Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 80
(vJaíT MBJST ■■•HAX'EiiU Hefðarkettihnií^ Fáanleg á sölumyntíbandí 3H^t0tntUaM^ ELGO' 21 Traustar íslenskar múrvörur Síðan 1972 Leitið tilbaða! ■ I steinprýði MORGUNBLAÐW, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3M0, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 VERÐ ILAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK. Nýjar áætlanir um álver og breytta virkjanaröð hlífa Eyjabökkum Allar virkjana- og álvers- framkvæmdir fari í mat HÆGT verður að hlífa Eyjabökk- um með því að Fljótsdalsvirkjun verði rennslisvirkjun sem tengd yrði Kárahnúkavirkjun eins og hugmyndir eru uppi um ef farið verður að þeim óskum forráða- manna Reyðaráls að reisa í fyrsta áfanga 240 þúsund tonna álver í Reyðarfirði í stað 120 þúsund tonna álvers. Pað myndi kalla á breytta virkjanaröð en ráðast þarf í byggingu Kárahnúkavirkjunar til Við útvega orku fyrir 240 þúsund oonna álver. Fjárfestar í Reyðaráli hf., sem áforma að reisa álver í Reyðarfirði, hafa komist að þeirri niðurstöðu að hagkvæmt geti reynst að breyta áætlunum um verkefnið. „Þannig verði hafist handa við að reisa 240 þúsund tonna álver í fyrsta áfanga en það yrði síðan stækkað um 120 þúsund tonn í samræmi við endur- mat á áætlunum um orkuöflun," segir í yfirlýsingu frá Reyðaráli. Fjárfestarnir hafa beint því til ann- arra aðila Noral-verkefnisins, Landsvirkjunar og iðnaðar- og við- skiptaráðuneytisins, að frumhag- kvæmnisathugun verði gerð á þessum kosti næstu vikurnar. Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, segir að ákvarðanir hafi ekki verið teknar um að breyta áætlun um virkjana- röð en stjórnvöld hafi fallist á að skoða þann kost til hlítar. „Verði þetta niðurstaðan þarf að byrja á því að fara í Kárahnúkavirkjun,“ segir ráðherra og gerir ráð fyrir að hægt verði að bjóða út þær fram- kvæmdir í fyrsta lagi í ársbyrjun 2002. Hún segir einnig mikilvægt að þá þegar liggi fyrir ákvarðanir um stækkun álversins upp í 360 þúsund tonn því það hafi áhrif á verkáætlanir Landsvirkjunar. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að kannað verði næstu daga hvernig breyta megi röð virkjanaframkvæmda vegna þessara nýju hugmynda. „Þetta þýðir að við þurfum að fara með Kárahnúkavirkjun í mat á um- hverfisáhrifum samkvæmt gildandi lögum og það tekur að sjálfsögðu nokkurn tíma,“ segir forstjórinn. Hann segir Landsvirkjun vel í stakk búna til að hefja matsferlið fljótlega en efna þurfi samt til frek- ari rannsókna. Hugsanlega yrði hægt að hefja framkvæmdir á síð- ari hluta ársins 2002, verði leyfi veitt, sem þýddi að orkuafhending gæti hafist seint á árinu 2007 eða í byrjun árs 2008. Hann sagði Kára- hnúkavirkjun gríðarlega fjárfest- ingu, kringum 90 milljarða, að meðtalinni Fljótsdalsvirkjun ef ál- ver yrði stækkað í 360 þúsund tonn, og Landsvirkjun myndi ekki fara af stað með framkvæmdir án þess að hafa góðar tryggingar frá orkukaupanda. Geir A. Gunnlaugsson, stjórnar- formaður Reyðaráls hf., segir að 240 þúsund tonna álver mun hag- kvæmari kost en 120 þúsund tonna álver og því áhugaverðari fyrir fjárfesta. Hann segir Hydro Alum- inium hafa lýst áhuga á að eiga meira en fjórðungshlut í álverinu. „Það hefur komið fram að þeir eru tilbúnir að eiga stærri hlut í svo stóru álveri og þá er verið að tala um 40% hlut,“ segir Geir. ■ Eignarhald/40 Bensínhækk- " un um mán- aðamótin BENSÍN hækkar í verði nú um mánaðamótin. Um síðustu mánaða- mót hækkaði verð á bensínlítra um 2,40 kr., en líklegt er talið að hækkunin verði jafnvel meiri nú. Einar Benediktsson, forstjóri 01- ís, sagði í gær að hækkunin nú væri tilkomin vegna hækkunar á heimsmarkaði um mánaðamótin janúar/febrúar. ♦ ♦ ♦ * Húsasmiðjan á Verðbréfa- þing EIGENDUR Húsasmiðjunnar hf. ætla að sækja um skráningu hluta- bréfa íyrirtækisins á Verðbréfaþing íslands og er stefnt að slo-áningunni í maí næstkomandi. íslandsbanki F&M hefur umsjón með undirbún- ingi að skráningu fyrirtækisins. Húsasmiðjan hefur lengst af verið fjölskyldufyrirtæki og ætla stærstu eigendumir að selja hluta af bréfum sínum í almennu útboði sem fram fer í tengslum við skráningu íyrirtækisins VÞÍ. Einnig mun íslandsbanki, sem á 20% hlut í fyrirtækinu, selja mestan hluta eignar sinnar í útboðinu. ■ Eðlileg þróun/6B Kólnar aft- ur í veðri ÞÓ hlýnað hafi siðustu daga er nauðsynlegt að sjá til þess að snjó- bræðslukerfi sinni örugglega hlut- verki sínu þegar næsta áhlaup ger- ir, þó það verði vonandi ekki fyrr en næsta vetur. Spáð er kólnandi veðri næstu daga. Morgunblaðið/Golli Kominn undir læknis- hendur í Resolute Resolute. Morgunblaðið. INGÞÓR Bjarnason kom til þorps- ins Resolute í gær og komst þar undir læknishendur vegna kalsár- anna sem hann hlaut úti á ísnum og urðu þess valdandi að hann ákvað að hætta ferðinni áleiðis að Norðurpólnum. í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld bar Ing- þór sig vel og sagðist vera orðinn sáttur við ferðalokin. „Ég hefði farið enn verr hefði ég haldið áfram, ég var farinn að eiga í miklum erfiðleikum með að vinna nauðsynleg verk í tjaldinu og fann fyrir miklum sársauka. Þegar ástandið var sem verst síð- asta daginn líktist það mjög sáru naglakuli og það var ekki fyrr en ég tók verkjastillandi lyf að mér fór að skána.“ Ingþór fór beina leið í skoðun á heilsugæslustöðinni í Resolute og fékk að vita þar að kalið hefði get- að orðið verra. „Mér er sagt að það taki jafnvel tvo mánuði að sjá hvernig kalsárunum reiðir af. Hjúkrunarfræðingarnir hér telja að ég muni jafna mig með tíman- um, en það er aðallega fremsti hluti löngutangar hægri handar sem þeir hafa smávegis áhyggjur af. Hugsanlegt er að ég missi hold framan af fingrinum en ég er þó bjartsýnn á að það gerist ekki.“ Ingþór getur beitt höndunum við flesta hluti en þarf að gæta þess vandlega að kalblöðrurnar springi ekki vegna sýkingarhættu. „Ég verð að láta blöðrurnar hjaðna með timanum, en fingurnir eiga eftir að verða mjög litríkir eins og á þeim væru ljótir mar- blettir en það eru eðlileg viðbrögð. Á tveimur fingrum eru ennfremur mjög blásvört svæði.“ Ingþór mun dvelja næstu 3-5 daga i Resolute til að huga að aukabirgðum fyrir Harald ef hann ákveður að halda áfram förinni um helgina. ■ Haraldur kominn/12 Forsætisráðherra á ársfundi Seðlabankans Lífeyrissparnaður geti numið 20% af launum Landsbanki íslands www.landabanki.is net _ g r e i ö s I a j 8)BPHy|SPI|jgBgMIW ÍSLANDSBANKI www.lsbank.is í FRUMVARPI sem verið er að leggja lokahönd á í fjármálaráðu- neytinu er m.a. kveðið á um að frá- dráttarbær heildariðgjöld atvinnu- rekenda og launþega til lífeyris- spamaðar geti samtals numið allt að 20% af launum, með ákveðnu há- marki þó í krónum talið. Þetta kom fram í ræðu Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra á ársfundi Seðlabank- ans í gær. Verði frumvarpið að lögum, mun það hvetja fólk til að auka sparnað sinn verulega, að sögn forsætisráð- herra og til viðbótar mun ríkið auka mótframlag sitt til hins frjálsa við- bótarlífeyrissparnaðar, sem í dag nemur 0,2% af launum, í 0,4%. Forsætisráðherra gerði einnig grein fyrir öðru frumvarpi sem lagt verður fram á næstunni. Þar verða settar reglur um skattalega meðferð kaupréttarsamninga á hlutabréfum hjá starfsmönnum fyrirtækja. Eink- um verður stuðst við bandarískar fyr- irmyndir varðandi skattlagningu á slíkum kjörum. Davíð sagði að kaup- réttur sem hluti launakjara hefði þann augljósa kost, að gera smám saman æ fleiri launamenn að eigna- fólki og þess yrði gætt að slíkur rétt- ur næði til allra starfsmanna í hverju fyrirtæki en ekki fárra útvalinna. Skuldir heimilanna 147% af ráðstöfunartelgum þeirra í máli Birgis ísleifs Gunnarssonar seðlabankastjóra kom m.a. fram, að horfur í efnahagsmálum væru góðar en að brýna nauðsyn bæri til að treysta stjóm á þeim þáttum sem áhyggjum yllu. Verðbólgan og við- skiptahallinn yllu því að þörf væri mikils aðhalds í peningamálum og opinberum fjármálum. I ræðu sinni kom seðla- bankastjóri inn á skuldir heimil- anna, en bráðabirgðauppgjör sýnir fram á aukningu um 71 milljarð króna á liðnu ári, sem er 147% af áætluðum ráðstöfunartekjum heim- ilanna það ár. Fyrir áratug námu skuldir heim- ilanna 72% af ráðstöfunartekjum og fimmtungi fyrir tveimur áratugum. ■ Verðbólgan/11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.