss-
lands, Sergej Ordzhoníkídze, vísaði í
gær á bug óskum um að hlutlaus
rannsókn færi fram á meintum
mannréttindabrotum í Tsjetsjníu.
En á fundi Mannréttindanefndar
Sameinuðu þjóðanna í Genf sagði
Ordzhoníkídze Rússa hafa veitt fjöl-
mörgum erlendum aðilum heimild til
að kanna aðstæður og ástæðulaust
að draga í efa hæfiii rússneskra yfir-
valda til að framfylgja lögum um
mannréttindi.
Hættulegar
heræfingar
Ósl<5. AFP.
ÁHÖFN norsks tundurdufla-
slæðara neitaði nýlega að taka
þátt í æfingum með öðrum
NATO-skipum og bar við því,
að það væri of hættulegt að því
er norska varnarmálaráðuneyt-
ið greindi frá í gær.
Kirsti Skjerven, talsmaður
varnarmálaráðuneytisins,
sagði að tundurduflaslæðarinn
Hinnpy hefði átt að hefja
þriggja mánaða þjónustu
ásamt öðrum NATO-skipum
27. apríl nk. en af því gæti ekki
orðið, þar sem áhöfnin teldi
slíkt vera of hættulegt.
„Vandamálið er í hnotskum
það, að norsku hermennirnir
eru of vel haldnir og fá allt of há
laun,“ sagði Skjerven og baðst
afsökunar á því, að Norðmenn
gætu ekki staðið við skyldur
sínar innan NATO.
Mannskæð-
ur eldsvoði
Peking. AP.
ELDUR kom upp í kvikmynda-
húsi í borginni Jiaozuo í Kína
aðfaranótt miðvikudags og
barst fljótt yfir í aðliggjandi
kvikmyndahús með þeim af-
leiðingum að 74 fórust.
Lögregla náði hins vegar að
bjarga 12 manns að því er Xin-
hua-fréttastofan greindi frá.
Ekki liggur þó íyrir hvað svo
margir voru að gera í kvik-
myndahúsunum um miðja nótt,
en á þeim tíma er flest lokað.
Líklegt er þó talið að skortur
á eldvörnum hafi átt sinn þátt í
hve mannskætt slysið reyndist.
En hröð efnahagsþróun, skort-
ur á almennum öryggisreglum
og slakt eftirlit hafa átt hlut að
máli í síendurteknum óhöppum
sem orðið hafa af mannavöldum
í Kína á undanfömum árum.
MORGUNBLAÐK) 30. MARS 2000