Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 •w---------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ANNA > ÁSGEIRSDÓTTIR + Anna Ásgeirs- dóttir fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1906. Hún lést á Landsspítalanum í Fossvogi 22. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ingunn Ólafsdóttir, f. 10. maí 1881 í Mýr- arhúsum á Selljarn- arnesi, d. 29. desem- ber 1960 í ^eykjavík, og Ás- geir Guðjón Gunn- laugsson, kaupmað- ur, f. 7. nóv. 1879 í Reykjavík, d. 29. mars 1956 í Reykjavík. Systkini Önnu eru: Gunnlaugur, f. 31. júlí 1909, d. 26. des. 1975, kaupmaður, kvæntur 9. ágúst 1947 Valgerði Jónu Andrés- Hver gengur þama eftir Austurstræti og ilmar eins og vorsins blóm? Með djarfan svip og ögn af yfírlæti á ótrúlega rauðum skóm? Það er eins og Jónas Ámason hafi haft Önnu Ásgeirsdóttur fyrir aug- lyn þegar hann orti þessar ljóðlínm-. 'rfö n var í það minnsta óumdeild fröken Reykjavík, hnarreist og glæsileg ung kona sem bar af öðrum. Ungi maðurinn sem hún giftist, afi Ingólfur, bíður hennar nú á bekkjun- um við hljómskálann þar í efra, þar sem þau hjónakorn hittast á ný eftir fimm ára aðskilnað. Raunar vantaði einn dag upp á að fimm árunum væri náð, en amma var bráðlynd og henni hefur líkast til leiðst biðin. í minningu okkar verður Anna Ás- geirsdóttir ávallt amma Anna, amma áRánó. "Á Ránargötunni bjuggu þau hjón- in í fjöldamörg ár. Þar pössuðu þau okkur bamabömin og spilltu með sætabrauði sem amma var óhrædd að senda afa eftir. Það er viðbúið að þau sitji nú skýjum ofar, þar sem amma kallar: Ingi, farðu út í búð! Amma var stolt kona og skapmikil. Hún gat látið hraustlega í sér heyra, en var líka manna kátust þegar svo bar undir. „Húddíhúddí" glumdi á Ránargötunni þegar frú Anna fíflað- ist með okkur smápeyjunum sem fannst amma alveg stórskemmtileg. Þó svo að aldurinn færðist yfir hélt amma yfirbragðinu, var glæsileg og sólbrún um leið og fyrstu geislamir dóttur, f. 26. október 1919 á Eyrarbakka, kaupmanni; Ólafur, f. 29. nóv. 1910, gjald- keri, d. 2. nóv. 1990; Ásgeir Ingi, f. 6. júní 1914, d. 7. júní 1914; Margrét, f. 27. jan. 1920, húsmóðir, gift Hersteini Pálssyni, fyrrv. ritstjóra, 27. jan. 1945, börn þeirra eru Inga, f. 8. jan. 1947, og Páll, f. 22. mars 1951. Anna giftist 19. október 1933 Ingólfi Árnasyni, verslunarmanni, f. 24. september 1907 á fsafirði, d. 23. mars 1995 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Árni Gislason, fiskmats- maður og bæjarfulltrúi á Isafirði, náðu að smokra sér inn um glugg- ann. Meira þurfti ekki til. í Seljahlíð, þar sem þau afi dvöldu síðustu árin, áttu þau góðar stundir og nutu þau einstakrar natni starfs- fólksins og er rétt að þakka fyrir þá góðu umönnun sem þau hlutu bæði. Okkur er minnisstætt að sjá þau tvö þar uppfrá, eftir ríflega hálfrar aldar hjónaband, tengd einhverjum órjúfanlegum böndum sem við get- um aðeins vonað að við höfum við maka okkar á níræðisaldrinum. Sú væntumþykja sem þau sýndu hvort öðm er öfundsverð og ekki öllum gef- in. Eins ólík og þau vora áttu þau saman, sálir sem tengjast á einhvem óskiljanlegan hátt og ná nú saman á ný á himnum. Það á við okkur alla, dóttur- og sonarsynina, að við eram leiðir yfir því að geta ekki fylgt ömmu Önnu síðustu skrefin héma megin. En við vitum líka að hún er fegin, því nú hef- ur ferðalangurinn Anna afsökun til að koma við á fjóram stöðum á heimskringlunni til að kveðja okkur, leggja lykkju á leið sína áður en hún heldur á áfangastað þar sem afi bíður hennar fagnandi. Ingólfur Ásgeirsson, Ámi Ólafur Ásgeirsson, Ingólfur Bjarni Sigfús- son, Ásgeir Sigfússon. Mágkona mín, Anna Ásgeirsdótt- ir, er látin. Að henni er mikill sjónar- sviptir. Hún var mjög glæsileg kona f. 14. maí 1868, d. 9. júlí 1952, og Kristín Sigurðardóttir, f. 29. sept. 1867, d. 27. sept. 1953. Börn Önnu og Ingólfs eru: 1) Ásgeir, f. 26. júlí 1934, viðskiptafræðingur, blaða- maður og þýðandi. Synir hans og Hafdísar Árnadóttur, íþrótta- kennara, eru a) Ingólfur, f. 8. nóv. 1966, flugmaður; sonur hans og Vigdísar Örnu Jónsdóttur er Styrmir EIi, f. 10. febrúar 1996, og b) Árni Ólafur, f. 16. apríl 1972, nemi í kvikmyndagerð og leik- stjórn í Kvikmyndaskólanum í Lodz í Póllandi; 2) Ingunn Anna, f. 10. júlí 1943, þýðandi. Synir henn- ar og Sigfúsar Bjarnasonar, inn- kaupastjóra, eru Ingólfur Bjarni, f. 7. febrúar 1975, nemi í alþjóða- stjórnmálum og blaðamennsku við Háskólann í Leipzig í Þýska- landi, og Ásgeir, f. 28. sept. 1977, nemi í ensku, bókmenntum og al- þjóðasamskiptum við Pennsylvan- íuháskóla í Fíladelfíu í Bandarikj- unum. Utförin hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. og hvar sem hún fór var eftir henni tekið, enda var yfir henni mikil reisn. Hún líktist mjög föður sínum, Ás- geiri G. Gunnlaugssyni, kaupmanni, var dökk yfirlitum og ólík systkinum sínum að því leyti. Anna gekk í Kvennaskólann í Reykjavík eins og títt var um ungar stúlkur í þá daga. Sú námsgrein, sem hún hafði mestar mætur á, var landa- fræði, fyrst og fremst í tengslum við fjarlæg lönd og álfur enda gerði út- þráin fljótt vart við sig hjá henni. Að námi loknu fór hún því til enskunáms í sumarskóla í Oxford þar sem hún bjó á heimili prófessors nokkurs við háskólann er tók erlendar náms- meyjar til dvalar á heimili sínu. Það lýsir Önnu vel að hún þoldi illa hvern- ig farið var með vinnustúlkuna á heimilinu. Nemendunum var bannað að tala við stúlkuna og stúlkan var meira að segja sett skör lægra en heimilishundurinn því hún mátti ekki einu sinni láta vel að hundinum. Anna notaði því tækifærið á sunnu- dögum, þegar heimilisfólkið var í kirkju, til að ræða við stúlkuna og fræðast um hennar hagi en þó fyrst og fremst svo að stúlkunni fyndist hún ekki vera alein í heiminum. Aðra sögu hefur Margrét, kona mín, sagt mér af systur sinni. Á stríðsáranum fór Anna með Ásgeir son sinn að Svignaskarði í Borgar- firði til dvalar en algengt var að mæður færa með ung börn sín upp í sveit af ótta við loftárásir. Þá kom þar ung kona á vagni með líkkistu. Önnu var sagt að í kistunni væri einkabarn konunnar sem væri blásnauð. Anna hugsaði sig ekki um tvisvar; hún fór inn á herbergi sitt og sótti það sem hún átti eftir af pening- um og gaf konunni. Þannig var Anna fram á síðustu stundu. Hún vildi veita og fyrir hana var sannarlega sælla að gefa en þiggja. Þótt Anna mætti ekkert aumt sjá, var hún skapmikil og fljót að svara fyrir sig ef svo bar undir og líktist að þessu leyti föður sínum. En hún var ekki langrækin og fyrirgaf auðveld- lega þeim sem á hennar hlut gerðu. Anna vann í verslun föður síns eft- ir að hún útskrifaðist úr Kvennaskól- anum og þar til hún giftist, ef undan er skilin dvöl hennar í Englandi. Er mér sagt af þeim sem til þekktu að ungir menn hefðu vanið mjög komur sínar í verslunina, þegar svo var komið. Ekki beinlínis til að eiga þar viðskipti heldur til að fá tækifæri til að ræða við ungu stúlkuna. Var Önnu þá ekki alltaf vel við að þrettán áram yngri systir hennar, sem fannst að það hlyti að vera hámark sælu að af- greiða í verslun, væri að flækjast fyr- ir. Hún bað hana því vinsamlegast að fara að koma sér heim. Síðasta setn- ingin var alltaf sú sama: „Varaðu þig á bílunum." Bflar vora samt ekki mjög margir á þessum árum. Eg man það greinilega þegar ég sá Önnu í fyrsta sinn. Það var sumarið 1934. Ég var staddur íýrir utan slökkvistöðina í Reykjavík - þá gömlu - við Tjarnargötuna og var að rabba eitthvað við vini mína þar þeg- ar við sáum hana koma gangandi sunnan götunnar ásamt ungum manni og óku þau barnavagni. Þótt hún væri tíu áram eldri en við og greinilega móðir, komumst við ekki hjá því að veita henni athygli. En mig granaði öldungis ekki að þetta ætti eftir að verða mágkona mín. Samband systranna Önnu og Mar- grétar, konu minnar, var alltaf mjög gott. Þá daga sem þær hittust ekki, töluðu þær saman í síma. Þrettán ára aldursmunurinn hvarf gersamlega á þessum áram því að Anna og þau hjón bæði kunnu ekki síður við sig í hópi okkar kunningja en sinna og var það gagnkvæmt. Aldrei leið það sum- ar að þau byðu okkur ekki í bílferð út fyrir bæinn á þeim áram er við áttum ekki bfl. Við hjónin áttum einnig ógleyman- legar stundir með þeim Önnu og Ing- ólfi erlendis. Skömmu eftir lok heimsstyrjaldarinnar fluttist fjöl- skyldan til Basel í Sviss þar sem Ing- ólfur opnaði skrifstofu í sambandi við sölu sjávarafurða. Þangað buðu þau okkur til dvalar. Þau hjónin vissu að ég átti tveggja mánaða starfsleyfi um það leyti, sem var árið 1949. Það tók okkur ekki langan tíma að þiggja svo höfðinglegt boð enda gat ég nýtt tím- ann til þess að skrifa um Sviss og uppbygginguna í Mið-Evrópu eftir stríðið. Enn skoðum við myndir og rifjum upp þær gleðistundir sem við áttum með þeim á ferðum okkar til Lugano, Feneyja og Gardavatns en Ingólfur notaði sumarleyfi sitt til þess að vera með okkur þótt þau væra §jálf búin að fara á þessa staði áður. Ótaldar era þær borgir og nátt- úraperlur innan Sviss sem þau sýndu okkur. Ferðalaginu lukum við með því að fara til Parísar og voram þar í þrjá sólarhringa og þau hjónin fylgdu okkur meira að segja þangað. Þrátt fyrir hrifningu sína af útlönd- um tárfelldi Anna þegar hún kvaddi okkur, svo mjög langaði hana til þess að koma með okkur til að hitta aftur vini og kunningja á Islandi. Að lokum er mér efst í huga þakk- læti fyrir þá tryggð og vináttu sem þau hjónin Anna og Ingólfur sýndu okkur og fjölskyldu okkar og tek undir orð Valgerðar, mágkonu Mar- grétar, er hún sagði við hana skömmu fyrir andlát Önnu: „Mikið held ég að Ingólfur hlakki til að fá Önnu til sín.“ Ásgeiri, Ingunni Önnu og fjöl- skyldum þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hersteinn Pálsson. Móðursystir mín, Anna Ásgeirs- dóttir, er látin í hárri elli. Glæsileg og falleg kona, ekki aðeins á yngri áram, heldur einnig hin síðari ár. Lát henn- ar átti ef til vill ekki að koma á óvart í ljósi aldurs en gerði það samt. Ein- hvern veginn hafði ég búist við því að hún næði hundrað ára aldri. Hún var svo ákveðin í því að lifa þau tímamót og viljastyrkur þessarar konu var svo mikill að ég efaði ekki fyrr en undir lokin að henni tækist það. Anna var elst barna Ásgeirs Gunn- laugssonar kaupmanns í Reykjavík og Ingunnar Ólafsdóttur frá Mýrar- húsum á Seltjarnarnesi. Á uppvaxt- aráram naut hún tiltölulega góðs efnahags foreldranna en hún átti eft- ir að upplifa bæði skin og skúrir að því leyti á langri ævi. Þó var eins og hún efldist við hveija þraut og alltaf stóð hún hnarreist eftir. Þegar ég man fyrst eftir Önnu hef- ur hún verið komin um fimmtugt. Þetta mun hafa verið gamlárskvöld og ættingjarnir vora saman komnir á heimili Önnu og Ingólfs Árnasonar, manns hennar, við Ægisíðuna. Þarna vora böm þeirra, Ásgeir og Ingunn Anna, sem í mínum huga var fullorð- ið fólk. Þarna vora líka Ingunn amma mín og Ólafur móðurbróðir og fleiri ættingjar og vinir fjölskyldunnar. Þótt minningin um þetta kvöld sé að flestu leyti óljós stendur Anna mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum sem hinn glæsilegi gestgjafi, falleg, lífs- glöð og hlý. Þannig mun ég ávallt minnast hennar. Þrátt fyrir mikinn aldursmun fannst mér Anna aldrei gömul. Það gerði hve ung hún var í anda. Henni fannst sjálfri aldrei að hún væri göm- ul og á síðari áram hafði maður á til- finningunni að henni fyndist aldur sinn nánast óraunveralegur. Undir niðri var hún svo miklu yngri. Þegar hún fluttist í Seljahlíð fyrir allmörg- um áram líkaði henni það illa til að byrja með. Það átti ekki við hana að vera innan um gamalt fólk. Hún átti miklu fremur samleið með mun yngra fólki. Helstu einkenni Önnu vora rausn hennar, reisn og stolt. Þegar vel ár- aði hjá Önnu og Ingólfi fengum við systurbörn hennar svo sannarlega að njóta þess með þeim. Rausnarlegri gjafir fékk enginn frá móðursystur. Þegar illa áraði var það Önnu kvöl að geta ekki veitt af sömu rausn og áð- ur. Þá reyndi stundum á styrk henn- ar. Það var áreiðanlega erfitt fyrir svo stolta konu. Ingólfur lést fyrir fimm árum. Heilsa hans var slæm undir það síð- asta og hann var hvfldinni feginn enda sannfærður um að betra tæki við hinum megin. Anna og Ingólfur vora ákaflega samrýnd í lífinu. Hjónaband þeirra stóð í meira en sextíu ár. Nú era þau saman á ný. Friður sé með þeim. Páll Hersteinsson. t Elskulegur sonur minn, bróðir okkar, mágur og dóttursonur, STEINAR VILHJÁLMUR JÓHANNSSON, lést mánudaginn 27. mars. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 31. mars kl. 10.30. Sigríður Vilhjálmsdóttir, Kristín María Kjartansdóttir, Ingólfur Hauksson, Hannes Jóhannsson, Beth Marie Moore, Kristín María Gísladóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, KRISTÍN ÓLÖF ÓLAFSDÓTTIR, Tangagötu 10, (safirði, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu Isafirði þriðjudaginn 21. mars, verður jarðsungin frá ísafjarðarkirkju laugardaginn 1. apríl kl. 14.00. Borgar Halldórsson, Ólafur Kr. Borgarsson, Sigurrós Júlíusdóttir, Svavar B. Borgarsson, Rannveig Guðjónsdóttir, Elsa G. Borgarsdóttir, Helgi Sigurðsson, Guðni B. Borgarsson, Bergþóra K. Borgarsdóttir, Sig. Bjarki Guðbjartsson, Ari Sigurjónsson, Freyja Bjamadóttir og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis á Byggðarenda 19, Reykjavík, sem lést á Hrafnistu, Reykjavík, fimmtudaginn 23. mars, verður jarðsungin frá Áskirkju föstu- daginn 31. mars kl. 15.00. Jón Sigurðsson, Sigurður Jónsson, Brynja ingimundardóttir, Pétur Jónsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Sæunn Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUÐBRANDUR JÓN FRÍMANNSSON fyrrv. slökkviliðsstjóri, Grenihlíð 28, Sauðárkróki, sem lést á Vífilsstaðaspítala mánudaginn 20. mars sl„ verður jarðsunginn frá Sauðár- krókskirkju laugardaginn 1. apríl kl. 15.00. Hallfríður Rútsdóttir, Frímann V. Guðbrandsson, Auður Valdimarsdóttir, Margrét S. Guðbrandsdóttir, Stefán R. Gíslason, Guðbrandur J. Guðbrandsson, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.